Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 8
8 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 2000
„Um vorið gáfum við Halldór út blað, til
að græða peninga. Við vorum of ungir til
að verða teknir gildir sem ábyrgðar-
menn. En Halldór kunni ráð við því.
Hann sagðist vita af barnakennara, sem
verið hefði í Mosfellssveit og nú væri í
grjótvinnu uppi í Öskjuhlíð."
1--------------------1
Fagnaðarljóð
VIÐ MÓTTÖKU
HANS EMINENTIU VILHJALMS
KARDÍNÁLA VAN ROSSUM
eftir STEFÁN
frá HVÍTADAL
1929
laust. Okkur þótti hann svo skrít-
inn, og öðruvísi en alt hitt fólkið.
Hann kvaðst heita Halldór Guðjóns-
son, rithöfundur frá Laxnesi. Hann
bar það líka með sjer hver hann var,
því að hann hafði svo skáldlegt hár.
Við_ urðum miklir vinir.
A þeim árum var mikið hár og
stór gleraugu einskonar einkennis-
búningur skálda. f>að gilti einu, þó
menn þyrftu að taka gleraugun af
sjer til þess að sjá til að lesa og
skrifa. Jeg man t.d. hvað Guðmund-
ur Gíslason Hagalín þótti efnilegur
þá strax hvað þetta snerti.
Eitt af þessum einkennisbúnu
Menntaskólaskáldum kallaði mig
einu sinni á eintal og sagði við mig
mjög alvörugefinn: Heyrðu, Tómas!
Ekkert skii jeg í þjer, hvernig þjer
dettur í hug að ætla þjer að verða
skáld og láta snoðklippa þig svona.
Halldór kom heiman frá Laxnesi
með fullt koffort af handritum. -
Það voru skáldsögur í mörgum
bindum. Hann orkti líka um þetta
leyti kvæði til Þýskalandskeisara.
En enginn mannlegur máttur skal
fá mig til að segja frá því, hvar það
birtist á prenti.
I prófinu upp í 4. bekk vorum við
látnir velja á milli verkefna í ís-
lenskum stfl. Halldór skrifaði langa
sögu um mann, sem rjeði sig í
kaupavinnu austur í Fióa, og trúlof-
aðist þar. Hann var svikinn um
kaupið.
En hvað gerði það tfl, sagði skáld-
ið að lokum. „Hann vissi sem var, að
góð kona er meira virði en hattur
fullur af peningum. Á þeim orðum
endaði þessi skáldsaga, sem hjet:
„Sumarstörf manna hjer á Iandi“.
Hún er til uppi á Þjóðskjalasafni og
Halldór fjekk hjá Sigurði Guð-
myndssyni hærri einkunn fyrir
hana, en venjulegt var að gefa í
skriflegri íslensku.
Um vorið gáfum við Halldór út
blað, til að græða peninga. Við vor-
um of ungir til að verða teknir gildir
sem ábyrgðarmenn. En Halldór
kunni ráð við því. Hann sagðist vita
af bamakennara, sem verið hefði í
Mosfellssveit og nú væri í grjótvinnu
uppi í Öskjuhlíð. Hann myndi vera
til með að gerast ábyrgðarmaður.
Við fórum til hans. Hann var hinn
besti og við fengum nafn hans og
ábyrgð, fórum í prentsmiðjuna, gáf-
um út blað, og seldum það í blóra við
íþróttamennina þ. 17. júní. Þetta
gekk vel. Við gáfum út annað og
seldum það 19. júní í blóra við kven-
fólkið.
Þá vorum við búnir að græða svo
mikla peninga, að við vissum varla
aura okkar tal, og gátum ekki, sem
virðulegir blaðeigendur staðið í
þessu lengur hjálparlaust. Þá rjeð-
um við Sigurð Einarsson til þess að
annast ritstjóm á 3. tölublaðinu.
Hann neytti aðstöðu sinnar til að
lauma skömmum í blaðið um okkur
eigenduma. Við urðum þess varir, er
við komum í prentsmiðjuna til eftir-
lits. Við heimtuðum að blaðið yrði
brotið upp, og lögðum blátt bann við
því að það yrði gefið út framar. Þar
með var það úr sögunni. Nema ef
tölublöðin tvö, sem út komu, kunna
að vera til á Landsbókasafninu.
Ábyrgðarmaðurinn fjekk mikið
gott upp úr þessu. Honum hefir víst
verið gert að greiða allan útgáfu-
kostnaðinn, prentun og pappír. En
upp úr þessu fór hann sjálfur að
fást við yrkingar og málafærslu.
