Morgunblaðið - 03.01.2000, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 03.01.2000, Qupperneq 92
92 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 Þar sem lítið samfélag myndast eftir JOKUL JAKOBSSON 1973 Strönd Morgunblaöið/Ólafur K. Magnússon Mörg skip hafa farist við íslands- strendur. Að ofan draga björgunar- sveitarmenn af Hvolsvelli skip- verja af pólska togaranum Wislok sem strandaði á Landeyjasandi 27. febrúar 1964. Bátsmanninum á myndinni, tókst alltaf að halda töskunni með skipsskjölunum upp úr. Neðri myndin er frá því belgíski togarinn Pelagus strand- aði við Vestmannaeyjar aðfara- nótt 21. janúar 1982. Pelagus rak upp í fjöru og lá undir 12-15 metra háum hamravegg í foráttu- brimi. Björgunarmenn frá Vest- mannaeyjum náðu fljótlega að bjarga fjórum skipverjum í iand, en svo hörmulega vildi til að þrír menn fórust við björgunaraðgerð- ir; einn skipverji og tveir íslenskir björgunarmenn. ^ Eftir því sem ferðafólki hefur fjölg- ‘ að, þá hefur ferðalöngum fækkað að sama skapi. Og náttúrlega er það aukin samgöngutækni sem stuðlað hefur að þessu hvoru tveggja: fjölg- un ferðafólks og fækkun ferðalaga. Það er flugvélin sem smám saman hefur útrýmt þeim farkostum sem fólk hingað til hefur notað til að komast erinda sinna úr einum stað í annan: bílum, jámbrautalestum og þá fyrst og fremst skipum. Svo ekki sé nú talað um blessuð hrossin sem nú eru ekki orðin annað en stöðu- tákn á borð við drápuhlíðargrjót eða afþreyingartæki á borð við golf. Það er eiginlega ekki hægt að telja flug- ferðir með ferðalögum. Þar skortir _ hið epíska yfírbragð sem gefur ' ferðalögum innihald og gildi. Þú ferðast ekki með flugvél, þú skiptir einfaldlega um stað. Þú stígur upp í vélknúinn blikkskrokk á Keflavík- urflugvelli, síðan er stutt á hnapp einhvers staðar frammi í, og þú hef- ur rétt tíma til að sporðrenna hálf- um kjúklingi með plastbragði og hella í þig tveimur bjórum úr dós, áður en dyrnar á blikkskrokknum eru opnaðar á ný og þú stígur út í Glasgow eða London án þess að hafa fengið nokkra nasasjón af víð- ■feúttu úthafsins, ómæli himingeimsins og fjarlægðum landa á milli. Það hljómar ef til vill undarlega í eyrum en það var sjálf blikkbeljan, þessi friðarspillir nútímasálarlífs, sem varð til þess að við uppgötvuð- um hafið á nýjan leik, sjóferðina og allar þær sálarbætur sem sjóferðin býr yfir. Við höfðum sem sagt dyggilega fylgt tízkunni undanfarin ár og ekki farið landa á milli nema í flugvélum. En í þetta sinn tókum við bílinn með í ferðalagið og þó svo að Citroen sé ýmsum kostum prýddur, lipur og liðugur, þá er þó nokkurt bras að pakka honum sam- an og taka hann með í flugvél, við ákváðum því að verða honum sam- ■ífferða á Gullfossi frá Reykjavík til Kaupmannahafnar og skyldi eitt yf- ir okkur öll ganga. Strax við brottför Gullfoss varð okkur átakanlega ljóst að skipið á ekki lengur þau ítök í þjóðarsálinni sem það átti forðum. Hér áður fyrr, þá var venjulega hálfur bærinn samankominn á hafnarbakkanum til að horfa á skipið fara. Sumir voru að sönnu komnir til að kveðja ætt- ingja og vini, meirihlutinn var þó einfaldlega kominn til að horfa á skipið fara. Það var mikil stemmn- ing ríkjandi á þessum kveðjustund- um, geðshæringar risu og hnigu í brjóstum mannanna rétt eins og öldurnar á úthafinu sem skipið var að leggja út á, það var hrópað og hlegið og veifað og kallað, vasakiút- ar voru á lofti, eftirvænting í sumra augum og kannski söknuður í öðr- um, en enginn var ósnortinn. Þetta átti meira skylt við þjóðhátíð í smá- um stíl en hversdagslega framfylg- ingu á útreiknaðri áætlun sam- göngutækis. En í þetta sinn var allt með öðr- um brag. Það voru ekki nema fáein- ar hræður sem stóðu dreifðar á kæjanum þegar Gullfoss leysti land- festai' föstudaginn 15. júní á leið til Leith og Kaupmannahafnar, og þetta fólk