Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 88

Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 88
88 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 Sjóferð íVík í Mýrdal í Mýrdalnum Ljósmynd/Magnús Ólafsson Ljósmynd/Kjartan Guðmundsson Þessa mynd tók Magnús Ólafsson af Vík í Mýrdal. Ekki er vitaö hvenær myndin var tekin en líklegt aö það hafi verið á svipuðum tíma og Jón Kjartansson, sem var ritstjóri Morgunblaðsins í 23 ár ásamt Valtý Stefánssyni, var að alast upp í Vík. Myndin er úr fórum Vilborgar Runólfsdóttur, sem var fædd í Ásgarði í Landbroti en starfaði sem unglingsstúlka á heimili Halldórs Jónssonar, bónda og kaupmanns í Suður- Vík. Jón Kjartansson var bróðursonur Matthildar, konu Halldórs í Vík. í Verzlunarsögu Vestur- Skaftfellinga, sem Kjartan Ólafsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans skrifaði, segir svo um Jón Kjartansson: „Hann var tekinn í fóstur að Suöur-Vík um sjö ára aldur og ólst þar upp síðan. Á skólaárum var Jón viö verslunarstörf hjá Halldóri. Hann varð síðar sýslumaður og alþingismaður Vestur- Skaftfellinga. eftir JÓN KJARTANSSON 1926 Mig hefir oft furðað á því, þegar jeg hefi átt tal við ókunnuga um Vík í Mýrdal, hversu þeim hefir komið staðurinn kunnuglega fyrir. Menn, sem aldrei hafa komið til Víkur, aldrei kynst neinum þaðan, hafa þekt saðinn svo að segja út og inn. Kemur þá æfinlega í ljós, að það er aðeins eitt, sem þessari kynningu veldur: Það er Ægir og þeir miklu erfiðleikar, sem Víkurbúar eiga ætíð við að stríða í viðureigninni við hann. Vík í Mýrdal er smáþorp, með ná- lægt 300 íbúum, þegar með eru taldir íbúar bæjanna á sjálfum Vík- urjörðunum. Eins og aðrir staðir á hinni hafnlausu og ógreiðu suður- strönd, er Vík mjög einangruð og erfitt að henni að komast, hvort heldur er af sjó eða landi. Milli- landaskipin koma þar aldrei og strandferðaskipið örsjaldan. Land- ferðafólk leggur leið sína sjaldan um Skaftafellssýslu vegna vondra vatna og annara erfiðleika, sem því ferðalagi eru samfara. Þó fara land- ferðalög nokkuð í vöxt síðari árin, einkum eftir að brú kom á hættu- legustu ána sem er á leiðinni: Jök- ulsá á Sólheimasandi. Þrátt fyrir þessa miklu einangrun staðarins, munu þau vera fá strjálu kauptúnin hér á landi, sem eru jafn þekt meðal almennings eins og Vík í Mýrdal. Og það er Ægir sem þessu veldur. Lendingin í Vík er vond. Hún er að vísu ekki verri en víða annarstað- ar við suðurströndina. En Víkurbú- ar þurfa oftar en flestir aðrir, sem við ströndina búa, að hafa einhver viðskifti við Ægi, og ber þess vegna meira á erfiðleikunum þar en ann- arstaðar. Veldur því verslunin sem er í Vík. Má svo telja að Vík hafi alla verslun V.-Skaftafellssýlu og austur hluta Rangárv.-sýslu. Það er því ekkert smáræði af vörum, sem ár- lega er flutt að og frá Vík. Allir vöruflutningar verða að fara sjóleið- ina; um landleiðina er ekki að ræða, eins og enn er ástatt á þeirri leið. Hin mikla barátta sem íbúar þessa litla, afskekta kauptúns eiga í sífellu við að stríða, í viðureigninni við Ægi hefir kynt þorpið í öðrum landsbyggðum. Baráttan er líka hörð - of hörð. Stundum hefur bar- áttan orðið Víkurbúum örlaga- þrungin, þegar einhver ástvinur eða ættingi hefur orðið að láta lífið í henni. Hefir það nokkrum sinnum komið fyrir. En þótt Víkurbúar hafi þessar dapurlegu endurminningar bundnar við Ægi, láta þeir það hvergi á sig fá, en ganga æfinlega jafn hugaðir, jafn ákveðnir og jafn óskeikulir að sömu baráttunni eins og ekkert hafi í skorist. Það er unun að því að horfa á þessa vösku sjógarpa, þegar þeir eru að leggja á stað í viðureignina við Ægi. Nokkru áður en þeir ná flæðarmálinu með skipið, leggja þeir það á hliðina á sandinn, ganga að skinnklæðunum og fara í. Engu handartaki ofaukið; engin hreyfing óþörf: ekkert of sagt. Oll vinna fer fram ákveðið og hljóðalaust, og í svo góðri reglu að engu líkara er en að ein og sama höndin vinni öll verkin. Þegar