Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 Málfrelsi I vor hjelt Sigurður Nordal, prófessor, fyrirlestur þann er hjer birtist og sem hann nefnir „Málfrelsi“. Fjallar hann um yfírburði íslenskunn- ar, sjerstöðu hennar, og sjerstöðu þeirrar þjóðar, er á ræktað menningarmál, sem er óskift eign allr- ar þjóðarinnar. Færir hann um leið rök að því, með dæmum frá nágrannaþjóðunum, að samheldni meðal þjóðar vorrar framvegis er undir engu fremur komin en því, að sama málmenning haldist meðal allra stjetta - að tungan haldist hrein. „Járntjaldið" Berlínarmúrlnn var eitt helsta tákn kalda strfösins, svokall- aða, reistur til aö hindra straum flóttamanna úr austur- hluta höfuðborgar Þýskalands yfir tll vesturhlutans; úr kommúníska „sæluríkinu" yfir í vestræna frelsiö. Hafist var handa viö „járntjaldlð" eins og Winston Churchill, forsætis- ráðherra Bretlands kallaði mannvirkið, í ágúst 1961. Hér tll hliðar fylgjast nokkrlr ibúar Vestur-Berlínar með verka- mönnum frá austur hluta borg- arinnar að störfum við upphaf verksins, en áður en yfir lauk varð múrinn 155 kílómetrar að lengd. Berlínarmúrinn stóð í 28 ár og á þeim tíma létust 190 Austur-Þjóðverjar er þeir reyndu að flýja yfir landamær- in tll Vestur-Þýskaslands. Eftir hrun kommúnismans í Austur- Evrópu árlð 1989 var múrinn rifinn að stærstum hluta, en myndin að ofan var tekin föstudagskvöldið 10. nóvem- ber það ár eftir að yfirvöld i Austur-Þýskalandi opnuðu landamærin yffir til vestur- Berlínar. Beriínarbúar syngja og dansa af fögnuöi, Branden- burgarhliðið er í baksýn. Þýskaland var formlega sam- einað að nýju 23. október 1990, eftfr að landiö hafði ver- ið tvískipt í 45 ár, allt frá lokum Síðari heimsstyrjaldar- Innar. eftir SIGURÐ NORDAL 1926 Fyrir rúmu ári var háð í dagblöðum Reykjavíkur ritdeila, sem almenna athygli vakti. - Hún spanst út af er- lendum orðum í máli sjómanna: hvort tækilegt væri eða jafnvel æskilegt að íslenska þau. En þegar bæjarbúar fóru að ræða málið sín á millum, bar fleira á góma. Þá var spjallað um upptöku erlendra orða í tunguna yfirleitt, hvers virði hrein- leiki málsins væri, um nýyrðasmíð o.s.frv. I þessum umræðum virtist mjer meiri hlutinn vera á bandi þeirra, sem vörðu erlendu orðin og fanst íslenskan ekki vera of hvít til þess að taka við fáeinum slettum af hinni miklu bifreið nútíðar-menn- ingarinnar. Vandlætingin fyrir málsins hönd væri að miklu leyti hótfyndni lærðra manna, einkum málfræðinga, sem vildu „gera sig merkilega" og prakka óhæfum ný- yrðum og úreltu torfi upp á almenn- ing. Málfrelsið er flestum mikils virði. Og nú fanst mörgum manni það ekkert málfrelsi, ef hann mætti ekki láta út úr sjer það, sem hann vildi, á því máli, sem honum þókn- aðist. Jeg stóð hjá þessari deilu, þó að hún kæmi mjer dálítið við, enda var jeg á förum utan. En hún varð tii þess, að jeg veitti skyldum deilu- málum annarsstaðar á Norðurlönd- um meiri athygli en jeg annars hefði gert, og ýmsar hugleiðingar spunnust út af því. Á nokkur atriði úr þeim ætla jeg að drepa hjer. I Hverjir eru sjerstakir yfirburðir íslenskunnar. Það kveður stundum við, að tung- an, íslenskan, sje mesti kjörgripur þessarar þjóðar. Að einu leyti má undir eins færa þetta til sanns veg- ar. Tungan greinir manninn, framar öllu öðru, frá skynlausum