Morgunblaðið - 03.01.2000, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 JMtrjgmMaM* 2000
Svo kvað Tómas
eftir VALTÝ
STEFÁNSSON
1942
Tómas Guðmundsson kom heim til
mín hjer um kvöldið, aldrei þessu
vant. Við sátum og röbbuðum um
Helgafell, stjómmálin og heimspóli-
tíkina, og töluðum bæði vel og illa
um náungann, þ.e.a.s. Tómas talaði
um alla heima og geima, en jeg
skaut inn í orði og orði á stangli,
eins og blaðamanni ber. Ekki svo að
skilja, að jeg ætlaði að skrifa neitt
af því, sem hann sagði. En þegar
jeg vaknaði nokkru eftir að hann
var farinn, þá rifjaðist eitt og annað
ljóslifandi upp fyrir mjer úr móðu
næturinnar, sem jeg skelti á blað að
gamni mínu til að gleyma því ekki.
Og hjer er það.
Heimastjórnarmaður
- Heyrðu, Tómas, í hvaða flokki
ertu annars, segi jeg við hann, mitt í
hinum hápólitísku samræðum.
- Jeg hefi alltaf verið heima-
stjómarmaður, segir Tómas og
verður mjög alvarlegur á svipinn.
Jeg hefi að vísu aldrei formlega
gengið í flokkinn, vegna þess að
enginn fundur hefír verið haldinn
síðan einhvem tíma á árinu 1918.
En jeg mæti á næsta fundi, hvenær
sem hann verður.
Sjáðu til. Ein fyrsta bemsku-
minning mín er þessi: Jeg hefi víst
verið á fjórða árinu. Hannes Haf-
stein og frú hans gistu heima á Efri
Brú, þá var verið að vígja Sogs-
brúna eða eitthvað þessháttar. -
Morguninn eftir var jeg að álpast
úti á hlaði, kunni ekki fótum mínum
forráð, frekar en stundum seinna í
lífinu, stakkst á höfuðið, fjekk blóð-
nasir, en frú Hafstein hjálpaði mjer
á fætur og maður hennar gaf mjer
skínandi pening. Síðan hefi jeg ver-
ið heimastjómarmaður.
Þrjár ákvarðanir
Auk þess ákvað jeg snemma
þetta þrennt: Jeg ætlaði að verða
I Molar frá
I einni
|næturstund
skáld, að eiga hús við Sogið, þar
sem jeg ljek mjer sem bam og
verða rfkur.
Jeg hefi ort, að vísu ekki eins vel
og jeg hefði viljað, og húsið við Sog-
ið er komið upp, að vísu miklu
minna, en jeg ætlaðist til, en jeg á
alveg eftir að verða ríkur, og það er
raunar mjög bagalegt, að minsta
kosti fyrir skáld, því að jeg hefi altaf
haldið því fram, að andagift væri
m.a. peningaspursmál. - Jeg á
reyndar dálítið af bókum, en tími
ekki að selja þær fyrir peninga því
að flestar era þetta uppáhaldsbæk-
ur mínar, eins og t.d. Smaladreng-
urinn eftir Freymóð Jóhannesson.
Jeg les Smaladrenginn alltaf tvisvar
á ári, og hef hann auk þess til að
prófa menn, hvort þeir hafi
„húmoristískan sans“. Ef menn
hafa ekki gaman af Smaladrengn-
um, þá er ekkert gaman að þeim.
Þar er t.d. þetta atriði í einum þætt-
inum: „Hundgá heyrist í fjarska. Ef
hundur er ekki við hendina, getur
(tiltekin persóna) farið af sviðinu og
gelt á bak við tjöldin.“
Draumar
- Getur þú ekki sagt mjer eitt-
hvað um þína skáldadrauma frá
æskuárunum?
