Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 94

Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 94
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 ffotgmMáMb 2000 Eyðileggingin í Hiroshima 19459 Eyöileggingin var algjör eftir aó Bandaríkjamenn vörpuðu fyrstu kjarnorku- sprengju sögunnar á japönsku borgina Hiros- hima í því skyni að fá Japani til að gefast upp og ijúka þar með Síðari heimsstyrjöld- inni. Sprengjunni var varpað 6. ágúst og er talið að 70 til 80 þúsund manns hafi látist og jafn margir særst. Annarri atómsprengju var varpað á borgina Nagasaki 9. ágúst, þar sem 35 til 40 þúsund manns létust og svip- aður fjöldi slasaðist. Japanir gáfust upp 14. ágúst. Kvæði Davíðs Stefánssonar sultinn upp í jafnvel þeim sem verst eru haldnir af sjóveiki. Hér eru ýmsar krásir á borðum sem hvorki er hægt að fá hjá Tómasi eða Tolla í Sfld & Fisk, biðröðin fyrir Jjfrvern matmálstíma segir sína sögu um vinsældir þessa margslungna borðs. Einnig við kalda borðið hafa myndazt rótgrónar erfðavenjur sem sjálfsagt endurtaka sig í hverri ferð: oftar en ekki lendirðu til borðs með a.m.k. einum útlendingi og þá er alltaf einhver þjóðhollur og fræða- fús Islendingur sem tekur að sér að halda fyrirlestur um harðfisk, út- skýra ágæti hans, leiðbeina um neyzlu hans, segja frá verkun hans og að lokum fáein orð um þjóðhags- legt gildi hans gegnum aldimar. Og svo er það kaffistundin uppi í reyksal að aflokinni máltíð, Pórólfur rennir í kaffibollana, útbýtir koníaki og kveikir í vindlum og sígarettum, menn teygja úr sér saddir og sælir, sumir vilja vera út af fyrir sig, grúfa sig yfir bók, leggja kapal, stilla upp tafli eða horfa út á hafið í djúpri leiðslu; aðrir taka að rekja saman ættir sínar, rifja upp fyrri ferðir með Gullfossi og jafnvel gamla Gull- fossi, fólk innir hvert annað eftir ákvörðunarstað og tflgangi ferða- lagsins: flestir eru á leið í sumarfrí. En öllum ber saman um að bezta hvfldin sé nú einmitt hér um borð í þessu gamla góða skipi á leið yfir Atlantshafið, hér er bókstaflega —^kki neitt sem getur raskað ró manna, þeir sem komu um borð titr- andi og skjálfandi af stressi velferð- arþjóðfélagsins í landi með allar áhyggjur heimsins teiknaðar í baug- um undir augum, þeir sitja nú yfir kaffibolla, kyrrlátir og upphafnir eins og þem hafi drukkið sjálft taó með kaffinu og öðlazt hlutabréf í nirvana h.f., ellegar þeir sitja og spila löngu vitleysu og svarta pétur við yngstu farþegana. Það er engin hætta á að neins konar vandamál íþyngi mönnum, af þeirri einfóldu ■fetæðu að hér verður ekki ráðið fram úr neinum vandamálum og því tflgangslaust að láta þau á sig fá. Og það er engin hætta á að útvarp eða sjónvarp rugli þig í ríminu, sjón- varpið sést ekld. Að vfsu heyrist í út- varpinu nokkra daga en það er engu líkara en fréttimar verði þér óvið- komandi svona langt úti á sjó: það er lítið sem við getum gert í málinu þó að kvikni í Sláturfélaginu. Og það er lítil hætta á að síminn komi þér úr jafnvægi, að vísu var sími í klefanum hjá Ama Gunnarssyni, ákaflega sjarmerandi gamalt tæki með leið- arvísi á dönsku, Ami gat meðal ann- ars haft beint samband við gírókompásinn, ég veit þó ekki til .iötmn hafi notfært sér þann munað. Kristján Aðalsteinsson skipstjóri sagði okkur eftir frægum læknum og heflsuræktarsérfræðingum, að ekkert jafnaðist á við langa sjóferð ef fólk væri að einhverju leyti hrellt á líkama og sál. Og kona meðal far- þega lýsti þessu bezt: „Þetta er eins og að vera heilbrigður á hressingar- hæli.