Morgunblaðið - 03.01.2000, Qupperneq 46
46 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 2000
HVERNIG BANDAMENN UNNU STRÍÐIÐ 1939-1945
FRELSIÐ
LENGI
LIFI
Stríðslok
19 4 5 • Sovéskir hermann draga rauðan fána að húni á þaki
Reihcstag, þýska þinghússins Berlín, til merkis um að Þjóðverjar
höfðu verið yfirbugaðir í maí. Stríðið hafði þá staðið í ríflega fimm og
hálft ár, síðan Þjóðverjar réðust inn í Pólland í september 1939. Að
neðan eru „þrír hinir stóru", Winston Churchuii forstæisráðherra
Bretlands, Franklin D. Roosevelt, Bandaríkjaforseti og Jósef Stalín,
leiðtogi Sovétríkjanna, á fundi sínum í Yaita á Krímskaga í
Sovétríkjunum (nú Úkraínu) 12. febrúar þar sem þeir lögðu grunn að
þeirri skiptingu heimsins í áhrifasvæði stórveldanna, sem átti eftir aö
setja mark sitt á næstu áratugi kalda stríðsins.
eftir GUÐMUND
HALLDÓRSSON
1999
Þjóðverjar sættu sig ekki við ósigur
í fyrri heimsstyrjöldinni og fylktu
sér um leiðtoga, sem boðaði endur-
skipulagningu Þýzkalands á grund-
velli alræðishyggju og kynþátta-
stefnu. Þjóðverjum var sagt að þeir
ættu að heyja stríð til að fá aukið
lífsrými og stækka yfir ráðasvæði
sitt, gera það þýzkt og hneppa íbú-
ana í ánauð. Adolf Hitler boðaði
stefnu sína í ræðu og riti og Þjóð-
verjar fólu örlög sín í hendur hon-
um. Þegar hann komst tii valda
1933 hófst hann handa um að gera
stefnu sína að veruleika.
Þjóðverjar hófu endurhervæð-
ingu 1933 til að vera viðbúnir land-
vinningastríðum þeim sem boðuð
voru. Þjóðin var að ná sér eftir
kreppuna miklu og til að framfylgja
þessari stefnu var notað ónýtt
vinnuafl og fjármagn. I fyrstu virt-
ist efnahagsástandið batna án þess
að verðbólga léti á sér kræla.
Fyrstu hemaðarmarkmið Hitlers
voru að innlima Austurríki og eyða
Tékkóslóvakíu. Skriðdrekum og
öðium vopnum, sem farið var að
smíða á fjórða áratugnum, var ætl-
að stórt hlutverk í væntanlegum
styrjöldum við Frakka og Breta,
sem talið var að yrðu erfiðari viður-
eignar. Búizt var við að þriðja stríð-
ið - gegn Sovétríkjunum - yrði
stutt og auðvelt og engin sérstök
vopn voru smíðuð til að heyja það.
Skjótir landvinningar í Sovétríkjun-
um áttu að færa þýzkum landnem-
um stórar jarðir til eignar þegar
íbúarnir hefðu verið drepnir eða
reknir. Því var einnig spáð að fjórða
stríðið, gegn Bandaríkjunum, yrði
auðvelt: Bandaríkjamenn voru tald-
ir næstum því eins máttvana og lé-
legir og Sovétmenn. Undirbúningur
stríðs gegn þeim hófst 1937. Þá
voru gefin fyrirmæli um smíði
„bandarísku sprengjuflugvélarinnar
(Me 264),“ sem gat flogið frá Þýzka-
landi til loftárása á Bandaríkin og
heim aftur án þess að taka elds-
neyti. Um leið var ráðgerð smíði
flota risaorrustuskipa tii að sigra
bandaríska sjóherinn.
* * * *
Heima fyrir í Þýzkalandi bar ekk-
ert á andstöðu gegn þessum fyrir-
ætlunum vegna víðtæks stuðnings
almennings og hermanna við
Hitlersstjórnina. Utan Þýzkalands
einbeittu íbúar Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna sér að innanlands-
málum. Iðnvæðing Stalíns og
hreinsanimar miklu stóðu sem hæst
í Sovétríkjunum. Bandaríkjamenn
voru að ná sér eftir kreppuna miklu.
