Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 118

Morgunblaðið - 03.01.2000, Blaðsíða 118
118 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 fltogMllMafttft 2000 „Hann er mesta tónskáld allra tíma. Ég mundi bera höfuð mitt og krjúpa á gröf hans.“ að dusta af þeim ryldð þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir í Þýskalandi, en Þjóðverjar vildu löngum eignast í Handel einhvers konar barokk- Wagner. I Englandi voru vinsældir hans slíkar, að enginn bar við að skrifa músík að gagni þar í landi næstu tvö hundruð árin. Og janvel séní eins og Henry Purcell gleymd- ist vegna dýrðar il gran sassone. Slíkar vinsældir hljóta að vera vafasamar, jafnvel hinum mestu og bestu listaverkum. Mikil listaverk, ekki síst tónverk, eru ekki gerð fyrir svo náin og mikil kynni eða fyrir svo mikia notkun. Annað gildir um byggingarlist. Vera kann að verk Handels hafí liðið fyrir vinsældimar, þær hafi gert verkin of hversdags- leg. Mér finnst oft að hollívúddfroða kvikmyndatónlistar hafi spillt fyrir Tsjækofskí. Nær öli músík, sem undirstrikar ástarkvöl og - sælu, er stolin frá honum og sama má líka segja um Rakkmaninoff. Hándel var endalaust stældur, meðvitað og ómeðvitað, og hafði þess vegna ótrúleg áhrif á næstu kynslóðir tónskáida. Kannski lifir stíll hans og lífsverk í þeirra verk- um, svo aigengur að við þekkjum hann ekki sem slíkan. Með vin- sældunum, og hinni ósýnilegu nær- veru, hefur hann gufað upp eftir er aðeins marmarastytta af feitum kalli, sem við vitum lítið hvað hefur gert. En hvaðan kom Hándel þessi stfll? Hann var alþjóðlegur lista- maður, fæddur í Saxlandi eins og mörg fleiri góð tónskáld. Þar vex hann upp og dvelur síðar í Ham- borg. Hann starfar um hríð á ítal- íu, þar sem hann drekkur í sig hinn ítalska óperustfl, merginn í öllum tónsmíðum hans, og voldugur per- sónuleiki hans sogar í sig og sam- bræðir þar ýmsa strauma og skóla. En svo sest hann að í Englandi, starfar þar öll sín manndómsár og ber þar beinin. Annars eru heimildir um hann næsta fátæklegar, einkennilegt um svo frægan og fyrirferðarmikinn mann. Persónan er jafn óþekkt og verkin. I heimfldum samtímamanna er aðeins að finna fáeinar slúður- sögur um ofbeldishneigð hans, stór- kallalæti, kraftadellu og matgræðgi. Við vitum ekkert um ástarævintýri hans, kannski voru þau engin. Hann var ailtaf einn og okkur er ekki kunnugt um neina afkomendur hans. Myndir af honum segja ekk- ert um hans innri mann. Hann virð- ist hafa verið sívinnandi. Og sama er upp á teningnum þeg- ar við lítum á handritin. Þau eru mörg næsta fátækleg og lítið á þeim að græða. Við vitum ekki mikið um hvemig verk hans voru flutt eða hvemig þau hljómuðu. En við vitum að samtímamenn hans vora í hrifn- ingarvímu á tónleikum hans. Hándel skrifar ákaflega fátt í raddskrár sínar fyrir utan laglínu, oftast óskreytta, með tölusettum bassa, sem tákna hljómagrind. Þetta hefur skapað flytjendum síð- ari tíma ótal vandamál. Tónlistar- flutningur á dögum Hándels var að miklu leyti skreytilist, hæfileiki til að flúra út laglínubeinagrind. Þetta kunnu söngvarar og hljóðfæraleik- arar. Þetta er ekki ólíkt því sem við þekkjum úr djassinum í dag. Þar reynir mjög á hugkvæmni og fingralipurð spilaranna til að flúra „standardinn" þ.e.a.s. húsganginn. Þetta er ranglega nefnt impróvísa- sjón eða spuni. Spuni er það þegar menn spila upp úr sér undirbún- ingslaust im promtu. En menn skreyttu líka hljóma með óendan- legu pompi og prakt samkvæmt of- hleðslusmekk barokktímans og þá buðu miklar konungshirðir eins og sú breska út nokkur hundruð manna hljómsveitum. Hándel sjálfur var rómaður hljóð- færasnillingur, sem merkir