Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 26
26 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 2000
Morgunblaðiö/Ólafur K. Magnússon
Meistciri Kjarval
Opnun á sýningum Jóhannesar
S. Kjarval listmálara var jafnan
viðburður og á myndinni frá opn-
un í Listamannaskálanum í febr-
úar 1949 lýsir Kjarvai af innlifun
einhverjum af verkum sínum fyrir
ýmsum kunnum borgurum. Þarna
má m.a. þekkja Sigurgeir biskup
Sigurðsson og börn hans Guð-
laugu og Sigurð, þá er listamað-
urinn sjálfur, Birgir Finnsson, al-
þingismaður, Sigurður Sigurðs-
son, berklalæknir, Guðmundur
Magnússon í Áfenginu og Krist-
ján í Kfddabúð. Á þessari sýn-
ingu voru ýmis fræg málverk svo
sem Fantasía og Fjarðarmynni.
Á minni myndinni situr KJarval í
leigubíl frá BSR á Þingvöllum og
teiknar.
stórfyrirtæki. Stefna Sjálfstæðis-
flokksins er skýr. Flokkurinn telur
tímabært að gera nýtt átak í virkjun
fallvatna og byggingu stóriðjufyrir-
tækja og telur raunar, að það sé ein
af forsendunum fyrir því að takast
megi að bæta lífskjör launafólks.
Ekki er víst, að skoðanamunur milli
flokka sé eins mikill á þessum vett-
vangi og hann lítur út fyrir að vera.
Hjörleifur Guttormsson, sem nú er
helzti talsmaður Alþýðubandalags-
ins í iðnaðar- og orkumálum, hefur
ítrekað látið það koma fram, að
hann vilji byggja upp orkufrekan
iðnað í landinu. Meðal annars lýsti
Hjörleifur því yfir á framboðsfundi
á Reyðarfirði fyrir kosningamar, að
hann væri hlynntur orkufrekum
iðnaði þar. I iðnaðarráðherratíð
Magnúsar Kjartanssonar var
grundvöllur lagður að samningun-
um um jámblendiverksmiðjuna á
Gmndartanga, sem nú hefur tekið
til starfa. Þótt Aiþýðubandalagið
hafi lagzt gegn henni á síðustu stig-
um málsins var þó ljóst, að með ein-
hverjum hætti var flokkurinn tilbú-
inn til að standa að stofnun slíks
fyrirtækis. I þessum efnum er því
ekki allt sem sýnist og mikilsvert að
á það reyni, hvort Sjálfstæðisflokk-
ur og Alþýðubandalag geta náð
saman um stefnuna í stóriðjumál-
um. Skynsamleg málamiðlun milli
þessara tveggja flokka mundi
tryggja öra hagnýtingu orkunnar,
sem við eigum, íandsmönnum til
hagsbóta á næstu ámm og áratug-
um. Raunar má segja, að slík mála-
miðlun ætti að vera ein af uppistöð-
unum í samstarfi þessara tveggja
flokka.
Hér hefur verið vikið að þeim
tveimur málaflokkum, sem valda
mestu tilfinningaróti í flokkunum
báðum. Raunar er athyglisvert, að
sl. sumar tókst samstarf milli Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðubandalags
um stefnuna í Jan Mayen-málinu og
var það merkilegur áfangi í sam-
skiptum þessara tveggja flokka,
ekki sízt þar sem um mikilsvert ut-
anríkismál var að ræða. En eins og
vikið var að hér að framan er ástæð-
an fyrir því, að menn hugleiða nú í
alvöru, hvort samstarf geti tekizt
milli þessara flokka, sú, að haldi
fram sem horfir er fjárhagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar í hættu og
versnandi lífskjör fyrirsjáanleg en í
kjölfar þess mundi fylgja landflótti.
Þess vegna er meginspurningin
þessi: Geta Sjálfstæðisflokkur og
Alþýðubandalag náð saman um
sameiginlega stefnu til þess að
hemja óðaverðbólguna og tryggja
lífskjörin.
