Morgunblaðið - 03.01.2000, Qupperneq 110

Morgunblaðið - 03.01.2000, Qupperneq 110
110 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 2000 veldi 17. júní 1944. Við skulum og vona, að svo verði, er á reynir. En ef sú von á að rætast, þá megum við ekki loka augunum fyi'ir því, að síðustu mánuðina hefur heyrst blás- ið til undanhalds. Pann hljóm verð- .^ur að kæfa áður en hann nær að æra landslýðinn eða einhvem hluta hans. Þytur í þessa átt heyrðist fyrst, þegar kunnugt varð um undirskriftir nokkurra góðra og gegnra borgara á síðast liðnu sumri til mótmæla því, að sjálfstæðismálið yrði þá afgreitt. Undirskrifendur þessir hurfu þó von bráðar í skuggann af orðsendingum Bandaríkjanna og er rjett að láta þá eiga sig þar, aðra en þá, sem út úr skugganum hafa skotist. Næst var sami hljómur en þó sýnu háværari í ræðu dr. Bjöms Þórðarsonar 1. des. s.l. Er og sagt, að hann hafi verið einn af undir- skrifendunum. Ræða þessi var síð- an birt á prenti í tímaritinu Helga- felli, en þó að líkindum eigi fyiT en eftir að doktorinn hafði tekið ráð- herratign. Mun ég síðar víkja nánar að ræðu þessari. Þá ber að minnast úrslita svokall- aðrar skoðanakönnunar, sem tíma- ritið Helgafell birti fyrst og Alþýðu- blaðið bljes mjög upp. Samkvæmt þeim neitaði naumur meiri hluti þeirra, sem svömðu, því, að stofna skyldi lýðveldi hjer á landi árið 1943. Spuming þessi var upp borin og henni svarað eftir að vitað var samkomulag þingflokka um, að þetta skyldi eigi gert fyrr en á árinu 1944. Svörin sanna því, þegar af þeirri ástæðu, ekkert um lýðveldis- hugi manna og trufla, um vilja manna til stofnunar 1944, en þó verður ekki hjá því komist að vekja athygli á, að spumingin eðli sínu samkvæmt var til þess löguð að villa hvað fyrir lægi. Hafa ber og í huga undirtektir tveggja þeirra blaða, sem að al- mennings áliti em ómerkust og fjarlægust að njóta nokkurs manns virðingar. Með öllu væri þó óviðeig- andi að eyða orðum að úrtölum þeirra. Skilaboð frá Danmörku Enn ber að geta frásagnar danska blaðsins Frit Danmark, sem gefíð er út í London. Þar er frá því hermt, að 28. apríl s.l. hafí verið svo að skilja á danska útvarpinu frá Kaupmannahöfn, sem danska stjómin hafí sent íslensku stjórn- inni orðsendingu til mótmæla tillög- um stjórnarskrámefndar og hafí þar verið sjerstök áhersla á það lögð, að sambandsslit ættu sjer ekki stað fyr en viðræður hefðu farið fram um þau milli Islands og Dan- - merkur. Þegar síðast frjettist hafði orð- sending þessi enn eigi borist ís- lensku stjóminni íyrir milligöngu rjettra aðila. Hinsvegar hefur ríkis- stjóminni borist, og hún gert sjer al- veg sjerstakt far um að koma á framfæri ályktun Islendingafundar, sem haldinn var í Kaupmannahöfn 7. maí s.l. í ályktun þessari er þeirri eindregnu áskoran beint til stjómar og Alþingis, að fresta úrslitum sam- bandsmálsins „þangað til báðir aðil- ar hafa talast við. Sambandsslit án þess, að viðræður hafí farið fram, era líkleg tii að vekja gremju gegn íslandi annars staðar á Norðurlönd- um og gera aðstöðu Islendinga þar • erfíðarí, þar sem einhliða ákvörðun íslendinga í þessu máli, yrði talin andstæð norrænum sambúðarvenj- um“. Eftir að þessi skilaboð bárust frá Danmörku hefur svo við bragðið, að Alþýðublaðið hefír birt hverja greinina á eftir annari, þar sem hvatt er til undanhalds. Er þetta framferði blaðsins í algerri and- stöðu við skýlausar yfirlýsingar full- trúa flokksins í stjómarskrámefnd- inni. En þar lögðu bæri formaður flokksins og annar aðalmaður ein- . * dregið til, að lýðveldi yrði eigi stofn- að síðar en 17. júní 1944. Bendir þessi klofningur til að rétt sje það, sem Þjóðviljinn hvað eftir annað hefir sagt, að alger sundurþykkja sé með forráðamönnum Alþýðublaðs- ins