Morgunblaðið - 16.12.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 51
MINNINGAR
GUÐMUNDUR
HALLSSON
Guðmundur
Hallsson var
fæddur í Keflavík 20.
október 1962. Hann
lést á heimili sínu í
Keflavík 9. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Hallur
Guðmundsson, bif-
reiðastjóri í Keflavík,
f. 8. mai 1926 á Eyj-
ólfsstöðum í Beru-
firði, d. 21. mars
1995, og kona hans
Guðrún Karlotta Sig-
urbjörnsdóttir, hús-
móðir og fiskverka-
kona, f. 4. febrúar 1931 á
Vestur-Stafnesi í Miðneshreppi.
Guðmundur var fjórði í röð fimm
systkina. Þau eru: 1) Margrét, f.
18. mars 1952, innanhússarkitekt
og fatahönnuður í Danmörku, gift
Carsten Bluhme. Börn þeirra eru
Kjartan Bluhme, María Bluhme
og Hallur Steinar Sævarsson, sem
Margrét átti áður með Sævari
Halldórssyni. 2) Sigurbjörn Jú-
líus, f. 3. mars 1953, lögreglumað-
ur á Keflavíkurflugvelli, búsettur
Kæri bróðir það er sárt að kveðja
þig og vita að ég á ekki eftir að sjá þig
meira í þessu lífi. Eg vil þó trúa að þú
sért laus úr viðjum líkamans og að
sál þín sé hjá Guði.
Minningarnar hrannast upp í huga
mínum, æskuárin, unglingsárin og
fullorðinsárin.
Það að þú varst þroskaheftur var
oft erfitt og þá sérstaklega fyrir þig
sem skynjaðir að þú varst öðruvísi.
Oft varstu sár, en upp úr stóð að þú
varst lífsglaður þrátt fyrir allt.
Meðan þú hafðir heilsu til naustu
þess að hlusta á músik, dansa, semja
leikrit og að ferðast um landið.
Eins má ekki gleyma því hvað þú
varst mikið fyrir birtuna, sól og sum-
ar, í skammdeginu naustu þess að
geta farið með foreldrum okkar til
Kanaríeyja sem oft eru nefndar eyj-
ar hins eilífa vors.
Auður Sæmundsdóttir, fararstjóri
þar til margra ára, á þakkir skildar
fyrir það hversu vel hún reyndist
þér.
Eins veit ég að flestir þeir sem
kynntust þína fölskvalausa hjarta,
vonum og þrám sakna þín, t.d. félag-
ar þínir á Hæfingarstöðinni í Kefla-
vík.
Þú áttir það til að vera orðheppinn
og dálítið stríðinn, en ég þykist vita
að þér var allt fyrirgefið.
Alla tíð bjóstu í foreldrahúsum í
Háholtinu, við ástríki foreldra okkar,
á milh þín og móður okkar var sterk-
ur strengur, móðurkærleikurinn í
sinni fallegustu mynd. Það verður
erfitt fyrir hana að halda lífinu
áfram, eftir að hafa líka misst föður
okkar fyrir tæpum fimm árum.
Að lokum vil ég fá að þakka öllum
þeim sem reyndust Gumma vel, t.d.
Kollu og hennar starfsfólki í Lyngs-
eli, Siggu Dan og hennar starfsfólki á
Hæfingarstöðinni í Keflavík, Þórdísi
Þormóðsdóttur, starfsmanni Þroska-
hjálpar á Suðurnesjum, og læknis-
hjónunum Hrafnkeli og Þórhildi.
Verum þess minnug nú á aðvent-
unni að gleyma ekki okkar minnsta
bróður.
Vertu blessaður, Gummi minn, þú
gafst öðrum mikið og ég þakka þér
samfylgdina.
Þinn bróðir.
Hallur M. Hallsson.
Elsku Gummi bróðir, mig langar
að kveðja þig með nokkrum orðum. í
mínum huga varst þú alltaf litli bróð-
ir minn. Mikið þótti mér vænt um
þig, þú hafðir svo mikið að gefa og
þrátt fyrir mikil veikindi var alltaf
stutt í breiða brosið.
Eg minnist þess þegar við fórum
til Spánar, hvað þú hafðir gaman af
að ferðast. Spánn og Kanaríeyjar
áttu hug þinn allan. Á Spáni leið þér
vel, þú hafðir yndi af spænskri tónlist
og þér fannst líka gaman að dansa. Á
íslandi vildir þú helst alltaf hafa
sumar, því þá var veðrið svo gott og
í Keflavík, kvæntur
Stefaníu Hákonar-
dóttur. Börn þeirra
eru Karlotta og
Linda. 3) Hallur Met-
úsalem, f. 8. mars
1960, lögreglumað-
ur á Keflavíkurflug-
velli, búsettur í
Keflavík, kvæntur
Svanbjörgu Krist-
jönu Magnúsdóttur.
