Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 122

Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 122
122 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 1913 fNtot&mMdtíb 2000 Reisn mannsins og göfgi Morgunblaðiö/RAX | Listaverkagjöf Errós 1 9 8 9 • Myndlistarmaðurinn Erró, Guðmundur Guðmundsson, sem lengi hefur búið og starfað í París, færði Reykjavíkurborg að gjöf safn listaverka eftir sig og spanna verkin, sem voru um tvö þúsund, nánast allt feril listamannsins, allt frá æskuárum. Á myndinnl sýnir listamaðurinn Davíð Oddssyni, þáverandi borgarstjóra, eitt verkanna í málverkageymslu Kjarvalsstaða en borgarstjóri tilkynnti um gjöfina við opnun I | sýningar á verkum Errós þar. I-----------------------------------------------------------1 FRÉTTASAMTAL Í96Í Samtalið við David Ben-Gurion átti sér stað í Ráðherrabústaðn- um. Forsætisráðherrann var hlýr og viðfelldinn í viðkynningu og sagðist skyldu leysa úr öllum spurningum eins og hann bezt gæti. Hann talaði lágt, en ákveðið og af bjargfastri sannfæringu. „Þér voruð fæddir í Póllandi, herra forsætisráðherra. Hvaða tii- finningar berið þér í brjósti til þessa gamla fæðingarlands yðar?“ An minnstu umhugsunar svaraði Ben-Gurion. „Ég var fæddur í þeim hluta Póllands, sem var partur af Rússlandi keisaratímabilsins. Þá gerðu Rússar allt sem þeir gátu til að merkja sér landið og setja rúss- neskt yfirbragð á allt þjóðlífið. Mér fannst ég aldrei heyra til Póllandi eða Rússlandi, heldur leit ég á Pal- estínu sem mitt land og Israels- menn sem mína þjóð. Ég vissi líka miklu meira um Israel en Pólland eða Rússland. Astæðan vai- sú, að fyrsta bókin sem ég lærði var Biblí- an, og hún hafði djúp áhrif á mig.“ „Hún hefur verið yður leiðar- stjarna?" „Já, ekki aðeins mér heldur öllum Gyðingum í þúsundir ára, sérstak- lega eftir að þeir dreifðust um víða veröld. Ég setti traust mitt á að uppfyllt yrði það loforð Biblíunnar, að við mundum aftur fara heim til ísraels. Sem barn dreymdi mig um að komast heim og þegar ég var orðinn fullorðinn, ákvað ég að fara og gera það.“ „Var það nokkuð sérstakt í Biblí- unni sem hafði meiri þýðingu fyrir yður en annað?“ „Fyrst og fremst það sem Guð sagði við Abraham, Börnum þínum hef ég gefið þetta land. Vit það fyrir víst að niðjar þínir munu lifa sem útlendingar í landi sem þeir eiga ekki. En fólkið kom aftur. I þúsund ár hefur þetta loforð verið vegvísir okkar og nú hefur því verið full- nægt. Og ég hef alltaf verið þess fullviss, að svo mundi fara.“ „Kona yðar nýtur mikilla vin- sælda hér á landi.“ „Já, ég á góða konu og milli okkar ríkir kærleikur." „Hún hefur verið yður hjálpar- heUa í erfiðu starfi." „Já, hún hefur lagt sig fram um að ég gæti sinnt þeim störfum, sem lögð hafa verið á herðar mér fyrir land mitt og þjóð. Hún hefur séð um heimilið, hún hefur séð um bömin og ég hef séð um hana.“ „Þér eruð þá þeirrar skoðunar að góð kona sé mikill styrkur hverjum stjómmálamanni?11 „Já. En ekki aðeins hverjurn stjórnmálamanni, heldur hverjum manni.“ „í Þjóðminjasafninu um daginn minntist ég á Jesú Krist við konu yðar. Hvað segið þér um hann, herra forsætisráðherra?" „Hann var aðeins góður Gyðingur eins og margir aðrir.“ „En orð hans í Nýja Testament- inu?“ „Þegar hann var uppi í Gyðinga- landi, vom þar margir trúflokkar og í bókum þeirra lesum við svipaða hluti og hjá Jesúm.“ „Tníið þér aðhann hafi verið son- ur Guðs?“ „Nei.