- Nei. Mig hefir aldrei dreymt
neitt um það. Jeg var alveg ákveð-
inn að verða skáld, frá því fyrsta jeg
man eftir mjer. Þegar jeg var lítill,
gaf jeg út dagblað fyrir sjálfan mig.
Enginn mátti sjá það. Það var alveg
fyrir mig. Það byrjaði altaf á kvæði.
- Dreymdi þig þá ekkert?
- Ja, draumar og draumar eiga
ekki saman nema nafnið. Mig
dreymir oft fyrir daglátum, en
sjaldan nokkuð merkilegt. Það er að
segja, mig dreymdi fyrir styrjöld-
inni nokkrum mánuðum áður en
hún braust út. En jeg rjeð þennan
draum skakkt. Hjelt að hann væri
fyrir drepsótt. Hann var svona:
Jeg var staddur úti á björtu og
heiðskíru vetrarkveldi. Alstimdur
himinninn. Þá sje jeg að úti við
sjóndeildarhringinn er stóreflis risi,
með tösku spenta yfir öxl, líkt og
strætisvagna bílstjóri. Og hvað
heldur þú að mannfjandinn geri?
Hann tínir stjömurnar af himninum
niður í tösku sína.
Svo dreymir mig stundum á nótt-
um samtöl og setningar, sem jeg
heyri daginn eftir. T.d. einu sinni
dreymdi mig að Jakob Möller mætti
mjer á götu og segði við mig eina
sestningu. Morguninn eftir var jeg
á leið niður á skrifstofu með kunn-
ingja mínum, og segi honum draum-
inn, þetta sem Jakob sagði við mig.
En þegar við voram komnir niður í
Bankastræti, þá er Jakob þar, víkur
sjer að mjer og segir sömu orðin og
í draumnum.
Skólaskáldin
- Hvenær fórstu fyrst að sýna
kvæðin þín?
- Þegar jeg var 10 ára orkti jeg
kvæði til mömmu og skrautritaði,
og fór út í móa og tíndi blóm, færði
henni blómin og kvæðið í rúmið. -
Hún var Ijóðelsk kona. Eitt af því
fyrsta sem jeg man var, að hún sat
með mig á handleggnum og var að
lesa Ásbyrgi eftir Einar Benedikts-
son. Jeg man svo vel eftir hófspor-
inu, sem Einar talar um í kvæðinu.
Svo fór jeg í Menntaskólann, sat í
1. bekk. En næsta haust ákváðum
við Sigurður Ólafsson, sem síðar
varð verkfræðingur, að lesa 2. og 3.
bekk á einum vetri. Sumpart af því
að við voram svo efnilegir.
Svo auglýstum við eftir pilti til að
vera með okkur í tímum. Jeg man
ekki hve margir gáfu sig fram. En
hitt man jeg, að við voram sammála
um að taka einn þeirra umsvifa- Þ
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Fyrsti kvenþjóðhöfðinginn
19 8 0 0 Vlgdís Finnbogadóttir vard fyrsta konan í heiminum
þjódhöfdingf í lýdrædislegri kosnlngu, þegar hún var kjörin forseti
íslands 29. júní 1980. Hér er hlnn nýkjörnl forseti á svölum heimllis
síns ad Aragötu 2, en mlklll mannfjöldi safnadist þar saman til ad
fagna henni.
Um aldamótin 2000
eftir DR. HELGA
PJETURSS
1933
I
Fyrir skömmu sagði mag. V.Þ. Gíslason í
útvarpinu frá skáldsögu sem er látin gerast
nálægt aldamótunum næstu. Michael Arlen
minnir mig höfundurinn heiti. Virtist mjer
sem lýsing sú á framtíðinni væri gerólík því
sem verða mun. Engin veraleg nýung virt-
ist hjer hafa komið fram. En þetta mun
verða mjög á annan veg. Og það er hægt að
segja alveg með vissu hvað það verður sem
í aðalatriðum setur mark sitt á þá framtíð.
