Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 86

Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 86
86 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 Jöklajörð eftir EiNAR BENEDiKTSSON 1931 Eftirfarandi kvæði hefir borist frá Einari skáldi Benediktssyni, sem um þessar mundir er staddur í Tunis. Nú þjóta rafboð yfir Eiríks bygðir, og ótal skíði lopts um strönd og fjörð. Því munu flugi fylgja djúpar hygðir. Vort Frón skal bera deilur undir gjörð. Þess skylda er að máttkast og að muna. Við minnaþlut skal rjettur vor ei una. Um frelsi Islands heldur veröld vörð. Lát horfa augu heims til ystu ríkja, er hliði norðurskauts á gátt er svift. Gegn sið og lögum orðhefð á að víkja. Sjá, aldamyrkvinn hefir grímu lypt. Hjá djúpsins auðlegð Bretinn yppir brúnum, og blakta erlend þjóðavje að húnum. Frá hæðaveggjum starir stjörnuskrift. I lögum Eiríks lifði íslensk tunga. Með landans máli bar hann hjör og skál. Að rjettu nam hann óðal sitt hið unga, við íslensk rök og voldug merkjabál. Þótt meginhauður mannheims yrðu lokuð, og menning jarðar væri smáð og okuð ei deyr sú frægð, að fluttust Atlamál. Vor Sóley fagra, svipstór yfir höfum, bar sögum vitni, fram að Rómastól. En öld vor bjúghljóð, grúfir yfir gröfum, í guðadýrð, af tveggja dægra sól. Lát birta sannleik, bergsins höggnu stafi; og berist flekklaust merki vort í trafi. Hjá oss á norrænn andi höfuðból. A löngum rökkvum lifði þjóðarandi, við lága arins glóð, en seiga trú. Mun saga nokkur shk af lýð og landi. Vjer lögðum yfir djúpin stefjabrú. Vor göfga tunga tengdi rammar sifjar. ■ Eitt tákn, eitt orð vor málstofn endurrifjar. A fróni orktu allir, fyr og nú. Vor öldnu lög og sögu þjóðir þekkja; hve þungt var undir fót, með hlekki sjálfs. Hvort skal sig norrænn andi endurblekkja við orðaprang um snævalöndin frjáls. Vor meginauðgi hafs og hauðra geymur sjer hallar þungt að ísaströndum tveimur. I eining þeirra er afl og rjettur máls. Vort kyn, vor örlög knýja Frón til dáða. I kynnum Nýheims urðu djúp vor spor. Og sjálfstætt Islands ríki skal hjer ráða. Lát rísa yfir Hvarfi frelsis vor. Vjer eigum kost sem öllum heimi sæmir. Af alþjóð metast rök og sjálf hún dæmir. Á rústum Garða sæki hlut sinn hvor. Að austan flugu neistar norræns anda, þá námust Garðars fógru ríkislönd. En vestlæg eyþjóð ljet sjer blóði blanda. Svo byggðist íslands sagnafræga strönd. Og móti kveldátt skín í himinshæðum vors hnattar undur. Frerinn mikli í slæðum. Þar skyldi aldrei lyptast löglaus hönd. Þá beinöld hrárra bráða mætti stálum var búðarherrans einkaveldi sett. Og villisjót nam yndi af eiturskálum. Við okurborðin spik og skinn varð létt. Til drýgra fanga væntust hirðir Hafnar. Af hæstu völdum urðu reiddir stafnar. Á nokkur saga til svo blakkan blett. Á Suðurgöngum bundust mál á munni: eitt minjastef bar nöfn um strönd og fjörð. Sá gestur mætur var er kvæðin kunni þau kváðust jafnt á gnoð og yfir hjörð. Svo brunnu stjörnur yfir himnahafi. Og heilög Róm ljet geyma minnisstafi er þingskáld Helgi sannhjet Jöklajörð. ■ Útifundur kvenna á Lickjartorgi: 20—25 þúsund manns Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon „Konan er að vakna" 19 7 5 9 Sameinuðu þjóðirnar lýstu því yfir að árið 1975 yrði alþjóðlegt kvennaár undir kjörorðunum jafn- frétti - framþróun - friður, og á degi SÞ þetta ár, föstudaginn 24. október, var kvennafrídagurinn svo- kallaði. Konur voru hvattar til að taka sér frí frá störf- um, til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns, og vakti atburðurinn heimsathygli. Um 90% kvenna um allt land lagði niður vinnu og atvinnulífið lamaðist að miklu leyti. Gífurlega fjölmennur útifundur var hald- inn á Lækjartorgi í Reykjavík, þar sem talið er að 20- 25 þúsund konur hafi verið saman komnar. Ávarp Að- alheiðar Bjarnfreðsdóttur, verkakonu og síðar alþingis- manns, var fyrst á dagskrá og sagði hún meðal ann- ars: „Konan er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið heiminum frá því sögur hófust. Og hvernig hefur sá heimur verið? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi því að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ég vil og trúi því að þið viljið allar, að heimurinn afvopnist. Allt ann- að er stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmál án vopna." Um lestur Biblíunnar eftir SIGURBJORN EINARSSON 1966 Biblían er ekki auðveld aflestrar, ekki að- gengileg, margt í henni er tormelt. Þetta heyrist oft sagt. Engin góð bók er auðveld á sama hátt og prentað léttmeti. Staðgott efni rennur ekki niður eins og flautir dagblaða, sætindi reyfara eða inngjafir eiturritlinga. Eg veit ekkert verk, ritverk eða annað, er talizt geti veigamikið og meðal andlegra afreka, sem viðstöðulaust og án allrar fyrirhafnar ljúki sér upp. Það er löngum svo, að því meira sem að kveður um tilþrif, andagift og auð- legð slíks verks, því meira leynir það á sér og yndið, sem af því fæst, notin, sem af því verða, byggist á varanlegum, stöðugum og oft nokkuð áreynslusömum kynnum. Biblían er ekki undantekning í þessu. Það er margt í henni, sem skírskotar þegar í stað til hverrar heilbrigðrar hugsunar, sakir fegurðar, sakir vizku og djúpsæis. Þar er margt, sem bamið skilur, tær og gagnsær vísdómur. Raunar getur það hið sama orðið ævilangt hugleiðingarefni, og vakið þroskuðustu spekingum endurtekna undr- un, frjóar spumingar og aðdáun. Kunnur nútínia rithöfundur skrifar: „Hverju sinni sem ég tek litlu vasabiblíuna mína verð ég lostinn furðu þeirrar stað- reyndar, að svo mikið skuli rúmast innan spjalda hennar.'Allt mannlegt er þar að fínna, hið lægsta sem hið hæsta. Engin er sú manntegund, enginn sá glæpur, engin reynsla, enginn draumur, engin hetjudáð, sem ekki hafi verið færð í sístæðan búning í Biblíunni. Hún er hafsjór af mannþekkingu, fegurð og kímni, já, einnig kímni. Allt, sem skáldin skapa, verður þegar bezt lætur, að- eins tilbrigði yfir það, sem þegar hefur ver- ið sagt í Biblíunni á skýrari hátt og með fyllra ómi“ (Harry Blomberg). Hér em fáeinar, einfaldar leiðbeiningar, sem gætu e.t.v. orðið einhveijum að notkum við lestur Biblíunnar. 1. Þegar ég lýk upp Biblíunni minni hef ég hugfast, að ég er að ganga til fundar við Guð. Eg ætla að hlusta á hann, ekki sjálfan mig, kynnast hans hugsun, beygja mig fyrir hans athugasemdum við mig og mitt líf en ekki að gera athugasemdir við orð hans. En til þess að heyra það, sem Guð vill við mig tala í orði sínu, er ekki nóg að sjá orðin eins og þau standa á blaðsíðum bókarinnar. Ég þarf að ljúka upp huga og sál. Og það gerist með bæn. Bænin er lykill að Drottins náð .. „Tala þú Drottinn, þjónn þinn heyrir“. Með þeirri bæn skal hefja lestur Biblíunnar hverju sinni og sú bæn skal búa í hjarta meðan lesið er. Og það, sem ég les, geri ég að bænarefni. Ég skil e.t.v. ekki allt, sem ég les. Það gerir ekkert til. Ef ég tek til mín allt, sem ég skil, þá er nóg. Vitur maður sagði: Fólk er alltaf að tala um það, sem það segist ekki skilja í Biblíunni. Ég fyrir mitt leyti er einlægt í mestum vanda með það, sem ég skil. Ég þarf ekki öðruvísi Biblíu. En ég þyrfti að vera öðruvísi sjálfur. Biblían þarf að breyta mér, ekki ég henni. Oss vantar ekki nýjar opinberanir né ritningar. Oss vantar nýja menn. Og