- Hver er sá?
- Pjetur Jakobsson.
Á styrjaldartímum
- En hvemig gekk námið?
- Það gekk eiginlega vel. - Við
Sigurður lásum af kappi nema lít-
inn tíma um miðjan veturinn. Þá
urðum við báðir ástfangnir af sömu
stúlkunni, og töluðumst ekki við. -
Þá kom mér það í koll, að jeg var
búinn að kenna Sigurði að yrkja.
Það notaði hann sér óspart. Svo trú-
lofaðist stúlkan einhverjum öðrum,
og þá urðum við aftur góðir vinir og
höfum verið það síðan. En Sigurður
hætti að yrkja.
Annars höfðum við ýmislegt
fleira á prjónunum, því að þá voru
styrjaldartímar eins og nú, og mikill
gróðahugur í mönnum. Og þá gerð-
umst við einu sinni brautryðjendur í
íslenskum iðnaði, þó þess sje sjald-
an getið.
Það vantaði skósvertu hjer, eins
og þú manst í síðustu styrjöld. Við
fengum upplýsingar hjá pilti í
Laugarvegsapóteki um það, hvemig
ætti að sjóða skósvertu. Við fengum
pott og öll efni til þess. Við áttum
heima í bakhúsi. Unnum í kjallaran-
um. Það var mesta púl. Þurftum
alltaf að hræra og hræra í pottin-
um, í hvert skifti sem átti að taka
upp í dós, svo að svínafeitin settist
ekki ofan á.
Við settum skflti í gluggann með
stórum stöfum: - „Hjer fæst skó-
sverta! Fólk er beðið að hafa með
sjer dósir“.
Þetta gekk vel í fyrstu. Fólkið
kom með dósir og keypti svertuna.
En svo eyðilagði einn skóari þennan
iðnað okkar. Hann kann að vera
allra besti maður. En við áttum
erfitt með það við Sigurður, að líta
hann ijettu auga.
Hann átti heima í húsi alveg við
götuna, fyrir framan bakhúsið
okkar. Hann byrjaði líka að búa til
skósvertu og „sló okkur út“. Því að
hann setti líka skilti út í gluggann,
sem hljóðaði á þessa leið: „Hjer
fæst skósverta. Fólk þarf ekki að
taka með sjer dósir“. Þá var úti
um þennan iðnað okkar. En við
höfðum þó 170 krónur upp úr
krafsinu.
Allskonar frátafir
Eftir því sem lengur leið á skóla-
árin fór maður að hafa minni og
minni tíma til að stunda námið, eins
og gefur að skilja.
Einu sinni þegar jeg hafði aldrei
komið í skólann í hálfan mánuð,
fyrri en eftir hádegi, kom Jón
Ofeigsson til mín og sagði: „Hvað
gengur að yður, Tómas?“ - I því
augnabliki mundi jeg ekki eftir
nema tveim sjúkdómum, og segi:
Krabbamein og tæring!
Hvemig getið þjer afborið þetta
Tómas minn, segir Jón með sinni
saklausu nærgætni, en ofurlítið örl-
aði fyrir brosi í vinstra munnviki
hans, svo að mjer datt í hug, að jeg
myndi þama hafa tekið of djúpt í
árinni, svo jeg flýtti mér að bæta
við: - „Ja, það er að segja, það er
krabbameinið, sem hefir tæring-
una.“ Þá færðist brosið í hitt munn-
vikið á Jóni.
Já, það var margt brallað á þeim
skólaárum.
Það fer um mig hrollur í hvert
sinn, er jeg minnist ferðar, sem far-
in var eina haustnótt inn í Sund.
Það var ránsferð. Þar var skip, sem
lagt hafði verið fyrir ári síðan.
Þú hefðir átt að sjá hann vin minn
Sigurð, þegar hann labbaði upp Völ-
undarbryggju í birtingu um morg-
uninn með 60 pund af blýi undir
annari hendinni og kexpoka á bak-
inu. Það stóðu tveir lögregluþjónar
á Klapparstígshorninu, er þangað
kom.
En blýið gaf góðar tekjur og kex-
ið geymdum við í skáp undir súð.
Það mætti spyrja hann að því, hann
Ólaf Helgason lækni, hvort það kex
hafi verið góður matur.
í „Aristokratíinu"
- Heyrðu, Valtýr. Rjettu mjer
glasið mitt.