sjógarparnir hafa klætt sig í skinnklæðin, brókina og stakkinn, og bundið fastan sjóhattinn, ganga þeir aftur að skipinu. Þeir sem eiga að róa út, taka með sjer ár og leggja í keipinn. Er nú skipið rjett og hver kominn á sinn stað. - Tveir eru við framstafn og eiga að styðja fram í, á bak og stjómborða; átta eru við ár- ar (4 á borð); fjórir ýta á skut (2 á borð) og tveir eru við afturstafn, formaður og annar til. Alls eru það 16 menn(l). Áður en skipið er „sett nær”, biður formaður einn háset- ann, sem er aftur á, að festa band við afturstefnið, og er bandið síðan fengið í hendur manni, sem er í fjör- unni. Band þetta (sem er misjafn- lega langt eftir því, hvað óttast má fóll langt út á) er notað til þess að halda skipinu rjettu í útróðri. Fái skipið sjó eða bratta öldu í útróðri, er því hætt við að skekkjast og get- ur slys af því hlotist. Menn í fjör- unni geta þá oft hjálpað með því að toga í bandið til þeirrar handar sem skipið vill sækja, og þannig rjett það og sjeð um að það komi beint í sjóinn. „Setjum nær í Jesús nafni,” kall- ar nú formaður og skipsmenn taka allir sem einn föstum, ákveðnum tökum á skipinu, og óðara er það komið fram í flæðarmálið. Hversu langt er farið fram fer eftir því, hvernig sjórinn er og hvernig hittist á. Sje „dauður” sjór, eða ef hittist á lag þegar komið er „fram í”, er haldið viðstöðulaust út. Sje aftur á móti vondur sjór eða ólag, verður „að styðja” og bíða eftir lagi. Er þá betra að ekki sje stutt mjög framar- lega, því þá má búast við hrakning- um og að sjór falli í skipið. Komi mjög vont ólag og framarlega er stutt, getur svo farið, að ekki verði hægt að styðja skipið og því slái flötu. Þegar formaður sjer lagið, kallar hann til útróðurs; má sjá snör hand- tök og viss, þegar verið er að ýta skipinu á flot. Verður þá vel að gæta þess, að skipið ekki skekki þegar það mætir sjóum. Best er að fá dá- litla fyllingu undir skipið að framan, um leið og kallað er. Verður skipið með því ljettara í meðförum, og gengur fljótara að koma því á flot. Um leið og skipið flýtur og dýpk- ar á sjómönnunum, fara þeir upp í hver af öðrum - fyrst þeir sem styðja fram í, þar næst þeir sem eru undir árum framan miðs skips, þá þeir sem róa miðskipa og í austur- rúmi, og síðast þeir sem ýta. Vaða þeir svo langt sem hægt er og ýta af afli, svo skriður komist á skipið. Hefst nú lífróður, en valdlega er þess gætt að jafnt sje róið á bæði borð, svo skipið ekki skekki. „Betur á stjórn, minna á bak” o. s. frv., kallar formaður róðrarmönnum til leiðbeiningar í útróðrinum. Sje ójafnt róið, geta menn átt von á að fá uppslátt og roga kæfu(2) í ofan á lag. Þegar komið er út fyrir brim- garðinn, setur formaður á stýrið, en einn hásetinn, sem er aftur á, segir fyrir um róðurinn á meðan. Þegar komið er úr hættu tekur formaður ofan og segir: „Við skulum lesa”; öll skipshöfnin tekur þá einnig ofan. Mælir formaður þá hátt: „Biðjum allir allmáttugan Guð að vera með okkur í Jesú nafni”; en síðan lesa allir sjóferðabænina í hljóði. Er bænin svohljóðandi: Almáttugi Guð. Þú ert sá vísi og góði höfuðskepnanna herra, og undir eins minn faðir. I trausti þinnar náð- arríku handleiðslu byrja jeg nú, veik og hjálpar þurfandi mannskepna, þessa hættusömu sjóferð. Þú þekkir best þær hættur, sem mjer og voru litla skipi búnar eru af óstöðugu, sjávarins hafi, sem afmálar mjer dauðans ímynd á hverri öldu er rís um kring þessi veiku skipsborð, sem bera mitt líf. Æ, vertu nú míns lífs vemdari, minn leiðtogi, og minn besti förunautur. Því hverjum skyldi jeg þora að trúa fyrir mjer, ef ekki þjer, minn almáttugi faðir og trúfasti lífgjafari. Banna þú þínum skepnum, vindi og sjó, að granda. mínu og vor allra lífi - þá hlýða þær, Gef oss for- sjálega að geta séð við öllum fyrir- sjáanlegum hættum, af blind-skerj- um, boðum, grynningum og öðru, en afsend sjálfur þeim óþektu. Uppljúk þinni mildu hendi, og send oss þína blessun; bjóð sjávarins afgrunni