og þingflokknum. Vonandi verða hin góðu öfl þingflokksins ráðandi í . _ flokknum í heild um þetta mái áður ■%en lýkur. Rafmagnsstöðin „Á fyrsta fundi mínum í bæjarstjórn Reykjavíkur, 18. jan. 1906, var sam- kvæmt tillögu frá mér kosin nefnd til að útvega og leggja fyrir bæjarstjórn upp- lýsingar um hvort tiltækilegt væri fyrir bæjarfélagið að koma upp rafur- magnsmiðstöð í bænum. f nefndina voru kosnir auk mín Ásgeir Sigurðsson og Halldór heitinn lónsson." eftir JÓN ÞORLÁKSSON 1921 Rafmagnsveita bæjarins er nú það vel á veg komin, að fyrirsjáanlegt er að hún verður fullgerð með vor- inu. Að vonum er mikið um þetta stórvirki rætt í bænum, en allar upplýsingar um það eru í molum, og þess vegna eðlilegt að ýmsar missagnir um það fari manna á miili. Þykir mér því ástæða til að skýra dálítið frá gangi málsins og horfunum fyrir afkomu fyrirtækis- ins. Sérstaklega veit eg að reynt er að vekja ýmsar missagnir um af- skifti min af þessu máli, vegna kosninganna sem í hönd fara, og bið því lesendurna velvirðingar á því að eg vegna þessara atvika skýri sérstaklega frá afstöðu minni til málsins frá byrjun, og geri grein fyrir ástæðum þeim, er hafa ráðið tillögum mínum í málinu á ýmsum tímum. I Söguágrip. A íyrsta fundi mínum í bæjar- stjórn Reykjavíkur, 18. jan. 1906, var samkvæmt tillögu frá mér kos- in nefnd til að útvega og leggja fyr- ir bæjarstjórn upplýsingar um hvort tiltækilegt væri fyrir bæjar- félagið að koma upp rafur- magnsmiðstöð í bænum. I nefndina vora kosnir auk mín Ásgeir Sig- urðsson og Halldór heitinn Jóns- son. Samtímis var komin hreyfing á málið úr annari átt á þann veg, að ýmsir vora farnir að hreyfa því hvort þeii’ gætu fengið sérleyfi (einkaleyfí, „koncession") til að stofna og starfrækja rafmagnsstöð fyrir bæinn. Nefnd þessi skilaði prentuðu nefndaráliti 13. okt. 1906. Var þar fyrst gefin skýrsla um þau skjöl og skilríki, sem nefndinni höfðu borist, því næst nokkar skýringar frá nefndinni um rafmagnseyðslu til ijósa og verð á því, og loks álit nefndarinnar og tillögur. Á þessum tíma var ekki um að aðra rafmagnsnotkun að ræða, en til ljósa, og lítilsháttar til véla- reksturs. Eldun og hitun með raf- magni voru þá svo lítt tíðkaðar í heiminum, að á þær var naumast minnst. Sérfræðingum kom saman um að hæfileg stöðvarstærð fyrir bæinn væri 150 til 300 hestöfl og var gert ráð fyrir að ljóseyðslan yrði 3000 til 3300 lampar 16 kerta. Ailir sérfræðingar lögðu til að not- aðir yrðu dísilmótorar eða gasmót- orar til rekstursins. Búist var við að þessi litla stöð mundi kosta 200.000 kr. - Aðalágreiningurinn var um það, hvort bærinn ætti að byggja sjálfur, eða reyna að fá aðra til þess. Um það segir í nefndarálitinu: „Ef bæjarstjórnin ákveður að koma upp rafmagnsstöð á kostnað bæjai’sjóðs, álítum vér æskilegt að byrjað væri með því að rannska, hvort eigi sér tiltækilegt að nota vatnsaflið úr Elliðaánum til fram- leiðslunnar. Það er álit nefndat'innar, að rétt sé að reyna að komast að hagfeld- um samningum við einhverja þá, er vilja fá einkarétt til að selja raf- magn í bænum, en bæjarstjórnin ákveði því að eins að reisa stöðina fyrir reikning bæjarsjóðs, að ekki verði komist að viðunanlegum samningum um hitt. Ástæður þær, sem nefndin öll er sammála um að byggja á þá tillögu sína, að leitað sé samninga við út- lend eða innlend félög eða menn, sem vilja takast á hendur að byggja og reka rafmagnsstöð á sinn kostn- að gegn einkaleyfi, eru þessar. Vér álítum að verkið geti unnist fyr með þessu móti; fullkomin til- boð ættu að geta verið komin fyrir marzlok n.