Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 20

Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 20
20 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 ptar0mM&ti!§» 2000 „Árnasafn á að vísu margt af skinnbók- um, en meiri hluti þess er þó pappírs- handrit frá 17. öld og frá dögum Árna sjálfs. Hann hafði að staðaldri íslenska skrifara hjá sjer og var mjög vandfysinn að þeir skrifuðu rjett upp það sem þeim var fengið í hendur.“ Morgunblaðiö/RAX Mannskæð snjóflóð Hörmungar skullu á Vestfjörðum í tvígang árið 1995 þegar snjóflóð féllu, fyrst á byggðina í Súðavík 16. janúar og síðan aðfaranótt 26. október á Flateyri. Fjórtán manns létust á Súðavík, þar af átta börn, og tuttugu týndu Iffi á Flateyri, karlar, konur og börn. Tólf ára pilt- ur fannst llfandi í fönninni á Súða- vík rúmlega 23 klukkustundum eftir að snjóflóðið féll, fjórir fund- ust strax eftir að flóðið hafði sóp- að húsunum á undan sér og aðrir ellefu næstu klukkustundirnar. Versta veður var í Súðavík þegar snjóflóðið féll og slotaðl veðri ekki meðan á björgunarstarfi stóð. Snjóflóðið á Flateyri féll á nítján íbúðarhús og voru þau flest utan þess svæðis sem skilgreint hafði verlð sem hættusvæði, en 45 manns voru í húsunum. Fundust fjórir á Iffi í rústunum en 21 bjarg- aðist af eigin rammleik eða með aðstoð nágranna. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar björgunar- menn hófu leit í snjóflóðinu á Rat- eyri, kvöldið eftir að það féll. Landsmenn sýndu samhug sinn í verki þegar efnt var til söfnunar um allt land. í Reykavík efndu framhaldsskólanemar til samúðar- göngu eftlr hamfarlrnar á Rateyri og er talið að 20-30 þúsund manns hafi tekið þátt. Forseti ís- lands, frú Vigdís Rnnbogadóttir, gekk í fararbroddi. Þegar síðustu göngumenn lögðu af stað frá Hlemmi voru þeir fyrstu í miðju Bankastræti. Forseti ávarpaði göngumenn á Ingólfstorgi og bað þá að minnast þeirra, sem fórust í náttúruhamförum á árinu, með einnar mínútu þögn. TJÁN FÚRVSTt EMl! MAS'NSKJilhlSTA mJmAI.DMUNNAR - ZSBJÖRGtmtiSr BINSÁSSTELPU VAIl ENNSAKNADINOTT 19 9 5 9 Forsfða Morgunblaðslns daginn eftir snjóflóðið á Rateyri. sótti hann heim, var björguninni hvergi nærri lokið, og urðu þeir Ámi og hjálparmenn hans að skilj- ast við hillumar háfltæmdar. „Þar eru þær bækur, sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags," á hann að hafa sagt, þegar hann gekk út í síðasta sinni. Sjónarvottar gera mikið úr því, sem glatast hafi hjá Ama við bran- ann. Það er mikið mein, að ekki var gerð fullkomin skrá yfir safn hans meðan það var heilt, og era því eng- in tök á að rannsaka þetta mál til hlítar. En þó að ekki sje til hinar ákjósanlegustu heimildir, þá era samt til ýms gögn, og bendir allt í þá átt, að þó að tjónið hafí verið stórkostlegt og í sumum greinum óbætanlegt, hafi það sem kalla má aðalkjama safnsins, bestu handrit hinna bestu fomrita, bjargast. Það sem sannanlega hefir farist er m.a. ýms merkileg drög til rita eftir Ama sjálfan, meiri hluti allra prent- aðra bóka hans (þar á meðal síðasta heila eintakið af Breviai-ium Holen- se úr prentsmiðju Jóns biskups