Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 100

Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 100
100 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 „Af þakinu á musteri Davíðs konungs er mikið víðsýni. Þaðan sést vel umhverfi Jer- úsalem, og á einum stað, um skarð, sem er í fjallgarðinn í austurátt, sér ofan á dálítinn blett af Dauðahafinu. fara um það völundarhús. í einni af grafhvelfingum þessum er gröf Da- víðs konungs, og er stór og veglegur bautasteinn yfír gröfinni. Gamall síð- skeggur, sem gætti grafarinnar, svipti tjaldi frá framhlið bautasteins- ins, sem er með upphleyptri áletrun högginni í steininn. Skýrði öldungur- inn viðstöddum svo frá - en þarna voru að þessu sinni miklu fleiri á ferð en við - að auk Davíðs konungs hvíldu undir minnismerki þessu 13 aðrir konungar, og kunni hann skil á nöfnum þeirra allra saman, svo að þeir eru 14 alls konungamir, sem þama hafa verið bomir til hinztu hvílu. Var auðséð á úthti þessa virðu- lega, síðklædda öldurmennis, að hann var sér þess fullkomlega með- vitandi, að hér væri hann að flytja okkur mikinn boðskap. Ellefu silfurbikarar I hinu foma musteri Davíðs, sem stendur háreist, ofan á grafhvelf- ingunum, em meðal annars minja- söfn. Hafði verið komið þar fyrir á einum stað ýmsum munum og öðm, sem minnti á hin hræðilegu örlög, sem Gyðingum vom búin í fanga- búðum í Þýzkalandi, er Hitler réð þar ríkjum. Ofan á bautastein þann, sem er á gröf Davíðs og áður er lýst, er raðað ellefu silfurbikuram mismunandi stómm. Em bikarar þessir jafn- margir og árin, sem liðin era frá valdatöku Gyðinga í Israel. Er þetta gjöf frá Gyðingum, sem dvelja í ýmsum þjóðlöndum. - Er komin á sú venja að gefa heimalandinu einn bikar á ári, og á tala þessara dýra gripa, sem þama skreyta gröf Da- víðs konungs, vafalaust eftir að vaxa mikið. I musterinu og grafhvelfing- um þessum sáust leifar þess, að mikið hafði verið þar hvarvetna um kertaljós að undanfómu. En þá var nýafstaðin Hanukkahátíð sú, sem ég hef getið um annars staðar, en það er mikil ljósins hátíð hjá Gyð- ingum. Af þakinu á musteri Davíðs kon- ungs er mikið víðsýni. Þaðan sést vel umhverfi Jerúsalem, og á einum stað, um skarð, sem er í fjallgarðinn í austurátt, sér ofan á dálítinn blett af Dauðahafinu. - Við hlið musteris Davíðs stendur hin aldagamla Dormissonskirkja, mikið hús og veglegt. Er Jiún reist á gröf Maríu meyjar. Hof Heródesar Af hofi Heródesar konungs, sem reist er 30 áram eftir Krist, eru miklar sagnir. Það er mest neðan- jarðar, og þar er hin mikla gröf hans. Sagnir herma að Heródes hafi viljað fara með fjölmenni miklu „yfir landamærin". Lagði hann svo fyrir, að að sér látnum, skyldi taka af lífi þá tölu manna, er hann taldi sig við þurfa í þessa för. Auk þess ákvað hann að gull sitt og gersemar skyldu látnar í gröf með sér. Hefur Heródes í engu viljað vera varbúinn umskiptunum. Fyrir 150 áram fundu Tyrkir gröf þessa og vitnaðist brátt um hinar miklu gersemar, er hér voru fólgnar. Streymdu nú að gröfinni hópar ránsmanna, er létu greipar sópa, svo að nú er þar ekkert eftir nema « hofið og leifar af umbúnaði legstað- arins. Flestar hinna helztu minja í Jer- úsalem era á yfirráðasvæði Ara- banna. Það hefur viljað svona til við skiptin, þótt eigi hafi þeir yfir að ráða nema 1/6 hluta borgarinnar. Það sést aðeins hilla undir Bet- lehem af hæð nokkurri