Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 62

Morgunblaðið - 03.01.2000, Síða 62
62 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 Eldhús eftir máli Hin fyrstu jól eftir DAVIÐ ODDSSON 1996 Nóttin er björt, því loftin öll stjörnurnar lýsa leitandi mönnum hin skærasta þeirra er að vísa á Betlehemsþorpið og gestunum gert er að læðast í gripahús inn, þar sem mannkynsins von er að fæðast. Hví hófu þeir langferð, hví gengu þeir Betlehemsgötu? Guð hefur beint þeim að veikburða ungviði í jötu. Þeir leituðu tilgangs, í skapandi skilninginn þyrsti og skjól fyrir hættum og sorgum þeir fundu í Kristi. Þótt Kristur sé fundinn er göngunni löngu ekki lokið. Leitin er eilíf, þó hann hafi létt mönnum okið. Eitt svarið er fengið, en glíman og lífsgátan krefjast að gangan að jötu sé ætíð og sífellt að hefjast. eftir SVÖVU JAKOBSDÓTTUR 1966 Ingólfur hét hann. Hann var gæddur hugmyndaflugi umfram aðra menn og ríkri tO- hneigingu til að skapa. Öllum frí- stundum varði hann til uppfinninga. Þannig lagði hann rækt við sérgáfu sína og gætti þess, að hún kvoðnaði ekki niður í andleysi hversdags- legra starfa. Alderi lifði hann betri stundir en þá, er hann fékk hug- myndir. Honum fannst þær byrja einhvers staðar innra með sér og brjóta sér leið upp í höfuð. Líkam- inn stirðnaði, augun misstu hreyf- anleik sinn og stöðnuðu á einum punkti. Hugmyndin var að ná tök- um á líkama hans. Samfara þessu var æsandi fiðringur, stígandi óþreyja eins og þegar tónar titra á hæstu strengjum áður en sprotinn fellur; mætti hrinda hugmyndinni í framkvæmd þegar í stað, varð hrifningin alger. Hugmyndin stjómaði honum upp frá því og í krafti ótakmarkaðs valds síns, gerði hún hann að ofurmenni. Sjálfum fannst honum skemmti- legast að fást við húsbyggingar. Þar gáfust ótal tækifæri til nýrra upp- finninga. Og tímarnir voru honum hagstæðir. Slíkii* tímar höfðu ekki komið yfír Island síðan á lands- námsöld, því að alla vantaði hús. Og þessi sameiginlega þörf landsmanna fyrir hús, tengdi þá traustum bönd- um: þjóðin var samtaka bygginga- lið. Sumir teiknuðu, aðrir ráku nagla, enn aðrir múruðu og sumir skrifuðu bækur eða stilltu út mál- verkum sínum til þess að afla fjár tO að byggja. Þannig stuðlaði önnur listsköpun beint eða óbeint að bygg- ingarlistinni í landinu. Aldrei hafði sköpunarþörf landsmanna fengið svo samstillta útrás. Þrisvar hafði Ingólfur byggt yfir sig og konu sína. Hann hafði byrjað í kjallara og við hver skipti flutti hann sig skör ofar. A þessum skipt- um græddist honum fé, sökum þess að verðbólga ríkti í landinu, og því gat hann nú stigið það spor, er hann hafði alla tíð stefnt að: að byggja einbýlishús. Honum skild- ist, að hann stóð á tímamótum. Nú fyrst reyndi verulega á, hvers hann væri megnugur. I sambýli við aðra höfðu hugmyndir hans varla fengið nægilegt svigrúm; framkvæmd þeirra voru skorður settar. En nú opnuðust nýir, óendanlegir mögu- leikar. Hugmyndirnar komu þétt, æ þéttar. Þær riðu yfir hann eins og holskeflur. Hann var viljalaust rekald á valdi þeirra, ýmist á kafi eða ríðandi öldutoppunum og þeg- ar honum loksins skolaði á land, vissi hann nákvæmlega hvernig hús átti að vera. Hann sá fljótlega nauðsyn þess, að vel tækist til með eldhúsið, því að störfin, sem þar voru unnin, voru undirstaða alls heimilislífs. Eldhús- ið var í rauninni hjarta