Alheimslíffræðin verður það eða stjömulíf-
fræðin, og sambandið við íbúa stjamanna.
Þykir mjer mikils vert, að geta í þessu sam-
bandi vitnað í skoðanir manns, er hefir
áunnið sjer frægð sem guðfræðingur, rit-
höfundur og stærðfræðingur, en það er dr.
Bames, biskup í Birmingham, einn af
merkustu mönnum ensku kirkjunnar.
Ekki er það þó af því að jeg þurfi þeirra
skoðana á nokkum hátt við til að auka
þekkingu mína eða efla sannfæringu mína í
þessum efnum, sem mjer þykja þær svo
mikils verðar, heldur annars vegna. Mönn-
um hefir verið svo hætt við nokkrum rang-
indum gagnvart mjer, Ekki einu sinni jarð-
fræðirannsóknir mínar hafa fyllilega fengið
að njóta sannmælis ennþá, og mætti þó án
þeirra heita myrkur yfir hinum sjerstak-
lega íslenska kafla í jarðmyndun landsins,
hinni pleistocenu basaltmyndun með milli-
lögum, sem er svo afar merkileg, og líkist
um það íslendingasögum, að hún á ekki
sinn líka í neinu landi öðra, svo að enn sje
kunnugt. En margir, sem ekki hika við að
telja það sem jeg hefi sagt um lífið á stjörn-
unum og samband við það, markleysu eina,
munu átta sig á því, að það væri ekki svo
viturlegt að hafa að engu skoðanir hins
breska kirkjuhöfðingja, sem einn allra
biskupanna er meðlimur vísindafjelagsins
breska, F.R.S. En eins og jeg gat um í
grein í jólablaði Morgunblaðsins síðast, þá
telur dr. Barnes líklegt, eða öllu heldur,
virðist vera sannfærður um, að mannabygð
sje á öðram jarðstjörnum, og að lengra
komnir stjörnubúar sjeu að reyna að koma
á sambandi við oss hjer á þessari jörð.
Mjög er það eftirtektarvert, að Bames
biskup sagði í ræðu þeirri sem jeg þýddi
kafla úr, að verar mundu vera til á öðrum
jarðstjömum, sem miklu lengra væru
komnar í andlegum efnum en mannkyn
vorrar jarðar. En það er óhætt að vera viss
um, að það er ekki einungis í andlegum
efnum, sem sumir stjömubúar eru lengra
komnir en vjer hjer á jörðu.
I I
Um aldamótin 2000 verða hagir mann-
kyns orðnir gerbreyttir frá því sem nú er.
Væri um það langt mál að rita, en jeg mun
að sinni aðeins drepa á nokkur sjerstaklega
mikilsverð atriði. Fyrst og fremst verður
heilbrigði og farsæld miklu almennari og
meiri en nú gerist, því að mjög miklu betur
verður kunnað að færa sjer í nyt það sem
miðar til eflingar lífsins, hvort sem það er
ástin, Ijósið, eða fýri og ilmi (ozon) loftsins.
Hver maður mun þá eiga þess kost miklu
fremur en nú gerist, að ástunda að verða
sem fullkomnastur, bæði andlega og líkam-
lega. Mjög mikil breyting verður orðin á at-
vinnuvegunum. Enginn maður verður þá að
ala aldur sinn við að brjóta berg í þröngum
námugöngum og eiga á hættu, eins og svo
oft hefir borið við, að verða þar lifandi gi’af-
inn og bíða hinn hræðilegasta dauðdaga.
Þess verður þá engin þörf, að farið sje nið-
ur í jörðina til að sækja sólskin - því að kol
má segja að sje margra miljóna ára gamalt
sólskin í nokkurs konar álögum, sem það
leysist úr þegar kolin brenna. Menn munu
þá kunna að nota sólskin samtíðarinnar.