ítalir og Japanir, sem höfðu lagzt
gegn Þjóðverjum í fyrra stríði,
íhuguðu nú að ganga í lið með þeim
vegna landheimtustefnu. Frakkar
og Bretar, sem mestu höfðu fómað í
fyrri heimsstyrjöld, reyndu að leysa
klögumál Þjóðverja í von um að af-
stýra nýjum hörmungum.
[ Winston Churchill ]
Þjóðverjar hættu við að leggja út
í stríð á síðustu stundu 1938 og urðu
staðráðnir í að láta það ekki koma
fyrir aftur. Stríð á vesturvígstöðv-
unum, sem Hitler ráðgerði veturinn
1938-1939, útheimti kyrrð á austur-
vígstöðvunum: kúga varð íbúa Lit-
háen, Pólverja og Ungverja til að
fara að vilja Þjóðverja. Pólverjar
vildu ekki ganga að kröfum Þjóð-
veija og því varð að uppræta þá áð-
ur en stríð gæti hafizt við Frakka
og Breta. Bandalag við Sovétríkin
gat flýtt slíkri þróun. Hitlér var fús
að samþykkja allar tilslakanir, sem
Stalín bað hann um, því að þegar
Þjóðverjar hefðu sigrað í Vestur-
Evrópu yrði hægt að gera slíkar til-
slakanir að engu með skjótri og sig-
ursælli herferð í austurvegi. Griða-
sáttmáli nazista og Sovétríkjanna
var undirritaður 23. ágúst 1939,
kvað á um að samningsaðilar skiptu
Austur-Evrópu á milli sín og
tryggði Þjóðverjum efnahagsaðstoð
frá Sovétríkjunum.
Pólverjai- börðust hreystilega, en
þá skorti nýtízku hergögn og þeir
vora fljþtlega sigraðir í september
1939. Aður en innrás Þjóðverja
hófst 1. september höfðu Pólverjar
sýnt Bretum og Frökkum Enigma,
dulmálsvél Þjóðverja, sem þeir
komust yfir. Bandamenn tryggðu
sér þar með ómissandi vopn í njósn-
astríðinu við öxulríkin.
* * * *
Þjóðverjar höfðu beitt brynliði til
að einangra fjölmennt lið óvinaher-
manna og sömu ráðum var beitt á
vesturvígstöðvunum. Upphaflega
átti að gera árásina í nóvember
1939, en henni var frestað vegna
veðurs. Hléð notuðu Þjóðverjar til
að hefja fjöldamorð á öldraðum,
fötluðum, geðsjúkum og öðram
þeim sem voru taldir þjóðfélaginu
byrði. í Póllandi hófust morð á
menntaðasta fólkinu og Gyðingum.
Innrásin í Noreg og Danmörku í
apríl 1940 var gerð að áeggjan yfir-
manns þýzka sjóhersins, Erich Ra-
eders aðmíráls, til að ná betri bæki-
stöðvum við Atlantshaf. Tvennt var
nýtt við árásina. Hún naut stuðn-
ings landráðamanna í Noregi undir
stjóm Vidkuns Quisling og slíkir
menn, sem sviku land sitt í hendur
óvinarins, voru kenndir við hann og
kallaðir kvislingar. I öðra lagi tóku
sjóher, landher og flugher þátt í
innrásinni og það varð fyrirmynd
sameiginlegra hemaðaraðgerða
seinna í stríðinu. Innrásin leiddi líka
til þess að flest stór orrustuskip
Þjóðverja skemmdust eða eyðilögð-
ust. Það sem eftir var ársins 1940
höfðu Þjóðverjai' nánast engan flota
ofansjávarskipa. Þýzkum sigri á
vesturvígstöðvunum var því ekki
hægt að fylgja eftir með innrás í
Bretland.
