Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 58
58 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 fllOTgtittMit&fó 2000
Hvernig við
æfum fyrir
geimferðir
eftir NEIL
ARMSTRONG
1969
Morgunblaöið/Ólafur K. Magnússon
Hring-
vegur
opnast
19 5 8 0 Skeiðarárbrú í
Vestur-Skaftafellssýslu
var vígð 14. júlí 1974.
Með tilkomu hennar opn-
aðist hringvegurinn, svo-
kallaði, og var um gífur-
lega samgöngubót að
ræða eins og nærri má
geta. Myndin er frá
vígsludeginum, en það
var samgönguráðherra,
Magnús Torfi Ólafsson,
sem opnaði brúna form-
lega að viðstöddum
fjölda gesta, þar á meðai
forsetahjónunum, Krist-
jáni og Halldóru Eldjárn.
(Þegar Neil A. Armstrong var að
æfa sig fyrir fyrstu geimferð sína,
ferð Gemini 8 í marz 1966, skýrði
hann fréttamönnum frá því, hvem-
ig hann og félagar hans undir-
byggju sig undir ferðir til tungslins.
A þessum tíma gat Armstrong alls
ekki vitað, að það yrði að lokum
hann, sem valinn yrði til þess að
verða stjórnandi fyrstu tilraunar
mannkynsins til þess að láta menn
lenda á tunglinu. Nú, þegar tungl-
lendingin er á næstu grösum, er
persónulýsing Armstrongs sjálfs
frá 1966 mjög tímabær. Hér fer á
eftir eigin frásögn Armstrongs af
æfmgunum fyrir hið sögulega
ferðalag, þar sem hann mun gegna
mikilvægasta hlutverkinu.)
Það er ekki til nein jarðnesk að-
ferð í bókstaflegri merkingu - til
þess að æfa heilt tunglferðalag.
Þrátt fyrir alla útreikninga okkar
og áætlanir, þá verður það ferðalag
út í hið óþekkta og tunglferðin sjálf
verður fyrsta fullkomna æfingin.
Það bezta, sem við getum gert til
þess dags, er að skipta ferðinni nið-
ur í aðalþætti hennar - geimskotið,
tenginguna, lendinguna á tunglinu,
flugtakið þaðan og lendinguna aftur
á jörðinni - og gera okkar bezta til
þess að fullkomna hvern einstakan
þátt með aðstoð margvíslegra skrít-
inna og flókinna tækja, sem við
nefnum einu nafni gervitæki.
A fyrstu dögum mönnuðu Merc-
ury geimferðaáætlunarinnar var lít-
ið vitað um það harðræði, sem
mæta kynni manninum úti í geimn-
um. Þess vegna voru geimfaramir,
sem æfðir voru fyrir fyrstu geim-
ferðimar umhverfis jörðina, látnir
IEigin
frásögn
geimfara
sæta hvers konar óþægiiegum velt-
ingi, snúningi og miðflóttaafls æf-
ingum, sem svo kom á daginn, að
vom margar óþarfar. Eina tækið
eiginlega, sem þeir höfðu til þess að
þjálfa sig í geimflugstækni, var
gamla Mercury æfingatæknitækið.
Gervitækin, sem við ráðum yfir
nú, em í samræmi við fyllstu óskir
allra geimfara. Með sniildarlegri
fjölbreytni rafeindafræðiiegra og
vélfræðilegra tæknibragða, leggja
þessar vélar sitt af mörkum til þess
að skapa sérstakan heim, sem í al-
vöm lílkist því, sem honum var ætl-
að að vera. Og við þjálfum okkur í
þessum heimi, þar sem við eram
umkringdir því landslagi og hljóð-
um, sem við búumst við í tunglferð-
um, finnum jafnvel sömu lykt.
Sem dæmi ná nefna, að í aðal-
stöðvum okkar í Houston, hafa jar-
fræðingar NASA (geimferðastofn-
unar Bandaríkjanna) látið koma upp
tilbúnu landslagi, sem að okkar áliti
er svo líkt því, sem er á tunglinu, að
þegar við stígum niður á tunglið í
fyrsta sinn, þá mun það koma okkur
jafn kunnuglega fyrir sjónir og garð
urinn heima hjá okkur.
