Morgunblaðið - 03.01.2000, Qupperneq 127

Morgunblaðið - 03.01.2000, Qupperneq 127
1913 2000 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2000 127 V Söknuður „...og svo gáfa pabbi og mamma okkur leyfi og sögðu að við mættum fara til fs- lands. Þau hafa áreiðanlega bæði áhuga á að skreppa til íslands, skoða landið og kynnast fólkinu og við verðum að hafa okkur allar við, þegar við förum að segja þeim frá ferðalaginu." gantast þarna í aftursætinu, en Jakob fékk ekki stundlegan frið. Við spurðum ungfrúna: „Þykir yður ekki leiðinlegt að hafa alltaf á eftir yður lögregluþjóna og blaðamenn?" Hún svaraði ofur rólega: , „Nei, það hefur engin áhrif á mig. Ég reyni bara að fela mig bak við eldri fjölskyldumeðlimina." Þetta var nóg til að þagga niður í Gontar. Hnan baðaði út höndunum og sagði við mágkonu sína: „Nei, þetta geturðu ekki sagt, nú ertu búin að setja alla ábyrgðina á mig.“ Hún einungis kinkaði kolli til sam- þykkis. Og nú var henni farið að líða betur í bílnum. Surtur var orðinn fjarlægt og heldur óskemmtiiegt við- lag við íslandsreisuna, brátt mundi hann vonandi gleymast aigerlega, og allt hans hafurtask. Við vorum að nálgast Gljúfrastein og það var kominn tilhlökkunarsvip- ur í andlit Elenu. Hún sá fyrir sér hesta með fagurbúnum reiðtygjum - og hún mundi þeysa eftir sléttum grundum, vera frjáls. Þannig var svipurinn sem var kominn í andlit hennar. „Ég hlakka til að fara á hestbak,“ sagði hún, og fór að taka betur eftir landslaginu, fjöllin urðu hlýrri, grasið grænna og vinalegra. En aumingja Gontar sagði einungis: „Ég get víst ekki farið á hestbak, hklga er enginn hestur til á Islandi svo stór að hann beri mig.“ Það var stutt eftir í hlað, og nú var hver síðastur að spyrja Elenu Krúsjeffsdóttur nokkurra spuminga í viðbót. Við vomm því fljótir að skjóta spumingum inn í glensið og gamanið. Við spurðum, hvaða mynd Elena myndi fara með af landinu. „Eins og ég sagði,“ svaraði hún, „átti ég sæmilega mynd af því, áður en ég kom, en nú er hún skýrari.“ „Hvenær var ákveðið að þið færað til íslands?" „Það var ákveðið áður en við fór- um í Norðurlandaferðina. Þá var mikið talað um ísland, ferðin vegin og metin fram og aftur og svo gáfu pabbi og mamma okkur leyfi og sögðu að við mættum fara til Is- lands. Þau hafa áreiðanlega bæði áhuga á að skreppa til íslands, skoða landið og kynnast fólkinu og við verðum að hafa okkur allar við, þegar við fórum að segja þeim frá ferðalaginu. Auðvitað segjum við þeim allt sem gerzt hefur.“ „En hvað um laxinn?“ Jakob skaut inn í að Elena mundi taka hann með sér og hann yrði ét- inn við matarborð Krúsjeffs á föstu- daginn kemur. „Og þá verður mikil veizla," bætti Jakob við. En við hugsuðum: Svo þetta átti fyrir El- liðaárlaxinum að liggja. „Hafið þér verið aldar strangt upp?“ spurðum við. ,Af hverju spyrjið þér að því?“ „Vegna þess að hún sagðist hafa þurft að spyrja foreldra sína að því, hvort hún mætti fara til Islands." En Elenu þótti sjálfsagður hlutur, að spyrja foreldra sína. Hún er sem sagt mjög vel upp alin og fjölskyldu- böndin sýnilega sterk. Og svo bætti hún við: „En það er ekki svo auðvelt að komast til Islands." „Hafið þér áhuga á stjómmálum?" „Hjá okkur hafa allir áhuga á stjómmálum. Það er ekki hægt að komast hjá því að lesa blöðin, og þau era full af pólitík. Auðvitað verð ég að fylgjast með stjómmálum og hafa áhuga á þeim eins og allir aðrir í landi okkar.