Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 101
1913 fltoigttttlMfoteft 2000
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1 01
Fornar minjar
á Skálholtsstað
hinum nýja
Fjöldamorð í Peking
19 8 9 9 Kínverski Alþýðuherinn framdi fjöldamorð á mótmælendum á Torgi hins
himneska friðar í Peking aðfaranótt sunnudagsins 4. júní. Þúsundir umbótasinna höfðu
haldið til á torginu í nokkrar vikur og krafist lýðræðis og upprætingar spillingar í landinu,
en um nóttina hófu hermenn vopnaðir hríðskotabyssum skothríð á fólkið. Brynvarðir bílar
birtust einnig og lést fjöldi manna þegar þeir óku yfir tjöld námsmanna sem þeir höfðu
komiö þar upp. Myndin er tekin 5. júní á torginu þegar maður reyndi að stööva för
skriödreka; krafðist þess að stjórnvöld hættu ofbeldi gegn fólkinu. Nærstaddir drógu
manninn í burtu og skriðdrekarnir héldu sína leið. Þetta voru öflugustu mótmæli gegn
stjórn kommúnista síðan þeir náðu völdum í byltingunni 1949.
eftir KRISTJÁN
ELDJÁRN
196 3
I Hungurvöku segir hinn ónafngreindi höf-
undur, að Teitur sonur Ketilbjamar gamla
væri „sá gæfumaður, að hann byggði þann bæ
fyrstur, er í Skálholti heitir, er nú er allgöf-
ugastur bær á öllu íslandi”. Þegar þetta er
ritað, rétt eftir 1200, var Skálholt þegar orðið
andlegur höfuðstaður íslands, og átti þá eftir
að verða það margar aldir eða fram um 1800,
þegar biskup fluttist þaðan og Skálholtskirkja
hætti að vera dómkirkja. Skálholt hvarf í hinn
mikla fjölda venjulegra bændabýla, og þar var
ekki meira um að vera eða miklu meira að sjá
en á hverjum öðrum bóndabæ hvar sem var á
landinu. Og svo fór fram í hálfa aðra öld, unz
nú eru aftur að verða aldahvörf í sögu þessa
allgöfugasta bæjar á íslandi. Risin er ný
kirkja á grunni hinnar gömlu dómkirkju, reist
hefur verið íbúðarhús og bæjarhús með öðr-
um mannvirkjum sem þarf til myndarlegs bú-
skapar á staðnum, mikil og góð ræktun teygir
sig nú langt út yfir mörk hins forna Skálholts-
túns.
Allar eru þessar aðgerðir studdar söguleg-
um rökum, vitundinni um það hvað Skálholt
hefur verið lengst af sögu vorrar. Það er því
ekki ófyrirsynju að spurt er hvaða menjar séu
enn eftir hinn forna Skálholtsstað, hvaða
merki tali nú sögunnar máli á þeim mikla
sögustað, sem nú hefur verið færður í búning
vorra tíma að húsum, mannvirkjum og rækt-
un. Hér verður leitazt við að segja lítils háttar
til vegar um nokkrar gamlar minjar, sem enn
er að finna í Skálholti. Að stofni til er þetta út-
varpserindi, sem flutt var í vikunni sem leið,
og er á engan hátt tæmandi.
Örnefni
I landareign Skálholts er allmikið af örnefn-
um, en ekki verða þau gerð að umtalsefni hér
nema fáein þeirra, sem nákomnust eru staðn-
um, sem biskupssetri. I kirkjugarðinum sjálf-
um er Þorláksbúð, snyrtileg og mjög skýr
hústóft, sem hefur nafn af Þorláki hinum
helga eins og fleira í Skálholti. Þama stóð
lengi hús, sem víst hefur verið eins konar
kirkjuskemma, en þó var það stundum notað í
kirkju stað, eins og til dæmis á dögum Ög-
mundar biskups, meðan verið var að endur-
reisa dómkirkjuna eftir kirkjubrunann 1527.
