Morgunblaðið - 03.01.2000, Qupperneq 38
38 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 JltagtiiiINbifeife 2000
ert væri. En það er ekki sama og
halda dauðahaldi í misskilda ein-
angrun. Við vitum öll, að einangrun
landsins er rofin. Hver mundi vilja
kalla yfir okkur landfastan hafís til
að spyi-na gegn þessari þróun? Og
innan fárra ára er alheimssjónvai-p
möguleg staðreynd. Hvar stöndum
við þá, ef rétt er sem haldið er fram
af sumum, að við séum nú þegar
hætt komnir? Heimurinn er að
verða ein heild, vísindin brjóta nið-
ur landamærin á sama tíma og
skammsýnir pólitíkusar reisa múra.
Ekki er ég í neinum vafa um að vís-
indin gangi með sigur af hólmi í
þessari viðureign, mér er nær að
halda sem betur fer. Og þá hættum
við máski þessu einhæfa og enda-
lausa bardúsi okkar, að taka við
menningu annarra og vinza úr
henni - eða mundi ekki sá tími eiga
aftur eftir að renna upp yfir þessa
fámennu þjóð að hún flytji út
menningu eins og gert var á þeim
tíma í sögu landsins sem einn er
verður eftirbreytni frá því land
byggðist? Um þetta atriði og fleiri
má skeggræða fram í rautt myrkur,
en eitt er víst: Við lifum nú íslenzk-
an renesans, og erum bærilega
bólusettir við ýmsum erlendum
menningarkvillum. Tungan er sterk
og ég fæ ekki séð að hún láti á sér
biibug finna. t>ó mætti aðhaldið í
þessum efnum vera meira í skólum
landsins, áhuginn lífrænni - en það
er annað mál.
Að lokum langar mig að bæta
þessu við:
Israelsmenn eru fámenn
þjóð eins og við og ekki síð-
ur stolt af að gegna því
hlutverki í samfélagi þjóð-
anna að varðveita og end-
urreisa hebrezka menn-
ingu og tungu, þ.e. hlutverk þeirra
er hið sama og okkar, sem höfum af
einhverri ástæðu verið kjörin til að
varðveita og blása nýju lífi í þúsund
ára gamla gei'manska tungu og
menningu. Israelsmenn hafa ekki
enn, frekar en við, komið sér upp
eigin sjónvarpi. En viti menn, í ísr-
ael er fjöldi sjónvarpstækja, ekki
vegna þess að stjórnarvöldin hafi
hvatt fólk til að kaupa tækin vegna
tolla í ríkiskassann eða af öðrum
annarlegum ástæðum - heldur er
skýringin sú, að ísraelsmenn eru
ekki síður haldnir mannlegum
breyzkleik en við hér norður frá:
þeir horfa semsé á sjónvarp frá ná-
grannalöndum sínum, Arabalönd-
unum, þ.e. erkióvininum. Af þessu
má sjá, að sjónvarpið er mann-
skepnunni ekki lítil freisting - og
hræddur er ég um að bæði við og
ísraelsmenn hefðum syndgað upp á
náðina, ef sjónvarp væri bannað í
Móselögum. Samt er áreiðanlega
óhætt að bæta því við, að engum
Israelsmanni dettur í hug að ný-
hebreskan verði útlæg ger í landi
þeiira og arabíska upp tekin af
völdum sjónvarpsins. Og stjórnin er
ekki hræddari við áróðursgildi sjón-
varpsins en svo, að hún lætur þetta
ástand viðgangast.
Vafalaust eiga ísraelsmenn sína
sextíumenninga og fylgismenn
þeirra - og er það vel. Aðhald og ár-
vekni beztu manna er hverri þjóð -
og þá ekki sízt smáþjóð - lífsnauð-
syn, en það merkir ekki sama og að
þeir hafi allan sannleikann á sínu
bandi. Kjarnorkuofnar til raf-
magnsframleiðslu, sem nú eru á
reynslustigi, hafa reynzt hinir
mestu kjör- og kostagripir og orka
þeirra á eftir að koma eins og ylhlý
sól inn á mörg heimili, en þeir eru
ekki með öllu hættulausir. En ef
farið er út í langsóttan samanburð,
má geta þess að löngu áður en
hætta er á ferðum, berast umsjón-
armönnum þessara kjarnorku-
stöðva varnaðarmerki; þannig
mætti einnig líta á hlutverk þeirra
menningarfrömuða, sem standa á
varðbergi í litlum þjóðfélögum eins
og okkar. Þeir eru hættumerkið, en
okkur berst það til eyrna löngu áður
en veruleg hætta er á ferðum.
Þannig lít ég á hlutverk sextíu-
menninganna og annarra varð-
bergsmanna í þjóðfélagi okkar.
Þegar við hættum að hlusta - þá, og
þá fyrst, er okkur hætta búin. Þess
vegna ber okkur skylda til að skella
ekki skollaeyrum við orðum þeirra
manna, sem bezt vilja þjóð sinni, þó
við séum í bili á annarri skoðun.
Af orðum mínum hér að framan
má marka, að ég er síður en svo
sammála sextíumenningunum í öll-
um greinum. En um eitt höfuð-
atriði er ég þeim sammála, þ.e. að
íslenzk menning geti ekki átt til-
veru sína undir slysum eða óhöpp-
um, eins og því þegar sjónvarpinu
var dengt á innlendan markað,
augsýnilega að mjög vanhugsuðu
máli, og einnig: að það hlýtur að
vera sjálfstæðri þjóð prinsipmál, að
hún sjálf, að yfirveguðu máli - og
engar tilviijanir - ráði því, hvaða
sjónvarp eða önnur fjölmiðlunar-
tæki séu alls ráðandi í landi henn-
ar. Þar skilur milli feigs og ófeigs -
milli okkar og Israelsmanna. Þetta
sagði ég m.a. við Olof Lagercrantz
og endurtek þau orð mín hér, ef
það mætti verða til þess að skýra
ummæli hans, sem vitnað er í hér
að framan. Og loks vil ég taka und-
ir þær kvartanir, sem heyrzt hafa,
að ekki sé uppbyggilegt til fram-
búðar að láta Keflavíkursjónvarpið
keppa við innlend menningarfyrir-
tæki um okkar þrönga markað.