“ Og önnur bætti við: „Já, það vantar ekkert nema heimsóknar- tímana. Ég verð bara að segja fyrir mig: ég hef bara aldrei verið svona góð á tauginni." Gullfoss er búinn að vera á sölu- lista í tvö eða þrjú ár og á vetuma hefur honum verið lagt. Kannski það væri verðugt framtíðarverkefni ' <Ið senda hann í nokkrar vetrarferð- ir suður á bóginn fullskipaðan fólki sem þyrfti hvfld frá önnum og amstri nútímaþjóðfélags, það gæti komið í staðinn fyrir gras og leir fyrir nú utan smálestir af taugatöfl- um. Kannski heilbrigðisráðuneytið athugaði málið? Það væri að minnsta kosti dálítið trist ef Islendingar ættu ekki leng- ur neinn Gullfoss. Sagnfræðingar segja okkur að þjóðin hafi misst sjálfstæði sitt þegar skipastóllinn gekk úr sér' í fornöld. Og gamli 99fullfoss var óneitanlega tákn hins nýja sjálfstæðis. Nú era aðrir tímar og sennilegt að lýðveldið leggi ekki upp laupana þó að Gullfoss hætti að sigla. Og þó? ... Skip era annað og meira en fljótandi samgöngutæki. Þau flytja ekki aðeins vörur og far- þega landa á milli. Þau flytja dálitið brot af anda þjóðlífsins, stundum sC&rg og harm, en oftast nær von og fyrirheit. eftir SIGURÐ NORÐDAL 19 7 3 Að norðan. Davíð Stefánsson. Að norðan. Reykjavík, 1936. Þorsteinn M. Jónsson. 192 bls. Það munu vera fullir þrír mánuð- ir síðan þessi sjötta ljóðabók Davíðs Stefánssonar kom út, en jeg minnist þess ekki að hafa sjeð hennar getið í neinu blaði nema með örfáum lín- um, sem enga hugmynd gáfu um hana. Jeg býst við, að höfundur bókarinnar og kostnaðarmaður geti látið sjer þetta í Ijettu rúmi liggja. Bækur Davíðs seljast hljóðalaust um bæi og bygðir. Um þær er hreinn óþarfi að skrifa í auglýsinga eða meðaumkvunar skyni. Hitt er annað mál, hvort það er heppilegt fyrir blöðin og ritdómarana að ganga þegjandi fram hjá þeim, úr því að verið er að geta um nýjar bækur á annað borð. Ritdómar ná því aðeins tilgangi sínum sem leið- beining fyrir almenning, að lesend- ur rekist ekki á það hvað eftir ann- að, að raslinu sje haldið á loft, en talið óþarft að geta þeirra bóka, sem „mæli með sjer sjálfar". En í þessu efni eins og öðrum fleiri sýn- ast mjer íslensk blöð leika sjer helsti gálauslega að trausti lesenda sinna. * Það rúm, sem Davíð Stefánsson hefir skipað í íslenskum bókment- um síðustu 20 árin, síðan fyrstu kvæði hans fóru að birtast í tímarit- um, sjest ekki aðeins með því að kynnast vinsældum hans meðal al- mennings; hvernig mörg af ljóðum hans hafa komist á hvers manns varir, - heldur enn þá betur með því að athuga þau áhrif, sem hann bein- línis og óbeinlínis hefir haft á skáld- skap flestra hinna yngri manna. Hann var sjálfur fullfleygur í fyrstu kvæðum sínum, átti sjer undir eins sinn svip og róm, þó að hann vitan- lega hafi lært sitt af hverju af öðr- um skáldum, bæði íslenskum og er- lendum. Og þessu uppranalega skáldeðli sínu hefir hann verið trúr, ekki getað annað, þó að hann hefði viljað. Engum dettur í hug að halda því fram, að hann hafi gert alt jafn- vel. Hvert skáld verður að fá að eiga sjer sín einkenni, eins og aðrir menn, en einkenni verða alt af að einhverju leyti sama sem takmark- anir, og flestir kostir eiga sjer sína úthverfu. Um hitt verður ekki deilt, að með hverri nýrri kvæðabók hefir hann lagt eitthvað sérstakt og verð- mætt til íslenskrar Ijóðlistar, bæði fyrir samtíð og framtíð. * Það er auðvitað erfiðara að gefa út sex ljóðabækur á seytján árum en að safna uppskeru hefllar æfi í eitt kvæðasafn. Menn spyrja: Er nokkuð nýstárlegt í þessari nýju bók, er það ekki sama tóbakið og áður? Það er sami maður, sami grunntónn. Hvemig ætti það öðra vísi að vera? Það er jafnfjarstætt að heimta að skáld hafi hamskipti með hverri bók, á fárra ára fresti, og að ætlast til, að fullorðinn maður gjör- breyti málrómi sínum. Jeg býst við, að Davíð gjaldi þess hjá sumum les- endum, og ekki síst ritdómuram, hvað hann var bráðþroska, svo að seinni bækur hans hafa fyrir bragð- ið komið þeim minna á óvart. En ættum vjer að hætta að hlusta á næturgalann, þó að hann syngi með sínu sama nefi? Og auk þess fer því fjarri, að Davíð hafi staðið í stað. Sum af hans gömlu yrkisefnum hafa fymst honum, önnur ný komið í staðinn, og meðferðin hefir tekið ýmsum breytingum, alt á eðlilegan hátt. * í stað þess að fara út í að lýsa þessari nýju bók í hefld sinni eða telja upp fyrirsagnir, þykir mjer rjettast að lofa Davíð að tala fyrir sjer sjálfan með því að taka fáein sýnishorn, sem