var sýnilega eingöngu komið til að kveðja þá fáu farþega sem af ýmsum ástæðum kusu nú fremur að fara sjóleiðina en skreppa með flugvél. Og kveðju- stundin fór einhvern veginn öll í handaskolum, það var bersýnilegt að fólk kunni ekki lengur að kveðja skip. Síðustu viðkvæmu kveðjuorðin voru kannski látin falla með tilhlýði- legum tilfinningahita um leið og leyst var að aftan, en þá kom í ljós að skipið var bara rétt að byrja að fara, það átti eftir að losa springinn og enginn áttaði sig á hvað skip eru lengi að síga frá bryggjunni, sumir tóku sig saman í andlitinu og endur- tóku hin fögru háfleygu kveðjuorð en voru orðnir uppiskroppa með þær tilfinningar sem þeim áttu að fylgja, aðrir höfðu notað alla sína krafta til að veifa og hrópa og voru orðnir hásir og máttlausir í hand- leggnum og áttu þó eftir að horfast í augu við ættingja sína og vini lengi enn. Svo tók við vandræðalegt pat og innantóm orðaskipti. Þetta var líkast því að kampavínið hefði allt freytt úr flöskunni áður en hægt var að skála fyrir heiðursgestinum. - Það er auðvitað flugvélin sem hefur eyðilagt þann stíl sem á að ríkja þegar skip fara, því á flugvöllum gengur allt svo fljótt fyrir sig að menn verða að hafa sig alla við, fólk er kannski varla búið að smella kveðjukossinum á ástvini sína fyrr en það er búið að fá póstkort frá þeim. Nú - loksins var Gullfoss frjáls og frír, sneri stefni út á úrsvalan Faxa- flóa og hóf sína reglubundnu ferð til Leith og Kaupmannahafnar, allt að því farinn að rata þetta sjálfkrafa eftir 23 ár á þessari sömu leið. Far- þegar taka öllu með ró og lífstempó- ið breytist jafnskjótt og Atlantshaf- ið er undir kili, hér eiga menn eftir að dvelja saman í marga daga og engin þörf á asa. Fyrsta sólarhring- inn eru þó fáir á ferli, það er dálítil bræla og dregur úr matarlyst, strax á öðrum degi eru þó flestir á kreiki og athugull þjóðfélagsfræðingur fær tækifæri til að sjá dálítið samfé- lag myndast, drög að dálitlu þjóðfé- lagi, upphaf þess, þróun og fram- gang. - Slíkt getur aldrei átt sér stað um borð í flugvélum. Þar er varla stofnað til persónulegra kynna, frekar en á sér stað í stræt- isvögnum, í mesta lagi hefurðu tækifæri til að gefa sessunaut þín- um homauga undan dagblaðinu eða tímaritinu og hornaugu eru vafa- samur grundvöllur mannlegra sam- skipta, hvað þá frekari kynna. Og auk þessara stirðbusalegu stellinga sem það útheimtir að vera farþegi í flugvél, þá er tíminn alltof naumur til þess að nokkur tengsl geti mynd- ast á milli farþega, hvað þá að heilt samfélag þróist með flóknum þráð- um, minnihlutahópum, yfii'stétta- grúppu og ýmsum undirdeildum. En Gullfoss siglir sinn sjó hvað sem tautar og raular, minnist kunn- uglega við öldur Atlantshafsins, múkkinn fylgir honum áleiðis en smám saman fækkar fuglinum og loks er ekki nema einn eftir, áður en varir snýr hann einnig til lands eins og gamalreyndur lóðs, sem bú- inn er að gera skyldu sína og blakar vængjum í kveðjuskyni. Framund- an eru djúpir Atlantsálar og ekkert að sjá nema óravíddir hafsins og svo þegar húma tekur kvikna stjömu- mar hver af annarri og depla aug- um á næturhimni eins og þær séu til þess settar að vaka yfir þessu eina skipi á ferð sinni og eiga engu öðra hlutverki að gegna í sköpunarverk- inu. Lífið um borð fylgir settum regl- um og venjum eins og í hverju öðru samfélagi. I margra augum er hið heimsfræga kalda broð hápunktur dagsins og víst hefur það ekki sett ofan, úrvalið eitt nægir til að æra Kurteisi eftir EGGERT STEFÁNSSON 1943 Snemma í sumar byrjuðu einhverjir menn, sem auðsjáanlega voru í vandræðum með að rata og hvert þeir væru að fara - og hjeldu því, að öll þjóðin væri í sama ásigkomulagi - að spyrja: hvert er ferðinni haldið? Þeir sögðust ekki vita - og þá auðvitað öll íslenska þjóðin um leið, fannst þeim - hvert við væram að fara, til