Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 104
104 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000
1913 IltrgrimMaMli 2000
V
Hvers vegna er ég a áttræðisaldri að berj-
ast við að halda fyrirtæki okkar gangandi
undir framangreindum ástæðum. Því
ferðu ekki í alsæluna í Reykjavík og færð
þér einhverja dútlvinnu eða skrifstofu-
starf að nafninu til þar, eins og aðrir gera?
ári. Vextir af venjulegum víxlum eru
11% fyrstu 3 mán. en 11 /í/v eftir 3
mán. og að auki stimpilgjald 2,4 pró-
mill og þinglestur ca. 2/50 af þúsundi
sem allt greiðist fyrirfram. Ef um
bankaábyrgð er að ræða, t.d. að
ábyrgjast skuld sem hvílir á skipi ut-
anlands, kostar það 1% eða 10 þús-
und fyrir hverja milljón árlega. Ef
þú pantar veiðarfæri og annan út-
búnað fyrir útgerðina þarf að greiða
fyrirfram að meðaltali ca. 25% eða
250 þúsund af hverri milijón sem
flestir taka að láni með 12% vöxtum.
Þessir peningar eru látnir inná lok-
aðan - eða frystan reikning og af
þessum innilokuðu peningum fást
ekki greiddir neinir vextir, þó þeir
standi þar árið út. í mörgum tilfell-
um þegar við höfum þurft á þessari
miliifærslu að halda vegna vöru-
kaupa, hefur svarið verið þannig:
Hlaupareikningurinn stendur svo
illa að þetta er ekki hægt í bili.
Vegna þessa ömurlega ástands í
fjármálum fyrirtækis okkar samkv.
framansögðu, ákvað ég að leita álits
endurskoðanda fyrirtækisins og láta
hann yfirfara með okkur reksturinn
á yfirstandandi ári og íjárhaginn í
heild og útkoman varð sú, að fyrir-
tækið á verulega miklar eignir fram
yfir skuldir, en þetta yfirlit get ég
ekki birt opinberlega af vissum
ástæðum, en Útvegsbankinn mun fá
það á sínum tíma. Ein ástæða banka-
stjóranna fyrir niðurskurði lána til
okkar var sú að bankaráðið vildi ekki
lána einu fyrirtæki svo mikið.
Athugun sem nýlega hefur verið
framkvæmd hér á Akranesi sýnir að
ijögur framleiðslufyrirtæki hér í
bænum koma tii með að greiða átta
milljónir króna í vexti á yfirstand-
andi ári af skuldum sínum, og er það
meira en þau geta borið. Þessir ok-
urvextir standa heilbrigðri atvinnu-
þróun fyrir þrifum og ber þvi nauð-
syn til að útvega atvinnuvegunum
hæfilega löng lán með sanngjömum
vöxtum, þó að þau jafnist ekki á við
nýbýlalán bændanna ‘L'/i% til 40 ára.
- Nú er Frakklandsbanki nýverið
búinn að lækka vexti úr 4% í 3V4% og
sagt að Englandsbanki og V-Þýzka-
land ætli að lækka sína vexti enn
meira, til þess að örva fjárfestingu
hver í sínu landi.
Fyrirtækjum sem eiga vel fyrir
skuldum og hafa sýnt að þau séu
Fálkinn og öndin
Morgunblaöiö/Ólafur K. Magnússon
! Fálki hremmir önd vid Reykjavíkurtjörn og tekur flugið með bráðina.
! Finnur Guðmundsson fuglafræðingur taldi þessa mynd Ólafs K. Magnús-
; sonar einstæða þar sem aldrei áður hafði tekist að Ijósmynda fálka kló-
! festa bráð sína í þéttbýli, enda birtist myndröðin í National Geographic.
i-----------------------------------------------------------------------------1
rekin með hagsýni og halda uppi
blómlegu atvinnulífi hvar sem er á
landi voru, ber að hjálpa til þess að
fá hagstæð lán samanber framanrit-
að.
Að endingu vil ég geta þess að
fjórir af tíu bátum okkar hafa aflað
vel undanfama viku 5-7'/2 smálest
hver daglega allt á línu, tveir em
byrjaðir á sfld, annar fékk 79 tunn-
ur í gær, hinn 60 tunnur í dag, við
emm að reyna að koma tveim öðr-
um af stað og þá em bara tveir eft-
ir, en hvort það tekst að koma öllum
bátunum af stað fer eftir því hvort
okkur tekst að fá peninga til að
leysa út veiðarfæri og annað.