“ „En hvemig líkar yður stjómmál- in á f slandi?“ Hún vildi fátt um þau segja, og við voram spurðir hvað við meintum með þessari spumingu. „Mundi ekki áhugi ykkar á pólitík svo sterloir, að þið munduð heldur kjósa að ísland væri kommúnistískt land?“ „Það kemur okkur ekkert við,“ svaraði ungfrú Elena, „hvaða póli- tík er hér tíðkuð. Fólkið sjálft velur hvers konar fyrirkomulag það vill hafa. Ég er gestur og mér dettur ekki í hug að fara að segja að mér líki illa það sem fólkið hefur valið.“ Síðan fór hún að segja okkur frá blómunum, sem hún ætti heima, yndislega fallegum og alla vega lit- um blómum, og hún hlakkaði mikið til að koma heim og hirða um þau. Einhvern veginn höfðum við allan tímann á tilfmningunni, að ungfrúin væri með heimþrá, þó hún reyndi að bæla hana niður. Það brá fyrir söknuði í andliti hennar, en svo birti upp aftur og við fóram að huga að því hvað hún hefði séð. A hlaðinu á Gljúfrasteini stóðu fallegir hestar og biðu knapa sinna. Gestunum var heilsað með hlýju brosi. Þeir fóra inn og skiptu um föt og stuttu síðar kom Elena aftur út í hvítri reið- blússu. Nú brosti hún, og þegar frú Auður spurði hvort hún vildi ekki fá hanzka, svaraði hún á góðri ensku þessum lakonísku orðum: „Ég ríð aldrei út með hanzka." Svo var farið á bak og riðið út í ís- lenzku sólina og sumarið. eftir KRISTIN E. ANDRÉSSON 19 3 2 Ein allra dýrmætasta perlan í bók- mentum okkar, eitt vængjatak skáldsálar, áður hana þraut flugið. Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað? Og ljóðin, er þutu’ um þitt blóð frá draumi til draums, hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó bam, er þig hugðir, borið með undursamleikans eigin þrotlausan brunn þjer í brjósti! Hvar....? Við svofeld annarleg orð, sem einhver rödd lætur falla á vom veg - eða að því er virðist, vindurinn blæs gegnum strætin, dettur oss, svefngöngum vanans, oft drakklanga stund dofinn úr stirðnuðum limum. Og spunahljóð tómleikans lætur í eyrum vor lægra. Og leiðindin virðast í úrvinda hug voram sefast. Og eitthvað, er svefnrofum lOdst, á augnlok vor andar, vjer áttum oss snöggvast til hálfs, og skilningi lostin, hrópar í allsgáðri vitund vorsál: Hvar! Ó, hvar? Er glatað ei glatað? Gildir ei einu um hið liðna, hvort grófu það ár eða eihfð? Unn þú mjer heldur um stund, að megi jeg muna, minning, hrópandi rödd: ó, dvel! En æ, hver má þjer með höndum halda, heilaga blekking! Sem vængjablik svífandi engla í augum vaknandibarna ert þú hverfúl oss, hversdagsins þrælum.... Og óðar en sje oss það ljóst, er undur þitt drakknað í æði múgsins og glaumsins. Svo höldum vjer leið vorri áfram, hver sína villigötu, hver í sínu eigin lífi vegviltur, framandi maður; og augu vor era haldin og hjörtu vor trufluð af hefð og löggrónum vana, að ljúga sjálfan sig dauðan. En þei, þei, þei, - svo djúpt sem vor samviska sefur, oss sönglar þó allan þann dag við eirðarlaus eyrun eitthvað, því líkt sem syngi vor sálaða móðir úr sjávarhljóðinu’ í íjarska.... Og eyðileik þrungið hvíslarvorthjarta hljótt út í bláinn: Hvar?.... Ó hvar? Hví kom hann ekki heim? Það er sannleikur, að Jóhann sár- langaði til íslands. 