austurs eða vesturs eða jafnvel suðurs, og hringsóluðu í blöðun- um um vandræði sín um að finna áttimar og vita, hvar þeir væra yfirleitt staddir á göngu sinni. Sem bqtur fer veit þó íslenska þjóðin, hvert hún er að fara. Hún er ekki að fara austur, ekki vestur, ekki suður, og getur nú leiðbeint þessum áttavilltu mönnum og að- stoðað þá að rata, ef þeir vilja. Islenska þjóðin er að fara HEIM, HEIM TIL SÍN, það er alt og sumt. Sumir era komnir heim. Hafa altaf verið heima. Þeir, sem trúa á Is- land, framtíð þess og heiður, og hafa altaf verið trúfastir þessum arfi íslendinga, sem Jón Sigurðssonm ljet eftir sig. Þessir menn vita, hvar þeir era staddir núna, era öraggir og glaðir, því að þeir vita, að nú þarf einungis herslumuninn til að við allir komumst heim, með heiðri og sóma. * Svo eru þá áhyggjurnar einungis um þessa menn, sem ekki vita, hvert þeir era að fara. Þeir afsaka sig með að vilja ekki heim til sín núna - að þeir sjeu svo kurteis- ir. Þeir vilja ekki sýna bræðraþjóðinni þá ókurteisi að fara nú inn til sín, úr óveðri heimsbranans, sem lykur sig um öll lönd með eldi og sverði, - heldur vilja þeir húka úti stjómlausir og úrræðalausir um alt, af því að Danir sjeu ekki komnir heim. - En nú vill svo vel til, að Danir eru komnir heim.... Danir hafa fundið sjálfa sig, standa sem einn maður með konungi sínum og era komnir heim, og hafa gefið oss eftirdæmið svo að það eina, sem vantar, er, að Danir segðu við okkur: gerið þið það sama og við, setjið þið ykkur hús í stand eins og við, ver- ið heilir og sælii', við mætumst aftur. Þess- ari kurteisi bíðum við eftir, en þetta er sú kurteisi, sem við eigum að hreppa - og sú einasta, sem á við nú. * Eitt allra ósvífnasta uppátæki okkar úti- gangsmanna er þetta: Að Islendingar sjeu að nota sjer eitthvert tækifæri, sem nú sje að gefast við að Danmörk sje í sárum o.s.frv. Þessi ósvífni gagnvart íslensku þjóð- inni er þannig löguð að það á ekki að svara henni með orðum.... Hvaða Islendingar era til, sem slíkur hugsunarháttur á við um? Hvar eru þeir íslendingar, sem ekki harma þennan sorgarleik gagnvart Dönum? Og sorgarleik heimsins? Það er óviturlegt og óvirðulegt að fara að rekja þennan ómannúðlega hugsunarhátt til botns. Maður vísar honum til upphafs- manna þessarar ,,propoganda“-stefnu, en vonandi gleyma Islendingar ekki þessari til- raun, sem gerð hefir verið hjer til að van- heiðra þessa þjóð með þessari opinbera framsettu tilgátu, og það á vandasömustu tímum í sögu þjóðarinnar. Reyni maður að fylgja hugsunarhætti þessara manna með kurteisi, þá lítur það svona út: Við erum kurteisir, er rjettur allra annara þjóða á í hlut. Finna, Norð- manna, Dana, Rússa, Englendinga, Banda- ríkjamanna, Þjóðverja, en þegar kemur til ai-fs íslendinga, baráttunnar og loka hennar nú, þá erum við ókurteisir. * Ef einhver maður er altaf óþægur móðui' sinni, fyrirlítui' hana, skammai' hana og hrækir á hana, en fer svo út á götur og mæt- ir þar biskupnum, lækninum, prestinum, sýslumanninum og öðram heldri mönnum, tekur þá ofan, bukkar og beygir sig, er þá þessi maður kurteis? Nei, hann er ekki kurt- eis.... Hann er smjaðrari, uppskafningur og fyrirlitlegur öllum góðum mönnum, segir fólkið.... Kurteisi er í eðli sínu að vera mild- ur þeim, sem er minni máttar, vemda konur og böm og upphaflega standa fyrir göfugri umgengnistón meðal manna. En það hefir aldrei verið talið með kui-teisi að ófrægja móður sína, leggja illhvatir í hug mótstöðu- manns síns eða yfirgefa málstað þjóðar sinn- ar á erfiðustu tímabilum í sögu hennar. Það gera einungis veiklaðar og lamaðar sálir, sem ekki þola áþján hins harm- þrangna dags stríðs og styrjalda - og eiga aðdraga sig í hlje. Og er það ekki ofraun samt, að bjóða einni þjóð upp á það að hengja sig af kurteisi?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.