Tómas dreypir á og setur glasið
nær sjer, og heldur áfram:
- Hvað myndi verða um freisting-
amar, ef maður ljeti aldrei eftir
þeim. Þær yrðu úti! Hvers eiga þær
að gjalda? Það guðdómlegasta við
falleg vín er það, að þau gera mann
svo ístöðulausan. En til eru þeir
menn sem aldrei geta unnið bug á
„karakter" sínum. Það er af því, að
þeir eru svo litlir aristokratar.
Sú var tíðin, að mig langaði til að
verða aristokrat. Það er langt síðan
þetta var. Þá kunni jeg ensku á
haustin, en var búinn að gleyma
henni á vorin. Það var þegar jeg var
lítill drengur heima á Efri-Brú.
Auðug ensk læknishjón voru
heima hjá okkur nokkur sumur við
veiðar. Einu sinni stungu þau upp á
því, að taka mig með sjer til Eng-
lands. Jeg hefi að sjálfsögðu viljað
fara, því að þau áttu alltaf svo mikið
sælgæti. En móðir mín hefir víst
verið á annari skoðun, og jeg er
henni þakklátur fyrir það. -
Það er nefnilega alveg eins gam-
an að drekka með Gunnari Viðar og
Tómasi Hallgrímssyni eins og
breska aristokratíinu.
- Og þá hefðir þú heldur aldrei
orðið skáld.
- Líklega ekki. ... Og það væri
skaði. Því að skáldskapur getur
komið mörgu góðu til leiðar. Einu
sinni, þegar jeg var ungur stúdent,
lagði jeg grundvöll að hjónabandi
kunningja míns með því að yrkja
fyrir hann ástarkvæði til stúlku sem
hánn þekkti ekki þá.
- Og varð hjónabandið hamingu-
samt?
- Já, í mesta máta. Jeg veit ekki
betur en einasti skugginn á því sje
sá, að hún atyrðir stundum mann-
inn sinn fyrir að hafa hætt að yrkja.
Eins og hann hafi verið efnilegur til
að byrja með.
- En stundum orktir þú ástar-
kvæði fyrir sjálfan þig?
- Já, stundum. Einu sinni orkti
jeg kvæði á bláan pappír tfl yndis-
legrar stúlku í Vesturbænum. En
þá varð hún vond. Sagðist vera búin
að sjá þetta kvæði hjá vinstúlku
sinni í Austurbænum. En raunar
hafði jeg bara lánað kunningja mín-
um afrit af kvæðinu á gulan pappír
handa hans stúlku. Síðan hefi jeg
alltaf gætt þess, að senda aldrei
tveim stúlkum sama ástarkvæðið.
- Var það hún, sem kom á stefnu-
mótin fyrir sunnan Frfldrlquna?
Það brá fyrir þótta í svip Tómas-
ar. Hann svaraði ekki spumingunni,
en hleypti snöggvast brúnum, um
leið og hann reis úr sæti sínu. Nú
talaði hann í fullri líkamshæð:
- Forfeður mínir áttu margar
jarðir, en þeir hafa gleymt að arf-
leiða mig. Þú mátt þó ekki halda að
jeg sje neinn öreigi. Jeg er að kaupa
rekajörð fyrir vestan. Mestu kosta-
jörð. Mestu kostir hennar eru þó
það, að þangað kemst enginn nema
fuglinn fljúgandi.
En þegar sjógarpar fara þangað
endrum og eins tfl að hnupla reka,
þá hafa þeir ekki vit á að hirða um
það, sem mest er í varið, sjóbirting-
inn í ánni. Annars er jörðin full af
allskonar landslagi.
- Hefir þú nokkum tíma komið
þangað sjálfur?
- Nei. En jeg hefi lesið um þetta
allt í Kálunds Topografiske
Beskrivelse af Island.
- Já, en var það hún við Fríkirkj-
una, sem fjekk bláa kvæðið?
- Nei, það er önnur, sagði Tómas.
Og þá sagði hann ekki meira, en
gekk hægt og rólega út. Jeg fylgdi
honum til dyra. Jeg fylgdi honum
niður tröppumar og alla leið út á
götu.
Dagsbrúnin lyfti sjer yfir austur-
fjöllin.
- Nú er orðið bjart í Grímsnesinu,
sagði jeg, rjett til að segja eitthvað.
- Já, sagði Tómas. I fyrramálið
fer jeg austur að Sogi, tU þess að
skoða húsið mitt.
- Þakka þjer fyrir, Tómas minn,
hugsaði jeg. - þú hefir gleymt nótt-
inni.
