Morgunblaðið - 03.01.2000, Page 125
1913 2000
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 125
gang alheimsins og bresti ekki inn-
sýn í hann, er varla sá hlutur til,
sem ekki virðist á vissan hátt geta
veitt ánægju. í þessum skilningi er
hinn opni skoltur villidýranna, engu
ógirnilegri til fróðleiks en eftirlík-
ingar hans í heimi listarinnar. Þar
sem fer öldungurinn, mun honum
gefast að sjá hinn fulla þroska og
útlit, er honum sæmir, og hinn ljúfa
blóma æskunnar getur hann virt
fyrir sér, án þess að lostafull ástríða
dragi ský á augu hans. Þessu líkt
mun honum farast um fjölmargra
hluti, sem ekki kunna í allra augum
að sýnast viðfelldnir, en mun vissu-
lega gleðja hvem þann mann, sem
er sannur skoðari náttúrunnar og
handverka hennar."
Málverk er hugverk og hefur í
kjarna sínum þann höfuðtilgang að
miðla áhorfandanum upplifun þess,
er skóp verkið. Hann er því meiri af
sjálfum sér sem list hans er einstak-
lingsbundnari. í allri sögu listarinn-
ar hefur það hvergi verið skráð til
mikilla afreka að þjóna hinum
óþroskuðu almennu kenndum.
Hellamálverkin fornu voru ekki
gerð fjöldanum tii unaðssemdar,
píramídamir því síður. Michaelang-
elo bjó ekki út myndir sínar fyrir
hið óþroska auga. Leonai'do da
Vinci horfði með stóiskri ró á her-
menn eyðileggja mesta listaverk
hans, hina miklu riddarastyttu af
Lorenzo di Medici. Listin hefur ver-
ið sögð guðsdýrkkun í línum, litum
og formi, einnig verið túlkuð með
svo einföldu orði sem miðlun. Víst
er, að fjöldinn getur menntað sig í
gegnum listina sem önnur þrosk-
andi meðul, er byggjast á lífs-
reynslu, menntun og innsýn, en
hann getur ekki gripið fram fyrir
hendur listamannsins frekar en
hendur skurðlæknisins. Og þótt al-
menningur sé svo mjög andsnúinn
listamönnum, er það víst, að engin
stétt þjóðfélagsins hefur haft jafn
ríka samkennd með honum og
einmitt listamennirnir, og engir
hafa lýst honum betur í reisn hans
og lægð.
Heimurinn hló, þegar heims-
pressan skýrði frá amerískum mál-
ara, sem málaði eingöngu svartar
myndir, en seldi þó allt. - Hefðu
þeir, sem skoðuðu sýninguna og
komu fréttinni út, rýnt lengur á
hvert einstakt málverk hefðu þeir
uppgötvað marga liti og margvísleg
form, og einmitt þessi hárfina og
merkilega yfirferð gaf myndunum
ómetanlegt gildi. Heimurinn hló
einnig er upp komst, að api hefði
fengið verðlaun á listasýningu. Ap-
ar geta skynjað að marki og hægt
er að kenna þeim ýmsan verknað,
hreyfingar þeirra eru mýkri en
mannsins og hafa yfir sér vissan
þokka. Ekki skyldi það koma nein-
um á óvart, þótt hjá þeim væri feg-
urð að finna í myndrænum skiln-
ingi. En því miður, apans vegna,
náði geta hans yfir mjög þröngt
svið, en tilraunimar voru engu að
síður athyglisverðar. Mörgum þyk-
ir það fráleitt, að geðveikir geti
málað fallegar, tjáningarríkar
myndir. Margur hló, er hann las
um geðveiku stúlkuna í Englandi,
er hlaut fyrstu verðlaun á alþjóð-
legri sýningu þar og mikið lof list-
gagnrýnenda. I ljós kom, að faðir
hennar var myndlistarkennari,
mjög góðum listgáfum gæddur, og
væntanlega láta þeir menn til sín
heyra, sem haida því fram, að van-
gefnum og geðveikum giepjist sýn
á öllum sviðum. Sænski málarinn
Ernst Josephson, sem er einn af
brautryðjendum sænskrar listar,
var með annan fótinn á geðveikra-
hælum og gerði meira að segja
frægar teikningar, eftir að hann
var orðinn algjör hælissjúklingur.
