Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 30
30 MÁNUDAGUR 3. JANIJAR 2000 1913 2000 HEIMSSTYRJÖLDIN FYRRI FRÁ 1914-1918 MIKILL HILDAR- LEIKUR eftir GUÐMUND HALLDÓRSSON 1999 Öldin sem er að líða mótaðist af fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918. Ofrágengin mál þess hrikalega hild- arleiks leiddu til síðari heimsstyrj- aldarinnar 1939. Áhrif hildarleiks- ins á stórveldi Evrópu efldu Banda- ríkin og Sovétríkin og togstreita þeirra leiddi til þriðju heimsstyrj- aldarinnar, kalda stríðsins, sem lauk 1989. Fyrri heimsstyrjöldin var upphafið að endalokum siðferði- legra og efnahagslegra yfírburða Evrópu og bjó í haginn fyrir tækni- byltingu, þar sem rafeindatækni og sprengihreyfillinn sátu í öndvegi. Slíkar breytingar höfðu menn ekki séð fyrir þegar fyrri heims- styrjöldin hófst. Spenna hafði ríkt í samskiptum stórveldanna um langt árabii áður en átök hófust 1914. Bú- izt hafði verið við stríði og vissir hópar höfðu jafnvel þráð stríð. Með- al undirróta stríðsins voru efnahag- stogstreita, keppni um heimsyfirráð og bandalagakerfi, sem leiddu til herskárrar stefnu. Þannig var ástatt að stríð gat virzt skynsamleg- ur kostur tii að leysa pólitísk og hernaðarleg vandamál í ríkjasam- skiptum. Fyrst og fremst litu Þjóð- verjar svo á 1914 að tilraun til að ná yfirráðum yfir meginlandi álfunnar og verða heimsveldi væri líkleg til að bera árangur. Bandalagsríki Þjóðverja, Austurríki-Ungverja- land, taldi að til þess að halda velli yrði að þurrka út þjóðernishyggju Suður-Slava undir forystu Serba. Samúðarbandalag Frakka, Breta og Rússa komst að þeirri niðurstöðu fyrir sitt leyti að takast mætti að stöðva Þjóðverja án verulegs mann- tjóns. Stríð varð því áframhald stjómmála með öðrum ráðum eins og Clausewitz hafði boðað. Þegar serbneskur skólapiltur myrti aust- urríska ríkisarfann, Franz Ferdin- and erkihertoga, í Sarajevo gafst tilefni til að gera út um grundvallar- vandamál evrópskra stjómmála. * * * * Fyrri heimsstyrjöldin var líka slys. Rígur stórveldanna var engu meiri 1914 en oft áður. Miðlungs- stjómmálamenn og annars flokks herforingjar réðu ekki við hættuá- stand það sem tók við af tilræðinu í Sarajevo. Dagana 1. til 4. ágúst fóm Miðveldin (Þýzkaland og Austur- ríki-Unverjaland) og Bandamenn (Frakkland, Bretland og Rússland) í hár saman. Stríðsaðilar voru sam- mála um að átökin yrðu skammvinn. Þrátt fyrir ágreining sinn áttu stór- veldin svo margt sameiginlegt í þjóðfélagslegum, pólitískum og efn- hágslegum efnum að hildarleikur- inn mikli hófst sem borgarastríð fremur en barátta upp á líf og dauða. Auknum tortímingarmætti nútímavopna fylgdi sú almenna skoðun að nútímaþjóðfélög og mannshugurinn þyldu ekki álag stytjalda til lengdar. Stuðningur herja Evrópu við hugmyndir um að sækja yrði fram af alefli byggðist á þeirri forsendu að annað hvort yrði að vinna skjót- an sigur eða sleppa því að heyja stríð. En Schlieffen-áætlun Þjóð- verja, XVII-áætlun Frakka, innrás- ir Austurríkis-Ungverjalands í Rússland og Serbíu og sókn Rússa inn í Galizíu og Austur-Prússland ollu mesta manntjóni í sögu vest- rænnar siðmenningar. Tæplega 150.000 Rússar féllu eða særðust í orrustunni við Tannenberg. Fyrstu fjóra mánuði