Þjóðverjar höfðu ætlað að ráðast
á Holland og Belgíu síðan í maí
1938. Upphaflega ætluðu þeir að
nota stöðvar í Belgíu og Norður-
Frakklandi gegn Englandi. Þeir
breyttu hins vegar áætlunum sínum
til að einangra enskt-franskt herlið,
sem gat ráðizt fram til að hjálpa
Belgum og Hollendingum. Þýzkt
sóknarlið með brynvædd herfylki í
broddi fylkingar brauzt í gegnum
víglínu Frakka við Sedan í Ar-
dennafjöllum og æddi að strönd
Ermarsunds á 10 dögum. Þá höfðu
tilraunir til að eyða hinum einangr-
aða liðsafla Bandamanna farið út
um þúfur. Þýzka flughernum og síð-
an landhemum tókst ekki að koma í
veg fyrir brottflutning mestalls leið-
angurshers Breta frá Dunkirk
(Dunkerque), því að árásin gegn
Frökkum lengra í suðri gekk fyrir
og brezka flughemum, RAF, tókst
að velgja þýzka flughernum,
Luftwaffe, undir uggum.
* * * *
Þótt ný stjóm Pétains marskálks
í Vichy drægi sig út úr stríðinu
héldu Bretar áfram að berjast. í
fyrstu trúðu Þjóðverjar því ekki að
þeir mundu halda andspymunni
áfram til lengdar og beindu hernað-
arandirbúningi sínum að næstu
styrjöldum. Fyrirmæli um að hefja
aftur smíði flota gegn Bandaríkjun-
um vora gefin 11. júlí. Þegar Þjóð-
verjar kröfðust herstöðva á Spáni
fyrir þennan flota og langfleygar
sprengjuflugvélar slitnaði upp úr
viðræðum við Spánverja um að þeir
færu í stríðið með Þjóðverjum. Að
kröfu Mussolini voru ítalir þegar
komnir í stríðið, þar sem þeir töldu
að helztu bardögunum væri lokið.
Þjóðverjar lögðu hins vegar á ráðin
um stríð gegn Sovétríkjunum, sem
upphaflega hafði átt að hefjast
haustið 1940, en hafði verið frestað
til 1941.
Innrásin átti að leggja grann að
stríði gegn Bandaríkjunum með öfl-
un olíu og stáls, útvega þýzkum
bændum stórjarðir og gera nazist-
um kleift að Ijúka við „lýðfræðilega“
byltingu með því að drepa alla Gyð-
inga og valda stórfelldu mannfalli
meðal slavneskra íbúa sem átti að
gelda eða myrða. Barbararossa-
áætlunin um innrásina átti að vera
skjótvirk og auðveld. Þjóðverjar
hófu smíði stórra skriðdreka og
annarra vopna, en komust að raun
um að þeir höfðu vanmetið erfið-
leika Barbarossa. A sama tíma
þurftu þeir að sigra Breta og banda-
lag við Japani virtist hagkvæmt
þegar ósigur í loftorrustunni um
Bretland og skortur á flota orrastu-
skipa olli því að innrás virtist of
áhættusöm. Sú innrás hafði verið
þaulskipulögð - jafnvel hafði verið
gefin út bók með nöfnum þeirra sem
átti að handtaka - en slá varð að
gerðinni á frest vegna þess að ekki
tókst að tryggja yfirburði í lofti og
herskip voru af skomum skammti.
Ef Japanir bættust í hópinn gætu
Þjóðverjar hins vegar haft öflugan
flota sér við hlið áður en þeir smíð-
uðu eigin flota. Þess vegna gengu
Þjóðverjar í lið með Japönum um
leið og þeir réðust á Bandaríkin.