Annað frábragðið atriði til viðbót-
ar var að venja okkur við aðdráttar-
afl tungslins, en það er aðeins einn
sjötti hluti aðdráttarafls jarðar.
Geimfara mun finnast það auðvelt
að stökkva 6 metra upp í loftið á yf-
irborði tunglsins. En hann yrði að
muna það, að líkamsumleiki hans
helzt sá sami og að skella á kletti á
tunglinu með miklum hraða myndi
meiða mann alveg jafn illa og lenda
á kletti á jörðinni með sama hraða.
Þannig varð að taka með í þjálfun
okkar að læra, hvemig ætti að
ganga á tunglinu og vandinn var sá,
hvemig ætti að líkja eftir aðdráttar-
aflinu þar.
í flugvél er unnt að skapa stutta
eftirlíkingu fyrir þá, sem með vél-
inni era, með því að fljúga upp og
áfram í eins konar fleyg svipað og
bifreið, sem ekið er yfir hæðar-
brún... Það, sem við þurftum á að
halda, var vél, sem gat gert okkur
kleift að æfa tunglgöngur klukku-
stundum saman.
Vélfræðingar leystu þetta með
því að hanna nokkur bráðsnjöll
tæki. Eitt þeirra er útbúið víram,
sem halda okkur, þannig að við get-
um gengið með aðeins einum sjöjtta
hluta líkamsþyngdar okkar á
hallandi borði. Annað tæki, sem er
kallað „Peter Pan Ring“, flytur okk-
ur í gegnum loftið með víram á
sama hátt, og leikarar era látnir
svífa á sviði.
Sum æfingatæki okkar era svo
flókin, að það kostar milljónir doll-
ara að smíða þau. En smíði þeirra
mun samt hafa borgað sig, ef þau
hjálpa okkur til þess að forða slys-
um síðar. Eitt gervitækið notar t.d.
rafeindaheiia, sem gerir okkur
kleift að æfa öll þau tækniatriði,
sem við þurfum að framkvæma á
leiðinni til tunglsins.
Upplýsingar berast til flugstjór-
ans fyrir tilstilli margvíslegra tækja
og hann horfir einnig út um glugg-
ann á geysistóra kringlulaga mynd
af tunglinu, þar sem það nálgast.
Með fyrrgreindri vél æfum við
hvert tækniatriði aftur og aftur, unz
það verður orðið vani. Vð höfum
sagt í gamni, að ef við lendum í ein-
hverjum erfiðleikum í raunveralegri
tunglferð, þá munum við sennilega
byrja sjálfkrafa á því að fálma eftir
hnappnum, sem lætur byrja á öllu
aftur.
Þrátt fyrir alla þjálfun okkar
munum við í raunverulegri tungl-
ferð verða að fljúga að einhverju
leyti með gamaldags aðferðum. Það
verður svipað því að stýra báti inn í
höfn, sem er á hreyfingu, um miðja
nótt og með minna en Vi lítra af
benzíni, að tengja tvö geimför sam-
an úti í geimnum - eins og við verð-
um að gera tvisvar - einu sinni á
leið okkar til tunglsins og einu sinni
á braut umhverfis tunglið. En
vegna gervitækjanna verður öll get-
gátuvinna í því sambandi eins tak-
mörkuð og frekast er unnt.
Mörg gervitækjanna era svo
raunveraleg, að lyktin af þeim er sú
sama og í framtækinu. Dag einn
voru geimfaramir Gordon Cooper
og Tom Stafford inni í geimstjóma-
klefa að reyna nýtt tæki, þar sem
líkt var eftir Gemini ferð. Skyndi-
lega ýtti umsjónarmaðurinn, sem
eftirlit hafði með æfingunni, á
hnapp og stjómklefinn fylltist af
reyk og beizkri lykt af brana í raf-
magnstækjum. Gordon og Tom til-
kynntu samstundis: „Eldur, eldur“.
Þá komust þeir að raun um, að um-
sjónarmaðurinn var aðeins að reyna
þá. Hann hafði kveikt gerfield -
með mjög raunveralegri lykt.