skepnum. Án hennar væri mannlegt sálarlíf og fjelagslíf óhugsandi. Einsætt er, að leggja beri rækt við slíkt höfuð- tæki menningarinnar, svo að sem bestum notum komi. En nú eru ís- lendingar ekki einir þjóða um slíka gersemi. Allar þjóðir eiga sjer móð- urmál og allar leggja þær einhverja rækt við það, þótt með misjafnri al- úð sje og ýmislegum hætti. Þetta sjónarmið sker því hvorki úr um ágæti íslenskunnar nje nein önnur vafamál. Ef lof íslenskunnar á að reynast annað en tómt orðagjálfur, verður að benda á einhverja sjer- staka kosti sem hún hafí fram yfir aðrar tungur. Því má halda fram með rökum, að íslenskunni sje margt stórvel gefíð. Hún er gagnorð og þróttmikil, ljós og skýr, svo að hún fellur vel að rökfastri hugsun. Málfræðin er tor- veld, og mikil tamning að læra hana. Orðaforðinn er geysimikiU á sumum sviðum. Þá er hún og skemmra komin frá frumlindum sínum en flestar aðrar tungur. Orð- in eru ekki jafnslitið gangsilfur og annars gerist, auðveldara að nema hugsun þá, er hefír mótað þau í önd- verðu, og hún er oft furðu spakleg. Þetta og annað fleira, hljóðvörp, viðskeyti og samsetningar, veldur grósku í málinu. Á íslensku er kost- ur meiri ritsniidar en á flestum öðr- um tungum, ný orð spretta upp af sjálfum sjer tU þess að láta í ljós nýjar hugsanir, og virðast þó vera gömul. Þau hlaupa í skörðin, sem af einhverri tilviljun hafa staðið opin handa þeim. Engin furða er þó að menn unni slíku máli, þegar það auk þess er móðurmál þeirra, - verði hrifnir af hljómi þess og kyngi í fögrum kvæðum, dáist að fjörtökum þess í snjallri frásögu. En svo er um móð- urmálið sem sumt annað, sem ná- komnast er manni, að hverjum þyk- ir sinn fugl fagur. Ef aðrar þjóðir færi að telja fram kosti sinna tungna, mætti íslenskan vara sig. Auði hennar er undarlega háttað. Hún er sniðin eftir frumstæðum og fábreyttum lífsháttum. Hún á tugi orða um allskonar hestaliti, ógrynni heita á veðrum og veðurfari, sjer- stakt nafn á ýmsum tegundum á rófum (danska orðið hale er útlagt á íslensku: rófa, skott, hali, stertur, tagl, dindill, stjel, vjel, sþorður). En hana skortir enn orð um fjölda af hlutum og hugtökum, sem miklu máli skifta í hugsun, vísindum og menningu nútímans. íslendingar hafa lagt rækt við sína tungu með því að vera á verði gegn erlendum orðum. Englendingar og Danir aft- ur á móti með því að taka upp hvert útlent orð, sem tönn á festi. Ef vjer hrósum hreinleik vorrar tungu og þeim kostum, sem honum fylgja, munu þeir tefla öðru fram tii jafnað- ar. Á þessar tungur er auðvelt að rita um öll mannleg efni, og sá sem á þær að móðurmáli á því auðveld- ara með að læra aðrar tungur sem fleiri orð eru sameiginleg. Og miklu fleira mætti fram færa gegn ís- lenskunni í slíkum málajöfnuði, þótt hjer sje hvorki rúm nje ástæða til. Eitt má enn telja íslenskunni til gildis, þótt ekki sje það beinlínis kostur á málinu sjálfu. Aðalafrek þessarar þjóðar á síðari öldum er að hafa varðveitt órofið samhengið í tungu sinni og bókmentum. Fyrir því eiga íslendingar beinan aðgang að miklu eldri bókmentum en nokk- ur önnur germönsk þjóð og hafa getað gert greiðari braut annara þjóða til skilnings á fomum ritum og fornri hugsun. Á þessum grund- velli er reist menning vor heima fyrir og álit vort út á við. Það má því kalla