Arasonar) og mikið af handritum og skjölum, sem lutu að sögu Islands á síðari öldum. Ámi tók sjer sjálfur tjónið ákaflega nærri og lifði ekki lengi eftir þetta. A dánardægri gaf Árni Magnús- son Kaupmannahafnarháskóla safn sitt og stofnaði sjóð af eignum sín- um til styrktar einum eða tveimur íslenskum stúdentum. - Fyllri ákvæði um meðferð sjóðsins entist hann ekki til að gera, og liðu 30 ár eftir dauða hans uns úr því var bætt. Sú stofnskrá, sem þá var stað- fest af konungi, mælir svo fyrir, að vöxtum sjóðsins skuli varið að nokkru leyti tii að styrkja tvo efni- lega stúdenta íslenska, sem aftur eru skyldir til að vinna við saman- burð á handritum safnsins, og ann- að slíkt, að nokkra leyti til að kosta prentun á ritum safnsins. Ekki all- löngu síðar var safnið og sjóðurinn sett undir stjóm sjerstakra manna (,pímanefnd“) og hefir það haldist síðan. Nefndin er nú skipuð fimm mönnum, og hefir meiri hluti henn- ar löngum verið úr hóp prófessora háskólans. Styrkþegi hefir síðan um aldamót ekki verið nema einn. Með- al styrkþega úr Amasjóði hafa verið ýmsir hinna fremstu Islendinga, svo sem Eggert Ólafsson, Bjarni Thorarensen, Jón Sigurðsson, Guð- brandur Vigfússon, Steingrímur Thorsteinsson og Benedikt Grön- dal. Bókaútgáfa sjóðsins hófst 1773 með Kristni sögu. Þar með var aftur riðið á vaðið eftir langt hlje um prentun íslenskra fomrita í Danmörku, og hefir verið starfað óslitið að því síðan, mest- megnis af íslenskum mönnum. Það var ekki stjómin og háskólinn, held- ur safn og sjóður Ama Magnússon- ar, fomritaútgáfur þess sjóðs og annara og loks Bókmentafjelagið, sem gerði Kaupmannahöfn að and- legum höfuðstað Islendinga á 18. og 19. öld. Sjóðurinn hefir gefið út á prent ýmis merk rit, svo sem Snorra Eddu í þremur bindum, Islandslýs- ing Kálunds, skrár sama manns yfir handrit Amasafns, útgáfur Vil- hjálms Finsens á Grágásarhandrit- um, Palæografisk atlas (þrjú bindi, með sýnishomum úr íslenskum, norskum og dönskum handritum), dróttkvæðasafn Finns Jónssonar og brjef frá Ama Magnússyni og til hans. Bráðlega bætast tvö bindi við, með æfisögu hans ásamt íylgigögn- urn og safni rita hans. Ámasafn á að vísu margt af skinnbókum, en rneiri hluti þess er þó pappírshandrit frá 17. öld og frá dögum Ama sjálfs. Hann hafði að staðaldri íslenska skrifara hjá sjer og var mjög vandfýsinn að þeir skrifuðu rjett upp það sem þeim var fengið í hendur. - Langmestur hluti safnsins er íslensk handrit og skjöl, næst ganga norsk, því næst dönsk, en auk þess era í því sænsk, þýsk, hollensk, frönsk og spænsk handrit. Mikið af íslensku handrit- unum er skemt og óheilt, en Ami hafnaði engu fyrir þá sök. Hann hefir eignast fjölda af einstökum blöðum og sneplum úr ýmsum átt- um, og aldrei skilur maður betur en þegar maður hefir einhvem slíkan samtíning í höndum, hvílíkur grúi af skinnbókum hefir farið forgörð- um á Islandi. Prentuð skrá yfir handrit Áma- safns tekur yfir tvö þykk bindi, og má af því ráða, að torvelt muni að gera grein fyrir þeim í örstuttu máli. Þar era brot handrita, sem ætla má að sje skrifuð, ef ekki um það leyti sem Ari fróði dó, þá að