Ljóst er, að höndum hefur ekki
verið kastað til þjálfunar á áhöfnum
Apollo-ferðanna. Þær era valdai' úr
hópi 50 geimfara, sem taka nú þátt í
æfingum hjá NASA, bandarísku
geimferðastofnuninni. Upphaflega
voru þeir valdir vegna fimi, áræðni
og leikni sem reynsluflugmenn, en
mjög hefur verið aukið við þjálfun
þeirra. Hver geimfari hlýtur sér-
staka tæknilega þjálfun, en hún ein-
skorðast þó engan veginn við tækni-
leg atriði, því að geimfari verður að
geta bragðist við hvaða vanda sem
er af útsjónarsemi og æðraleysi og
dugar þá ekki tæknin ein til.
Leirvinsla á íslandi
eftir GUÐMUND
EINARSSON
1933
I
Fyrir sex áram leitaðist jeg við að sanna að
góður leir væri til hjer á landi og sömuleiðis
postulín til margskonar iðnaðar, og svo fyr-
ir listamenn.
Að því athuguðu, að við byggjum trjá-
laust land og fátækt af nothæfum steinteg-
undum til bygginga, og höfum frá land-
námstíð liðið ýmsan skort vegna „bölvaðs
áhaldaleysisins“, þá hjelt jeg að þama væri
fundin leið til mikilla framkvæmda á ótal
sviðum. Bjóst jeg beinlínis við, að nú myndi
renna upp nýtt tímabil í byggingarlist og
iðnaði landsins.
Blöð og tímarit vora svo skilningsgóð að
lyfta undir þessa hugsjón og styrkja áætlun
mína. Sömuleiðis skrifaði hinn stórmerki
náttúrufræðingur, Guðmundur heitinn
Bárðarson um leirinn og postulínið frá nátt-
úrafræðilegu sjónarmiði og um þýðingu
þessara efna hagfræðilega. Byrjun sú, sem
þá var gerð með aðstoð þess opinbera og
nokkurra áhugamanna sannaði, að leirinn
var ágætur til vandaðra hluta og að við á
því sviði höfum marga möguleika fram yfir
aðrar þjóðir. Síðari rannsóknir hafa fallið
þannig að postulín og steinleir (steintauleir)
eru síst verri en erlendis, og að til bygging-
arefna er gnægð leirs í eigi færri stöðum en
það, að ná má til hans víðast á landinu.
Upphaflega horfði jeg á möguleika þá,
sem leirinn gefur aðallega frá sjónarmiði
listarinnar, en varð það brátt ljóst, hvað
unnið væri fyrir okkar fátæka athafnalíf, ef
leiriðjan gæti komist hjer á það stig, sem
hún er nú hjá mestu menningarþjóðum
heimsins. Það má heita þjóðarólán, að orð
Eggerts Ólafssonar um leirauð landsins
voru ekki tekin trúanleg, heldur jafnvel
rengd af náttúrufræðingum voram ýmsum
(vegna þess að þeir vora ekki nægilega
áhugasamir með efnafræðina).
Það er augljóst, að nú megum við ekki
fara að eins og tröllið, „sem leit til Dofra-
fjalla og snýtti sjer svo eftir hundrað ár“. -
Við megum ekki við því, að jafn augljóst vel-
ferðarmál bíði ennþá heila mannsaldra, því
vissulega myndi leir, gler og postulínsiðja
setja lit á líf vort og umhverfi með tímanum.
Þetta er eitt af okkar mestu framtíðarspurs-
málum. Þama er hægt að veita hundruðum
atvinnu, og þar að auki jafna fötuna fyrir
vora hálfsveltu listamenn, sem alla skortir
fjölbreyttara verksvið og efni.
Bara eitt dæmi:
Þær 800.000 kr. sem við nú borgum fyrir
heldur ljelegar leirvörar nægja til að bæta
lífskjör fjölda manna.
Mjer er kunnugt um, hvað mikill fjöldi af
ungu og myndarlegu fólki er fúst á að helga
þessum nýjum möguleikum krafta sína. En
það er erfitt fyrir fjelaust fólk að vera stór-
huga meðal lítillrar þjóðar.
I I
Við bíðum, hreld af hallærishugleiðing-
um, yfirvegum hvort Islendingarnir sjeu
ekki of margir. - Semjum atvinnuleysis-
skýrslur eins og aðrir, gjöram samninga.