stríðsins misstu Frakkar og Þjóðverjar rúmlega 800.000 hermenn. í lok ársins hafði rúsneskt herlið sótt langt inn í Austurríki-Ungverjaland. Mestöll Belgía og stór hluti Norð-austur- Frakklands voru í höndum Þjóð- verja. En landvinningamir voru of litlir til að sannfæra þá sem fóru halloka um að þeir ættu ekki ann- arra kosta völ en að semja frið og of miklir til að hætta á samningavið- ræður án þess að reyna að ná aftur glötuðum svæðum með valdi. Margt lærðist frá ágúst til des- ember 1914. Jámbrautir gerðu her- foringjum kieift að flytja fjölmennt herlið langar leiðir á skömmum tíma, en þegar hermennimir stigu út úr lestunum urðu þeir að ganga. En beiting varaliðs gat reynzt ár- angursríkari en tímabundinn sigur á vígvellinum. Rifflar, sjálfvirkar vélbyssur og hríðskotafallbyssur og þungt stórskotalið veittu vamarað- ilanum meiri yfirburði en áður höfðu þekkzt. En nútímaherir vom svo fjölmennir að jafnvel á víðáttum Austur-Evrópu vom tilfæringar herliðs nánast ógerningur. I stað þess að sækja fram vopnaðir byssu; stingjum grófu hermenn sig niður. I desember 1914 lágu skotgrafir um vesturvígstöðvamar frá svissnesku landamæmnum tii Emiarsunds, 470 mílna vegalengd. Á austurvíg- stöðvunum vom vamarkerfi ekki eins flókin, því að vígstöðvamar vom á nánast tvöfalt stærra svæði - en þau reyndust næstum því eins vel til þess fallin að hrinda árásum. Auk þess þurfti meiri snilligáfu til að komast hjá þrátefli en hermenn og stjórnmálaleiðtogar þessara ára höfðu til að bera. * * * * Bandamenn réðu yfir meiri auð- lindum en bandamenn þeirra. Yfir- ráð þeirra á hafinu gerðu þeim kleift að afla þess sem til þurfti í stríðsrekstrinum hvar sem var í heiminum, en Þjóðverjar og Austur- ríkismenn höfðu aðeins aðgang að þeim svæðum, sem þeir náðu á sitt vald. En Evrópa var ennþá miðstöð iðnaðarkerfis heimsins. Jafnvel Bandaríkjamenn útveguðu frönsk- um og brezkum viðskiptavinum meira af hráefnum en tilbúinni vöru. Árið 1915 og lengi á eftir var hervæðing stríðsaðila í því fólgin að nota og þróa þær auðlindir sem þeir höfðu sjálfir yfír að ráða. Árið 1915 reyndu Miðveldin að binda enda á stríðsþátttöku Rússa með diplomatískum og hernaðarleg- um ráðum. Rússar misstu meira en eina milljón fallinna og særðra og Miðveldin sóttu næstum 300 mílna vegalengd - en Rússar neituðu að gefast upp. Dauðvona stjóm Rússa- keisara hafði ekki efni á að taka þá áhættu að semja sérfrið. Frakkar og Bretar stóðu frammi fyrir nærtækari vandamálum. Franska stjórnin og franski herinn voru skuldbundin til að ná aftur herteknum svæðum eins fljótt og og auðið væri. Um leið gerðu Rússar vaxandi kröfur um stuðning frá bandamönnum sínum, bæði af sið- ferðilegum og efnahagslegum ástæðum. Bretar, sem höfðu vonazt til að geta takmarkað skuldbinding- ar sínar á meginlandi Evrópu, komust að raun um að þeir urðu að koma á fót fyrsta fjöldaher í sögu sinni, að vísu með öflun sjálfboða- liða fremur en með herskyldu, til að standast samjöfnuð við Frakka á vesturvígstöðvunum þar sem þrá- tefli ríkti. * * * * Hvernig var bezt að nota þennan liðsafla? Allt árið 1915 drógu Frakkar mestallt þrek úr her sínum með hverri árásinni á fætur annarri á fullkomin skotgrafakerfi Þjóð- veija. Brezka