bæði metnaðar mál og nyt- semdar að geyma þessa samhengis áfram, en það verður ekki gert nema með því að halda málinu hreinu. Undir eins og vjer í málfari voru fjarlægjumst fomöldina, bresta skilyrðin til þess að skilja hana. Vjer megum og muna, að tungan er oss hlutfallslega enn meira virði en öðmm þjóðum. - Þær eia fomar byggingar, listaverk, rúnasteina og bautasteina, gripi hverskonar og mannvirki. Island lít- ur út eins og nýlenda, sem bygð hefir' verið ein 50 ár og verkin mannanna bæði fá og þó af vanefn- um ger. Tungan ein tengir oss við fortíðina. Hún er einasta fomleif vor, hennar list vor einasta þjóðlist. Að henni hefir þjóðin beint öllum sínum kröftum, enda orkað furðu miklu. Mörgum mun þó ekki finnast þessi kostur vega upp á móti þeim annmarka, að tunguna skilja ekki nema h.u.b. 120.000 manns. Þeir myndi fúsir vilja skifta á sálufjelagi við hina dauðu, ef þeir fengi í stað- inn sálufjelag við fleiri lifendur. Það er svo mikið píslarvætti fyrir þann, sem hljóta vill fje og frama fyrir verk sín, að eiga svo fárra lesanda von, að nær því árlega gerast fram- gjamh íslenskir æskumenn tO þess að reyna að nema sjer víðari lönd með því að rita bækur á erlendu máli. Þó er þeim það áreiðanlega ekki sársaukalaust, því að öll rit- störf em móðumáli höfundar sam- gróin, en allra helst skáldskapurinn. En af tveim kostum taka þeir þanru. sem þeim þykir skárri. I I Eignarhald íslendinga og annara Norður-landaþjóða á tungum sín- um. Málstreitan ■ Noregi og Finn- landi er stjettabarátta. Samt emm vjer þama á ijettri leið. Afburða íslenskunnar fram yfír aðrar tungur verður ekki leitað í tungunni sjálfri (um slíkt má deila endalaust), heldur í sambandi þjóð- ar og tungu. íslenskan er eina mál, svo að jeg viti til, sem hefir það tvent til síns ágætis: að vera ræktað menningarmál og óskift eign allrar þjóðarinnar. Hjer á landi em engar mállýskur, engin stjettamál, ekkert almúgamál, ekkert skrflmál. Nærri má geta, að ekki hefír tungunni verið að fyrirhafnarlausu komið í þetta horf nje haldið í því. Einstakur málsmekkur hefir þroskast hjer í fomöld, í skjóli bók- mentalífsins og einkum hins bundna stfls, og aldrei horfíð síðan, þótt misjafnlega vakandi hafi verið. Bækur og numin kvæði hafa verið mælikvarði á mælt mál er alþýðu var jafnan tiltækur. Latmælin fengu ekki að vaða uppi. Menn skildu svo talshætti tungunnar, að ambögulegri hugsun var illa vært. Þessi rækt almennings við málfar sitt hefir verið aðaluppeldi ótaldra kynslóða. Af íslenskunni hafa þær lært það, sem þær kunnu í sálar- fræði, rökfræði og fagurfræði. Vjer hugsum ekki um, hve vel vjer eram famir í þessu efni, skilj- um það ekki nema með því að bera oss saman við aðrar þjóðir. Ekkert almúgamerki er óafmáanlegra en málfarið. Almúginn erlendis talar ekki einungis mállýzku, með öðmm framburði, beygingum og orðavali en viðurkent er í ríkismálinu, held- ur fylgja mállýskunum einatt ýmsir málkækir: menn era nefmæltir, skrækróma eða hásir, muldra og stama. Og þó að almúgamaður sje til menta settur, og læri bókmálið ágætlega, á hann bágt með að losna nokkumtíma við þessa kæki ef hann hefir haldið þeim fram yfir ferm- ingu. Og þeir soramarka hann æfina á enda. Englendingur, sem heftr h framan við orð, þar sem það á ekki heima og sleppir því þar