011 hugsun hans og líf snerist um íslensk efni, fyrst og síðast. Hann lifði ekki á Islandi, en hann lifði Island. Hann átti land og þjóð rist í hjarta sínu. Hvert orð hans átti íslenska merkingu. - Svo nábund- inn var hann hólmanum, sem ól hann. En hvað hafði hólminn að gefa hon- um? Jörðin? Lækningu, ef til vill. En þjóðfjelagið? Dauða og ekkert annað. Það átti og bauð hæli fyrir sjúkling- inn, nafnlausan þegninn. En fyrir skáldsálina, fyrir Jóhann Jónsson, átti „móðirin" engan hjartastað. Hún gat boðið sjúklingnum að koma heim og deyja, en hún gat ekki boðið skáld- inu að koma heim og lifa. Og Jóhann langaði til að lifa - og langaði heim. En heimför til íslands gat hann ekki rjettlætt fyrir sjálfum sjer nema með því einu, að hann ætti þar kost á að lifa, þ.e. að yrkja. Þann kost gat ís- land ekki veitt honum. Þess vegna kom hann ekki heim. Hví liggur ekki meira eftir hann? Jóhann var sífelt að þroskast. Eft- ir því sem sjóndeildarhringur hans víkkaði, hækkuðu eðlilega kröfumar til listarinnar. Hann óx frá æskuljóð- um sínum. Hann orti mörg falleg kvæði á undan „Söknuður", sem birtist í „Vöku“ árið 1928 (og birtist hjer), en með því hafði hann fyrst fundið sjálfan sig, var hann orðinn frjáls og laus undan áhrifum annara, hafði hann brotið af sjer venjurnar og eignast sjálfstæða, eigin hrynj- andi og mál fyrir ljóð sín. Þetta kvæði ber fullkominn svip Jóhanns, ekkert annað skáld hefði getað ort það. Og jafnframt því að kvæðið er samræmisfull hrynjandi skáldsálar Jóhanns, eignast íslensk ljóðagerð nýja sál með því. í anda þess skyldu önnur kvæði Jóhanns upp frá því. Og gerðist þar með fyrsta veralega ný- sköpunin í íslenskum ljóðastíl frá því Jónas Hallgrímsson leið, en skáldsál hans og Jóhanns hefrr að mörgu leyti verið mjög lík. Báðir áttu þörf fyrir kraft og íkveikju utan að. Báðir vora seinir að yrkja, því að skáldgáfa þeirra var þess eðlis, að kvæðin eða sögumar urðu fyrst að verða til sem ómur, hrynjandi og mynd í sál þeirra, áður en þau fengi búning málsins. Og því urðu verkin sál af sál þeirra. En Jóhann átti engan Tómas Sæmundsson meðal vina sinna. Rjett um það bil, að hann varð fullþroska, fjellu veikindin yfir hann og eyddu starfskröftum hans. Hann varð ekki nema 35 ára. Og Jóhann var svo vandaður, að hann ljet ekkert verk frá sjer fara fyr en það var orðið eins og honum líkaði best. Og kröfur hans vora háar. Sökum alls þessa liggur ekki meira eftir hann. Nei, við getum ekki komið sökinni af okkur. Ekki þjóðfjelagið, sem eng- an gróðrarreit á fyrir dýrmætustu sálirnar, en Ijettir hvert spor sálleys- ingjum og lífníðingum. Ekki heldur einstaklingar, sem þykjast kunna að meta andleg verðmæti og sálir eins og Jóhanns, ekki við mannleysumar, sem skiljum hann svo dæmalaust vel, þegar hann er dáinn - en gerðum ekkert fyrir hann, meðan hann lifði. - Hvað er jeg að vanþakka. Góðir menn styrktu hann til náms. En þurfti ekki Jóhann síðar enn fremur á styrk að halda, þegar verkeínin uxu og starfs- tíminn hófst. Jú, vissulega. En svo langt nær skilningur okkur ekki, enda eram við hver innibyrgður í sjálfum sjer, hver í sinni eigin skel. Allir vinir Jóhanns voru sannfærðir um gáfur hans, smjöttuðu á þeirri sannfæringu sín á milli - en gerðu svo ekkert fyrir hann. Einn af slíkrnn „vinum“ hans - einn af þeim síðustu - varð jeg. Jeg kyntist nokkra af hinni ótakmörkuðu auðlegð sálar hans, ljóðum hans, sögunum, verkefnunum öllum, sem hann átti ólokið. Jeg fann þar svo mikið og auðugt líf, að jeg gat ekki hugsað mjer dauðann í námunda við það. Jeg var alveg sannfærður um, að Jóhann mundi ekki deyja fyr en hann hefði lokið verkum sínum. En mjer hefndist fyrir þá einfeldnis- legu, heimskulegu