Rétt sunnan við suðurvegg hennar er sagður
legstaður Brynjólfs biskups Sveinssonar. Við
kirkjugarðinn að austan er Virkishóll, þar
sem sjást nokkrar menjar virkis, sem Skál-
holtsmenn gerðu til vamar gegn Jóni biskupi
Arasyni, er hann hugðist taka staðinn á sitt
vald 1548, en fyrir norðan garð er minnisvarði
sá, sem reistur var á þeim stað, sem helst er
talið að aftaka Jóns biskups og sona hans hafi
farið fram á. Norður þaðan er svo Skólavarð-
an, sem er ferhymdur nokkuð hár pallur,
hlaðinn úr grjóti. Sagt er, að uppi á brúnum
hennar hafi verið hlaðnir líkt og bekkir á alla
fjóra vegu, og hafi skólapiltar getað setið þar
12 í einu. En norðaustur af varða Jóns Ara-
sonar er Þorlákssæti, þar sem Þorlákur helgi
á oft að hafa setið. Til merkis um mannaferðir
heim á staðinn eru leifar af þrennum tröðum,
og voru einar þeirra, Norðurtraðir eða
Biskupatraðir, norður með kirkjugarði. Fyrir
neðan brekkuna við Vesturtraðir er Kyndlu-
hóll, sem í rauninni er gríðarmikill grasi vax-
inn öskuhaugur, og skammt þaðan var einnig
Þorláksbrunnur áður fyrr.
Kirkjustæði og bæjarstæði
Kirkjustæðið er miðdepill staðarins og á
þeim sama granni hafa allar kirkjubyggingar
í Skálholti staðið hver eftir aðra. Þar stóð hin
fyrsta dómkirkja á dögum ísleifs biskups, þar
stóðu hinar gríðarstóra kirkjubyggingar mið-
alda, þar stóð kirkja Brynjólfs biskups, sem
hann byggði um og eftir 1650 og var síðasta
dómkirkja í Skálholti, þar stóðu hinar litlu
sóknarkirkjur 19. aldar, og þar stendur loks
hin nýja Skálholtskirkja, sem vígð er í dag.
Aður en hafizt var handa um að byggja þá
kirkju, vora gerðar umfangsmiklar fomleifa-
rannsóknir í kirkjugranninum, og kom þar
margt merkilegt í ljós um sögu dómkirkjunn-
ar. Það sem mönnum kom einna mest á óvart
við þær rannsóknir var það, hve stórkostleg
hús dómkirkjurnar voru á miðöldum; með kór
og stöpli var miðaldakirkja sú, er skýrt mótaði
fyrir í granninum, 50 metrar að lengd. Athug-
ull gestur, sem nú sækir Skálholt heim, getur
séð móta fyrir kór hennar austur af kór nýju
kirkjunnar, og á þeim upphækkaða fleti, sem
þar sést, var háaltarisstaður dómkirkjunnar
öldum saman.
Sunnan og vestan við dómkirkjuna var bisk-
upsbærinn og skólinn, og stóðu þessi hús
miklu lægra en kirkjan, vegna þess hvemig
landslagi háttar í Skálholti. Til er grannmynd
af Skálholtsstað eins og hann var undir lok 18.
aldar, en enginn vottur sést nú af þeim húsum,
sem þar eru sýnd, né nokkram öðram gömlum
húsum. Þar sem bærinn var, er nú slétt grand,
en þar era undir sverði á víðáttumiklu svæði
þykk mannvistarlög, því að þar hefur hinn
mikli bær verið öldum saman og hlaðið undir
sig, eins og gömlu torfbæirnir gerðu, þegar
þeir vora endurbyggðir á sama staðnum kyn-
slóð eftir kynslóð. Fróðlega rannsókn væri
ugglaust hægt að gera á þessu svæði, en þar
er um að ræða umsvifamikið fyrirtæki, sem
vafalaust bíður enn lengi. En við uppbygg-
ingu staðarins nú hefur þessu rústasvæði ver-
ið hlíft við öllu raski að öðra en því að yfirborð
þess hefur verið sléttað. Upp úr grandinni
stendur einn stór og sögufrægur steinn, fer-
kantað bjarg, sem snýr upp sléttum fleti.
Steinninn heitir Staupasteinn og hefur lengi
staðið á hlaðinu í Skálholti, og segja munn-
mæli að við hann hafi menn fyrram drukkið
hestaskál.