að opna sitt ríka skaut, til að uppíylla vorar nauðþurftir. Þjer fel jeg mig með skipi og vamaði, leið þú oss ► Starfið er allt eftír ÁRNÝJU I. FILIPPUSDÓTTUR 1968 Ekki get ég vikið úr huga mínum óskum þeim, er ég tel beztar til handa æskunni. Höfum við kennt henni, hve brýn nauðsyn er að kunna skil á og læra að gegna algengum störfum? Mörg em þau störf, sem ýmsum unglingum finnst, að ekki séu við þeirra hæfi. Öll verk, sem þörf er á að inna af hendi, era sömu virðingar verð. Margir eiga erfitt með að skilja lífið, sætta sig við staðreyndir, verða því utanveltu, flýja af verðinum, fyllast beiskju og þrjósku og verða sjálfum sér og öðram til vandræða. Þetta þarf að leitast við að fyrirbyggja. Skólakerfi þjóðarinnar er margbrotið, en þó líklega ekki nógu fjölbreytilegt. Framar öllu þarf að veita sem flestum, helzt öllum, aðstöðu til að starfa að viðfangsefnum við þeirra hæfi og getu hverju sinni. Sumir eiga að vísu auðvelt með að leysa flest eða allt sem þeim er ætlað, aðrir eiga bágt með margt, en geta þó leyst viss verkefni vel af hendi og orðið nýtir menn. Fullyrða má, að margir unglingar njóta sín illa í bóklegu skólunum, þar sem þeim er skylt að fást við ýmis þau fræði, sem era þeim fjarlæg og þeir geta ekki ráðið við. Menn verða að skilja þá, sem við námserfiðleika eiga að stríða, rétta þeim skilningsríka, hlýja hönd og vísa þeim veginn. Allt gott og fagurt þarf að innræta þeim, móta hug þeirra, tillitssemi og vináttu. Of erfið viðfangsefni valda sársauka og uppgjöf, hæfileg verkefni örva, veita sjálfstraust og lífsgleði. Leitumst við að uppræta illgresið, svo að nytjagróðurinn komist til þroska eins og íramast er auðið. Einstaklingui-inn þroskast heilbrigt og eðlilega með hæfilegu, viðráðanlegu starfi. Þangað er að leita tilvakningar, gæfu og gengis. Framtíðin þarf á þeirri blessun að halda að sigra menn með siðferðisþroska, dómgreind og réttsýni. Oft hefi ég hugsað um gamla baðstofulífið og sveitabúskapinn. Allir fengu að starfa að fjölbreytilegum verkefnum, verða þreyttir, en fengu hvfld í kyrrð og ró til að ræðast við í sátt og samlyndi, hlusta á sögulestur, læra lög og kvæði. Unnin var ull í fat og mjólk í mat. Margt var iðkað, sem jók yndi, auðgaði andann og efldi orðsins list. Dagurinn endaði með lestri. Ekki þarf að draga í efa, að allt þetta jók menningu og efldi þroska þeirra er nutu. Er ekki kominn tími til að velja heppilegt landsvæði, helzt þar sem jarðhiti er, og hefja þar búskap með unglingum og nauðsynlegu starfsfólki, hæfu til að stjórna og leiðbeina. Þar fengi hver starf við sitt hæfi og lærði margvísleg störf innan húss og utan. Landið bíður víðsvegar, frjósamt, fagurt og hlunnindaríkt, ef menn aðeins hafa áhuga og djarfa hugsun til að yrkja það og nytja æsku þjóðarinnar til gæfu og blessunar. Eg þekki sveit, sem vel liggur við, hiti í jörð, mikið landrými, yfir 30 jarðir í eyði. Sveitin er fögur, og þar ríkir enn gömul og gróin sveitamenning. Þar ætti að koma upp menningarsetri fyrir ungt fólk. Rosknir menn með mikla lífsreynslu og þekkingu yrðu fúsir að heimsækja slíkt starfs- og skólasetur og miðla því hugmyndum, þekkingu og vizku. Dugmiklir menn og farsælir leiðtogar þurfa að veljast til forstöðu og allrar verkstjómar á svo fjölmennu og umfangsmiklu heimili og hér um ræðir. Æskilegt væri að prestur sveitarinnar hefði áhuga og getu til að leiðbeina ungmennunum til andlegra dáða. Ekki má gleyma því, að kynning og samvistir við dýrin ásamt hvers konar jarðyrkju, veitir öllum ómetanlega fræðslu, lífsskilning og andlega hollustu. Eg vona, að við höfum ekki glatað öllum skilningi á því, hvemig menn áður fyrr beittu kröftum sínum til betri kjara með karlmennsku og æðraleysi. Dæmi þeirra á að hvetja okkur og lyfta úr vonleysi og svartsýni til heilbrigðra starfa og þjóðhollra. Trúin á guð og bænin láta árgeisla gleðinnar hrekja burt örvæntingu og ótta.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.