í Biblíunni talar sá, sem einn getur sagt: Eg gjöri alla hluti nýja. Ég þarf ekki að hreinsa Biblíuna. En ég þarf að biðja daglega með orðum hennar: Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda. Ef ég hnýt um eitthvað í Biblíunni, sem vel getur komið fyrir, þá minnist ég þess, að Biblían er ekki sniðin eftir mínum stakki, mínum tíma, skilningi eða aðstæðum. Hún er gefm kynslóðum, óteljandi einstaklingum með mismunandi þarfir, þroska og kjör. Hún hefur eitthvað handa öllum, líka mér. Ég leita þess, sem varðar mig og mér er ætlað. Ég fylgi reglu William Booths: „Ég les Biblíuna nákvæmlega eins og ég borða fisk - ég legg beinin til hliðar en borða fisk- inn“. 2. Ég reyni að lesa Biblíuna daglega, ein- hvem kafla hvem dag, eftir vissri reglu þannig að ég lesi ákveðin rit í samhengi. Það ætti helzt aldrei að bregðast, að Guðs orð fái sína ákveðnu stund á deginum, skemmri eða lengri eftii- aðstæðum. Stund að morgni, jafnvel stutt, sem verður föst venja, ber blessunarríkan ávöxt. 3. Það er gömul og gild regla handa þeim, sem vilja hefja biblíulestur, að byrja ekki eins og venjulega er byrjað á bókum þ.e. á fyrsta blaði, heldur á guðspjöllunum. Biblí- an er ekki ein bók, heldur ritsafn. Og guð- spjöllin eru hinn eðlilegi inngangur að því öllu. „Ég er dymar,“ segir Jesús. Um þær dyr verður að ganga inn í sali Biblíunnar. 4. Þegar ég les guðspjöllin hugsa ég mér, að ég sé meðal þeirra, sem leituðu Jesú og hlýddu á hann, þegar hann var sýnilegur hér á jörð, einn þeirra, sem komu á fund hans með bæn um hjálp, sjálfum sér eða öðram til handa. Og hann segir við mig, eins og hann sagði við þá: „Hvað viltu að ég gjöri fyrir þig? Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka“. 5. Ég heyri Jesúm flytja orð lífsins, sé hann ganga um kring og gjöra gott og græða alla, sé hann ofsóttan, handtekinh, krossfestan, sé hann vinna sigur á syndinni og dauðanum. Og í ljósi páskanna fylgi ég vinum hans og les önnur rit Nýja testa- mentisins. Ég finn hvernig þeir verða upp- teknir af mætti hins upprisna Drottins og höndlaðir af anda hans. Ég sé hvemig þeir taka að vitna um konungdóm hans og flytja öllum heim fagnaðarboðin um sigur hans og þá framtíð, sem fyrirbúin er í fylgd hans. Ég les um þetta og kynnist því í Postula- sögunni og bréfunum. Ég tek undir með þeim, sem þar vitna. Ég á Jesú Kristi jafn- mikið að þakka og þeir. Ég bið um þann heilaga anda, sem gaf þeim sýn, svo að þeir gátu sagt: „Vér sáum dýrð hans“, og eing- uðust lífið í honum. Á bak við þeirra sterku trú og mína veiku, er bæn hans: “Ég bið fyrir þeim.... Ég bið ekki einungis fyrir þessum heldur einnig þeim, sem á mig trúa fyrir orð þeirra.... Ég vil, að þeir séu hjá mér þar sem ég er og sjái dýrð mína“. 6. Gamla testamentið les ég með Jesú Kristi og í hans nafni. Það var hans Biblía. Hann las það stöðugt, lagði útaf því í sam- komuhúsum þjóðar sinnar, hann lifði og dó með orð þess á vöram, varðist freistingum með orðum þess í hinztu angist sinni og í andlátinu. Hann sagði að það vitnaði um sig. Ljósið í Gamla testamentinu birtist í mörgum litbrigðum, eins og árdegisbjarmi, sem roðar ský og boðar komu sólar. Kristur er sólin. Gamla testamentið lýsir að sama skapi sem maður vill ganga í birtu Krists og láta dögum hans renna upp yfir lífi sínu og játast honum sem Drotni sínum og frelsara. Þessi atriði er gott að hafa í huga við lest- ur Biblíunnar. Lúther sagði: „Biblían er stór skógur með allskyns trjám. Þar má finna margskonar aldin. Ég hef aldrei til einskis hrist neina grein í þeim skógi“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.