Börn þeirra eru
Guðmundur Hallur,
Magnús Már og Kol-
brún Ottósdóttir,
sem Svanbjörg átti
áður með Ottó Sveinssyni. 4) Guð-
mundur, sem hér er minnst. 5)
Ragnar Kristbjörn, f. 11. septem-
ber 1964, starfsmáður varnarliðs-
ins, búsettur í Njarðvík, í sambúð
með Ingu Lóu Steinarsdóttur.
Guðmundur var öryrki og átti
allatíð heima í foreldrahúsum.
Utför Guðmundar verður gerð
frá Keflavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14. Jarð-
sett verður í Hvalsneskirkjugarði.
sólin skein á þig. Þú sagðir oft við
mömmu þegar farið var að hausta; er
ekki ennþá sumar, mamma, er nokk-
uð að koma vetur?
Eg minnist þess líka hvað þú varst
barngóður, þegar stelpurnar mínar,
Karlotta og Linda, vcru litlar. Þú
varst alltaf að klappa þeim og kyssa,
þú vildir vera svo góður við þær. Það
er mikils virði fyrir þær að hafa átt
svona góðan frænda sem þú varst,
Gummi minn. Svo er það litla dóttur-
dóttir mín, hún Halldóra Jóna, hún
er mikið búin að spyrja um þig og
hvort ekki sé hægt að teikna mynd
handa þér eða senda þér bréf, hún
fékk líka að njóta hlýjunnar frá þér.
Dýravinur varstu mikill og þú tal-
aðir við dýrin, þú áttir það til að tala
við hund eða kött þegar þú varst að
koma skilaboðum til fólks sem þú
þekktir lítið og talaðir ekki beint við,
svo samskiptin voru stundum mjög
skemmtileg.
Hinn 8. desember sl. áttum við
góðan dag saman, ég sótti þig upp í
Háholt og við fórum í bíltúr, við
keyptum hamborgara og franskar
sem var í miklu uppáhaldi hjá þér og
fórum síðan og heimsóttum afa í
Sandgerði. Þar spjallaðir þú heil-
lengi við kisuna eins og svo oft áður,
en þegar þú kvaddir afa kysstir þú
hann og það var eins og þú vissir að
þú værir að kveðja hann í hinsta sinn.
Elsku Gummi minn, ég veit að þér
líður vel núna og hann pabbi okkar
hefur tekið vel á móti þér. Elsku
mamma, ég bið góðan Guð að styrkja
þig í þinni sorg, það verður mikill
tómleiki hjá þér nú þegar Gummi er
farinn. Þú annaðist hann svo vel öll
árin sem hann lifði.
Við Ebba, dætur okkar, tengda-
synir og barnabam þökkum innilega
samfylgdina og kveðjum Gumma
með söknuði.
Leiddu mína litlu hendi,
Ijúfx Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
bliðiJesús, aðmérgáðu.
(ÁE.)
Sigurbjöm.
Elsku bróðir. Nú ertu farinn frá
okkur inn í nýjan heim, á æðra mátt-
arstig, þar sem við höldum áfram að
þroskast eftir tilveru okkar hérna
megin.Misjöfn er tilvera okkar
mannanna. Þótt þú værii- fatlaður
varst þú alltaf ánægður með lífið. Á
þinn hátt varst þú mjög klókur, stríð-
inn; mannelskur og barngóður.
Á þessari stundu rifjast margt
upp, þar á meðal allar Kanaríeyja-
ferðirnar sem við fórum með pabba
og mömmu á vetuma. Þar eignuð-
umst við marga vini og kunningja,
þar á meðal Auði fararstjóra sem var
alltaf svo ósköp góð við þig. Ekki má
ekki gleyma þeim Klöru, Siskó,
Gunnu og fleirum. Mér þótti mjög
gaman að geta komist með þér og
mömmu í- síðustu ferðina þína á
ensku ströndina á Kanarí í fyrravor.
Elsku Gummi, lengi vel væri hægt
að telja upp minningar sem ég á um
þig, þó að ævi þín yrði ekki löng. Ég
kveð þig með söknuði og fel þig í guðs
hendur og föður okkar sem var ef-
laust ánægður að sjá þig aftur. Ég
veit þú ert í góðum höndum þangað
til við sameinumst á ný.