utanvert við borgina. Nær kemst maður ekki úr þessari átt fæðingarstað frelsarans. Hátt til lofts og vítt til veggja Jerúsalem er reist á hæðóttu landssvæði og era göturnar nokkuð brattar sums staðar. -Mikið hefur síðustu árin verið reist af stórbygg- ingum í borginni. Háskóli sá, sem þar var áður, féll í hlut Arabanna. Nú hafa Israelsmenn reist þar mjög veglegan háskóla á fallegum stað. Er háskólasvæðið mjög víðáttumik- ið og sýnilega skipulagt af mikilli hagkvæmni og smekkvísi. A því era reist 10 stórhýsi, hvert öðra fal- legra. Þá er nýlokið byggingu, sem er mjög stór í sniðum og sérkenni- leg, Vadian Gyðinga. Þar búa æðstu presta gyðingakirkjunnar. - Mikið er af gistihúsum í Jerúsalem, enda er gestakoma ærin í borginni og fer vaxandi.Tvær hótelbyggingar era þar, og bera langt af öllum hinum, Hótel Davíðs konungs og Konunga- hótelið. Við komum inn í anddyri hótels Davíðs konungs, og er þar furðulega hátt til lofts og vítt til veggja. - Eitt með stærri húsum í borginni er samkomuhús Kristilegs félags ungra manna. - Geysistór tum rís upp við framhlið þessarar veglegu byggingar. Stærsta fram- lagið til byggingar hússins er sagt hafa verið minningargjöf amerísks manns, en víða annars staðar að bárast gjafir frá áhugamönnum. Þessi starfsemi vinnur í öllum lönd- um og álfum, að því að gróðursetja í hugum fólks mannúð og bróðurþel. Hefur hún hér sem annars staðar miklu hlutverki að gegna. Þinghúsið í Jerúsalem er mikil bygging. Fýsti mig mjög að fá tæki- færi til þess að skoða það. En þess var ekki kostur, af því að okkur hafði láðst að gera ráðstafanir til að leita leyfis til þess með nægum fyr- irvara. Þá hefði leyfið verið auðsótt. Þingfundur stóð yfir, þegar við vor- um þarna á ferðinni. Gimsteinn allra helgidóma Jerúsalem er að taka miklum stakkaskiptum. Svipmóts nýtízku stórborgar gætir þar í æ vaxandi mæli. En hin foma Jerúsalem miss- ir einskis við það. Ekkert getur raskað þeirri helgi, sem þar hvílir yfir fortíðinni, og þeim minjum þar, sem henni heyra til. Þar verður um allar aldir þungamiðja þessa helgi- staðar. Vonandi er, að þeim ömurlegu örlögum sem Jerúsalem, þessum gimstein allra helgidóma, er nú bú- in með því að hluta borgina í tvennt með gaddavírsgirðingu og þéttsett- um stöðvum eldspúandi morðtóla, verði sem fyrst aflétt. Þetta ástand formyrkvar í öllum löndum og álf- um himin hins kristna heims. NEMENDUR MÍNIR OG AÐRIR SEM TIL MÍN HAFA LEITAÐ Á 10 ÁRA FERLI MÍNUM ÉG ÞAKKA HJARTANLEGA FYRIR SÝNDAN STUÐNING OG TRAUST. GÖNGUM ÖLLÁ VEGUM LJÓSSINS OG KÆRLEIKANS INN í NÝJA ÖLD. Guðrún Óladóttir reikimeistari Víetnamstríðið ! 19 7 5 9 Löngu stríði í Víetnam lauk í lok apríl, eftir ad rúmlega ! tvær milljónlr heimamanna og 58.000 bandarískir hermenn höfðu ; látið lífið, en Bandaríkjamenn börðust þar með Suður-Víetnömum 1 gegn kommúnistastjórninni í Norður-Víetnam. Hér má sjá tvær af ! frægustu fréttamyndunum frá Víetnamstríðínu, sem báðar fengu ; Pulitzer verðlaun. Sú efri er frá 1972; logandi hrædd börn I Suður- ! Víetnam á flótta eftir að bandarísk flugvél, sem hugðist varpa napalm | ! sprengju á meintan felustað andstæðinganna, Viet Cong skæruliða, ; varpaði henni fyrir mlstök á óbreytta borgara og suður-víetnamíska ; hermenn. Hin er frá 1968; Viet Cong skæruliði sem náðist var færður | 1 fyrir lögreglustjóra Suður-Víetnam, sem skaut hann til bana á ; staðnum, með einu skoti í höfuðið. I_______________________________________________________________________I royog * trigger eftir ÞÓRARIN ELDJÁRN 1972 rakleiðis framleiðis þráleiðis þreytti roy hlaupið þéttur og saddur og lögreglan borgaði kaupið hálfvegis vakandi hálfvegis einsog í draumi hóstaði trigger svo lipur og þýður í taumi „trigger minn reiðskjóti í rúmið mitt vildi ég hátta reyndu nú vinur að koma mér heim fyrir átta hertu þig vinur ég veit að þú skilur mig kæri vigdís mín bíður með kartöflur grænmeti oglæri hugsaðu trigger um hlutskipti dýra og manna hugleiddu gátuna um líf mitt og þitt innan tanna*) fmnst þér ei trigger sem tilgang og stefnumiðvanti og taflið sé leikið til skiptis á sitthvorum kanti?“ en trigger hann fnæsti og ferðina jók uppí hundrað hann fann hvemig roy hafði persónuleika hans sundrað hann fann að hann sjálfúr var skýrari og skarpari en knapinn og skynjaði loks: hann var blekktur og svikinn og glapinn og roy þú ert heimskur og reyndu ekki að dekra við trigger reyndu ekki að láta einsog skepnan sé trú þérogdyggþér því brátt munu flykkjast öll reiðdýr til sjávar og sveita og sameinast gegn þér og hvellsprengja belginn þinn feita. ■ *) innan tanna; færeyska: I hljóði Ameríkubrj ef eftir frá HALLDÓR KIUAN LAXNESS 1928 San Francisco, 3. apr. 1928. Þú biður mig að skrifa þjer alt sem ítarlegast af áhrifum mínum af kynningu við íslenska þjóðarbrotið í Kanada. Nú veistu að jeg er manna óhæfastur brjefskrifari um önnur efni en nauðsynlegustu erindagerðir og útrjettingar, og ber það einkum til þess, að jeg hefi gert mjer að reglu að senda eigi frá mjer í skrif- uðu máli annað en það, sem birta megi fýrir almenningi og verður þannig lítill tími afgangs til venju- legra kunningjabrjefa. Um Kanada er því að svara, að nú er bráðum misseri síðan jeg fór þaðan úr landi og tekur endurminningar oft skemri tíma en misseri að fyrnast, einkum í viðburðarríku lifi. Jeg hefði í fyrstu ætlað mjer að skrifa eitthvað til ís- lenskra blaða frá Kanada-íslending- um, en í glaumi Bandaríkjanna hafa ótal ný umhugsunarefni knúið á, og áður en jeg fengi ráðrúm til að setja saman fyrirhugaða pistla um Kanada, var jeg alt í einu á kafi í samningu tveggja nýrra verka, sem leggja hald á allan starfstíma minn. Þó bið jeg þig að taka þetta eigi svo, sem hafi Kanada látið mig svo al- gerlega ósnortinn, að jeg minnist ekki neins, sem vert sje að skrifa þaðan. Síður en svo. Jeg reikaði um mýr- lendi Nýja-íslands og kjarrskóga eins og heilaga jörð, því þessi mállausu Indíánahjerað hafa nú einu sinni orð- ið hin hinsta Jerúsalem svo margra íslenskra hamingjupílagríma. Og þessi blái himinn, sem hvelfist yfir hin ósnortnu víðemi Nýja-íslands geym- ir sjálfsagt einhvern líknsaman guð eins og aðrir himnar. Jeg stóð einn heitan sólskinsdag í sumar leið á gömlu brúnni yfir ís- lendingafljót hjá Riverton. Og jeg rifjaði upp fyrir mjer ýmsar táragar sögur, sem jeg hafði heyrt um menn, er höfðu slitið sig með rótum upp úr þúsund ára gamalli menningu til þess að skifta á gamalli sultarbaráttu fyrir nýja sultarbaráttu. Þá fjekk smásag- an Nýja-ísland fast form í huga mjer, og jeg skrifaði fyrstu blaðsíðuna nið- ur í vasabók mína, meðan jeg stóð þarna á brúnni. Hún byrjaði þannig: „Leiðin liggur frá Gamla Islandi til Nýja íslands. Það er leið mannsins frá hinu gamla til hins nýa í þeirri von, að hið nýa taki fram hinu gamla.