minsta kosti í þann mund sem Þor- lákur helgi söng messu í Skálholti og Snorri Sturluson ljek sjer að gullum sínum í Odda. Þar er jar- teinabók Þorláks biskups, og getur fyrir tímans sakir meir en verið að skrifarinn hafi sjálfur sjeð biskup þvo fætur beiningamanna á stórhá- tíðum. Þar era blaðaslitur úr Eglu, elstu menjar sem til era úr nokk- urri íslendingasögu. Þar er Staðar- hólsbók Grágásar, rituð á þeim tíma, þegar hin fomu lög vora num- in úr gildi og Jámsíða kom í stað- inn. Þar er Hauksbók, að nokkra leyti með hendi Hauks Erlendsson- ar (11334) sjálfs, torlæs á köflum og vantar í. Þar er Frísbók, eitt hið fegursta handrit að frágangi, sem nokkur íslenskur maður hefir látið eftir sig. Þar eru sögur konunga og jarla, biskupa og heilagra manna, riddara og fornkappa í uppskriftum ýmissa alda. Þar era elstu og heil- legustu handrit Njálu. Þar er Mörðuvallabók, sem geymir á 200 skinnblöðum ellefu Islendingasög- ur, flestallar í betri textum en völ er á annarstaðar, og storkar les- andanum með Arinbjarnarkviðu Egils, sem engum hefir tekist að lesa til fulls. Þar era lögbækur hinna helstu höfðingja á 14. öld og síðar, þó að enginn viti nú, hverjum þeirra á að eigna hverja eina. Þar er Sturlunga í tveimur handritum, og hafði annað verið rifið sundur, svo að Ámi varð að hirða slitrin víðsvegar, en margt var glatað með öllu. Þar er annáll Einars prests Hafliðasonar (tl393) með hendi hans sjálfs. Þar eru handrit siða- skiftaaldar að fomum rímum og kaþólskum kvæðum. Þar era Is- lendingabókarappskrifth- Jóns Er- lenssonar, sem vjer eigum það að þakka að hymingarsteinn íslenskra bókmenta er ekki glataður. Þar era ýms rit 17. aldar í einu uppskrift- um, sem til era. Þar era í stuttu máli þvílíkar bækur saman komnar, að engin grein íslenskra menta frá upphafi til daga Ama Magnússonar verður könnuð til fullnustu eftir framgögnum, nema þangað sje leit- að. Landar Ama Magnússonar hafa þakkað starf hans misjafnlega og naumast altaf látið hann njóta sann- mælis. Það sem mest hefir stuðlað að þessu er gleðilegri rás viðburðanna en nokkum mann gat órað fyrir á dögum einokunar, Bessastaðavalds og stóra bólu. - Enginn sem vill leggja sanngjaman dóm á starfsemi hans má láta undir höfuð leggjast að reyna um stund að gera sig að barrn þeirrar aldar, þegar ísland var fá- tækur útjaðar „ríkisins" og alt þar í ólestri og niðumíðslu. Sá sem trúir því, að skyndilega hefði tekið iýrir straum handritanna úr landi og að almenningur hefði alt í einu farið að leggja rækt við það sem eftir var, flest skemt og hrjáð, getur óhikað óskað þess, að Ámi Magnússon hefði aldrei sjeð Ijós þessa heims. En flest- um, sem hugleiða þetta mál, mun væntanlega reynast það miklu flókn- ara en svo. Einhversstaðar milli tónsins og efnisins eftir KRISTJÁN KARLSSON 1994 ,Á þeim tíma þegar Steinn orti þetta kvæði, rétt fyrir stríð, er nokkum veginn víst að hann naut ekki enn þeirrar almennu viðurkenningar sem okkur finnst núorðið sjálfsögð." „Við skulum ekki hafa hátt/hér er margt að ugga.