Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 Arnasafn eftir DR. JÓN HELGASON, PROFESSOR í KAUPMANNAHÖFN 1929 Islensk handrit bárust óvíða á mið- öldum, eins og vænta mátti um bækur á jafn fálesinni tungu. Utan Islands var þau einkum að finna í Noregi og ofurlítinn slæðing í Sví- þjóð, en engin í Danmörku, svo að sjeð verði. A 16. öld tóku Danir að leggja kapp á að rita sögu sina og safna til hennar heimildum. Þetta leiddi til þess að stöku maður gerðist til þess að veita athygli þeim fombókum, sem geymdarvoru í Noregi, einkan- lega konungasögunum. Þá voru enn til í Noregi menn, sem komust fram úr norrænum skinnbókum án mik- illa erfiðismuna. Þeir voru nú fengn- ir til að snúa konungasögunum á dönsku. En til Islands var fyrst um sinn ekki leitað, sjálfsagt blátt áfram af því, að vísindamenn í Dan- mörku höfðu enn ekki komist á snoðir um að þangað væri neinn þvílíkan fróðleik að sækja. Sá sem fyrstur varð til þess að beina athygli danskra fræðimanna að handritum á íslandi var Amgrímur lærði. Am- grímur hafðist við í Kaupmannahöfn veturinn 1592-3 og kyntist þá helstu sagnfræðingum Dana. Hann hefir kunnað þeim þau tíðindi að segja, að á Islandi væri I----------------------------1 Ef Nareissus þreytist... eftir KRISTJÁN KARLSSON 1977 Kastið þá yðar innra manni á vatnið. Kemur hann einnig aftur? Þér vitíð hvað þér gjörið, má einu gilda: kastíð samt yðar innra manni á vatnið. Guð einn er form og kemur ekki aftur. ------------------ JT Isabella um luktar dyr Fyrir svartan síðdagstind siglir skipið gráan vind. Ur kjölfarinu ár á ár upphefst tíminn fjólublár. Kemur inn sem einatt fyr ísabella um luktar dyr. Og að legg sér ullarkjól Anna tekur, djúpt í stól, strýkur hendi um hár og fer, hugsi, djúpt að kveinka sér, lýtur áfram hvíslar, hvað? Hugmynd hver á réttum stað hallast inn, rís aftur rétt, eins og blóm er svignar létt; gleði, æska, yndi, h'f, eilíf kyrrð er þeirra hlíf; sefur Anna á löngum legg: lítill báturuppiávegg. I____________________________I fjöldi til af gömlum sögum, sem ekki mundi ráðlegt að ganga fram hjá, þegar efni væri safnað í Dan- merkursögu. Sagnfræðingarnir fengu því áorkað, að Arngrímur var þegar ráðinn til að spyrja uppi handrit á Islandi, og þýða úr þeim alt, sem þeim gæti komið að haldi. Þetta verk vann hann á næstu ár- um. Aftur safnaði Amgrímur ekki handritum til eignar nje sendi úr landi, svo að neinu næmi. En upp frá þessu tóku bókamenn og fræðimenn meðal Dana að renna augum til Islands, og síðan stendur yfír sífeldur útflutningur handrita þaðan til annarra landa, einkum Kaupmannahafnar, uns ekkert nema úrgangur er eftir. Islendingum hefir að vonum verið tamt að saka forfeður sína um hirðuleysi og ræktarleysi, bæði í því, hví- líkri meðferð handritin sættu, og eigi síður í því, hversu fúslega þeir ljetu þau af hendi. Skellurinn bytnar þó jafnan á 17. aldar mönnum einum, enda eru ótölulegar menjar um trassaskap þeirra í þessu efni. Þeir ljetu hand- ritin fúna og slitna, þeir höfðu þau óvarin, svo að fyrsta og síðasta blað- síðan máðist og varð ólesandi, þeir ljetu blöð tínast framan af og