Van Gogh afrekaði það að mála 50
myndir á einu sumri, sem er máski
ekki svo mjög mikið í sjálfu sér, en
þó einsdæmi í listsögunni fyrir það,
hvílík listaverk þetta voru. Hann
var þá í umsjá geðlæknis. Allir geð-
læknar vita, að ekki er til neitt, sem
heitir „hinn normali maður“, því að
hér vantar viðmiðun, nema meðal-
mennsku. Eru þá ekki allir, sem
skara fram úr ónormal?
Myndlistin hefur vissulega mikil-
vægu hlutverki að gegna í þjóðfé-
laginu sem uppeldismeðal og ekki
síður til þess að varpa Ijósi inn í
hugi þess fólks og skynjanir, sem
annaðhvort getur ekki tjáð sig með
öðrum hætti (vangefnir, mállausir,
geðveikir), eða vill ekki, t.d. þver-
lynd og erfið böm með innibyrgð
vandamál. Myndlistin veitir í þess-
um tilvikum geðlækninum, sálfræð-
ingnum og kennaranum mikilsverð-
ar upplýsingar, sem hann gæti ekki
aflað sér eftir öðrum leiðum. Þá get-
ur myndlistin, og það verður að
skoðast mikilsverðast almennt,
kennt fólki að sjá í stað þess að
horfa, svo sem áður var vikið að, og
þar með opnað ný lífssvið...
Það má vera augljóst, að myndlist
er sízt alls það, sem nefnt er „lúx-
us“, í almennum skilningi, en vissu-
lega eru það forréttindi og „lúxus“
að fá að lifa og hrærast í umhverfi
sínu og njóta þess að skynja það
með vakandi tilfinningum.
I-----------------------1
Regn
eftir ÓLAF JÓHANN
SIGURÐSSON
1940
Andvarinn stráunum vaggar vægt,
veltist þokan um fjallsins skörð.
Fyrstu droparnir falla hægt,
falla mjúklega á þurra jörð.
Mistrað var loft, úr melum rauk,
móinn og túnin biðu þyrst,
þegar andvarinn stráin strauk -
og strjálu droparnir komu fyrst.
Regnið niðar um grund og gil,
glaðir lækirnir stíga dans.
- Og sál mín veitist í vorsins hyl
og verður hreyfing í bylgjum hans.
Barn
Þú komst eins og kvikur geisli
og kunnir þjer engin læti.
Þú leist ekki á lúna gestinn,
en Ijekst þér á öðrum fæti.
Og áður en varði jeg undi
í yndisríkari heimi.
- Og mjúku lófana htlu
í leynum hugans jeg geymi.
Því gullin þín voru gleðin
og glóbjartar líðandi stundir.
Og enga veröld þú áttir
og engar sorgir þú mundir.
Og þjer fanst lífið sem ljómi
og leikur að gyltum baugum.
- Og þá var mjer þungt fyrir brjósti,
og þokumóða í augum...
Það fólst bæði sólskin og söngur
ísaklausabrosinuþínu,
eins og draumur um alt, sem var dáið
og druknað í hjarta mínu.
I________________________________I
WZ
m
fy.
í tilefni aldamótanna
viljum við hjá Skóverslun Kópavogs
óska öllum Íslendingum
til hamingju með tímamótin.
(Vonurn að árið verðijjcefurífe
fyrir (andsmenn a((a.
Þar sem verslunin fagnar 35 ára afmæli sínu,
vonum við að sem flestir sjái sér fært
að líta við og fagna með okkur
á þessum merku tímamótum.
SKÚUERSLUN
KOPAVOGS ‘Þjónusta Í35 ár
HAMRABORG 3 • SfMl 554 1754
■K
KVÉilTABANKINN
Kvótabankinn sendir viðskiptavinum
sínum bestu kveðjur og árnaðaróskir
við árþúsundamót. Þakka ánægjuleg
viðskipti á liðnum árum.
Jón Karlsson
Sími 565 6412, fax 565 6372.
Möguleíkhúsíð óskar íandsmönnum
gleðílegs árs og þakkar frábærar
móttökur á þeím 10 árum sem tíðín
eru frá því leíkhúsíð tók tíl starfa.
Framundan er
10 ára afmælisár með
fjölbreyttum sýningum
fyrir börn á öllum aldri
Langafi prakkari mætir galvaskur til leiks 23. janúar
MÖGULEIKHÚSIÐ
VIÐ HLEMM
sími 562 5060
Glæsilegur
kvenfatnaður
frá Þýskalandi
og Ítalíu,
Stærðir
36-52
sími 581 2141.
r
*