“ „En hann sagði það sjálfur?” „Það hefur verið misskilið. Eng- inn góður Gyðingur getur sagt að hann sé sonur Guðs. Páll misskildi þessi orð Jesú og lagði í þau bók- staflega merkingu, Jesús var ekki þeirrar skoðunar sjálfur. Þegar hann sagði: Ég er Guðs sonur, átti hann við það sama og allir Gyðing- ar, þ.e. að Guð á himnum er skapari alls; hann er í öllu og alls staðar, var til fyrir sköpun heimsins og verður til eftir heimsendi, ef svo mætti segja. Eins og Guð skapaði alla hluti, þannig skapaði hann einnig Jesú Krist. Það var það sem Jesús átti við, þegar hann sagði þessi orð, en síðar hafa þau verið misskilin og rangtúlkuð. Við Gyðingar lítum á * ekki skoðun stjórnarinnar“ [ fní Ben-Gurion um álit sitt á krossfestingunni ] „Þetta er FRÉTTASAMTAL 1962 David Ben-Gurion, forsætisráðherra ísra- els, lét fréttamenn bíða eftir sér í Þjóð- minjasafninu í gærmorgun, því þangað kom hann ekki fyrr en rétt um hálf tólf leytið. Ráðgert var að hann kæmi alllöngu áður, en viðræður hans við Olaf Thors forsætisráð- herra í stjórnarráðinu stóðu nokkuð lengur yfir en ráðgert hafði verið. Fréttamenn létu það ekki á sig fá, heldur biðu þeir eftir Ben- Gurion og fylgdarliði hans. Sumir sögðu að forsætisráðherrar Islands og Israels hlytu að vera búnir að leysa öll heimsvandamál eftir svo langar viðræður. „Ætli þeir séu ekki búnir að leysa upp Arababandalagið?" sagði einhver. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og frú og Kristján Eldjám þjóðminjavörður voru meðal þeirra sem tóku á móti forsætis- ráðherrahjónum Israels í Þjóðminjasafns- húsinu. Þangað komu þau ásamt dóttur sinni og fylgdarliði. Þegar gengið var inn í fremsta sal Þjóðminjasafnsins mátti sjá að forsætisráðherrahjónin höfðu drjúgan áhuga á því sem þar bar fyrir augu. Krist- ján Eldjám hugðist sýna þeim safnið sam- an, en varð viðskila við forsætisráðherrann sem talaði mikið og lengi við Gylfa Þ. Gísla- son og spurði hann margs úr safninu. For- sætisráðherann benti á drykkjarhom í há- um glerskáp og spurði, til hvers þau hefðu verið notuð. „Ur þeim var dmkkið,“ sagði menntamálaráðherra. „Já, auðvitað," sagði þá forsætisráðherra ísraels. Þó menning Gyðinga sé jafn gömul og raun ber vitni virtist forsætisráðherrann undrandi þegar honum var bent á einhverja muni sem em meira en 1000 ára gamlir. Við drykkjarhornin rifjaðist það allt í einu upp fyrir Ben-Gurion að hann hafði séð Gylfa Þ. Gíslason áður. Hann benti á hann með vísifingri hægri handar og spurði: „Þér hafið verið í ísrael?" „Já,“ svaraði mennta- málaráðherra. „Hvenær var það?“ „Það var 1948.“ „Já, alveg rétt. Ég man eftir yður.“ Og svo héldu þeir áfram að skoða safnið, en frú Ben-Gurion sem fundið hafði mann sinn aftur, endurtók spuminguna: „Hvenær vor- uð þér í ísrael?" „1948,“ svaraði mennta- málaráðherra enn. „Þá ættuð þér að koma þangað aftur og sjá mismuninn," sagði frú- in. „Er hann mikill?“ spurði menntamála- ráðherra. „Mikill," endurtók frúin, „þér ættuð nú að vita það.“ Það var augsýnilegt að hún var ísraelsmaður í húð og hár enda þótt hún hafi dvalizt langdvölum utan Isra- els. Ben-Gurion spurði hvenær Þjóðminja- safnið hefði verið byggt. 1944 var honum svarað. „Sama árið og lýðveldið var stofn- að?“ sagði hann. „Já, byggingin var reist til minningar um þann atburð,“ var honum sagt. Virtist honum líka það vel. Þegar gestirnir stóðu fyrir framan stórt teppi með myndum af höfuðdyggðunum í konulíki frá 1700, var forsætisráðherrann ekki alls kostar ánægður með það sem hann sá. Hann benti á eina af fígúrunum og sagði: „Sara, hún er ekki karlmaður. Hvers vegna gerðu þeir hana að karlmanni?" En þá var honum bent á að nafnið ætti við næstu persónuna fyrir ofan. Teppi þetta er eftir dætur séra Hjalta Þorsteinssonar í Vatnsfirði. „Var það saumað á Islandi?" spurði forsætisráðherrann. „Já,“ sagði Kristján Eldjárn. „Og hvemig hefur þetta varðveitzt?" „Teppin hafa verið geymd á bóndabæjum víðsvegar um landið," sagði þjóðminjavörður. „Já, einmitt,“ sagði for- sætisráðherra. En kona hans benti á skaut- búning í næsta glerskáp og sagði: „Þetta er fallegt. Mikið er þetta fallegur búningur. Er hann ekki notaður?" Svo var haldið áfram að skoða safnið. Fréttamaður Mbl. gekk við hliðina á frú Ben-Gurion, þegar komið var að krossfest- ingarmynd úr kaþólskum tíma. Þar sást Jesús Kristur á krossinum. Frúin stað- næmdist allt í einu, hristi höfuðið og benti á myndina, sneri sér síðan að fréttamannin- um og sagði: „Þetta hefur aldrei gerzt. Vitið þér, að þetta hefur aldrei gerzt. Jesús Kristur var mikilmenni og hann væri mikil- menni, ef hann lifði í dag. En ég trúi ekki að hann hafi verið sonur Guðs, það getur ekki verið, til þess hafði hann hvorki andlega né líkamlega hæfileika. En hann er einn mesti maður sem hefur lifað.