aftan af og innan úr, og stundum losnuðu heilar bækur sundur og blöðin fóru á víð og dreif. En þá var glötunin vís, því að eftir að blöðin voru orðin stök, svo að ekki varð náð í heildar- lega sögu af þeim hafði fólk ekkert gaman af þeim lengur; þá voru sum tekin til að láta utan um reikninga, kver og þess háttar, sumum var fleygt og sum notuð til enn ólíklegri hluta. Arni Magnússon eignaðist blöð úr ágætri skinnbók að Sturl- ungu, sem höfðu verið klipt í snið. Heilar bækur munu jafnan hafa þótt góð eign, en óheilar voru þær lítils metnar. En það sem sannanlega hefir far- ið forgörðum af handritum á íslandi er svo ótrúlega mikið, að 17. aldar menn hafa ekki getað annað þeirri tortímingu einir saman. Ekki þarf annað en minnast þess, hver fjöldi rita var saminn á Islandi frá því skömmu eftir 1100 þangað til um miðbik 14. aldar: rit Sæmundar, Ara, Landn.bók, íslendingasögur, konungasögur, fornaldarsögur o.s.frv. En ekki eitt af þessum ritum hefir varðveist í frumriti höfundar. Hvert og eitt frumrit frá öllu þessu tímabili er glatað. Menn skrifuðu sjer bækur, áttu þær, lásu þær, ljeðu þær og ljetu þær síðan farast, þegar þær tóku að fyrnast og lasna. Þetta mun hafa átt sjer stað alt frá því að bókagerð hófst. Sá andi, sem nú er svo ríkur, að geyma hvað eina, halda því við og tjasla við það og láta á söfn, var þá ekki tíl. Astæðan til þess að 17. aldar menn standa fyrir augum vorum sem meiri skemdarseggir en aðrir, mun ekki síst sú, að rifrildunum var safnað til ævarandi geymslu úr höndum þeirra einna, en af því sem áður spiltist fara engar sögur. En eitt kom þó til sögunnar á 17. öld, sem lítið hafði áður kveðið að á Islandi, og olli því að mönnum varð ósárara en fyrr að sjá á bak skinn- bókum sínum. Það var pappírinn. Kringum 1640 fara menn að nota hann undir söguuppskriftir þær sem þá tóku mjög að fara í vöxt. Vísindamenn nútímans þekkja þessi pappírshandrit að litlu góðu, að vill- um, ónákvæmni og afbökunum, og meta þau einskis nema þeir sje neyddir til. En frá sjónarmiði alls þorra manna á þeirri öld höfðu þau alla kosti fram yfir skinnbækur. Þau voru ljettari í vöfum og auð- veldari aflestrar, af því að á þeim var skriftarlag samtímans en ekki gamalt munkaletur. Hjer lagðist því hvorttveggja á eitt: skinnbækur úreltust og eftir- spum jókst eftir þeim úr öðru landi. Því fór sem fór. Þær stofnanir í Kaupmannahöfn, sem helst eignuðust íslensk handrit á 17. öld, voru tvær: háskólabóka- safnið og bókasafn konungs. Há- skólabókasafnið ljet Island sjálft af- skiftalaust, en mörg handrit þaðan, sem einstakir menn í Danmörku höfðu komist yfir, lentu eigi að síður að þeim látnum á hillum þess. Þar á meðal var margt ágætt, m.a. Kr- ingla og Jöfraskinna, tvö aðalhand- rit Heimskringlu. En 1728 brann háskólabókasafnið eins og það lagði sig, og fórust öll hin íslensku hand- rit þess þar í skjótri svipan, að und- anteknu einu, sem Ami Magnússon hafði að láni. Mörg þeirra höfðu þó verið skrifuð upp áður. Bókasafn konungs var helst eflt af Friðriki þriðja eftir miðja 17. öld, og þegar á íyrstu ámm þess var leitað til Islands til að