Klæðum húsin okkar með bárajámi og
ónýtri sementshúð - göngum á haldlausum
og illa lyktandi gúmmíplötum. I Sundhöllina
vantar flísaklæðningu. Það er hægt að láta
þessa „filmu“ af vandræðaástandinu
„hlaupa“ lengur, en við þurfum þess ekki,
því þetta er eins og ljeleg neðanmálssaga,
sem allir vita hvemig endar.
Þegar steinsteypuhúsin fara að molna og
við eram orðin leið á öllu gullrandaglingr-
inu, þá munum við eftir að rjett við tún-
garðinn er ágætt efni til að klæða með hús
okkar og skreyta þau að innan. Þá föram
við að hugsa um að íslenski kynstofninn
hefir unnið í 1000 ár að mannvirkjum og
munum úr óvaranlegu efni, sem ekki sjest
urmull af. - Eða hvað vildum við þá gefa til
þess að skreytingarnar á stofu Ólafs Pá
hefðu verið gjörðar í leir eða annað varan-
legt efni?
Fyrir nokkram áram var rokið í að gera
tilraun með moldsteypu(l) á veggjum, ef jeg
man rjett - fenginn útlendur sjerfræðingur
- alveg eins og að við hefðum ekki verið bú-
in að fá nóg af að rótast í moldargörðum.
Steinsteypuöram er smelt ofan í framræslu-
skurðina enda þótt vitað sje að þau era
sundur jetin af jarðsýram eftir örfá ár.
I I I
Það er augljóst, að fyrstu leiriðnaðarfyr-
irtækin eiga við mikla örðugleika að etja,
þótt efnið sje gott, því það er langt stökk
frá þunglamalegum grjótveggjum og bára-
jámi til stálbentra, vandaðra steinsteypu-
veggja, sem klæddir era með haldgóðum
leirflísum. Eða þá að húsin verði hlaðin úr
„Klinker“-steini í stálgrind og með þakhell-
um úr brendum leir.
Við þurfum að keppa við útlendar verk-
smiðjur, sem eru gamlar og grónar í reynsl-
unni (nema ef við þá ættum engan erlendan
gjaldeyrir) og það sem mest er um vert: Að
þjóðinni lærist að skilja þá einfóldu stað-
reynd, að þarfur hlutur, sem unninn er í
landinu, hefir meira verðmæti en verð segir
til.
Sambandsþjóð vor, Danir, flytja árlega út
postulín og leirvörar fyrir 40 miljónir. Þeir
eru með fremstu þjóðum heimsins á þessum
sviðum, þó flytja þeir inn mestöll hráefni, að
minsta kosti til postulínsiðju.
Listiðnað sinn hefir ríkisstjómin byggt
upp með aðstoð ýmsra sinna bestu lista-
manna nú um 200 ára skeið.
Fyrir nokkram áratugum var ekki álit-
legt að leggja út í samkepni á sviði listiðn-
aðargreina þessara, því þá vora aðferðirnar
leyndardómar, sem gengu göldram næst.
Þeir tímar eru nú liðnir, að vísindamenn
liggja á fræðum sínum eins og ormar á
gulli. Nú sigrar það landið, sem mest á af
hráefnum og hæfileika til að nota þau, en
einmitt hvað hráefni snertir, er Island eitt
af öndvegislöndum heimsins. Orkuna ætt-
um við líka að hafa (samanber atvinnuleys-
isskýrslur og Sogsvirkjunarplön). Um list-
ræna og verklega eiginleika Islendinga ef-
ast ég ekki að óreyndu.
Innan skams gjöri jeg ráð fyrir að geta
sýnt sýnishom af ýmsum byggingarvöram,
gjörðum úr íslenskum leir. I Þýskalandi er
þegar búið að reyna íslenskan leir og postu-
lín í vjelavinslu með góðum árangri, og síð-
ustu fregnir, sem jeg hefi fengið, segja að
tilraunir, sem gerðar hafa verið, um burðar-
magn og þanþol leirsins hafi gefist óvenju
vel. Sömuleiðis að reynsla sje fengin fyrir
því, að hann sje næstum ómóttækilegur fyr-
ir áhrifum lofts og lagar (sýrarannsóknir).
Nú ætti að vera nóg sagt, næst væri þá að
byrja.