Undirgangurinn
Hinn 25. júlí 1785 var hinn svokallaði undir-
gangur í Skálholti boðinn upp til niðurrifs og
fór fyrir lágt verð, því að ekki var í honum
annað verðmæti en nokkrir gamlir viðir. En
þar með lauk sögu ganga þeirra, sem langan
aldur höfðu tengt saman dómkirkjuna og
skólann og biskupsbústaðinn. Þau göng vora
að nokkra leyti jarðgöng, einkum hið næsta
kirkjunni eða eftir að inn í kirkjugarðinn kom,
en annars hlaðinn og uppgerð að viðum og
þaki eins og hver önnur bæjargöng. Slík göng
vora mjög eðlileg og nauðsynleg fyrir presta
og prestefni, sem daglega áttu margar ferðir
milli kirkju og húsa og sambærileg göng eru
alþekkt víða. Göng þessi vora í Skálholti þ-
Virkjun Sogsfossanna
FRÉTTASAMTAL
1927
Samþykt var á síðasta bæjarstjórnarfundi
að fela Steingrími Jónssyni rafveitustjóra
framhaldsrannsókn á virkjun Sogsins með
tilliti til þess að Reykjavíkurbær reisti þar
rafstöð. Hefir Mbl. síðan snúið sjer tH
Steingríms og fengið hjá honum ýmsar
upplýsingar um málið.
Sogið mun vera eitthvert þægilegasta
vatnsfall til virkjunar, sem til er á landi
hjer, og jafnvel þó víðar væri leitað. Kemur
það til af því, hve vatnsrenslið er þar
ákaflega jafnt.
Eins og kunnugt er, er ofanjarðaraðrensli
í Þingvallavatn mjög lítið, lítið annað en
Öxaráin. Mest aðrensli í vatnið kemur í það
neðanjarðar, og er fullyrt að talsvert
aðrensli þangað komi alla leið ofan úr
Langjökli. Þó rigningatíð gangi, eykst
vatnsmegnið í Soginu tiltölulega mjög lítið,
og þó þurkar haldist lengi, ber lítið á því að
úr vatnsmegninu dragi. Stafar þetta af
tveim samverkandi orsökum. -
Neðanjarðaraðrenslið breytist lítið eftir
veðrabrigðum, og Þingvallavatnið sjálft
verkar eins og geysistórt
renslisjöfnunarlón.
Sogsfossarnir eru í tvennu lagi. Efra
fallið, hið eiginlega Sog er upp við
Þingvallavatn. Fallhæðin er þar 23 metrar
og er þar hægt að virkja 19.000 hestöfl
stöðug.
Neðri fossarnir era fyrir neðan
Úlfljótsvatn, og er þar 57 metra fallhæð frá
Úlfljótsvatni og niður fyrir neðsta fossinn
Kistufoss. - Fást þar 47.000 hestöfl stöðug.
Samkvæmt þingsályktunartillögu hefir
landsstjómin látið gera landmælingar
vestan við Sogið og látið hallamæla það alt,
með tilliti til væntanlegrar virkjunar. Var
þetta framkvæmt haustið 1924. - Síðan var
gerð kostnaðaráætlun, bygð á þessum
mælingum, samkv. verðlagi því, sem var á
efni og vjelum árið 1925, og miðað við
10.000 og 15.000 hestafla stöð.
Samkvæmt áætluninni átti svo stór stöð
með leiðslunni hingað og afspennistöð hjer
að kosta 4.500.000 krónur.
Aætlunin sýnir, að með 30.000 manns í
Rvík og í Hafnarfirði á stöðin að geta
borgað sig með 200 kr. meðalverði á árs-
kilowatti (Nú kostar árs-kilowattið hjer 600
kr., sem kunnugt er).
Aætlun þessi er bygð á virkjun efra
fallsins.
En nú á að gera áætlun um virkjun neðri
fossanna, til þess að hægt verði að gera
samanburð á því hvor virkjunin verði
tiltölulega ódýrari.
En hvemig sem á þetta er litið, þá er það
víst, segir Steingrímur, að við getum áður
en langt um líður virkjað fallvatn þetta fyrir
okkar þarfir án þess að leita til þess styrks
frá erlendum fjelögum.
Eigendur fossanna.
Efra fallið á ríkissjóður að hálfu leyti.
Jörðin Kaldárhöfði liggur þar að ánni að
austanverðu og er hún eign ríkissjóðs. En
vestan við Sogið, er jörðin Úlfljótsvatn, og
er eigandi hennar Magnús Jónsson
prófessor. Á hann ? af helming
vatnsrjettindanna, en fossafjelagið ísland
hefir á leigu ? af helmingnum, eða 1/16.
Hefir það komið til orða, að Magnús
Jónsson seldi vatnsrjettindi sín í efra
fallinu, alls um 8000 hestöfl, en ekkert boð
hefir fengist frá honum, þrátt fyrir beiðni.
Eignarhald á neðri fossunum er flóknara.
Aðalfossarnir era þessir: Ljósafoss,
Irafoss og Kistufoss.