flúrari og spunamaður. Hljóðfæraleikarar hans og söngvarar, sem aðallega vora Italir, - hásérhæfðir tækni- snillingar, - þekktu aðferðir, smekk og takmark Hándels, svo hann þurfti ekki að skrifa nákvæmlega fyrir þá. Ég hef ekki séð raddskrá að útsetningum Dukes Ellington fyrir stórhljómsveitina, en mig granar að nótur og aðrar forskriftir séu næsta fátæklegar. Menn próf- uðu sig áfram, hver lagði sitt af mörkum og vilji meistarans réð úr- slitum. Verkið varð til á æfingum í smáatriðum og endanlegar for- skriftir voru munnlegar. I hæsta lagi merktu samviskusamir spilarar inn minnisatriði í raddir sínar, sem glötuðust gjaman. En handrit F ARARS TOfy^ -iw- /SLANDS Markmið Útfararstofu íslands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað til útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall verður. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: - Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Koma á sambandi við þann prest sem aðstandendur óska eftir. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Búa um lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. - Fara með tilkynningu í fjölmiðla. Útfararstofa íslands útvegar: - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Dánarvottorð og líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju og gestabók ef óskað er. - Kross og skilti á íeiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson útfararstjóri Sverrir Olsen útfararstjóri Utfararstofa Islands — Suðurhlíð 35 — Fossvogi. Sfmí 581 3300 — Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Morgunblaöiö/Brynjólfur Helgason Við Elliðaárnar Lengi hefur tíðkast að borgarstjórinn í Reykjavík renni fyrir lax fyrsta veiðidag hvers árs í Elliðaánum. Hjónin Erna Finnsdóttir og Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, eru hér á árbakkanum en myndin er frá einu síðasta ári Geirs sem borgarstjóra; hann var settur borgarstjóri ásamt Auði Auðuns frá 19. nóvember 1959 til 6. október 1960. Þá var Geir kjörinn í embættið og gegndi því til 1. desember 1972. „Einn af leyndardómum Hándels er sá að hann hljómar oftast betur heldur en þann grunar sem nóturnar les.“ meistarans varðveittist með sínum sparlegu forskriftum, og enginn veit hvers konar hljómaflóð og tóndýrð það var, sem hreif áhorfendur. Og ef við litum á þær fátæklegu teikn- ingar eða dulúðugu texta, sem Katl- heinz Stockhausen lætur sína sér- þjálfuðu hirð spila eftir, og hefðum engar hljóðritanir, þá mundi fáa gruna hversu mikil músik var hér á ferðum. En einn af leyndardómum Handels er sá, að hann hljómar oft- ast betur heldur en þann granar, sem nótumar les. Þessu er öfugt farið með ýmis önnur tónskáld, t.d. Brahms. Hljóðfæranotkun Handels er einföld og áhrifamikil, byggð á næmri eftirtekt mikillar reynslu. Er þá ekkert varið í Handel í dag? Ég veit ekki. Kannski á ekki að spyrja svona spurninga. Margir hafa bent á hversu miklum áhrifum hann nær með einföldum og algeng- um meðulum, einföldum, fljótlærð- um melódíum, auðheyrðum kontra- punktum og einföldustum allra hljóma - þríhljómum í grunnstöðu. Enn aðrir tala um glæsileik tónlist- ar hans og hátíðarbrag. Handel er vissulega einfaldur, aðgengilegur, hátíðlegur og elegant þegar best lætur og því má finna mýmörg dæmi til sönnunar, t.d. Alexander’s Feast. Og einnig má benda á öraggt handverk. En öll þessi lýsing er al- menn og getur átt við um fjölmarga liðtæka barokk-komponista, sem ekki verða kallaðir séní. Frans Liszt talar um „upphafna þríhljóma og kjarnyrtan stfl“ en finnst vanta í Handel „ómstreytur og fjölröddun- arkrydd eins og hjá Bach“. Þetta er spaklega mælt eins og margt hjá