afla handrita þaðan. Enginn maður kemur svo mjög við þá sögu sem Brynjólfur biskup. Hann bar, sem kunnugt er, ægishjálm yfir aðra höfðingja landsins á sinni öld, og lá ýmislegt laust fyrir honum, sem öðmm hefði ekki tjáð að biðja um. Engin skip hafa flutt dýrara farm frá Islandi en þau, sem höfðu innbyrðis handrita- gjafir hans til konungs, Sæmundar Eddu, Flateyjarbók, Konungsbók Grágásar, Morkinskinnu og enn fleiri. Auk þess sem Danir söfnuðu handritum á Islandi á þessum tím- um, höfðu Svíar net sín þar og tókst að ná góðum afla. Fengsælasti handritasmali þeirra var Jón Egg- ertsson. Meðal þeirra bóka sem hann keypti á Islandi fyrir sænskt fje og flutti til Stokkhólms 1683, vora ýmsar gersemar, t.d. Homilíu- bókin forna og skinnhandrit að Heiðarvíga sögu og fleiri sögum. etta stutta yfírlit sýnir, að því fer mjög fjarri, að Ami Magnússon tæki upp á því fyrstur manna að flytja út ís- lensk handrit. Þegar hann kom til sögunnar, var einmitt þorri bestu, fallegustu og elstu skinnbókanna kominn úr landi. Sum vora í bókasöfnum Kaupmanna- hafnar, sum í Stokkhólmi, sum í eigu einstakra manna í Kaup- mannahöfn og víðar. Margar helstu skinnbækur íslenskar, er Arni eign- aðist, keypti hann erlendis. Það sem hann safnaði frá Islandi var að miklu leyti eftirhreyta, rifnar bæk- ur, einstök blöð og sneplar, sem hefði átt vísa tortímingu fyrir hönd- um, ef hann hefði ekki verið. En að vísu fekk hann þó þaðan margt dýr- mætt, ekki síst meðal þeirra bóka, sem Jón Vídalín sendi honum úr Skálholti. Ami kom til Hafnar tvítugur stúdent 1683 og varð árið eftir hjálparmaður sagnfræðingsins Th. Bartholins, skrifaði upp fyrir hann, las með honum og þýddi fyrir hann íslensk fomrit. A þann hátt kyntist hann ungur íslenskum bókmentum betur en nokkur jafnaldri hans átti kost á. Arni ílendist í Danmörku, en árin 1702-12 var hann á íslandi f er- indagerðum stjómarinnar. Hann lagði alt í sölumar fyrir þá ástríðu sína að safna bókum. Meðal annars gekk hann að eiga roskna og geð- stirða ekkju sjer til fjár, og er þeim mun meiri ástæða til að halda að honum hafi verið sá ráðahagur um geð sem nánustu frændur hans vora kunnir að kvennhollustu. Arni var langmestur bókamaður og safnari, sem nokkum tíma hefir fæðst á Islandi. Hann keypti fjölda bóka, prentaðra og skrifaðra, og það sem mest var um vert, hann keypti sífelt af viti og þekkingu. Hann var glöggskygnaiú en flestir ef ekki allir samtímismenn hans á Norðurlöndum á það, hvað var ein- Owens og Ali • Tvelr af mestu íþróttamönnum aldarinnar eru bandaríski frjáls- íþróttamaðurinn Jesse Owens og landl hans Muhammad Ali, hnefa- lelkamaður. Owens vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Berlín og Ali er sá eini sem þrí- vegis hefur unnið heimsmeistara- titilinn í þungavigt hnefaleika, en á þessum vettvangi er gerður skýr greinarmunur á því að verja titil eða vinna hann. Að auki komu báðir mikið við sögu í bar- áttu hvíta mannsins og hins þeldökka; Ali með beinum hætti vegna afskipta af þjóðfélagsmál- um í Bandaríkjunum alit frá því um og eftir 1960 og Owens vegna yfirburða sinna á Ólympíu- lelkunum