“ „Er þetta skoðun manna í ísrael?" spurði fréttamaður Mbl. „Þetta er bara mín persónulega skoðun. Og góði maður ef þér setjið þetta á prent verð- ið þér að taka það rækilega fram, að þetta er ekki skoðun stjórnarinnar." Svo benti frúin enn á krossfestinguna og sagði: ,,Þetta er vitleysa. Þetta hefur aldrei gerzt. Ég er sósíalisti og trúi ekki, að þetta hafi gerzt. Það gat ekki gerzt. En hvað eruð þér? Eruð þér kaþólskur?" „Nei, ég er lútherskur,11 sagði fréttamaðurinn. „Kona sonar míns var kristin;" hélt frúin áfram, „ég hafði ekkert á móti því. Hann er vel giftur. Ég segi alltaf, að mér líki ákaflega vel við hana og á ég að segja yður af hverju? Hún er frá Mön og mér þykir vænt um hana af því að hún yfir- gaf land sitt, foreldra sína og trú, til þess að fylgja manninum sínum, syni rnínurn." „Hvernig kynntust þau?“ „Hann særðist í stríðinu og var fluttur í sjúkrahús og hún er hjúkrunarkona eins og ég. En sjáið þér, þarna er dóttir mín.“ „Já, Renana, hún er doktor.“ „Hvernig vitið þér að hún er dokt- or?“ „Það stendur í fréttatilkynningu sem blöðin hafa fengið.“ „Já, einmitt. En vitið þér hvað Renana þýðir?“ „Nei.“ „Sú sem er full af h'fsþrótti og það er hún svo sannar- lega hún Renana." „Má ég hafa eftir yður, það sem þér sögðuð um Jesú?“ spurði fréttamaður Mbl. „Helzt ekki.“ „En það er nýnæmi á íslandi að heyra slíka skoðun." „Jæja það gerir þá ekkert til. Þetta er mín persónulega skoðun. Því verður ekki breytt. En þér verðið að taka rækilega fram að þetta er ekki skoðun stjórnarinnar." í þessum svifum kom bandarísk kona að- vífandi. Þær tókust í hendur. Frúin virti hana fyrir sér og sagði: „Þér eruð Gyðing- ur?“ Bandaríska konan kyssti hana á kinn- ina og hvíslaði einhverju að henni. Þær urðu snarlega góðar vinkonur. „Mér líkai’ svo vel við yður,“ sagði bandaríska konan nokkru seinna. ,Af hverju?“ spurði frú Ben- Gurion. „Ég veit það ekki, eða hvernig ætti ég að vita það,“ svaraði konan vandræða- lega. Frúnni líkaði svarið vel. En nú þurfti hún að hafa hraðan á til að ná manni sínum, sem stóð við gestabókina og skrifaði nafn sitt í hana. Síðan benti hann á mynd af Guð- brandi biskupi Þorlákssyni og spurði: „Var þetta biskup?" „Já.“ Þá var eins og áhuginn minnkaði og hann gekk fram að forstofu- hurðinni. En á leiðinni staðnæmdist hann við mynd af Bjarna skáldi Thorarensen. „Hver er þetta?“ sagði hann. „Ljóðskáld." „Islenzkt ljóðskáld?,11 spurði hann. „Já.“ Hann hafði augsýnilega áhuga á skáldinu og fór að tala um bækur og sagði að biblí- an hefði selzt í 100 þús. eintökum í Israel. Þar af hefðu verið 40 þús. áski’ifendur að henni. „í hve stóru upplagi seljast met- sölubækur hér á landi?“ spurði hann. „4-5.000 eintökum," var honum svarað. Hann sagði ekkert. Og svo var haldið fram á gang og mikið talað. Frúin sagði bandarísku konunni frá því að sonur hennar væri yndislegur mað- ur. „Hann er yfirmaður í lögreglunni," sagði hún. „Og ekki er konan hans síðri.“ En frammi í gangi talaði Ben-Gurion við menntamálaráðherra og sagði honum frá því, að dóttir þeirra hefði fullyrt við sig að þingið á Mön væri eldra en það íslenzka. „Ég mótmælti þessu,“ sagði Ben-Gurion. „En hún sat fast við sinn keip.“ „Við höfum haft allsherjarþing á íslandi síðan 930,“ sagði menntamálaráðherra. „Ég verð að segja henni að Alþingi Islendinga sé eldra en þingið á Mön,“ sagði Ben-Gurion. „Og ef það er nóg fyrir mig, þá verður það að vera nóg fyrir hana.“ Fréttamaður Mbl. sneri sér enn að frúnni og spurði: „Hvernig líkar yður að vera frú Ben-Gurion?“ Hún hló hátt og sagði: „Hvað á ég að gera? Ég á ekki annars úrkosti. Við giftumst 1917 og þá var hann ekki forsætis- ráðherra. Ég er gift honum, hvort sem hann er forsætisráðherra eða ekki.“ M. f
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.