“ - Þessi saga er í rauninni ekki eftir mig, - jeg hef hana eftir áttræðum landnema, sem jeg talaði við í fjóra klukkutíma eitt kvöld í tunglsljósi úti á svölunum hjá lækninum í Arborg. Hann sagði mjer þar sögur, sem fylt gátu heilar bækur. En jeg skrifaði bara þessa og lagði í hana alt, sem jeg átti. Jeg ráðlegg þjer fastlega að lesa hana, ef þú vilt skilja Nýja Island. Yfirleitt var mjer það stórlega lærdómsríkt að kynnast gamla ís- lenska alþýðufólkinu úti um sveitir Manitoba. Margt af því vora ennþá hreinræktaðri nítjándu-aldar íslend- ingar en jeg hef áður kynst. Það stendur á grandvelli íslenskrar al- þýðumenningar eins og hún var um það leyti sem það fór úr landi og hef- ir lifað á því heimafengna altaf síðan. Nýtt aldarfar hefir látið það ósnortið og bresk nýlendumenning hefir ekki unnið á því. Það leggur stund á ætt- artölur, þjóðlegan fróðleik og bók- vísi, sem heima-íslendingum er gleymd eða fallin úr gildi. Kynni af nútíðarhugsunarhætti íslenskum er mjög takmörkuð, sem von er. Ensku hefir það ekki gefið sig við, nema að litlu leyti, en talar móðurmál sitt hreinu tungutaki með orðavali frá nítjándu öld. Vestur-íslensk skáld yrkja mest í anda ísl. 19. aldarskáld- anna og koma ljóð þeirra heima- mönnum því allúrelt fyrir sjónir. Jeg varð stundum var við kulda all bitran í garð Islands frá gömlum ísl. Kanadainnflytjendum. Þennan bitur- leika hefi jeg hvergi orðið var við hjá Islendingum, sem dvelja um stund- arsakir í öðram löndum og hef held- ur ekki orðið hans var hjá yngri ís- lenskum innflytjendum, sem jeg hefi kynst hjer í Bandaríkjunum. Sumir álíta þenna Islands-kala orsakast við samanburð fólksins á hinum bágu kjöram sínum heima og hinum glæstu kjörum sínum vestra. Jeg hygg, að það sje rangt á litið og að biturleik þennan beri fremur að skýra á sálrænan hátt en hagrænan. En alkunna er það, hve oft menn tala biturlega um hluti sem þeir unna, gekk maðurinn hvatlega til dyra, skelti hurðum og hefi jeg ekki sjeð hann fyr nje síðar. Þú spyr mig um „afkomu“ Vestur- Islendinga. - En jeg er kanske ekki rjetti maðurinn til að svara þeirri spurningu, því skilningur minn á orðinu er takmarkaður. Mat mitt á gildi hlutanna er einvörðungu menn- ingarlegt og er jeg því manna óheppilegastur til að kveða upp dóma um afkomu fólks í hlutfalli við búr eða bankabækur. Jeg rek yfir- leitt ekki nefið niður í kyrnur hjá fólki til að sjá, hvað mikið er í þeim. - Þó held jeg að Vestur-íslendingar hafi yfirleitt til hnífs og skeiðar eins og annað fólk, margir eiga vagn, sumir eiga kanske eitthvað á banka. Bændur og búalið virtist mjer strita miklu meira en gerist t.d. á íslandi, þar sem hver gildur bóndi á frjálsa og konunglega daga (Yfirleitt er óttalega hvumleið stritnáttúra í öllu hjer). Verkamenn í bænum kvarta eilíflega undan atvinnuleysi og erfið- um tímum og hafa lítið annað en stritið og launin fyrir stritið. Kon- urnar passa börnin og laga matinn eins og annarstaðar. - Nokkrir menn íslenskir hafa orðið sæmilega efnaðir á húsabraski. Þótt ekki sjeu vísitölur við hendina, hygg ég samt, að efna- menn sjeu færri meðal Islendinga í Kanada en íslendinga heima. - Þeir sem ganga skólaveginn læra yfirleitt ekki til þess að njóta hinnar göfugu og unaðslegu lífsfyllingar, sem sönn mentun veitir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.