í Berlín 1936. Þar setti hann aldeilis strik í reikning nas- istaleiðtogans Adolfs Hitlers, kanslara Þýskalands, sem trúði á yfirburði á hins aríska kynstofns. Owens sigraði í 100 og 200 m hlaupl, langstökki og 4x100 m boðhlaupi og enginn lék það eftir fyrr en Carl Lewis sigraði í sömu greinum á leikunum í Los Angel- es 1984. Á myndinni að ofan er Owens á efsta þrepi verðlauna- pallsins eftir sigur I langstökkinu í Berlín - þar sem hann setti Ólympíumet, sem stóð til 1960. Þjóðverjinn Luz Long, sem varð annar, heilsar að nasistasið að baki Owens. Á neðri myndinni stendur heimsmeistarinn Ali yfir áskorandanum Sonny Liston, fyrr- um heimsmeistara, sem hneig niður eftir leiftursnöggt högg Alis þegar aðeins var liðin ein mínúta af fyrstu lotu í bardaga þeirra 25. maí 1965. AP hvers virði og hvað var ónýtt. Hann var seinvirkur og afkastalítill við ritstörf, en það sem hann hefir látið eftir sig stendur enn í betra gildi en flest sem þá var ritað í vísindum. Ef vísindamanni nú á dögum mætti hlotnast að eiga tal við Amgrím lærða eða Brynjólf biskup eða Þor- móð Torfason, mundi honum oft þykja sjer nóg boðið að hlýða á hjá- trú þeirra, fjarstæður og meinlokur. En við Árna Magnússon mundi hon- um lynda vel. Þar fyndi hann enga hjátrú, engar undirstöðulausar til- gátur, enga tröllatrú á ónýtum heimildum, heldur dómgreind og heilbrigða skynsemi. Hjer er ekki ástæða til að rekja í ein- stökum atriðum, hvemig Ámasafn varð til, enda er það ekki hægt nema að nokkra leyti. - Fyrstu handritakaup Ama, sem kunnugt er um, fóru fram þegar hann hafði tvo um tvítugt, og eftir það helt hann stanslaust áfram tíl dauðadags. Hvarvetna þar sem íslensk og norsk handrit voru á boðstólum erlendis, keypti hann án þess að horfa í skild- inginn, og á Islandi reyndi hann að spyrja uppi alt sem til var og eign- ast það sem líkur vora til að nokk- urs væri vert. Árið 1698 er bókasafn hans talið til hins merkasta, er Kaupmannahöfn hafi að bjóða, en að sjálfsögðu jókst það mikið eftir það. Mjög mildlsvert var fyrir Áma, að árin 1702-12 var hann sjálfur á íslandi og átti þá hægra um vik en áður að leita uppi það sem þar leyndist ennþá, enda vora völd hans þá þvílík, að mörgum mun hafa ver- ið ant um að láta að vilja hans. Fimtugur að aldri var Ami Magnússon kominn fast að marki sínu. Mestur þorri þeirra íslenskra handrita og skjala sem hann kærði sig um að eiga og ekki lágu föst í öðram bókasöfnum, var í höndum hans og fluttur á stað, sem ætla mátti að væri öruggari en nokkur geymslustaður á íslandi. Því miður varð reyndin önnur. Að kvöldi dags hinn 20. okt. 1728 kom eldur upp í Kaupmannahöfn vestanverðri og varð ekki slöktur. Um nóttina færð- ist bálið nær og nær þeim slóðum sem þá geymdu dýrastu eign Is- lendinga. Árni átti sjer hús í Stóra Kanúkastræti og hafði nægan tíma til bjargar að morgni dags hinn 21. okt. En hann hikaði. - Sjálfsagt hef- ir honum vaxið í augum að hætta gersemum sínum út meðal hins trylta múgs, enda vonaði hann í lengstu lög að takast mundi að stöðva bálið. Þegar vogesturinn ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.