Útvarpið sagði í fréttum að verið
væri að byggja skóla í landinu nú í
augnablikinu fyrir 480 milijónir og
þar virðist ekki skorta skotsilfur, en
verra er að skólamir taka hið dug-
lega unga fólk frá framleiðslunni
öllum til tjóns.
Síðastliðinn laugardag kl. 12 á há-
degi átti að loka fyrir olíuna til bát-
anna en við gátum á síðustu stundu
skrapað saman peningum fyrir
næstu viku.
Hvers vegna er ég á áttræðisaldri
að berjast við að halda fyrirtæki
okkar gangandi undir framangreind-
um ástæðum. Því ferðu ekki í aisæl-
una í Reykjavík og færð þér ein-
hveija dútlvinnu eða skrifstofustarf
að nafninu til þar, eins og aðrir gera?
Eg er orðinn svo samgróinn mínu
starfi að mér finnst að ég geti ekki
farið frá því og ég held líka að ég
komi helzt að einhveiju gagni hér
og af því að ég get nú orðið hvorki
hlaupið né barizt kveð ég með vin-
semdarkveðju.
Akranesi, 10. okt. 1960.
Hið glaða bros
eftír ÁSGEIR
JAKOBSSON
1967
í bókahillum nútímamannsins hlaðast upp
þykkir doðrantar, blöð og tímarit með
gáfulegum ráðleggingum hinna lærðustu
manna um það, hvemig menn eigi að höndla
lífshamingjuna í þjóðfélögum, þar sem
frumstæðustu þörfum mannsins hefur verið
fullnægt.
Þessi lífshamingjuráð eru af margvíslegu
tagi; bænir og föstur, áhugamál og fondur,
afslöppun og nirvana, útivera, sund og
stangarstökk, öndunarkerfi Mao og kyrrstaða á
haus með fætur í stefnu á Pólstjömuna, algert
bindindi á vín, tóbak, kaffi og konur og sex tíma
svefh á bakinu við opinn glugga - og er of langt
að rekja öll þau viturlegu ráð sem mönnum era
geftn í þessum lærðu bókum til að tjasla svo
upp á sál og líkama að hvorttveggja haldist í
gangfæru ástandi þokkalega ævi, enda er öll
lesning þarflaus. Hamingja fólks virðist standa í
öfugu hlutfalli við umhugsunina um eigin sál og
líkama, og hið glaða bros er helzt að finna hjá
fólki, sem vangaveltulaust tekur lífið eins og það
er; starf, stríð og stundargaman.
Fyrir nokkra hitti ég að máli suður í Inn-
Garði tvo brosandi öldunga, sem virðist hafa
hlotið það í vöggugjöf, sem til þess þarf, hvað
sem það nú er, að standast öll veður á langri
starfsævi og hlæja síðan við ellinni.
Annar þeirra, Halldór í Vörum, er rúmlega
áttræður, en hinn Jóhannes á Gauksstöðum,
vantar rúmt ár í áttrætt. Þeir era báðir kunnir
menn um Suðumes og frá þeim báðum er margt
sagt í bókinni Undir Garðskagavita, sem Gunnar
M. Magnúss tók saman. Þar era raktar ættir
þeirra, starfsferill og hið einstaka bamalán.
Eg átti leið um Garðinn og það er dónalegt að
ríða hjá garði höfðingja án þess að heilsa uppá
þá, ekki sízt, ef þetta hafa verið miklir
sjósóknarar og aflamenn og kurma frá mörgu að
segja.
Mig bar fyrst að garði í Vörum. Þar vora
böm að leik, sem sögðu, að afi væri niðri í
kjallara að bæta net. Það var þá glöggt, að það
átti að halda áfram að puða fram eftir níunda
tugnum. Ég hafði nú ekki gert ráð fyrir að ég
kæmi til með að tefja Halldór frá verki, þó að
ég heimsækti hann stundarkom. Það kvöldar
seint hjá þeim, sem eljusamir era. Halldór tók
mér ljúímannlega, ókunnugur manninum gerði
stanz á verkinu og bauð mér í stofu.
Við hinkraðum við á hlaðinu og Halldór
sagði mér frá vöram og lendingu í Inn-
Garðinum. Byggðin milli Rafnkelsstaða og
Gerða, að báðum býlum meðtöldum, heitir Inn-
Garður. Þau býli, sem þama réðu fyrir
uppsátri urðu tíðum öflugri hinum, sem þurftu
að inna af höndum ýmsar kvaðir til að geta haft
skip fyrir landi.
Varirnar taldar út með landinu heita, fyrst,
Rafnkelsstaðavör, og þá Meiðastaðavör og
heitir sundið að þeim eða lendingin, einu nafni
Kópa. Næst tekur við Kothúsavör, þá Varavör
og síðan Brekkuvör og liggja þessar varir allar
að sömu lænunni í grynningarflákann og heitir
hún Varaós.