Liszt. Hándel getur verið stórbrotið séní og þá veða allar tilraunir til skýringa tilgangslausar. Ég held að þessi augnablik séu ekki mörg hjá honum, en eitt nægir til að lista- maðurinn lifi. I hvert skipti, sem ég heyri Hallelújakórinn úr Messíasi, fer um mig straumur og ég kemst í leiðslu. Því hugarástandi verður hver og einn að lýsa fyrir sig. BRÚ MILLI KAUPENDA OG SEUENDA ÁNÆGJA OG ÖRYGGI - fyrir viðskiptavini Frá því Einar Benediktsson hóf fasteignasöiu í byijun 20 aldar hefur fasteignamarkaður mikið breyst. í dag ráðum við yfir mjög öflugu tölvu-, upplýsinga- og sötukerfi til að veita viðskiptavinum okkar allar þær upplýsingar sem þarf til þess að taka ákvörðun um húsnæðiskaup, s.s. lánamöguleika, greiðslubyrði o.þ.h. Sölumenn okkar hafa áratugareynslu af fasteignasölu. BMOST hefur frá upphafi kappkostað að veita viðskiptavinum sínum mikla og góða þjónustu, enda vitum við að ánægður viðskiptavinur er okkar besta auglýsing. Við þessi miklu tímamót títum við yfir farinn veg og horfum til framtíðar. Við viljum þjónusta ibúðaeigendur jafn vet í framtíðinni og við höfum gert frá árinu 1995. A nýju ári fjölgum við starfsmönnum og tökum i notkun nýtt og stærra húsnæði í þeim tilgangi að auka við þjónustuna. Fyrir utan að setja og verðmeta íbúðarhúsnæði munum við teggja meiri áherstu á að setja atvinnuhúsnæði og fyrirtæki. Sata fasteigna hefur verið mjög mikil s.l. tvö ár og má reikna með að svo verði áfram. Mjög mikil eftirspurn er eftir öllum gerðum húsnæðis og eignir setjast jafnvel á 2-3 dögum. Við höfum á skrá yfir 200 kaupendur sem annað hvort hafa þegar sett eða vilja skipta á eignum. Ef þú ert í söluhugteiðingum hafðu þá samband við sölumenn okkar sem munu leggja sig atta fram um að teysa þin mál. v. Vegmúla 2 • Sírni 533-3344 *Fax 533-3345 Vefslóð: www.fasteignasala.is • Netfang: bifrosl@f;usteignasala.is fasteigna&ala I-----------------------------1 „Ekki bað jeg..“ eftir HERDÍSI ANDRJESDÓTTUR 1938 Ekki bað jeg um það þó ýtt mjer væri á tímans sjó, áttatíu ára hró er jeg nú og þykir nóg. Sagt var mjer þá syrti að jel, sigldu, stýrðu, róðu vel, þó bára og vindur bjóði hel og báturinn sje krákuskel. Þá í veiði fór jeg för, flýðu seyðin lekan knör, sjaldan leiði, lítil kjör, lenti heiðin oft í vör. Hraktist út á sónar sjó, sá af straum og skerjum nóg, þar til inn í þagnar kró, þulins bátinn minn jeg dró. Eru horfin ama söfn, öldu kvika ber mig jöfn yfir kalda dauða dröfn, í Drottins nafni í friðar höfn. ------------------- strætisvagnar reykjavíkur R 1900 eftir krist JÓNAS E. SVAFÁR 19 78 leið 01 ferðast með bemhoftstorfuna úr norðurmýrinni inn í fornsögur íslands leið 02 siglir sjávarútveginn inn í laugardal alfheimanna leið 03 hefst í háaleiti með landhelgissamningi um þrjár mílur af flóði og fjöru á seltjarnarnesi leið 04 hefst með heimastjórn í högunum og endar inn við sundin blá á síldveiðum leið 05 hefst í laugarásnum en endar í skerjafirði með árás á vetrargarðinn leið 06 ekur túngötu í hringbraut og reisir bústað í sogamýrinni leið 07 ekur í loftinu með ráðherra úr stjórnarráðinu á borgarsjúkrahúsið leið 08 flytur hægri kjósendur á kjörstað það er kosið um uppkastið að þjóðviljanum leið 09 flytur vinstri kjósendur inn í ástartímabil kattarins leið 10 vogar sér inn fyrir elliðaár drukkin af rauðvíni vatnsins leið 11 ekur í súkkulaðiblokkir í breiðholti þar sem verkamenn eru dæmdir upp á vatn og brauð leið 12 ber fætur lærisveinanna inni í heiðnaberg vestursins að styrjöld á balkanskaga leið 13 ekur háskólahverfið yfir holt og hæðir og staðnæmist _ hjá danakóngi með stjórnarskrána
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.