Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 103

Morgunblaðið - 03.01.2000, Side 103
1913 gjflirpmM&liit* 2000 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 103 Útgerðarmál eftir HARALD BÖÐVARSSON 19 6 0 Kæru ritstjórar. Af því að þið virðist hafa mikinn áhuga fyrir útgerðarmálum og öðru nytsamlegu langar mig til þess að rabba við ykkur um þessi málefni á víð og dreif. Fyrirtæki okkar feðganna HB & Co er stofnað 1906 fyrir 54 árum og hefur frá byrjun rekið útgerðarstarf- semi sem aðal viðfangsefni, frá ýms- um stöðum þ.á.m. Vogavík, Garði, Sandgerði, Akranesi og Siglufirði, en nú síðustu árin aðeins frá tveimur síðasttöldum stöðum. Framan af var aðalframleiðslan saltfiskur, meðala- lýsi og söltuð hrogn til beitu, en nú síðari árin er tæknin, vísindin og gjörbreyttir lifnaðarhættir búin að umskapa alla hluti og aðferðir og ætla ég að reyna að segja ykkur lauslega frá íyrirtæki okkar í dag og rekstri þess. Hér á Akranesi er eftir áratuga langa baráttu komin góð höfn fyrir bátaflotann og er það fyrsta skilyrð- ið til þess að útgerð geti gengið.Við gerum út sem stendur 10 mótor- báta, sá minnsti er 52 smálestir, og sá stærsti 208. Um og eftir áramót- in er fiskað á línu til 15. marz og er þar gæðabezti fiskurinn, hann er að mestu leyti flakaður og frystur, nema keila, langa og smáfiskur, sem er hert á hjöllum. Þorskanetavertíð- in byrjar 15. marz og ætti að enda 20. apríl, þá aflast mestmegnis stór þorskur og er mjög misjafn að gæð- um, þessi fiskur er aðallega saltaður og hertur, en það bezta flakast til frystingar. Eftir 20. apríl ætti að byrja aftur með línuna og er það gæðavara sem fæst á hana og fer sá fiskur að miklu leyti til frystingar, en nokkuð er hert. Samtímis eða eftir 20. apríl ætti líka að veiða síld í reknet og snurpunót til frystingar, söltunar og bræðslu þangað til bát- arnir halda norður á sfld og að veið- um loknum norðanlands fara bát- amir í slipp til standsetningar. Eftir niiðjan september til októberloka má veiða á línu aftur, en nóvember, desember og fram yfir áramót er aðalsíldveiðin hér sunnanlands. Það er ekki nóg að afla fisksins og síldarinnar á bátana, heldur verður líka að taka mannlega á móti þegar að landi kemur. Á10 bátum eru sam- tals 110 sjómenn, en í landi vinna stundum um 300 karlar og konur. Á land geta borizt þegar vel veiðist 2-300 smálestir á einum degi og verður þá að vinna vel og lengi til að koma aflanum undan. Sama er að segja um sfldveiðina í nóv.-des., þá hafa stundum borizt á land upp und- ir 3000 tunnur sfldar á einum degi og reynir ekki síður á dugnaðinn til að koma öllu magninu í tunnur og fryst- ingu. En til þess að þetta sé hægt verða að vera fyrir hendi mikil húsa- kynni og atlskonar tækniáhöld. Sölt- unarstöð okkar hefur verið langhæst árlega af Faxasfld, stundum saltað um 12000 tunnur í nóv. og desember og fryst 18-20000 tunnur. Við höfum 500 skreiðarhjalla á 10 hekturum lands sem við settum upp árið 1953, þá keyptum við fisk af 20 togurum víðs vegar af öllu landinu og verkuðum þá 45000 smálestir af fiski í skreið, en fiskurinn af mótor- bátunum var frystur og saltaður, síðan hefur þetta farið minnkandi vegna þess að nú koma hingað engir aðkomutogarar með fisk. Við byrj- uðum fyrstir manna að frysta karfa til útflutnings og vorum búnir að gera það í tvö ár áður en aðrir vökn- uðu. Á þessu ári höfum við endur- byggt þurrkhús okkar fyrir saltfisk og höfum þurrkað í því