Næst Brekkuvör er Gauksstaðavör, síðan
Skúlhúsavör og þá Gerðavarirnar tvær, eystri
og vestri og lágu þær að sama sundi innan við
Gerðahólmann.
Konungsvör er þarna milli Brekkuvarar og
Varavarar, en hún er nú nánast aðeins ömefni,
en þó segir Halldór að það sjáist votta fyrir
kjalfari í hlein á stöku stað en vörin sjálf er
horfin. Kóngurinn var þarna umsvifamikill en
lélegur útgerðarmaður um meira en tveggja
alda skeið.
Brimið brotnar á flösunum undan landinu í
Vörum, en það kvað jafnan vera slakki í brotið
yfir lænunni og þó ókunnugum virðist, sem
þarna hljóti að hafa verið ólendandi í
norðlægum eða austlægum áttum, þá var
Varaós þrautalending útróðrarmanna innar við
Skagann og var stundum þröngt sett í Vöram.
Leiðin er vandrötuð, og enn eru uppi
innsiglingamerki á aðgerðarhúsunum í Vörum
til leiðbeiningar þeim, sem þama leita
landtöku, en þeir gerast nú fáir, sem á þeim
leiðbeiningum þurfa að halda.
Halldór Þorsteinsson er fjórði maður frá
hinum þjóðfræga kjamaklerki Snorra á
Húsafelli sem orti rímur, setti niður drauga,
skaut skjólshúsi yfir nauðleitarmenn og glímdi
við steinatök og hef ég af þeim handtökum
hans nokkur persónuleg kynni og heldur ill.
Hellan sú hin mikla, sem liggur skammt frá
bænum á Húsafelli, er ekki ýkja þung en illt að
ná handfestu á henni fyrir þá sem óvanir era
steinatökum og varð mér svo að því, að ég glími
ekki við steina framar, en þarna liggur hellan
fyrir unga menn til að reyna krafta sína við
Snorra og er þá rétt að þeir séu minnugir þess,
að hann gerði meira en lyfta henni: hann lék
sér að henni.
Hinn mikli ættbálkur Snorra hófst í
Garðinum með Þorsteini á Meiðstöðum (lézt
1931), sem var Gíslason - Jakobssonar -
Snorrasonar.
Halldór sagðist hafa ætlað sér að láta tína
saman hversu mai-gir afkomendur Þorsteins
foður sins væru orðnir, en ekki komið því í verk
ennþá. Sjálfur sagðist hann eiga orðið 60
afkomendur, og Jóhannes á Gauksstöðum, sem
kvæntur er Helgu Þorsteinsdóttur, eitthvað
svipað, og eru þá þama komnir um 120
afkomendur Þorsteins hjá þessum tveimur
bama hans. Ekki er ég svo kunnugur öðram
börnum Þorsteins, að þetta verði rakið frekar
hér, en þó veit ég að margt er ótalið, t.d. era
afkomendur Vilhelmínu Þorsteinsdóttur og
Auðunar Sæmundssonar á Stóra-Vatnsleysu
fjölmargir. Það er mikið salt í blóðinu á þessum
ættbálk, því að skipstjórnarmenn af þessu kyni
munu fylla þrjá tugi.
Langmest af þessu fólki, einkum börn
Halldórs og Jóhannesar hafa haslað sér völl í
heimabyggðinni eða hér og þar á
Garðskaganum, og er þekkt um þær slóðir að
dugnaði. Þannig hefur krafturinn í Snorra náð
út yfir gröf og dauða, eins og við var að búast,
og enn myndi ekki bakfiskurinn úr ættinni.
Hjá Halldóri sitja tveir snáðar þar sem við
röbbum saman.
- Heldurðu, að þessir verði sjómenn?
- Annar þeirra. Hann er sérstaklega fiskinn.
Hinn er aftur móti mjög handlaginn.
Afinn virðir fyrir sér snáðana og virðist
öruggur um að kynfylgjan sú hin mikla sé
nægjanlega sterk handa einni sjómannskynslóð
enn.
Halldór kann margar sögur af hæpinni
siglingu, miklu erfiði, aflaleysi, ágangi togara,
tvísýnni lendingu og margvíslegum erfiðleikum,
en honum hefur tekizt að hrista þetta allt svo af
sér, að hann nýtur nú ellinnar broshýr og reifur
og minnist glaðrar æsku á fjölmennu heimili.
Þá var félagslíf mikið í Garðinum og leikir
fjöragir með ungum mönnum og fólkið þar
deildi meira geði en nú er orðið.