Þessir tveir flokkar hafa sameig-
inlega mikil áhrif í atvinnulífinu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur áhrif í
og sterk tengsl við samtök atvinnu-
veganna og hann hefur einnig
veruleg áhrif innan verkalýðssam-
takanna. AJþýðubandalagið er að
sjálfsögðu sá stjómmálaflokkur,
sem mest áhrif hefur á vettvangi
verkalýðshreyfingarinnar en
einnig nokkur tengsl við atvinnu-
lífð að öðru leyti, ekki sízt á lands-
byggðinni. Blómlegt atvinnulíf eyk-
ur þjóðarframleiðsluna og þar með
kaupmátt launa. A sína vísu eru
þeir báðir flokkar atvinnulífsins.
Samstarf þeirra á hinum pólitíska
vettvangi mundi þýða í raun, að að-
ilar atvinnulífsins hefðu tekið
höndum saman um nokkurt skeið
til þess að ná tökum á óðaverðbólg-
unni og koma í veg fyrir fjárhags-
legt hran. Jafnframt yrði það eitt
helzta markmiðið í efnahagsmálum
að tryggja og bæta hag láglauna-
fólks og lífeyrisþega. Óðaverðbólga
hefur aukið efnamun meðal fólks.
Þar er á ferðinni þjóðfélagslegt
ranglæti, sem ekki er hægt að una
við.
En hvað um leiftursóknina? Nú
er það að vísu svo, að grundvöllur
leiftursóknarinnar er sá, að gengis-
fall og gengissig verði stöðvað og
hefur það ekki einmitt verið stefna
Alþýðubandalagsins? Aðalatriðið er
þó, að Sjálfstæðisflokkurinn óskaði
eftir umboði kjósenda til að fram-
kvæma leiftursóknina. Flokkurinn
fékk það umboð ekki. Þess vegna
hefur Sjálfstæðisflokkurinn frjálsar
hendur til að sveigja frá leiftursókn-
inni að svo miklu leyti, sem hann
telur sjálfur skynsamlegt. Andstaða
annarra flokka við leiftursóknina
þarf þvi ekki að koma í veg fyrir
samstarf Sjálfstæðisflokksins við þá
um efnahagsmál.
Af öðrum meginmálum, sem upp
mundu koma í samstarfi Sjálfstæð-
isílokks og Alþýðubandalags má
nefna kjördæmamálið. Allir flokkar
virðast sammála um nauðsyn þess
að leiðrétta kosningarétt kjósenda á
höfuðborgarsvæðinu, sem er orðinn
mjög takmarkaður miðað við at-
kvæðavægi í öðrum landshlutum.
Jafnframt sýnist verulegur áhugi á
að breyta kosningafyrirkomulagi á
þann veg, að kosning verði í senn
listakosning og kosning um einstak-
linga. Slíkt fyrirkomulag mundi losa
alla flokkana út úr prófkjörsklemm-
unni, sem er að verða þeim öllum
mikið áhyggjuefni. Ætla má, að það
sé tiltölulega auðvelt fyrir Sjálf-
stæðisflokk og Alþýðubandalag að
ná samstöðu um þessi málefni og á
það raunar við um Alþýðuflokkinn
líka.
Þegar möguleikar á samkomulagi
milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
bandalags í þessum helztu mála-
flokkum eru íhugaðir er ljóst, að
það er ekki útilokað, að flokkarnir
tveir geti náð samstöðu um ákveðn-
ar aðgerðir í tiltekinn tíma. Auðvit-
að yrðu slíkar viðræður erfiðar og
stormasamar en ef þær bæru já-
kvæðan árangur mundi samstaða
yfirgnæfa sundrungu í samfélagi
okkar og það eitt út af fyrir sig er
svo mikilvægt, að tilefni er til þess
fyrir flokkana tvo að íhuga og ræðá
slíkt samstarf rækilega.
Tveggja flokka stjórn
eða nýsköpunarstjórn?
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu-
bandalag hafa sameiginlega meiri-
hluta á Alþingi og geta þess vegna
myndað samstjóm þessara tveggja
flokka. Reynslan af þriggja fiokka
stjómum hér er ekki góð. Miðað við
þá reynslu er vafalaust skynsam-
legra að stefna að samstarfi þessara
flokka tveggja. Líklega eru margir
þeir í Alþýðubandalagi og Sjálf-
stæðisflokki, sem á annað borð vilja
kanna þetta mál nánar, þeirrar
skoðunar að samstarf þeirra
tveggja án þriðja aðila komi frekar
til greina.