Hinsta kveðja.
Ragnar.
Elsku Gummi. Er við hugsum til
baka á þessari sorgarstundu veitir
lífsgleði þín gleði í hjarta okkar. Það
er þess vegna sem við viljum kveðja
þig með fáeinum minningarorðum.
Okkur er minnisstæðust lífsgleði
þín, góðvild og stríðni. I mörg ár
fórst þú til Kanaríeyja með foreldr-
um þínum en þar undir þú þér vel.
Álla þína ævi bjóstu heima og var
það víst að þú varst þar að líta á blöð
eða kubba úr lego. í sumar var haldið
ættarmót fyrir austan og varst þú
farinn að hlakka til. Þér fannst alltaf
svo gaman að koma austur og hitta
allt föðurfólkið þitt. Okkur datt alls
ekki í hug að þessi ferð væri þín síð-
asta, en þarna ferðu með fallegar
minningar af skyldfólki og þau af
þér.
Þú varst mjög barngóður, sérstak-
lega við börn systkina þinna. Það var
samt einn sem stóð upp úr og var það
hann nafni þinn, Guðmundur Hallur.
Þú hlakkaðir aldrei til afmælis
þíns vegna þess að það var um haust
og þú kveiðst svo fyrir vetrinum. En
óskin þín var að páskarnir væru í
nánd og þá væri vorið á næsta leyti.
Ekki varð breyting á þessum tilfinn-
ingum þínum í ár nema þú varst
mjög ósáttur við jólin og vildir sleppa
öllu því tilstandi og hugsaðir til vors-
ins.
Daginn fyrir andlát þitt varst þú
rosalega hress miðað við að þú hafðir
verið svo slappur sl. fimm vikurnar
og héldum við að þú værir á batavegi
en þess í stað skildir þú eftir handa
okkur minningu um þig eins og þú
varst vanalega.
Elsku Gummi, við viljum þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gefið og
kennt okkur. Megi guð geyma minn-
ingu þína.
Sáereftirlifir
deyrþeimsemdeyr
en hinn dáni lifir
íhjartaogminni
mannaerhanssakna.
Þeireruhimnarnir
honumyfir.
(HannesPétursson.)
Þínar mágkonur,
Svana og Inga Lóa.
Kæri frændi og nafni, nú ertu far-
inn þangað sem leið okkar allra ligg-
ur.
Við vorum alltaf miklir vinir og þú
varst svo ánægður með það að ég
væri nafni þinn.
Kallið erkomið,
komin ernústundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Þakka þér fyrir samfylgdina í líf-
inu.
Þinn frændi,
Guðmundur Hallur Halisson.
Elsku Gummi minn.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
ífrelsai’ansJesúnafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svoallrisyndéghafni.
(Hallgi-.Pét)
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginniyfu-minni.
(Sig. Jónsson)
Þinn frændi,
Magnús Már Hailsson.
Ég kynntist Gumma þegar ég
gerðist tilsjónarkona hans. En fljót-
lega fór ég að líta á hann sem besta
vin minn. Við brösuðum mikið sam-
an. Mér er minnisstæðast þegar við
fórum til dýralæknis með Snúlla
kött. Gummi varð að fá að klappa öll-
um dýrunum, blíðan og umhyggjan
skein frá honum. Börnin mín, Helga
og Elli, hændust að honum og var
hann einstaklega barngóður.
Þó að ég hafi verið lasin í haust
hélt ég áfram að hitta Gumma og
mömmu hans. Ég á eftir að sakna
þess að hann spretti ekki upp þegar
ég kem þangað heim. Ég var svo lán-
söm að fá að kynnast mömmu þinni
líka, Gummi minn, sem þér þótti svo
vænt um. Seinustu orðin sem þú
sagðir við mig voru: „Passaðu
mömmu.“ Og það skal ég gera.
Elsku vinkona Karlotta, systkini
og allir aðrir aðstandendur, ég votta
ykkur innilega samúð. Megi algóður
Guð vera hjá ykkur í sorg ykkar og
missi.
Jesú litla lamb ég er,
ljúft hann mig á örmum ber,
yfir mörk og myrkur dala,
mín er leið til himnasala.
Jesúlitla lambéger,
ljúft hann mig á örmum ber.
Þín vinkona,
Margrét.
Okkur langar að minnast góðs vin-
ar með örfáum orðum.