á. og samningum lokið svo snemma að verkið yrði unnið næsta sumar. Onnur ástæðan er sú, að vér telj- um æskilegt að bæjarsjóður geti losnað við áhættu þá, sem fylgir því að taka lán til þessa fyrirtækis, einkum vegna þess, að óhjákvæmi- legt er að hann taki á næstu áram stór lán til vatnsveitu, skolpræsa og hafnargerðar. Af þessum stórvirkj- um er raflýsingin hið eina, sem að vorri ætlun getur komið til mála að létta af bæjarsjóði með því að leyfa einstökum mönnum að fást við það. Meðundirritaður nefndarmaður Jón Þorláksson, álítur það einnig mjög mikilsvert, að ef veitt er einkaleyfi, þá er líkiegt að bærinn geti fengið gas til eldunar samtímis. Álítur hann eigi minna um það vert fyrir bæinn en um hitt, að fá raf- magnsljós, en býst eigi við að bæj- arstjórnin sjái sér fært að koma upp gasgerðarstöð á kostnað bæj- arsjóðs. Tillaga vor verður því sú, að bæj- arstjórnin samþykki að leita samn- inga við innlend eða útlend fjelög eða menn, sem vilja takast á hend- ur að byggja og reka rafmagnsstöð á sinn kostnað gegn einkaleyfi um víst árabil, og að hún veiti slíkt einkaleyfi, svo framarlega sem samkomulag næst um verð á raf- magninu, svæði það er rafmagns- leiðslur skuli liggja um, tímamörk einkaréttarins, endurkaupskjör bæjarins og annað það er í slíkum samningi þarf að standa. Tillaga nefndarinnar var sam- þykkt á bæjarstjórnarfundi 18. okt. 1906, með þeim viðauka, að leita skyldi samninga bæði um raf- magnsstöð og gasstöð. Þessu næst var leitað samninga, og bárast tilboð. Málinu lyktaði með því, að bæjarstjórnin á fundi 6. júní 1907 samþykti með 9 atkv. gegn 2, samning um stofnun og starfrækslu gas- og rafmagnsstöðv- ar í Reykjavík, við félag, sem þeir Thor Jensen og Eggert Claessen voru umboðsmenn fyrir. Leyfistím- inn var 25 ár, en bærinn átti kaup- rétt að stöðvunum eftir 5 ár. Verð á rafmagni og gasi var tiltekið í samningnum, hlutdeild bæjarins í reksturságóða ákveðin, auk marga annara ákvæða. Stöðvamar skyldu taka til starfa í síðasta lagi 1. okt. 1909, og því til tryggingar settu leyfishafar bænum 10.000 kr. tryggingu, er skyldi falla til bæjar- ins, ef stöðvarnar tækju ekki tU starfa á tUsettum tíma, og auk þess skyldi leyfishafi þá líka missa einkarétt sinn. Ég hefi aldrei á æfi minni unnið eins mikið verk árangurslaust, eins og undirbúning samnings þessa. En ég var ungur og ólatur og fékkst ekki um það. Hitt þótti mér verra, að einn af meðbræðrum mín- um í bæjarstjórninni gerðist til að tortryggja mig og meðnefndar- menn mína í blaðaskrifum. Ég var óharðnaður í þeim efnum, og þykt- ist svo af því að verða fyrir slíku saklaus, að þegar almenn kosning tU bæjarstjórnar fór fram í janúar 1908 neitaði ég að taka við endur- kosningu, og átti ekki sæti í bæjar- stjórn í 2 ár. Hafði ég engin afskifti af málinu þann tima. Árið 1908 dundi yfir fjárkreppa mikU, og gátu leyfishafar ekki feng- ið fé til að byggja stöðvar þær, er þeim var skylt eftir samningnum. Þeir snera sér þá til hinnar nýju bæjarstjórnar með samningaum- leitanir, sem enduðu með því að samkvæmt tUboði, er þeir útveguðu frá Carl Francke í Bremen, ákvað bæjarstjórnin að byggja gasstöð á kostnað bæjarsjóðs, en enga raf- magnsstöð, og gaf leyfishöfunum eftir 10.000 kr.gjaldið til bæjarsjóðs í notum þess að þeir höfðu útvegað bænum þetta tUboð. Síðan var gas- stöðin bygð og tók tU starfa 1910. Þai- með var allri hugsun um raf- magnsstöð slegið á frest, og þótti ekki fært að hreyfa því máli fyr en gasstöðin væri búin að ná því við- skiftamagni sem þurfti til þess að hún gæti borið sig. Næst gerist það í málinu, að fundur húseigenda og húsráðenda 27. apríl 1914 beinir áskorun tU bæjarstjórnarinnar um að taka málið upp, og samkvæmt því kýs bæjarstjórnin 5 manna rafmagns- nefnd 7. maí. Formaður nefndar- innar varð K. Zimsen. Nefndin byrjaði á því að útvega sér upplýs- ingar um málið, sérstaklega um rafmagnsneyslu norskra