- Finnst þér fólk lífsglaðara nú en á þínum
sokkabandsáram?
Ég veit það ekki. Það er ekki gott að dæma
um það, en það eina, sem mér stendur stuggur
af í hegðun ungs fólks í dag er áfengisneyzlan,
sem fer vaxandi.
Við ræðum lítillega ástandi og horfur í
sjávarútvegsmálum. Halldóri lízt ekki sem bezt
á vertíðina, en er þó ekki laus um, að eitthvað
rætist um snurrvoðina og telur trollið miklu
hættuminna, ef hægt að finna því stað með
öðrum veiðarfærum, og auðvitað vill hann ekki
þúsund lesta togara upp í landsteina.
Við minnumst þess, að
sjávarútvegsmálaráðherra sé ættaður úr
Garðinum og nú séu Engeyjarmenn sem lágu
forðum fjölmennir við í Leirunni í Garðinum á leið
suður til róðrar. Halldór fer ekki dult með að
hann vill, að þeir aíli vel.
Bátar með Engeyjarlagi tíðkuðust þama í
Garðinum og segir Halldór, að þeir hafi verið
afburða siglarar. Þeir voru Iangir og burðarmiklir
og hægt að hafa á þeim milrinn seglbúnað, og var
hægt að beita þeim ótrúlega nálægt vindi, enda
tíðkaðist bamingur þama miklu minna en víðast
hvar annars staðar við landið.
Þegar ég tek í siggróna hendi þessa lífsglaða
öldungs, verður mér hugsað til þess, að það
muni hafa tutlað í að koma tólf börnum á legg
og verða að sækja lífsbjörgina undir högg
norður í Flóa og þræða Varaósinn í lendingu.
Um leið og við kveðjum segir Halldór
brosandi:
- Hafðu þetta helzt eftir mér: Engir svartir
skuggar hér í Vörum.
Okkur Halldóri hafði dvalizt lengur við
skrafið en ég ætlaði og það var komið fast að
kvöldmat, þegar ég barði að dyram á
Gauksstöðum.
Kempan kom sjálf til dyra og það mætti
manni sama glaða brosið, eins og í Vörum og ég
hugsaði - Hvem andskotann hafa karlamir étið
ofan í sig í æsku, sem endist þeim svona vel?
Jóhannes er teinréttur og sprækur og
nýhættur að taka í nefið.
- Var það ekki erfitt?
- Erfitt, nei ég held nú ekki. Tóm móðursýki.
Ég bara hætti einn daginn. Finn ekki fyrir
því.
Jóhannes gerir út ásamt sonum sínum Jón
Finnsson, en það er hans fjórði bátur með því
nafni, og ég mundi vel eftir Jóni Finnssyni II,
það var þekktur bátur í flotanum, þegar ég
var að byrja sjómennsku. Fallegm- bátur og
happasæll. Það hittist svo á að Jóhannes var
að lesa bókarkorn eftir mig (Kastað í Flóanum)
og þá sá ég auðvitað að þetta myndi vera
skynsamur maður og við höfðum um margt að
tala. Jóhannes kunni margar sögur um ágang
brezku togaranna um og eftir aldamótin. Eitt
sinn höfðu þeir leitað vars innan við
Hólmsbergið, en svo þegar lægði hélt allur
flotinn af stað og togaði hver á eftir öðrum út
með landinu í kallfæri fyrir framan varimar
hjá Garðmönnum. Hann kunni einnig margar
sögur um tröllaróðrana, sem mikið vora
stundaðir í Garðinum og hann var við
björgunina á mönnunum af Jóni forseta.
Jóhannesi þótti lítið vænt um snurrvoðin líkt
og Halldóri, og sagði hana hafa lagt í rúst
blómlega frillubátaútgerð í Garðinum.
Umræðuefnið var ótæmandi á Gauksstöðum
ekki síður en í Vöram en tíminn var hlaupinn,
kominn var kvöldmatur og vel það.
- Finnst þér fólk lífsglaðara nú en á þínum
uppvaxtarárum?
- Nei, ekkert svipað. Hér var mikið félagslíf
og fjör, en síðan samgöngur urðu greiðari
hefur það allt lagzt af og mér finnst daprara
yfir fólki.
Við Jóhannes ákváðum að hittast aftur, því
að við áttum margt eftir ótalað.
Með mér hafði verið í þessum leiðangri
ungur frændi minn, lögfræðinemi, og þegar við
ókum úr Garðinum spurði ég:
- Heldurðu að þú og þín kynslóð almennt
verði eins spræk og þessir karlar á þeirra aldri?
Hann dró við sig svarið.