Elsku kariinn, þá ertu farinn
þangað sem engar þjáningar og
þrautir eru, öllum líður vel og allir
eru kátir og glaðir eins og þú vildir
hafa það. Elsku Gummi, það er
skrýtið að hugsa til þess að þú komir
ekki til okkar aftur. Þú varst hvers
manns hugljúfi, alltaf svo hress og
kátur, vildir hafa fjör, fíflagang og
hressileika í kringum þig. Fátt
fannst þér skemmtilegra en að dansa
og eru ófá sporin sem við höfum stig-
ið, bæði í Lyngseli og annars staðar.
Þú varst svo lánsamur að eiga yndis-
lega foreldra sem allt vildu gera svo
þér liði vel.
Elsku Gummi, við kveðjum þig nú
í hinsta sinn með sálminum, sem við
spiluðum svo oft, og þökkum þér fyr-
ir samveruna.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvíl-
ast,
leiðirmigaðvötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hannhressirsálmína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrirsakirnafnssíns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
þvíaðþúerthjámér,
sproti þinn og stafúr hugga mig.
Þúbýrmérborð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
allaævidagamína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
Kæra Karlotta og fjölskylda, við
vottum ykkur innilega samúð. Megi
Guð styrkja ykkur á þessari sorgar-
stund.
Þínar vinkonur í Lyngseli.
Elsku Guðmundur, nú ert þú kom-
inn til pabba þíns, kominn þangað
sem engar þjáningai’ finnast.
Góði Guð, viltu taka Guðmund í
faðm þér og halda utan um hann. Ég
bið þig einnig, almáttugi himnafaðir,
að blessa fjölskyldu hans og gefa
henni styrk í þessari erfiðu raun.
Lækkar lífdaga sól.
Löngerorðinmínferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’ og blessaðu þá
semaðlögðumérlið.
Ljósiðkx’eiktumérhjá.
(H.Andrésd.)
Ómar Björnsson.
Kær vinur hefur kvatt. Einn úr
hópnum okkar er horfinn frá okkur
og eftir sitjum við hnípin og söknum
hans sárt. Það er margs að minnast
þegar við lítum yfir farinn veg og
samveruna með Gumma undanfarin
ár.
Við munum eftir hlátrinum hans,
við munum eftir húmornum, við
munum eftir stríðninni, við munum
eftir leikaraskapnum og eftirher-
munum. Við munum eftir þessu og
mörgu öðru, því Gummi var litríkur
og skemmtilegur persónuleiki. Hann
var maður gleðinnar og tók gjarnan
nokkur dansspor ef gott lag hljómaði
í útvarpinu.
Gummi var líka maður sólarinnar í
besta skilningi þess orðs. Honum leið
vel í sumri og sól. Að sitja við verk-
efni sín utandyra ef minnsta sólar-
glenna sást á himni var toppurinn.
Hann fór líka í ófáar sólarferðir með
fjölskyldu sinni og kunni því lífi afar -
vel. Okkur þótti það nánast táknrænt
að í langan tíma hefur ekki snjóað
eins mikið á Suðurnesjum og einmitt
þann dag sem Gummi lést. Kannski
hefur hann verið að prófa snjótakk-
ana hjá Guði.
Við munum minnast vinnusama og
iðna mannsins sem vann verk sitt af
nákvæmni og samviskusemi. Við
munum minnast hlýju hans og góðr-
ar nærveru. Við munum geyma
minningu Gumma í hugskoti okkar
um ókomin ár. Við þökkum honum
samfylgdina.
Gummi var mjög tengdur systkin-
um sínum og fjölskyldum þeirra og
var aðdáunarvert að fylgjast með því
hve vel þau hugsuðu um velferð hans,.-
Elsku Karlotta, þið tengdust
sterkustu böndunum, af alúð og um-
hyggju umvafðir þú Gumma þinn til
hinstu stundar. Þér og allri fjölskyld-
unni vottum við okkar dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Guðmundar
Hallssonar.
Starfsfélagar og vinir
á Hæfingarstöðinni í Keflavík.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (5691115)
og í tölvupósti (minn- _
ing@mbl.is) — vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfinu, >
ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svok-
allaðra ASCII skráa sem í dag-
legu tali eru nefndar DOS-
textaskrár. Þá eru ritvinnsluk-
erfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úr-
vinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling takm-
arkast við eina örk, A-4, miðað
við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu).
Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Erfisdrykkjur
Ö
(|a1|Luu.Li-,.|4
wiuii^Qnu/iw
GAPi-inn
Oaishraun 13
S.555 4477 ♦ 555 4424
Blómatmðirí
öaKSshom
v/ Fossvogski>*kjuga>*ð
Sfmi: 554 0500