yfirherstjómin gekk að kröfu þeirra um að taka þátt í þessum leik í þeirri trú að það væri eina leiðin til að bijóta þýzka herinn á bak aftur í beinum árekstrum. Sú ákvörðun olli því að 60.000 menn féllu eða særðust í orrustunni um Loos. Þegar mannfallið jókst var reynt að finna leiðir til að halda því í skefjum. Winston Churchill flota- málaráðherra varð ötull og sann- færandi talsmaður þess að ráðizt yrði á Dardanellasund. Þær hernað- araðgerðir beindust gegn hinu dauðvona Tyrkjaveldi, sem hafði með semingi gengið í lið með Mið- veldunum í nóvember 1914, og áttu að tryggja birgðaflutninga til Rúss- lands, treysta vígstöðu Banda- manna á Balkanskaga og fá Itali í stríðið með rausnarlegum loforðum um landvinninga á kostnað Miðveld- anna. Lánið lék ekki við Bandamenn. Leiðangursher Breta og Frakka komst ekki áfram á Gallpoliskaga vegna mistaka æðstu herstjóm- enda, en einnig vegna þess að skag- inn var erfiður yfirferðar og vamir Tyrkja óvenjutraustar. Bandamenn misstu hálfa milljón fallinna og særðra áður en þeir sem af lifðu yom fluttir burtu í desember 1915. Italska stjórnin, sem hafði lýst yfir hlutleysi 1914, gekk að lokum í lið með Bandamönnum þrátt fyrir tölu- verða andstöðu vegna loforða um landaauka á strönd Adríahafs og við austanvert Miðjarðarhaf. Alpamir reyndust hins vegar duglitlum her Itala of erfiður farartálmi og 1917 háði hann 11. orrustu sína við ána Isonzo. Um 1916 ríkti þrátefli alls staðar í stríðinu. Nýlendur Þjóðverja vom í höndum Bandamanna nema Aust- ur-Afríka. Aðalárásarfloti Þjóðverja utan föðurlandsins hafði verið þurrkaður út við Falklandseyjar í desember 1914. Eftir ófarimar við tyrknesku sundin festist annar brezkur her í Mesópótamíu. Tyrkir umkringdu 10.000 menn úr brezka Indlandshernum við Kut og neyddu þá til að gefast upp eftir lengsta umsátur í sögu brezka hersins. Ensk-franskur leiðangursher var sendur til Balkanskaga, en hann var króaður inni umhverfis hafnarborg- ina Saloniki, sem var kölluð í háði stærstu fangabúðir stríðsins. Stríð- ið var ekki lengur borgarastríð heldur heimsstyrjöld en Evrópa var í brennidepli. * * * * Þar sem herkænska hafði fengið óorð á sig reyndu stríðsaðilar aftui- að binda enda á stríðið með beinum aðferðum. Nýr herráðsforseti Þjóð- verja, Erich von Falkenhayn, lagði til að franski herinn yrði leiddur í gildru umhverfis gamla virkið Ver- dun og látinn „blæða út.“ Um leið skipulögðu Bretar og Frakkar sam- eiginlega sókn meðfram ánni Somme, sem lenti aðallega á herð- um herja, sem Bretar höfðu nýlega komið á fót. Báðum aðgerðunum lauk með hörmungum. Við Verdun misstu Frakkar og Þjóðverjar tæp- lega 1,23 milljónir manna, en þó var víglínan í desember nánast óbreytt frá því Þjóðverjar hófu sókn sína í febrúar. Ávinningurinn af orrust- unni við Somme frá 1. júlí fram í miðjan nóvember var um 20 mflna breið og sex mílna djúp spilda, en til að ná henni misstu Bretar 420.000 fallna og særða og Frakkar og Þjóð- verjar að 200-500.000 menn. I árslok voru Frakkar komnir að fótum fram. Áhugi brezku sjálf- boðaliðanna hafði snúizt upp í von- leysi og hótfyndni. Kjarni fyrsta flokks liðsforingja og undirforingja gamla þýzka fastahersins hafði nán- ast verið þurrkaður út. Liðsforingi nokkur kallaði Somme „forugan grafreit þýzka víghersins.