trú á rjettlæti í líf- inu utan við eða þvert ofan í gerðir sjálfra okkar. Jeg dró á langinn, sveikst um að gera nokkuð fyrir Jó- hann. Því særir samviskan mig til að hrópa upp: Jeg vissi, að Jóhann Jóns- son var frábært skáld, vissi, að hann var í hættu, vissi, að við máttum ekki missa hann - en jeg vann honum þó ekkert gagn. Of seint er það sjeð. Jóhann er dáinn. Hann dó frá sál sinni ófullkveðinni, æfi sinni hálfnaðri og verkum sínum mikils til óskrifúð- um. Það tjón getum við ekki vegið eða metið. En það má taka líkingu. Is- lendingar þykjast hafa mikla ást á Jónasi Hallgrímssyni, og okkur kem- ur saman um, að hann hafi haft ómet- anlegt gildi fyrir þjóðina. Þegar við höfum talað fegursta íslensku, höfum við talað mál hans, þegar við höfum ort best, höfum við kveðið í hans anda, þegar við höfum verið einlæg- astir, hreinskilnastir og bestir, höfum við mest líkst Jónasi eða verið undir áhrifum hans. Ef við hefðum glatað, þótt ekki væri nema þrem árum aftan af æfi hans, þá værum við óendanlega fátækari. Jónas dó frá miklu af verk- um sínum í brotum. - Hver og einn Islendingur viðurkennir, að það er sár skaði, óbætanlegur um alla eilífð. Og hafi nú Jóhann Jónsson dáið frá enn meiri verðmætum? Jeg þori ekki að svara þeirri spumingu. - En Jó- hann Jónsson kemur aldrei aftur. Verkin, sem hann dó frá, era okkur glötuð um alla eilífð. Þjóðfjelagið og kunningjar hans bera sökina. Undan þeirri ásökun getum við hvergi flúið, og jeg vil, að það sje skýrt tekið fram við minningu Jóhanns Jónssonar, að við vissum, að hann var ein besta skáldsálin, sem við höfúm eignast, að við vissum, að líf hans var í hættu - og horfðum á hann tærast og deyja, sljóir, kaldir, tilfmningarlausir, án þess að hafast nokkuð að til að bjarga honum. — ■N Lesari, þú sem ekki hefir heyrt Jóhanns Jónssonar getið fyr en nú, að hann er dáinn, viltu ekki rifja upp fyrir þjer rjett í svip, hvílíkur fjöldi af nöfnum samtímamanna hans, alls ómerkra, hefir hlífðarlaust verið lát- inn klingja, margklingja í eyra þjer, meðan nafn Jóhanns var þagað í hel. ► Eignamiðlunin - opnum þér dyr að eigin húsnæði Fjörutíu og tvö ár á fasteignamarkaði Þessi langi tími ber vott um farsælci og traust í viðskiptum. Eignamiðlunin byggir á víðtækri reynsiu og þekkingu. Önnumst hvers kyns fasteignaviðskipti - Skjót og örugg þjónusta - Skoðum og verðmetum fasteignir - Aðstoð við útvegnun og frágang ailra skjala í 42 ár hefur Eignamiðlunin verið í fararbroddi. Hún hefur haft forystu um fjölmargar nýjungar í sölu og kynningu fasteigna. Samanlagður starfsaldur starfsmanna við fasteignasölu er yffir 100 ár. Hjá Eignamiðluninni starfar samvalinn g Jlj hópur fólks sem hefur sérhæft sig í fasteignaviðskiptum. EIGNAMIÐIUNIN Síðumúla 21 Sími 588 9090.«|fj Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali ' Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali, Þorleifur St. Guðmundsson, B.Sc, sölum., Guðmundur Sigurjónsson, lögfr. og lögg. fasteignasali, skjaiagerð, Stefán Hrafn Stefánsson, lögfr., sölum., Óskar R. Harðarson, sölumaður, Kjartan Hallgeirsson, sölumaður, Jóhanna Valdimarsdóttir, gjaldkeri, auglýsingar, Inga Hannesdóttir, símavarsla og ritari, Ólöf Stein- arsdóttir, símavarsla og öflun skjala, Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir, síma- varsla og öflun skjala, Valdimar Sverrisson, Ijósmyndun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.