„Islands“-fjelagið hefir sumt af fossum
þessum á leigu, og hefir eigi verið talað um
uppsögn á samningum þessum.
Magnús Jónsson prófessor á ? af helming
í Ljósafossi og Irafossi. Eigandi jarðarinnar
Efri-Brúar á Vz af Ljósafossi, en „íslands“-
fjelagið hefir leigt rjettindin, en
austurhelming af Irafossi og Kistufossi á
ríkissjóður.
Jörðin Bíldsfell átti vesturhlutann af
Kistufossi.
Út af Kistufoss-eigninni hafa orðið deilur
og málaferli.
Þannig er mál með vexti eins og sjest á
meðfylgjandi mynd, að Sogið rennur þama
í þrem kvíslum fram af klettabrún. Er
austasti fossinn nefndur Kistufoss, en sá
vestasti Hólmafoss. Mið-fossinn er
vatnslítill, og hefir að því er vjer vitum ekki
sjerstakt nafn.
Meðan Jón Sveinbjarnarson átti Bíldsfell,
leigði hann íslandsfjelaginu vatnsrjettindi
jarðarinnar í Soginu. Seldi hann síðan
jörðina Guðmundi Þorvaldssyni, er nú býr á
Bíldsfelli, en skilur Kistufoss undan.
Árið 1927 kaupir Reykjavíkurbær alt
það vatnsafl Bíldsfells af Guðmundi, sem
hann á, nema Kistufoss, sem undanskilinn
var, því þau rjettindi hafði Guðmundur
ekki.
Nú rís ágreiningur um það, hversu mikið
Jón Sveinbjamarson hefir undanskilið af
vatnsrjettindum, er hann seldi Guðmundi,
m.a. hvort Kistufoss er að eins austasta
kvíslin, ellegar allir fossarnir, þeir heiti einu
nafni Kistufoss.
Nokkuð er það, að Sveinbjöm Jónsson
heiir farið í mál við Reykjavíkurbæ, út af
nokkram hluta af vatnsaflinu, er bærinn
hefir keypt, og stendur sá málarekstur yfir
enn.
Að endingu leggjum vjer þá spumingu
fyrir rafmagnsstjóra, hvort hann álíti að
rjett sje fyrir bæinn að ráðast í virkjun
þessa.
Hann lítur svo á, að örðugt sje fyrir
ekki stærri bæ en Reykjavík, að ráðast í
svo stórfelda virkjun, þó eigi yrði nema
um 10 þús. hestafia virkjun að ræða.
Rafmagnið 5 faldaðist, sem bærinn fengi
til afnota frá því sem nú er. En
stofnkostnaður nærri 3 faldaðist. Gæta
verður þess, að mikill hluti af því
rafmagni, er kæmi til viðbótar, yrði notað
til suðu og hitunar, en fyrir það rafmagn
fæst aldrei nálægt því jafnmikið verð og
fæst fyrir rafmagn til ljósa og smáiðnaðar.
Mundi því væntanleg tekjuaukning ekki
verða nema 50-60%, miðað við það sem nú
er.
Hraða þarf rannsóknum á nothæfi
jarðhftans hjer í nágrenninu.
Samþykt var og á síðasta
bæjarstjórnarfundi, að fela rafveitustjóra
að gera gangskör að því, að rannsakað yrði
hvort fá mætti jarðhita í bæjarlandinu.
Það era nokkur líkindi til, ef við borum í
jörð niður hjer í bæjarlandinu, megi fá upp
gufu. Það er ekki enn hægt að segja um
hve djúpt þurfi að bora niður til þess,
annað en þær upplýsingar, sem
„gullboranin" hefir veitt og leitin eftir
vatninu í vatnsmýrinni, en samkvæmt því,
er það alldjúpt niður, alt 650 m. Ef svo
skyldi reynast að gufa fengist upp, er hægt
að nota hana til þess að knýja eimtúrbínur
og á þann hátt framleiða rafmagn handa
bænum. Um þetta er lítið hægt að segja
með vissu ennþá, annað en það, að ef þetta
hepnaðist, er þar fundin leið til þess að
auka við rafmagnið í bænum, sem er
kostnaðarminni en vatnsvirkjun. Má því
ekki láta undir höfuð leggjast að rannsaka
þetta atriði, og það þarf að vera
nokkurnveginn fullreynt áður en ákvörðun
er tekin um virkjun Sogsins. Þarf því að
hraða þessum rannsóknum.