“ Ekki leikur vafi á því að Helgi Hálfdanarson hefir rétt fyrir sér þegar hann segir (Blendin fleirtala, Mbl. 27. sl.): Það „er ekki.mjög líklegt, að bamfóstra sé í og með að þagga niður í sjálfri sér einhvern hávaða“ í þessari gömlu vísu. Og þó er þetta ekki alveg sjálfsagt. Með orðalagi sínu er fóstran að taka bamið í samfélag, veita því jafnrétti, auðsýna því fulla hlýju. Það væri allur munur á „við skulum“ og „þú skalt“. Eins er um fleirtöluna í kvæði Steins eftir Jón Pálsson látinn að frá henni stafar hlýju kvæðisins, jafnvel þótt „við“ heiti þar „vér“. Ég get ómögulega samsinnt Helga Hálfdanarsyni í því að vér sé háðsorð í kvæði Steins enda þótt þessi mynd fleirtölunnar geti sannarlega, eins og Helgi segir, verið „lævís á marga lund“. Og þessi fleirtala er, eins og Helgi segir, ennfremur „listbragð, sem féll að stíl Steins“. En ekki eingöngu í þeim skilningi sem Helgi á við. Hún hefir áhrif á tón kvæðisins þó að við Helgi séum ósammála um hver þau áhrif séu. En hún er sömuleiðis listbragð í öðram og miklu nærtækari skilningi. í stuttum ljóðlínum eins og í kvæði Steins er afskaplega erfitt að fást við afleiðingarnar af fornafnsmyndinni við, aukaföllin okkur, okkar svo að ekki sé minnzt á eignarfomafnið okkar (Okkar líf, okkar líf?). Þetta er þess vert að hafa í huga. Á þeim tíma þegar Steinn orti þetta kvæði, rétt fyrir stríð, er nokkurn veginn víst að hann naut ekki enn þeirrar almennu viðurkenningar sem okkur finnst núorðið sjálfsögð. Ýmsir vissu þó fyrir löngu að hann var mikið skáld, sbr. tilvitnun Helga Hálfdanarsonar í orð Halldórs Laxness. En „samfélagið" er oft seint til. Annars skiptir þessi sagnfræði engu máli í sambandi við merkingu kvæðisins og þá persónu sem Steinn gerir að söguhetju þess. Ef Jón Pálsson var misheppnaður listamaður, þ.e. hæfileikalaus, þá stendur það eins og ég hefi áður sagt hvergi í sjálfu kvæðinu. Helzt mætti kannski lesa það útúr öðru erindinu: Oss vantaði ekki viljann þótt verkið reyndist lakt. Orðið lakur beinir huganum óhjákvæmilega að merkingunni „of léttur“ og „verkið reyndist lakt“ verður nákvæm umskrift á fornfrægu orðalagi, „veginn og léttvægur fundinn“. Þessi ávæningur af biblíu- og sálmamáli er ekki fjarlægur kvæðinu yfirleitt. En síðari erindi kvæðisins sýna svo að ekki verður um villzt að það er samfélagið (ég á í hálfgerðum vandræðum með þetta orð hér en það verður að duga) sem fann verk söguhetjunnar léttvægt og það var ósanngimi fávísra eða illviljaðra manna („Svo gall við hæðnishlátur") að heimta að verkið stæðist samanburð við Friedman. Mér er vamað að sjá að kvæðið sé „nöturlegur hráskinnsleikur" að örlögum Jóns Pálssonar. Ef það skyldi vera hráskinnsleikur að minna okkur á að við séum ófullkomin, þá er hætt við að margur sálmakveðskapur til dæmis sé hráskinnsleikur, tragedíur líka. Vort líf, vort líf, Jón Pálsson, er líkt og nóta fölsk. Nútíð sagnarinnar ætti að taka af öll tvímæli um það að skáldið á við oss alla. Annað mál er hitt hvernig við bregðumst við þessari vitneskju. Tónn kvæðisins tekur henni ekki allskostar fúslega. En einhversstaðar milli tónsins og efnisins er merkingu kvæðisins að finna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.