A hinn bóginn má búast við, að
þeir sjálfstæðismenn og alþýðu-
bandalagsmenn, sem eru fráhverfir
samstarfi þessara flokka tveggja,
mundu eiga betra með að sætta sig
við það, ef það yrði með aðild Al-
þýðuflokksins. Þá væri um sama
mynztur að ræða og Ólafur Thors
mótaði 1944. Mundu margir sjálf-
stæðismenn telja það landráð að
feta í fótspor hans? Og skyldu þeir
vera margir alþýðubandalagsmenn,
sem líta á þá Einar Olgeirsson og
Brynjólf Bjaraason sem flokkssvik-
ara fyrir það að leiða Sósíalista-
flokkinn inn í nýsköpunarstjóm?
Málamiðlun og sættir
en ekkl ný átök
í upphafi fyrri greinar var að því
vikið, að stjómmálin væru komin í
sjálfheldu. Erfiðleikar á samstarfi
flokka í milli virðast margvíslegir.
Sumir tala jafnvel um kosningar í
vor. Kosningar á hálfsárs fresti
leysa ekki það vandamál, sem við
glímum við um þessar mundir. Þess
vegna er ekki æskilegur kostur, að
kosið verði á ný í vor. Þjóðin á kröfu
til þess, að flokkamir leysi þann
vanda, sem þeir hafa boðið sig fram
til að leysa.
Við þurfum á að halda málamiðl-
un og sáttum en ekki nýjum átök-
um. Steingrímur Hermannsson,
sem nú elur á sundrungu í stað
þess að efna til sátta, mætti gjarn-
an minnast þess, að Hermann Jón-
asson hafði vit á því að efna til
sátta, þegar allt var komið í óefni
1939 með því að mynda þjóðstjórn
með aðild Ólafs Thors. Og sá mikli
foringi sjálfstæðismanna lét sig
ekki muna um að sitja þá í ríkis-
stjóra undir forsæti Hermanns
Jónassonar. Þeir stjórnmálafor-
ingjar, sem nú sitja hver í sínu
horni og telja sig ekki geta unnið
með öðrum, mættu gjarnan og
ættu að hafa það fordæmi að leið-
arljósi á næstu vikum.
Qunnar Qunnarsson í Berlín
eftlr JÓHANN
JÓNSSON
Í930
Hinn 24. febrúar las frú Emestine
Munchheim nokkra kafla úr verkum
Gunnars Gunnarssonar fyrir Berlínarbúa -
að viðstöddu skáldinu sjálfu. Áður en
upplesturinn hófst hjelt skáldið ræðu. Var
henni tekið með ódæma fögnuði. Frú
Munchheim las prýðilega og klöppuðu
áheyrendur henni og skáldinu lof í lófa.
Dómar blaðanna voru ágætir. Kvöldið eftir
hjelt berlínski P.E.N.-klúbburinn Gunnari
Gunnarssyni heiðurssamsæti í
hátíðasölunum í Zoo. Tóku 150 manns þátt í
fagnaðinum; meðal annara voru þar mættir
fulltrúar frá þýska mentamálaráðuneytinu
og Zahle, sendiherra íslands og
Danmerkur. Mælti sendiherra Zahle nokkur
vel valin þakkarorð fyrir hönd Islands og
Danmerkur. Ræða Gunnars Gunnarssonar
stóð daginn eftir í Berliner Tageblatt undir
titlinum: „Ræða til fjelaganna“. Fagnaðarins
var getið í öllum blöðum Berlínar, birtu
mörg þeirra myndir af skáldinu. Öll luku
lofsorði á hann og verk hans
Hinn 25. febrúar 1930 er merkisdagur í
bókmentasögu íslands. í framtíðinni, þegar
íslensk þjóð er röknuð til betri skilnings á
sjálfri sjer, er farin að kunna að greina svart
frá hvítu í annálum menningar vorrar, munu
lærifeður landsins spyrja nemendur sína um
þenna dag.