sem það á að vera (segir t.d. hafl, appy í stað all, happy), verður aldrei talinn gentleman. Ekkert frjálslyndi, eng- in skynsamleg hugsun um, að það sje rangt að láta mann gjalda svo uppeldis síns, getur kipt þessu í lag. Aðrai- þjóðir em í því efni jafnhót- fyndnar og miskunnarlausar og ís- lendingar, þegar þeir dæma mann ómentaðan, ef hann kann ekki rjett- ritun. Enda verður því ekki neitað, að heilbrigð tilfinning býr undir þessu. Þegar játað er, að tungan sje höfuðtæki mannlegs þroska, er það meira en lítið hirðuleysi og skortur á sjálfsvirðingu að fara illa með þetta tæki. - Kristur sagði, að menn saurguðust meira á því, sem menn Ijetu út úr sjer en þvi, sem menn ljetu ofan í sig. Rækt við tunguna er sjálfsagður liður í andlegu hrein- læti. Jeg skal nú drepa lítið eitt á hvernig horfir fyrir frændþjóðum vomm á Norðurlöndum í þessum efnum. Af sex þjóðum á Norðurlöndum hafa tvær einar aldrei um langan aldur lotið erlendu valdi: Svíar og Danir. Allar hinar hafa verið ósjálf- stæðar öldum saman. Allar bera þær þess merki á máli sínu, nema Islendingar. Færeyskan á enn í vök að verjast fyrir ríkismálinu, dönsk- unni. Norðmenn og Finnar hafa hvor- irtveggja sömu söguna að segja. Mál drottinþjóðanna, danska og sænska, urðu um langt skeið ríkj- andi í landinu. Þau urðu mentamál, dómsmál, kirkjumál, móðurmál embættismanna og heldri manna, mál höfuðstaðar og helstu bæja. Oll menning landsins varð bundin við þessi erlendu mál, sem almenningur lærði trauðla að skilja og alls ekki að tala. Báðar hafa þjóðir þessar á 19. öld hafið sókn til þess að koma móður- málum sínum til vegs og valda, gera þau að rfldsmálum. í Finnlandi er sigur finskunnar vís. Sænskumælandi menn em nu ekki nema h.u.b. 1/10 hluti lands- búa. í Noregi er baráttan enn svo hörð, að ekki má í milli sjá hvorir sigra muni. Helst útlit fyrir, að hvorki landsmáli nje ríkismáli verði fullnaðarsigurs auðið. En þar er bót í máli, að þessi tvö mál em svo ná- skyld, að ekki er loku fyrir skotið, að þau geti á endanum mnnið sam- an og myndað eina tungu. Það er ekkert smáræði, sem þess- ar þjóðir hafa lagt í sölumar í bar- áttunni um tunguna. Jeg þarf ekta að tala um fjandskapinn sem risið hefir af deilum um jafn viðkvæmt mál, um kostnaðum af að prenta öll opinber skjöl o.s.frv. á tveim mál- um, um erfiðið fyrir æskulýðinn að læra tvö móðurmál o.s.frv. En Fmn- ar hafa varpað frá sjer ágætu menningarmáli og tekið upp ótamið alþýðumál í staðinn. Þeir hafa stofn- að menningarsambandi sínu við Norðurlönd í voða og einangrað sig með því, þó að öll þeirra pólitíska framtíð virðist komin undir sam- bandi þeirra vestur á við. Lands- málsmennirnir í Noregi em fúsir að kasta frá sjer öllum hinum norsku bókmentum á ríkismálinu, gefa Dönum Holberg, Wergeland og Ib- sen, slíta bókmálssambandi við Dani (sem hefir gefið norsku skáld- unum tvöfalt fleiri lesendur en þeir gátu fengið í Noregi einum) og láta ríkismálið, fagurt og þaultamið mál, fyrir óþroskað sveitamál. Hvað hefir gert þessa baráttu svo harða og óbilgjama? Þjóðernistil- finning, ást á móðurmálinu, munu flestir halda. En því er ekki svo far- ið. Meðan þjóðræknin var ein um hituna var ræktin við fínskuna og nýnorskuna ekki annað en hjart- ► 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.