Morgunblaðið - 16.12.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 16.12.1999, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Y aki-DN G selur línukerfi í tvo báta til Danmerkur Danir hafa fengið mikinn áhuga á línuveiðum á undanförnum misserum VAKI-DNG hf. hefur að undan- förnu selt línukerfi til Danmerkur. Kerfin hafa reynst vel en Danir hafa til þessa lítt stundað króka- veiðar. Línukerfið sem hér um ræð- ir samanstendur af línuspili sam- tengt við Line-Tec, uppstokkara, beitningartrekt, magasínum og beituskurðarhnífi. Matthías Einar Jónasson, markaðsstjóri hjá Vaka- DNG hf., segir að nú séu tvö línu- kerfi í notkun í Danmörku. Danir hafi til þessa lítið lagt stund á krókaveiðar en þeim mun meira veitt í troll og net. Síðustu ár hafi hins vegar lítið fiskast í net og því hafi þeir farið að beina sjónum sín- um að línunni. „Undanfarin ár hafa norskir línubátar gert það ágætt í Norðursjónum, innan dönsku land- helginnar, og landað afla sínum í Hanstholm. Þannig hafa Danirnir fengið aukinn áhuga á línuveiðum og við höfum sett kerfið um borð í tvo báta, annan 35 tonna en hinn 75 tonna. Þeir beita smokk og hafa fiskað ágætlega, af bæði þorsk og ýsu. Reyndar er aflinn kannski ekki mikill á okkar mælikvarða eða um 50-70 kíló á balann en á móti eru þeir að fá mjög gott verð fyrir af- lann, allt upp í 500 krónur fyrir kíló- ið. Kerfín okkar hafa reynst vel og bátarnir að afkasta 15-25.000 krók- um á dag. Beitningin er mjög góð og aflabrögðin ekkert síðri en hjá þeim bátum sem eru með beitningavél.“ Matthías segir línukerfin einkum Línukerfi frá Vaka-DNG hf. er í notkun um borð í danska linubátnum Else Marie og hér sjást skipverjar bæta línuna áður en haldið er í sjó- ferð. hafa verið seld úr landi og nú séu aðeins nokkur kerfi í notkun hér- lendis. Hann segist ekki kunna á því aðrar skýringar en þær að kerfin henti best í millistóra báta, en síður í litla krókabáta. „Það háir okkur oft að hafa ekki fleiri báta til að vitna til og eru dæmi um það að þurft hafi að sýna mönnum kerfi sem eru í notkun erlendis til að ná fram sölu. Við höfum reyndar sett þessi kerfi í krókabáta þar sem þau hafa reynst vel. En hafa ber í huga að um borð í opnum bátum eru menn óvarðir fyrir kulda og vosbúð þar sem línuveiðar eru yfirleitt stundaðar yfir vetrarmánuðiná. Þetta er helsta ástæðan fyrir því að kerfin hafa ekki farið um borð í fleiri báta hér á landi. Eins má segja að á meðan aflabrögðin eru eins góð og að undanförnu, 200 til 400 kíló á bala, þá eru menn ekki að horfa eins mikið á beitningarkostnaðinn en hann er vitanlega enginn með þess- um búnaði. Hingað til höfum við að- eins getað boðið línukerfin með beitningartregt og það eru ekki allir sem vilja það, sérstaklega ekki á stærri bátunum. Strax á næsta ári getum við boðið fullkomna tölvu- stýrða beitningai’vél og verður fyrsta vélin sett um borð í bát í jan- úar. Þetta opnar okkur leið inná nýjan markað sem eru stærri línu- bátarnir en ein krafan frá þeim er að kerfið innihaldi beitningarvél,“ segir Matthías. HAGKAUP SJÓMANNA mALMANAK 2m II Sjómanna- almanak Skerplu komiðút ÚT er komið hjá bókaútgáfunni Skerplu ehf. Sjómannaalmanak Skerplu 2000. Bókin er að miklu leyti htprentuð og í henni eru nú tæplega 900 litmyndir af íslenskum skipum auk tæknilegra lýsinga á þeim. Mynd- irnar eru nú fleiri og betri en áður og upplýsingar um skipin ítarlegri. Skipaskrá í tveimur hlutum Skipaskráin er í megindráttum í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er skrá um þilfarsfiskiskip, en sá seinni er um önnur skip. Auk þess fylgja skránni ýmsar hliðarskrár, svo sem skrá um útgerðir í starfrófsröð með upplýsing- um um þær og þar má sjá hvaða skip þær gera út. Þá má nefna skrár um kallmerki, einkennisstafi og skipa- skrámúmer, auk skrár um vélargerð- h' í skipum. Sérstök skrá er um opna vélbáta. Auk skipaskrárinnai' er fjölda- margt annað að finna í þessari hand- bók. Sérstakur kafli er um aflamarkið og þar er getið allra aflamarksskipa og kvóta þeirra, krókabátar eni skráðir eftir útgerðarflokkum. í kaflanum um hafnir á íslandi er getið hafna umhverfis landið, ljós- myndir eru af þeim og kort af stöðun- um og hafnarsvæðunum. Auk þess eru þar upplýsingar um hvaða þjón- ustu megi fá í hverri höfn. Sérstakur kortakafli er nú í bók- inni. Nú er þai' að finna kort um afla og veiðar á Islandsmiðum frá Haf- rannsóknarstofnuninni og kort um sæstrengi frá Landssímanum. í kaflanum um sjávarföll er sýnt hvenær flóð og fjara eru hvem ein- asta dag allan ársins hring á fjórum stöðum í Reykjavík, ísafirði, Siglu- firði og Djúpavogi. Auk þess er sýnt hvemig reikna má út sjávarstöðu á öðmm stöðum á landinu. Vitaskráin er ítarleg og er getið allra vita í landinu, dufla, radíóvita, radarvara, sjómerkja og DGPS stöðva. Auk þess era skrár um radíó- vita í nokkram nágrannalandanna. Fjallað er um staðsetningarkerfi (GPS) og hvemig þau nýtast sjófar- endum. I fjai’skiptakafla er fjallað um fjarskipti um íslenskar strandar- stöðvar og fleira, svo sem sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið. Veðm’kaflinn hefur tekið talsverð- um breytingum frá fyrra ári, íyrst og fremst vegna þess að Veðurstofan hefur tekið upp nýja mælieiningu fyr- ir vind, m/s. I kaflanum um öryggi er umfjöllun um þyrlur á neyðarstund, hífingar frá skipi, hvemig nota á björgunarbáta þegar skip er yfirgefið og margt fleira. Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR er rituð fyrir almenning www.tunga.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.