hússins, og ef hjartað stanzar, er dauðinn vís. Það var því með nokrum kvíða, að hann gekk til verks. En hann hófst handa af einbeitni. Hann byrjaði á því að mæla konu sína. Hann mældi hæð hennar í skóm, inniskóm og á sokkaleistunum. Hann mældi lengd framhandleggs og upphandleggs og síðan lengd handar, bæði krepptrar og teygðrar; við þessar tölur lagði hann lengd hennar sjálfrar, er hún teygði sig á tá. Þannig fékk hann nákvæmlega út, hversu hátt hún gæti seilzt. Hann tók brjóstmál hennar og faðmmál. Hann mældi hana upp að mitti og hann mældi fjarlægðir milli allra liðamóta. Hann mældi rist og skreflengd. Síðan sat hann í nokkra daga og horfði á hana vinna. Hann gerði nákvæmar at- huganir á því, hvemig henni var eðlilegast að hreyfa sig, hversu oft hún beygði sig og teygði sig. Hann mældi hve hratt hún vann hin ýmsu störf og hversu mörg spor hún tók um eldhúsgólfíð. Síðan sat hann lengi fram á nætur, meðan aðrir sváfu, og vann úr mælingum sínum. I ljós kom, að kona hans steig mörg óþarfaspor við eldhússtörfin og margt starfið mátti vinna á hag- kvæmari hátt. Mestur aukatíminn fór í að beygja sig. Það sýndu töl- urnar greinilega. Ekki fór milli mála, að koma þurfti í veg fyrir all- ar beygingar í eldhúsi. En úr öllu þessu gat hann bætt og hann rissaði og reiknaði í ákafa. Og loks var því lokið: úr mælingum hans og athug- unum reis fullkomið eldhús á papp- írnum. Einmitt um þessar mundir las hann í dagblaði, að þýzkur sölu- stjóri eldhúsinnréttinga væri stadd- ur á Islandi. Haft var eftir honum, að hann væri mjög ánægður með viðskiptin við Islendinga - þeir væru óvenjunæmir á gildi eldhúsa. Margar hugmyndir Islendinga í þessum efnum væru svo viturlegar, að fyrirtækið hugleiddi í alvöru að koma þeim á framfæri á alþjóða- markaði. A alþjóðamarkaði! Þama opnuð- ust fleiri gáttir en hann hafði nokkum tíma þorað að vona. Það var sem nýr kraftur streymdi um hann allan; sköpunargleðin og barnsleg tilhlökkun runnu saman í eitt, og í kjölfarið: undarleg tilfinn- ing, sem í fyrstu vakti honum óróa, af því að hann kannaðist ekki við hana. Einhvem veginn minnti hún hann á rigningu og blaktandi þjóð- fána.... hann hnyklaði brýmar .... hafði hann ekki fundið eitthvað svipað þessu áður, þegar hann var unglingur .... jú, áreiðanlega á Þing- völlum 17. júní fjörutíuogfjögur, þar sem hann stóð á klöpp. Og nú reisti hann sig upp í sætinu. Þetta hlaut að vera þjóðemistilfinning. Fyrir hans tilstuðlun bærist hróður Is- lands út um heim. Hann greip sím- tólið strax og Þjóðverjinn sagði, að sér væri heiður að, gæti hann orðið að liði. Síðar sama dag sátu þeir við borð hvor gegnt öðmm. Ingólfur skýrði teikningamar. Hann byrjaði á kart- öfluskúffunni. Hún átti að vera á sveif. Undir brúninni á eldhús- bekknum átti að vera hnappur í beinu sambandi við sveifina. Þegar stutt var á hnappinn, opnaðist skúffan fram og upp. A þann hátt losnaði húsmóðirin við að beygja síg. Mein Gott! sagði Þjóðverjinn. Svipaður útbúnaður á að vera á þurrmetishjólinu, sagði Ingólfur. Þetta var hjól með spöðum. Milli spaðanna áttu að vera lokuð hólf fyrir þumneti. Hjólið átti að snúast inni í eldhúsbekknum og hvert hólf ojmast upp, þegar á þyrfti að halda. A veggnmn fyrir ofan átti að vera sjálflýsandi mæliborð með hnöpp- um. Þegar stutt var á vissan hnapp, kom hveitihólfið upp; þegar stutt var á annan, kom