* * * *
Arásin á Sovétiíkin, sem höfðu
reynt að halda sér utan við hildai'-
leikinn með því að hjálpa Þjóðverj-
um, virtist í fyrstu ganga eftir áætl-
un. Þjóðverjar unnu nokkra stór-
brotna sigra í júní og júlí 1941, en
Sovétkerfið hrandi ekki. Eftir
fyrstu vikurnar stóðu Þjóðverjar í
tilgangslausum innbyrðis stælum
um hvort þeir _ ættu að ráðast á
Moskvu eða Úkraínu, þótt þeir
gætu ekki sótt tO Moskvu vegna
birgðaskorts. Fram hjá því var
horft að Stalín gat hervæðzt og
haldið áfram að berjast frá þeim
svæðum, sem hann hafði enn á valdi
sínu. Auk þess hélt Stalín tryggð
jafnvel óánægðustu þegna sinna
vegna grimmdar Þjóðverja, sem
myrtu um 10.000 stríðsfanga á dag
fyrstu sjö mánuði stríðsins, eða létu
þá deyja. Fyrstu gagnárásir Rauða
hersins í ágúst og september
neyddu Þjóð verja til að hörfa og
sýndu að áhætta sú sem Þjóðverjar
höfðu tekið til að knýja fram skjótt
hran Sovétríkjanna hafði ekki borg-
að sig.
Þegai' framrás Þjóðverja vai'
stöðvuð og þeir vora hraktir tO baka
á nyrztu og syðstu fylkingar-
endum í nóvember og við Moskvu
í desember gerðu jafnvel Þjóðverjar
sér grein fyi-ir að leifturaðferðir
þeirra höfðu mistekizt. SovétrOdn og
Japan höfðu undirritað hlutleysis-
samning í aprfl 1941. Sovétríkin
vfldu ekki leyfa Bandaríkjunum að
gera loftárásir á Japan frá stöðvum í
Austur-Asíu, en gátu flutt nokkurn
hluta hers síns frá Síberíu tfl Evr-
ópu. Á hinn bóginn fylgdust Þjóð-
verjar reiðir með því hvemig banda-
rískar birgðir streymdu tfl hafnar-
borga í sovézku ÁusturSíberíu án
þess að Japanir reyndu að hindra
flutningana. Þjóðverjar ákváðu þá að
ná á sitt vald mikflvægustu iðjuver-
un Sovétmanna og hráefnum og
valda gflúrlegu tjóni tfl að sigra
1942. Þessi aðferð fór gersamlega út
um þúfur og Þjóðverjar skelltu
skuldinni á bandamenn sína, sem
þeh' höfðu neytt tO að hjálpa sér við
Stalíngrad og í Kákasus, þegar þeir
biðu ósigur með þeim afleiðingum að
Þjóðverjar, Italir og Ungverjar
misstu einn her hver þjóð og Rúm-
enar tvo. Árangursríkri gagnsókn
Þjóðverja í febrúar-marz 1943 við
Kharkov var fylgt eftir með lokatfl-
raun tfl að ná aftur framkvæðinu í
júlí. Sigur Sovétmanna í hinni miklu
skriðdrekaorrustu við Kursk leiddi
tfl þess í staðinn að Rauði herinn
náði framkvæðinu og missti það
ekki. Efth' mikla sigra veturinn
1943- 1944, sumarið 1944 og loks
veturinn 1945 komst Rauði herinn tO
Berlínar í apríl 1945.
Brezka stjómin hafði ákveðið
1940 að verjast loftárásum og inn-
rásum í von um að sigra í stríðinu
með loftárásum, hafnbanni tfl að
draga mátt úr Þjóðverjum og með
aðstoð við uppreisnir, sem búizt var
við að yrðu gerðar í hemumdum
löndum Evrópu. Þegar þessar ráð-
stafanir hefðu lamað Þjóðverja svo
mjög að þeir römbuðu á barmi
hrans átti fámennur brezkur her að
snúa aftur tfl meginlands Evrópu.
Þangað til yrðu Bretar að halda yf-
irráðum sínum yfir helztu siglinga-
leiðum og vona að viðbrögð við
árásum Þjóðverja öfluðu þeim
bandamanna.
* * * *
Sovétríkin höfðu ekki gert sér
grein fyrir hættu þeirri sem stafaði