talsvert magn af fiski fyrir Suður-Ameríku, Cúbu o.fl. og segir yfirfískimats- maðurinn að fiskur okkar taki öðr- um langt fram að gæðum. Niður- suðuverksmiðju höfum við rekið í áratugi með sæmilegum árangiú, en þar skortir einnig rekstrarfé til að geta gert betur. Við rekum hér með öðrum nótastöð sem vinnur að alls- konar veiðarfærum og erum með- eigendur í Sfldar- og fiskimjöls og lýsisverksmiðjunni. I sambandi við útgerðina og öll tækin til sjós og lands höfum við jám- og rennismíðaverkstæði, raf- magnsverkstæði, bifreiðaverkstæði og trésmíðaverkstæði og eru þessi verkstæði jafn sjálfsögð og bátamir og fyrirtækin sjálf. Við höfum byggingaefnaverzlun sem selur mestallt byggingaefni í bænum og ennfremur verzlun með blandaðar vömr. Ennfremur af- greiðslu flestra skipa sem koma til Akraness. Við höfum greitt árlega nú und- anfarið 20-30 miljónir króna í laun til fólksins sem vinnur hjá okkur og má segja að helmingur bæjarbúa hafi beint og óbeint haft framfæri af vinnu sinni hjá okkur. Við greiðum langhæst útsvör og skatta til ríkis og bæjar hér. Ef þessi atvinnurekstur fær ekki staðizt, þ.e. nýtur ekki náðar hjá bankavaldinu, þá verða þeir herrar að koma með eitthvað betra í stað- inn til þess að Akranes geti blómg- ast. Bankamál í janúar n.k. er ég búinn að skipta eingöngu við sama bankann, íslandsbanka og síðan Útvegsbank- ann í 45 ár. Stundum hefi ég skuld- að honum mikið og stundum ekki neitt. Bankinn hefur aldrei tapað eyri á þessum viðskiptum, en alltaf haft af þeim mikinn hagnað. Þess vegna sámaði mér verulega þegar bankastjórinn í s.l. mánuði hætti fyrirvaralaust að greiða ávísanir sem við gáfum út, án þess að aðvara okkur fyrirfram, flestar af þessum ávísunum voru sýndar tvisvar í bankanum og á þær stimplað inni- stæða ekki fyrir hendi. Strax og ég komst að þessu hættum við náttúr- lega að gefa út fleiri ávísanir og leystum þær inn sem í umferð voru tafarlaust, en hlaupareikningurinn í bankanum er lokaður síðan. Ég veit að bankastjóramir munu svara því tfl að skuld okkar muni hafa verið orðin hærri en leyfilegt var og að þeir hafi fyrirmæli frá hærri stöð- um um stöðvun. Eins og öllum er Ijóst, þá fer ekki hjá því að fyrirtæki sem gefur út ógildar ávísanir, hlýtur að tapa vem- lega áliti, en ég vona að það vari ekki lengi í þessu tilfelli, vegna þess að þetta var óviljandi gert og leiðrétt strax með innlausn ávísananna og vil ég nota tækifærið til að biðja þá sem hafa orðið íyrir óþægindum af þess- um sökum, auðmjúklega afsökunar. Hér eftir munum við ekki gefa út ávísanir nema innistæða sé ömgg- lega fyrii- hendi og síðan hlaupa- reikningi Útvegsbankans var lokað, höfum við opnað ávísanareikning í Sparisjóði Akraness. Ástæður fyrir J)ví að skuldin hækkaði meira í Útvegsbankanum en leyft var, em of mikil bjartsýni og of mikil fjárfesting á einu ári og ekki síður rýrnun krónunnar. - Það þarf nefnilega miklu fleiri smáar krónur til að kaupa fyrir síldamót heldur en stórar, í fyrra dugðu 400 þús. en í ár þarf 600 þús. Nú em ýmsar hliðar á þessum málum sem ekki er hægt að ganga framhjá og ein þeirra er skattalöggjöfin. Fyrir- tæki okkar HB & Co hefur skilað talsverðum tekjuafgangi ámm sam- an, en útsvar, tekju- og eignaskatt- ur hafa gleypt það og meira til, þ.a.l. hefur ekki verið hægt að mynda neinn sjóð til að byggja upp með, t.d. kaupa bát, byggja hús eða ann- að nema taka það að láni. Endur- skoðandi okkar hefur bent á hvað