bæja, en fór að engu óðslega, var 1. fundur 18/5-14, 2. fundur 23/2-’15 og 3. fundur 22/2—’16. Var þá Thor Jen- sen orðinn formaður nefndarinnar. Við bæjarstjórnarkosningarnar í jan. 1916 var málið talsvert haft á oddinum. Við þá kosningu komu jafnaðarmenn að 3 fulltrúum, en höfðu áður verið fámennir í bæjar- stjórninni. Eftir kosninguna héldu þeir því allmjög fram, að rafmagns- málið ætti að bíða, það lægi meira á ýmsu öðru, svo sem að bærinn eignaðist trollara og gerði út. Þeir komu á nokkurs konar samtökum meðal helmings bæjarfulltrúanna um að fara hægt í rafmagnsmálinu, og fengu í fyrstu með sér suma þá bæjarfulltrúa, sem síðan hafa snú- ist til andstöðu gegn þeim. í febr. 1916 gerðu 3 hérlendir verkfræðingar (P. Sm., J.Þ. og G. J. H) bæjarstjórninni tilboð um að rannsaka hvort tiltækilegt væri að byggja rafmagnsstöð við Elliðaárn- ar, ásamt kostnaðaráætlun. Nefnd- in bar fram tillögu um að sér yrði heimilað að láta slíka rannsókn p. Sinnuleysi fullorðinna eftir BARBÖRU ÁRNASON ..........1967 Venjuiegur ferðalangur af hvaða þjóðemi sem er, fær takmarkaðar hugmyndir og reynslu af stuttum ferðum sínum til annaira landa. Og ekkert af þessu fær upprætt þá upprunalegu sannfæringu hans, að ekkert annað iand sé í grandvallaratriðum alveg eins siðmenntað, alveg eins siðfágað eða framsækið og hans eigið land. En sá sem náð hefur fullum þroska og setzt að í öðra iandi að eigin ósk, verður að takmarka þessa sannfæringu sína, því þá fær hann ólíka yfir sýn yfir bæði löndin, sem endist honum alla ævi. En ef hann eftir þrjátíu ára vera í því landi getur enn orðið furðu lostinn, hefur hann annað hvort aldrei samlagast sínu nýja landi eða að hann er eitthvað skrítinn í kollinum. Fyrir skömmu héldu nokkrir myndhöggvarar fyrstu höggmyndasýningu undir beram himni hér á landi. Skemmdarvargar komu eitt kvöldið eftir að dimmt var orðið og eyðilögðu gjörsamlega eina myndina. Því miður hefuru sams konar athæfi átt sér stað í öðram löndum. Blöðin birtu almenningi þennan ósóma undir eins og það gerðu þau reyndar líka fyrir nokkrum árum, þegar svipað atvik kom fyrir. En svo skeði það nokkrum dögum síðar, um síðdegið á miðvikudag 27. þ.m. milli klukkan 17.30 og 18.00, að fjórir drengir á aldrinum sjö til tíu ára klifruðu upp á fótstallinn undir myndastyttunni í almenningsgarðinum við Lækjargötu. Fullorðið fólk sat á bekkjum fáein skref á bak við þá og hópur af fólki beið á gangstéttinni eftir strætisvögnunum. En allur þessi hópur lét þetta afskiptalaust eins og þetta væri sjálfsagður hlutur, þó öllum hefði átt að vera ljóst, að ekkert listaverk gæti þolað slíka meðferð tO lengdar. Undirrituð fór þá á stúfana, mótmælti aðför drengjanna, bað þá með góðu og hótaði þeim hörðu. Drengirnir klifruðu þá niður, og hlupu burtu. Fjórum mínútum síðar fór strætisvagninn minn af stað, en þá var stærsti og þyngsti drengurinn kominn aftur upp á fótstallinn, hékk á handlegg myndastyttunnar og sveiflaði sér með fæturna út í loftið, en sá minnsti skaut að myndinni úr leikfangabyssu. Enn sátu menn á bekkjunum og sleiktu sólskinið án þess að hreyfa legg eða iið. Lögreglan var víðs fjarri, of upptekin af að vernda líf mannlegra fórnarlamba til að líta eftir höggmyndum borgarinnar. Mér ofbauð þetta svo, að ég hætti við að aðhafast nokkuð fleira. Sinnuleysi hinna fullorðnu hneykslaði mig langtum meira heldur en óknyttir strákanna. En sá sem gagrýnir ætti fyi-st að líta í eigin barm. Hvers vegna að gagnrýna nokkum hlut? „Það kemur mér ekki við.“ Ef þú gagnrýnir fullorðna, þá er svarað: „Hann var bara fullur, greyið." Það væri skynsamara að gagnrýna sjálfa mig: „Ég er bara útlendingur - og þar að auki - vitlaus!"
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.