sykurhólfið upp. Rúsínurnar áttu hnapp og hafra- grjónin annan. Einnig hér losnaði húsmóðirin við að beygja sig eða eyða tíma í að gramsa í skápum og skúffum eftir réttri vöm. Mein Gott! Og hrærivélin á að vera innbyggð í vegginn. Spaðarnir eiga að koma út úr veggnum eins og krani. Það sparai- pláss. Mein Gott! Skálinni á að koma fyrir á færi- bandi þannig að hún komi til hús- móðurinnar hvar sem hún er stödd í eldhúsinu. Það sparar skref. Mein Gott! sagði Þjóðverjinn. Þannig athuguðu þeir sameigin- lega hvern lið teikninganna. Ingólf- ur gleymdi stað og stund og Þjóð- verjinn fékk engan kvöldverð. Undir miðnætti var þó eldhúsið nokkurn veginn fullrætt og talið barst að hurðum. Strangt tekið komu þær Þjóðverjanum ekki við, en samræmi í viðartegundum var þó nauðsynlegt atriði eins og Ingólfur benti á. Þjóðverjinn spurði, hvort væri ekki rétt að sleppa öllum þröskuldum. Þröskuldum? Já, ég hélt.... Hvað hélduð þér? Eg hélt.... Eg hélt að konan yðar væri fötluð. Ingólfur stóð upp og tók þegjandi saman teikningar sínar. Hér þurfti ekki að eyða fleiri orðum. Hann fékk íslenzkan trésmið til að vinna verkið. Vissulega var það ekki lak- ari smíð, en samt fann hann til von- brigða, líkt og hefði snögglega verið hrifsaður úr höndum hans gómsæt- ur biti, sem hann var í þann veginn að bera að munni sér. Ingólfur vakti yfir smíðinni eins og móðir yfir sjúku barni. Hann fengi ekki afborið mistök. En þegar eldhúsið í nýja húsinu var fullgert og hann sá, að allt var fullkomnað, stóð hann nokkra stund á eldhús- gólfinu með lokuð augu. Hann hafði svo lengi spennt krafta sína til hins ýtrasta, að nú, er hann gat loks slakað á, færðist yfir hann þægileg- ur dofi. Þessu var lokið. Fyrstu dagana lá við, að hann hrekti konu sína út úr eldhúsinu. Hann naut þess óumræðilega að vera þar sjálfur, en jafnframt var eins og djúp, sálræn tregða héldi honum föstum á eldhúsgólfinu; hann hafði óljósan grun um, að ut- an þess biði ekkert nema tómið. Stigi hann út fyrir eldhúsþröskuld- inn, hvað var þá eftir? Gæti hann nokkurn tíma skapað framar? Var nokkuð eftir til að skapa? Hann var hræddur og þess vegna þvældist hann fyrir í eldhúsinu. En hann hafði augun hjá sér og hvað eftir annað stóð hann konu sína að því að beygja sig niður og opna kart- öfluskúffuna með handafli. Hnappurinn, áminnti hann. Ýttu á hnappinn. Þá reisti hún sig upp aftur og ýtti á hnappinn. Hún bað afsökunar og sagði að þetta væri hugsunarleysi, gamall vani. Þetta mundi lagast. En það lagaðist ekki. Og dag nokkurn missti hann þolinmæðina. Hann öskraði á konu sína: Hnappurinn, manneskja! Er þér gersamlega fyrirmunað að læra? Þá settist konan niður og grét. Tárin slettust út um stál og plast og mæliborð; þau runnu í taumum nið- ur gljáandi harðvið. Viðurstyggi- legri ósóma hafði hann aldrei séð. Og þar sem hann stóð í vanmáttugri reiði og horfði á konuna gráta, fór skyndilega eitthvað að gerast innra með honum, eitthvað sem braut sér leið upp í höfuð. Líkaminn stirðnaði. Augun stöðnuðu. Alger, gagntak- andi hrifning hafði hann á valdi sínu. Hugmynd var að fæðast. Hann ætti að fá sér nýja konu í þetta eld- hús. Hvernig kíghóstinn hagar sjer eftir JÓN HJ. SIGURÐSSON 1927 Mönnum verður tíðrætt um kíghóstann og kíghóstavarnir um þessar mundir og er það að vonum, þar sem sjúkdómurinn er svo langvinnur, hvimleiður og hættulegur, einkum ungbörnum og veikluðum. Nokkurs misskilnings finnst mjer verða vart í þessum umræðum og vildi jeg því segja nokkur orð um kíghóstann. Kíghósti er einn af þeim sjúkdómum, sem allra erf- iðast er að verjast og ber margt til, og er þetta hið helsta: • 1) Sjúkdómurinn er mjög smitandi þótt ekki jafnist hann í þessu efni við inflúensu og mislinga. 