eftir annað að við væram bráðum búnir að afskrifa gömlu bátana og fasteignirnar og þess vegna væri æskilegt að geta keypt nýjan bát eða annað sem hægt væri að af- skrifa ef tekjuafgangur yrði í fram- tíðinni. Sannleikurinn er sá, að fyr- irtæki sem ekki getur safnað í sjóð til að byggja upp með, verður að byggjast upp innanfrá, með af- skriftum á eignum sínum. Aðalá- stæðan fyrir hækkandi skuldum er afraksturinn í sumar og vaxtahækk- unin að viðbættri fjárfestingunni. Vaxtamál Vextir af afurðavíxlum em sem kunnugt er 9% fyrstu 3 mánuðina og 9‘/2% eftir 3 mán. og greitt fyrirfram, stimpilgjald 2,4 prómilie og þinglest- ur ca. kr. 2,50 af þúsundi. I hvert skipti sem víxill er framlengdur verður að greiða af honum stimpil- gjald til rflrissjóðs og er það ekki óal- gengt að slíkur víxill sé framl. 4 sinn- um. En þó er það verra með þing- lesturinn, sem er aðeins til að pína fé að óþörfu út úr mönnum. I flestum tilfellum era afurðÚTiar seldar í gegnum heildarsamtök framleiðend- anna og peningarnir koma ekki í hendur þeirra, heldur fara beint í bankann upp í skuldina. Vextir á hlaupareikningi era 12% og reiknast út mánaðarlega eða 12 sinnum á Þ Hindenburgslysið 19 3 7 • Á þriðja og fjórða áratugnum voru loftskip knúin vetni mikið notuð til ferðalaga yfir Atlantshafið og tók slík ferð aðeins þrjá daga; förin voru fljótari en sjóskip. Þýska risaloftskipið Hinden- burg var stærst alltra loftfara, 245 metra langt og náði 135 kíló- metra hraða á klukkustund. Reglulegum ferðum slíkra fara lauk eftir að sprenging varð í Hindenburg í lendingu í New Jersey í Bandaríkj- unum, 6. maí, með þeim afleiðingum að 36 af 97 farþegum létust. * 'Vi i* : ~ Leikskólar Reykjavíkur GÍeðiíegt nútt ár Á Ceið tif nýrrar afdar, viíja Leikskófar Reykjavíkur senda öffum samstarjsaðifum, (törnum,Jore(drum og starjs- mönnum, bestu nýárskveðjur meðJakkfœtiJyrir ánœqjufega samveru og samstarj. Bamavinaféíagið Sumarqjöf var stofnað árið 1924 og hójstarjsemi barnaheimifa og feiksfœfa í Reijkjavík. Arið 1978 tók Dagvist barna við rekstri (eikskófa og cfagícimifa og á íiðnu ári Oreyttist nafnið í Leikskófar Regkjavíkur. Gledilegrar núrrar aldar! Fyrirtæki OttoB. Arnar var stofnað árið 1919 og hefur komið víöa við á ferð sinni slðustu öld. Nefna má smíði útvarpsviðtækja, sala á siglinga- og fjarskiptatækjum, og það sá um sölu fyrstu umferðarljósanna, sem sett voru upp í Reykjavík árið1949. Adressograph áritunarvélar voru notaðar frá árinu 1930 við áritun blaöa, tímarita, iðgjaldareikninga, o.fl. og mörkuðu síöar upphaf notkunar plastkorta í reifcningsviðskiptum. Multigraph offset vélar voru upphafið að notkun offset prenttækninnar á íslandi. Fyrsta Pitney Bowes frímerkingavélin var seld áriö 1947 og hundruðir slikra slðan. Áriðl 984 tók Reiknistofa bankanna i notkun fýrstu öflugu umstagapökkunarvélina. Islandspóstur fékk árið 1999 póststimplivélar af fullkomnustu gerð. Árið 1993 fékk Reiknistofa bankanna öfluga DataCard vinnsluvél fyrir greiðslukortaútgáfu. Einkahlutafélag um rekstur Otto B. Arnar var stofnað 1995, og leggur starfsfólk þess metnað sinn f að þjóna viðskiptavinum sinum sem best og fylgist vel með öllum tækninýjungum I sibreytilegum heimi. IMDD Plastkort Stimpilklukkur Plöstunarvélar Frímerkingavélar Gormainnbindivélar Tímaskráningarkerfi Ottö i, Amar @ht. Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 www.oba.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.