Jarðrækt mun verða stunduð mjög mikið,
en með mjög breyttum og nýstárlegum að-
ferðum. Hraðrækt mætti nefna það, og
verða við það notaðir geislar sem menn vita
nú lítið um. Nýar ávaxtategundir verða þá
framleiddar, miklu hollari og bragðbetri en
þær sem nú þekkjast. En ekki er jeg með
þessu að segja að hveiti og rúgur verði þá
úr sögunni, heldur munu þá verða notaðir
til fulls bragð- og hollustu möguleikar þess-
ara ágætu ávaxta; en enn sem komið er,
vantar mikið á að það sje gert eins og
mætti. Alls ekki verður þá tíðkað að ala
upp skepnur til þess að drepa þær. Gagn-
vart selum og hvölum, þessum merkilegu
dýrum, sem nú eiga svo hryllilegu miskun-
arleysi að mæta af mannanna hálfu, munu
menn koma fram eingöngu sem dýravinir
og hafa mikla ánægju af þeim á ferðum sín-
um. Og það mun verða ferðast mikið. Allir
munu eiga kost á að sjá mikinn hluta jarð-
arinnar. Styrjaldir verða engar, enginn vill
þá taka á sig hinar óumflýjanlegu afleiðing-
ar af því að meiða eða drepa. Einnig verða
ýmsar deilur flokka og einstakra manna,
miklu minni en nú, auðveldara að forðast
deiluefnin og koma á samtökum. Ósam-
komulag um trúarbrögð verður úr sögunni
að miklu eða mestu leyti. Menn munu eftir
vísindalegum aðferðum leita sambands við
lengra komnar verur á stjörnunum, og slík-
ar verur verða hjer jafnvel tíðir gestir.
Eins og nokkurs konar æðra sólskin yfir
öllu lífinu, verður hin aukna víðsjá og fram-
sjá. Meir og meir munu menn vita hvers
vænta má af framtíðinni, og meir og meir
verður það sem þó er óvænt, betra en búist
hafði verið við, svo að hið fomkveðna:
margt gengur verr en varir, verður þá ekki
sannmæli framar. Eins og jeg gat um í
grein í Fálkanum 7. jan s.l., verður mikil
rækt lögð við draumlífið og svefnhvíldin
notuð til að kynnast lífinu á öðram stjöm-
um.
I I I
Um aldamótin 2000 verður ísland orðið
eitt af skemtilegustu löndum jarðarinnar,
og veðurfarið mun þá ekki verða því til fyr-
irstöðu að fegurð landsins fái að njóta sín.
Loftlagsbreytingin er nú þegar farin að
gera vart við sig á mjög eftirtektarverðan
hátt, þó að alt gangi enn skrykkjótt um þær
og allar aðrar breytingar til batnaðar. En
þó þyrfti ekki svo að vera. Á skömmum
tíma gæti orðið sú breyting er glögglega
sýndi að framtíðin mundi verða slík sem
hjer er gefið í skyn. Og sú breyting verður
ef menn aðhyllast þá heimspeki sem kalla
má hyperzóismus, en hún kennir að lífið í
alheimi eigi að vaxa fram til fullkomins
samræmis, en vaxandi samræmi fylgi vax-
andi vald á öflum og möguleikum tilverunn-
ar. En stóra sporið sem mannkyn vorrar
jarðar verður að stíga, er að stilla svo til
sambands við fullkomnari íbúa annara
stjarna, að hinn skapandi kraftur nái betur
tökum hjer hjá oss. En allar hugmyndir um
líf í 4. rýmd eða hinum myi’ka, helkalda
geimi virðast bygðar á misskilningi og miða
til tafar. Stjörnuheimurinn er undirstaða
lífsins, öll hans öfl eiga að verða í þjónustu
lífsins, og að vjer deyum hjer á jörðu, stafar
ekki af því að tilganginum með lífí í efnis-
heimi hafi verið náð, heldur af því, að oss
hefir ekki tekist nógu vel að lifna.