hljóta samt að verða af handa hófi. Svo getur lesandinn átt það við sjálfan sig, hvort hann langar til að heyra meira. Hjer er t.d. lítið ádeilukvæði, sem heitir Svartidauði: Sveitir eyddust í svartadauða, því pestin rjeðist ániaogsnauða. Sálin skildi við skilningarvitin, og svo varð líkaminn svartur á iitinn. Engin plága kom áður meiri. En svo kom önnur og síðar fleiri. Ein drap sauðfje og önnur hesta. En seinasta plágan er plágan mesta. Hún berst um landið með blaðagreinum og veldur alskonar innanmeinum. Menn sýkjast jafnvel af sjúkra orðum, svo plágan fer hraðar en pestin forðum. Hún ræðst eins og fyr á rika og snauða og svipar að nokkru til svartadauða. En nú verður líkaminn ljós og bjartur, en innri maðurinn allur svartur. * Þetta eru tvö fyrstu erindi úr Lofkvæðinu um kýrnar: Þær koma út úr fjósinu sínu, ein og ein, með ólympskri ró, sveipaðar morgunljóma. í hverju spori er eins og þær stigi á stein og stynji af byrði þyngstu leyndardóma. Þær ganga hægt, eins og heilögum dýrum ber, og hirða ekki um neitt sem kúasmalann varðar. Enginn veit, hvað þær vilja eða hugsa sjer, hvort von þeirra stefnir til himins eða jarðar. Úr moldinni vaxa grösin græn og ung, sum geta orðið að mjólk, önnur að vínum. Að kvöldi eru júgrin á kúnum síð og þung, og konan mjólkar þær handa börnum sínum. Ur mjólkinni fá þau afl og andans þrótt, svo augun leiftra og svipur þeirra hýrnar. Á milli dúranna drekka þau hverja nótt, en drottinn vakir og blessar þau og kýmar. * Og hjer er fyrsta og síðasta er- indið úr kvæðinu Það er best: Hvað varðar þá um vatnið, sem vínið rauða teyga? Hvað varðar þá um jörðina, sem himininn eiga? Eg hef sjálfsagt virt of lítils marga virðulega dóma, verið mjer oftar til skammar en til sóma, því hættulegt fmst mörgum að hýsa mig sem gest. Fullum bikar ann eg, en fyrirlít þann tóma, fordæmi það stundum, sem aðrir tigna mest. Eg get verið ástfanginn út í fmgurgóma einkanlega á vorin.... Það er best. Og heldur vil eg dansa einn dans í viltri gleði en dragast út í leikinn. Eg syng þó aðrir kveði og hirði hvorki um sakramenti, sálmabók nje prest. Fyrir gleði eina nótt læt jeg gæfu mína að veði. Guðsríki er þeirra, sem elska lífið mest. Um miðnætti þá hvíli eg á mjúkum liljubeði. Á morgun er eg týndur...Það er best. * Davíð yrkir enn um landið og sveitirnar, vín og konur, eins og áð- ur. En í þessari bók gægist fram ný ást, og þó að stúlkurnar kunni að verða afbrýðissamar, af því hvað innflega hann tekur þar tfl orða, ætla jeg að láta fáein erindi úr Sálmi bókasafnarans reka hjer lestina: Eg gæti ekki hlotið gjöf, sem er betri á gamlárskvöld eða jólum, en guðsorðabók með gotnesku letri, sem gefín var út á Hólum, með bókahnútum og stórum stöfum og strikumog rósaböndum. Eg veit ekki neina af góðum gjöfum, sem gerð var af betri höndum. Af meisturum voru mótin skorin, sem myndimar sýna á prenti. Frá rökkvuðum öldum má rekja sporin á rykugu pergamenti. Þar birtsat lögmál liðinna daga og lýsigull týnd og grafin. Hver postilla, sálmur og píslarsaga er páskaljómanum vafin. Oft finst mjer sverð yfir höfði hanga og heimili mitt í veði. En þá fara bókfellsblöðin að anga, svo brjóst mitt skelfur af gleði. Og við mjer kilir og skinnspjöld skína, sem skreytt voru gullsins eldi... Svo dunda eg einn við doðranta mína, er dagur líður að kveldi. En bráðum skil eg við borg og strendur og bækurnar mínar allar. Eg vona, að þær komist í vinahendur, er vörðurinn til mín kallar. Sje fjara handan við feigðarpollinn, og ferja mín nær þar landi, bíður Pjetur með prótókollinn í purpurarauðu bandi. * Meðan Davíð yrkir svona, er jeg fús til þess að láta því öðrum eftir, sem betur kunna að vita, að segja honum fyrir um hvernig hann eigi að kveða og um hvað. En um leið og jeg hefi tínt úr þessari bók í sarpinn handa sjálfum mjer, hefir mig lang- að til að vekja athygli á henni, úr því að svona hljótt hefir verið um hana hingað tfl.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.