Purpurans í klæðum kemur
kirkjuprinsinn mikli nú;
Rómafurstum öllum æðri
Island gistir hátign sú.
Hundruðum í heimi ræður
hárra biskupsdæma þú.
Koma þín er lofstír lýða,
landsins eykur minjasjóð.
Rís í hilling sálar sjónum
sögueyjan framarjóð;
heimur undrast. Hingað norður
horfir gjörvöll jarðarþjóð.
Tvenna hefir tugi alda
talið Rómaveldi senn.
Þrisvar hundrað miljón manna
máli Róma hlýða enn;
ríki stærst um víða veröld
vegsemd hæst, er lúta menn.
Þetta ríki hróðri heldur,
heimsins gullna sögublað,
reist á Pjeturs hörðu hellu,
Himnadrottinn styður það.
Ekkert vald í heimi hefir
hrist nje ógnað Rómastað.
Páfi Róma, heimsins hátign,
hyllir vora feðraströnd,
enginn sómi annar meiri
áður gisti Norðurlönd.
Heimsins þjóðir undrast allar
íslands sæmd frá páfa hönd.
íslands til í annað skifti
orðsins sendiboði ger.
Kirkjufurstinn öllum æðri,
orðstír hans um löndin fer.
Hæst van Rossum hylli þjóða
hárra kardínála ber.
Velkominn af hafi herra,
heilsar ísland þjer í dag.
Norræn tunga sæmd þjer syngur
sigurheill og auðnulag,
öldum saman áður flutti
Island Róma hollan brag.
Kirkju þinnar kærleiksboðar
Kristi vígðu feðraöld,
aldir fimm sú auðna greri,
íslands heill varð þúsundfóld.
Feðra vorra frægðar-blóma
fóstrað hafa Rómavöld.
Landi voru, hái herra,
heilög kirlga ljóman gaf,
orðsins list og andans snilli
yfir tímans mikla haf.
Lesin verður aldir alda,
orðstír þess við geislastaf.
Hrausta syni Island átti,
engin minning fjell í sand,
fyrir æðsta frelsi þjóðar
fúsir biðu limagrand,
kvöddu saman kærri eining
kirkju, trú og fóðurland.
■
Kirkju þinnar svanasöngva
söguþjóðin nam og kann:
Hólabiskup höggstokk gisti
hærri lofstír enginn vann.
Hervald Ögmund hingað sótti
háran þul og blindan mann.
Biskup Jón vor bjarti sómi,
blessan æðstu sæmda vann,
merkisberi allra alda
Islandsþjóðar verður hann,
sömu ættir, sami þótti -
sæmd og drengskap þjóðin ann.
Mannfá þjóð að marki háu
morgunglaðri beinir sjón:
Islands bíða afrek fleiri.
Allir muna biskup Jón,
fyrir Guð og fóðurlandið
fúsir biðu limatjón.
Eru síðan ógnin mæddi
aldir margar liðnar nú.
Kirkja þín er komin aftur,
kirkja vor og feðratrú.
Hái fursti’ í hennar nafni
heilsar landi voru þú.
Synir íslands Guði gerðu
göfug hús á þessum stað.
Kominn ertu hái herra
Himnadrottni að vígja það;
hneigjast bljúgir hugir manna
helgidómi þessum að.
Þenna dag mun þjóðin geyma,
þenna ríka geislastaf.
Feðra vorra fógnuð eykur
frami hár, er Róma gaf
vígslusæmd af göfgum gesti,
glaðir h'ta hæðum af.
Helgi fursti, hingað norður
hróður dýran flytur þú;
hirði gefur hjörðu smárri,
helgan vörð, um feðratrú;
biskupstign með vígslu veitir
vorum æðsta hirði nú.
Velkominn, í veldi háu,
velkominn um norðurhöf.
Þjer af hjarta þökkum bljúgir
þessa miklu Rómagjöf,
eilíf kirlga áfram sækir,
engin hnekti jarðnesk töf.
Þakka viljum, hái herra,
heillir þær, er stundin ber,
vígslugjörð á vorri kirkju,
veldisstól, sem hafinn er,
háa sæmd með hingaðkomu.
Hjartans þakkir flytjum vjer.
Aldrei hefir íslands gifta
öðling stærri fyrirhitt.
Aldir rísa, aldir hrnga,
ísland blessar nafnið þitt.
Yst við norður aldir langar
Island stendur vörð um sitt.
_______________________________I