“ Þó hafði almenn stríðsþreyta ekki þau áhrif að menn vildu binda enda á mann- drápin, sem voru orðin vélræn. Til- raunir til að koma af stað friðarum- leitunum voru unnar fyrir gýg, ekki sízt vegna þess að allir stríðsaðflar höfðu lagt svo mikið undir og fært svo stórar fórnir að enginn vildi við- ræður. Mörgum yfirsést að ensku yfirstéttimar fómuðu sonum sínu í svo miklum mæli að þess em engin dæmi fyrr eða síðar. Herforingjar og stjómmálamenn vom einnig syrgjandi feður, sem gátu ekki fall- izt á þá röksemd að synir þeirra hefðu fallið til einskis. I þess stað stigmögnuðu stríðsað- ilar átökin. Árið 1916 vom þúsundir fallbyssna sem skutu milljónum kúlna ómissandi í hverri árás. Her- sveitir, sem höfðu verið búnar tveimur vélbyssum í byrjun stríðs- ins réðu nú yfir sex, níu eða tólf. Þegar skotkraftur dugði ekki tfl að knýja fram úrslit beittu stríðsaðilar tækninýjungum. I landhemaðinum var gripið til eiturgass og brynvar- inna stríðsvagna, en þó gat hvomg- ur bundið enda á þráteflið. Yfir skotgröfunum tók flugtækni stór- stígum framfömm eftir ágúst 1914, en litlu tvíþekjurnar vom enn of frumstæðar 1918 og gegndu tak- mörkuðu aukahlutverki. Herskipa- flotinn, sem komið hafði verið á fót með æmum tilkostnaði, var mestall- an tímann í höfn, en laumaðist öðm hverju út á rúmsjó til að heyja ein- vígi úr hæfilegri fjarlægð eins og í Jótlandsormstunni 31. maí 1916, en tók aldrei alvarlega áhættu. Churchill kallaði yfirmann brezka stórflotans , Sir John Jellicoe, eina manninn sem hefði getað „tapað stríðinu á einu síðdegi" og gerði sér grein fyrir að herskip vom ekki lengur aðeins stríðstól heldur þjóðatákn. Hafnbann Bandamanna olli Mið- veldunum sífellt rneiri þrengingum. Sérstaklega urðu Þjóðverjar að gjalda þess að lífskjör þeirra stór- versnuðu 1918. En sú spurning vaknaði hvort tilraun Bandamanna til að svelta Þjóðverja gæti ekki leitt til þess að þeir fæm sjálfír yfir um. Jafnvel þegar blóðbaðið við Verdun og Somme stóð sem hæst sumarið 1916 hófu Rússar stórsókn, sem færði þeim mikinn ávinning í fyrstu, en rann út í sandinn eins og allar fyrri sóknir á öllum vígstöðv- um. í marz 1917 varð rússneska keisarastjórnin að víkja fyrir lýð- veldi. Nýr forsætisráðherra, Alex- ander Kerensky, hét áframhaldandi stuðningi við stríðið. Vafasamt var að hann gæti staðið við orð sín. * * * * Um sama leyti vöktu Banda- ríkjamenn nýja von með Banda- mönnum. Bandaríkin höfðu upp- haflega ætlað að gæta „hlutleysis í hugsun, orðum og gerðum“ eins og Woodrow Wilson forseti komst að orði. Hins vegar lögðust samúð með Bandamönnum, náin efna- hagsleg tengsl við Frakka og Breta og klaufaleg utanríkisstefna Þjóð- verja á eitt um að sannfæra vax- andi fjölda Bandaríkjamanna um að þýzkur sigur mundi hafa hörmu- legar afleiðingar fyrir bandaríska hagsmuni. Allar efasemdir hurfu eins og dögg fyrir sólu í janúar 1917 þegar Þjóðverjar boðuðu tak- markalausan kafbátahernað og hótuðu að sökkva öllum skipum, sem nálguðust Bretlandseyjar, undir hvaða þjóðfána sem þau sigldu. Ákvörðun Þjóðverja virtist bera vott um ábyrgðarleysi og til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.