Það þarf ekki mikla sanngirni til að
sjá að slíkt ástand getur leitt af sér
alvarleg fjárhagsvandamál á menn-
ingarmarkaðnum, en hann má ekki
við stórum skakkaföllum eins og í
pottinn er búið. Þetta atriði ætti
þó að vera sæmilega leysanlegt, ef
vilji til þess er fyrir hendi. En hinu
vil ég mótmæla, að gefnu tilefni, að
ég geti smitað Olof Lagercrantz
eða aðra af sjúkdómi, sem ég er
ekki haldinn, þ.e. vantrú á framtíð
íslenzkrar tungu og títtnefndrar
menningar. Það er nóg af svartsýn-
is- og nöldurskjóðum á íslandi á
þessum síðustu og verstu tímum,
þó jafnólagvís maður gangi ekki í
Samkór bölsýnismanna á unga
aldri.
Úrval af vönduðum sængurfatnaði
fyrir alla fjölskylduna.
í 60 ár á sama stað
riði* og stendur Ivrir sfnu
Skólavörðustíg 21a, sími 551 4050
Fólkið gerði mig frægan
Morgunblaöið/Ólafur K. Magnússon
Bandaríski trompetsnillingurinn Louis Armstrong
kom tii íslands 1965 og hélt tónleika.
Hér birtist hluti samtals sem Matthías
Johannessen átti við hann.
Satchmo var að raka sig, þegar við gengum inn í
íbúðina sem hann hefur að Hótel Sögu. Hann stóð á
ganginum með kústinn í hendinni. Hann brosti.
Tennurnar og hvít sápan runnu saman í andliti hans,
sem var eins og hvítur jökull, þangað til maður
horfði í augun, þau voru hlý og tilgerðarlaus. Þetta
voru ekki frægs manns augu. Og þó. Reynslan kenn-
ir blaðamanninum einn hlut: eftir því sem fólk er
frægara er það alúðlegra, fasið einlægara; þannig er
Satchmo.
Þó andlitið á honum væri eins og íslenzkur jökuil,
var höndin hiý eins og frumskógarsól. Og brosið
falslaust eins og gleði barnsins.
„Ertu trúaður, Satchmo?" spurði ég.
„Ég er baptisti, geng með gyðingastjörnu í keðju
um hálsinn, og hef hlotið blessun páfans, hvað hét
hann nú aftur, lítiil karl og feitur, jú ætli það hafi
ekki verið Jóhannes 23. Þegar ég borða, bið ég guð
alltaf að blessa matinn, og sfvo les ég alltaf bænirn-
ar mínar á kvöldin. Þannig var ég alinn upp í New
Orleans. Ég breytist aldrei, ég er alltaf sami Louis.
Það er margt fólk, sem gerir allt mögulegt, til að
komast áfram, það væri jafnvel reiðubúið að háis-
brjóta náungann til að ná einhverju marki. Ég hef
aldrel átt í neinum slíkum útistöðum. Ég er mjög
venjulegur maður, ég borga reikningana mína, lifi fá-
breyttu llfi, hvíli mig þegar ég get. Ég á lítið hús -
það nægir mér. Mig langar ekkert til að eignast all-
an heiminn. Og svo er eitt, sem fólk hugsar of lítið
um, heilsuna sína. Sumir eignast peninga og verða
ríkir, en missa heilsuna. Til hvers er það? Það eru
lltlir hlutir, sem ráða úrslitum í lífinu, við eigum að
rækta þá, gæta okkar. Ég er ánægður með það sem
ég hef, raka mig rólega, borða hægt, slappa af, og
þegar komlð er til mín og sagt: Jæja, nú á konsert-
inn að byrja, þá stend ég upp kvíðalaus, tek
trompettið mitt... og engum líður betur en
Satchmo. Þá er ég fullkomlega rólegur og í essinu
mínu.“
„Þegar þú varst drengur, fannst þér þá erfitt að
lifa?“
„Nei, ekki mjög. Við sem vorum músikantar, átt-
um góða ævi; fólkið sóttist eftir okkur til að hlusta
1965 • „Sumir eignast peninga og verða ríklr, en
missa heilsuna. Til hvers er það? Það eru lltlir hlut-
ir, sem ráða úrslitum í lífinu, við eigum að rækta þá,
gæta okkar.“
á okkur spila, við fengum alltaf nokkrum dollurum
meira en hinir. En þeir höfðu lítið, verkamennirnir í
þá daga.“
„En hvernig er nú að vera svertingi í Suðurríkjun-
um?“
„Ég trúi og veit, að það er allt annað nú en áður.
Þá áttum vlð enga framtíð, sem ástæða var að
hlakka til. Við fengum að vísu að spila á fínum stöð-
um. Fína fólkið klappaði fyrir okkur, við fengum vel
borgað. Við vorum hamingjusamir. En við vorum
alltaf látnir ganga um bakdyrnar. Samt leið okkur
vel, eins og ég sagði. Og miklu betur en öðrum
svertingjum. Nú hefur orðið mikil breyting. Ungir
svertingjar hafa fulla ástæða til að líta björtum aug-
um á framtíðina f Bandaríkjunum. Þetta er allt ann-
að en þegar víð vorum ungir."