Eigi það lán fyrir oss að liggja, að eignast
heimsbókmentir í annað sinn, er meira að
segja ekki ótrúlegt, að talið verði að tímabil
þeirra hefjist með þessum degi.
Ekki af því, að íslensku skáldi var á
þessum degi í fyrsta skifti haldið
heiðurssamsæti í einni aðalmenningarborg
heimsins, það út af fyrir sig þarf ekki, þótt
sögulegt sje, að vera nein tildrög til
sögulegra afleiðinga. Ekki heldur af því, að
samsæti þetta var - ef litið er á
þátttakendur þess, sem margir hverjir
voru stórfrægir menn, meiri sæmd fyrir
ísland en það hefir að jafnaði átt að
venjast, það er í sjálfu sjer ekkert nema
söguleg hending. Nei, heldur af því, að
heiðursgesturinn sjálfur, íslendingurinn,
skáldið Gunnar Gunnarsson, er engin
hending, sem bókmentalegt
heimsfyrirbrigði, heldur áþreifanlegt,
órækt dæmi um þann andlega kjarna, er í
þjóð hans býr; eftirminnilegur
persónuleikur, sem með karlmannlegri
einbeitni og trúmennsku gagnvart sjálfum
sjer og landi sínu hefir tekist það, sem
engum öðrum Islendingi hingað til hefir á
svipaðan hátt tekist, en það er að hefja
málstað íslands út á við upp yfir allan vafa.
Hann er fyrsta skáld vort á síðari öldum,
sem ritað hefir íslenskar heimsbókmentir,
þ.e.a.s. bækur, er tala til almenns skilnings
og ekki eru aðeins einstrengdar, við
málýsku átthagafjálgleikans. Þessi
synthetiski meðalvegur, sem þræðir
takmörkin milli hins þjóðlega og almenna -
báðum jafnnærri, hefir ætíð verið vegur
heimsskáldsins.
Gunnar Gunnarsson er eina íslenska
skáldið í seinni tíð (ef til vill að
undanteknum Jóhanni Sigurjónssyni), sem
fundið hefir þennan sannarlega gullna
meðalveg; Já hann er fyi'sta íslenska
skáldið, sem ekki hleður garða heldur
byggir brýr; sem ekki talar mállýsku
sjerviskunnar heldur heimsmál
mannlegleikans. Hve vel honum hefir sagst
á því máli, hve vel honum þegar hefir tekist
að gera sig skiljanlegan, það sýndi meðal
annars hin gullfagra ræða, sem Hans
Friedrich Blunck bauð hann (á P.E.N.-
samsætinu) velkominn með, í hóp þýsku
fjelaganna. Jeg tala ekki um faguryrðin,
þau eru ekkert nýnæmi við slík tækifæri;
og þetta, sem jeg gæti kallað
kunnugleikann í röddinni, gerði mjer ræðu
þessa mjög minnisstæða. Jeg hefi oft heyrt
margt fallegt um Island síðan jeg settist að
hjer í landi, en þessi tónn var mjer þó alveg
spánýr. Hvað segir ekki Frakkinn
Duhamel? Hann segir að skáldskapurinn
sje besta landafræðin.
Já, það er einmitt það sögulega við þetta
kvöld - sem gerir það þess vert, að vjer
leggjum oss það á minnið. í þetta sinn
sýndi hinn mentaði heimur oss svo ótvírætt
merki þess, að hann kannaðist við oss, að
enginn vafi getur lengur á því leikið, að
vjer sjeum á rjettri leið - í baráttunni við
fordómana, fávísina og kæruleysið, sem
hingað til hefir verið hlutskifti vort hjer úti
í Evrópu. Hvað sagði jeg? Vjer? Nú, að
minsta kosti einn af oss. Munum honum
það. Ef ekki hans vegna, þá að minsta kosti
sjálfra oss vegna. Því að ekkert er svo
áríðandi fyrir neina þjóð, að hún ráði rjett
sín eigin tákn. Og höfum vjer ekki senn
lært það til hlítar af reynslunni - sem þjóð
- þvílíkt böl það er, að misskilja sjálfan sig?