2) Meðgöngutími veikinnar 1-2 vikur (tíminn frá sjúklingur smitast þar til fyrstu sjúkdómseinkenni koma fram) síðan byrjar kíghósti alveg eins og algengt kvef og stendur svo 1-2 vikur, síðast á þessu stigi fer hóstinn að verða harður, koma í kviðum og börnin að fá sog og uppköst. En einmitt á þessu stigi er veikin mest smitandi. Fyrstu 4 vikurnar er kíghósti áreiðanlega mest smitandi, en svo dregur úr smitunarhættunni og má ætla að smit- unarhættan sje úti 6 vikum frá byrjun veikinnar jafnvel þó sjúklingur oft hafi soghósta lengur. Meðan að veikin hagar sjer sem vana- legt kvef, er oftast mjög erfitt að þekkja veikina frá algengu kvefi, inflúensu, lungnakvillum og fleiri sjúkdómum; er því augljóst að þetta gerir allar sóttvarnir afar erfiðar. 3) Fjöldi fullorðins fólks hefir ekki haft kíghósta, eða veit ekki hvort það hefir haft hann. Fullorðið fólk með kíghósta fær sjaldan sog og sjaldan uppköst eftir hósta- kviðurnar, hjá þessu fólki lýsir sóttin sjer aðallega sem harður þur, langvinnur hósti, oftast þó í kviðum, stundum sem vanalegur harður kvefhósti. Sjúklingarnir eru bæði ról- og vinnufærir. Það er einmitt þetta fullorðna fólk, sem er erfiðast viðfangs og hættir mest til að breiða veikina út, oft leitar það ekki læknis og þótt svo sje, ber læknirinn ekki kensl á veikina, nema þegar faraldur er kominn á stað og þá oftast of seint. Enda hefir það komið greinilega í ljós núna, að það er eldra fólkið sem breitt hefir út veikina. 4) Þar sem sjúkdómurinn þekkist svona seint (vanalega 4 vikur eftir smitun) með vissu; muna sjúklingarnir oftsinnis ekki eftir því á hvaða heimili þeir hafa komið eða við hverja þeir hafa haft mök og næst því sjaldnast í þá, sem hafa orðið fyrir smitun. 5) Sjúkdómurinn er oftast mjög lang- vinnur og faraldrið varir lengi, má búast við, að kíghóstinn, sem nú er að byrja, verði hjer %-1 ár. Lokun á skólum, hindr- anir á samgöngum í svo langan tíma því óyndisúrræði. Af þessu sjest greinilega að erfiðleikar við að stöðva til fulls kíghóstafaraldur eru margir og miklir, enda fer vanalega svo að kíghósti breiðist út ef hann kemst hingað til lands. Langhættulegust er veikin bömum fram til þriggja ára og kirtlaveikum eða berkla- veikum börnum og ætti því fyrst og fremst að hugsa til þess að verja þau. Einasta ráð- ið til þess verður, að einangra þessi börn og láta aðeins fólk, sem hefir haft kíghósta, koma inn til þeirra. Þetta er auðvitað afar- erfitt í framkvæmd vegna tímalengdar far- aldursins og vegna þess að húskynni al- mennings leyfa ekki slíka einangrun. Til þess að draga úr þeirri hættu, að fjölmörg börn veikist á stuttum tíma geta foreldrar haldið börnum þeim, sem ekki hafa fengið kíghósta, frá öllum mannsafnaði og að því miða reglur þær, sem heilbrigðisstjórnin hefir gefið út nýlega. Almennt er álitið að veikin berist ekki með hlutum eða fólki, sem hefir haft kíghósta, sótthreinsun er því óþörf eftir sjúkdóminn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.