Morgunblaðið - 11.02.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.02.2000, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hagstofa Islands vinnur að gerð nýs neysluverðsgrunns N ey slu ver ðskönnun verður gerð árlega HAGSTOFAN hefur ákveðið að gera árlega neyslukannanir, en kannan- imar skapa grundvöll fyrir útreikn- inga á vísitölu neysluverðs. Hallgrím- ur Snorrason hagstoíústjóri segir að j Hagstofan hafi sett þróun og endur- bætur á neysluverðsvísitölu í forgang fram yfir ýmis önnur verkefni. Um mánaðamótin sagði Jón Ás- geir Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Baugs, í Morgunblaðinu að þörf væri á að reikna út sérstaka heildsöluvísitölu. Þar með fengjust betri upplýsingar um uppruna þeirra verðbreytinga sem verða á neyslu- vörum. Hallgrímur sagði að fram að þessu hefði Hagstofan sett það í forgang að gera endurbætur á vísitölu neyslu- verðs. Astæðan væri sú að erlendis hefði átt sér stað mikil þróunarvinna á þessu sviði. Hagstofan hefði lagt metnað sinn í að fylgjast vel með því sem þar væri að gerast og breytt vinnubrögðum í samræmi við nýjustu aðferðir. Þessari vinnu væri alls ekki lokið. Unnið væri að því bæta alla þætti vísitölunar, bæði aðferðimar sem vísitalan væri reiknuð eftir og sjálfan grunninn. Hallgrímur sagði að ákveðið hefði verið að gera neyslukannanir árlega. En fram að þessu hafa þær verið gerðar á fimm ára fresti, en frá 1997 hefur vísitölugrunnurinn verið end- umýjaður árlega að hluta. Hann sagði að upplýsingasöfnun vegna nýju könnuninnar hefði hafist í síð- asta mánuði og reiknað væri með að nýr neysluverðsgrunnur yrði tilbúinn í apríl á næsta ári. Þessi breyting þýddi að úrtakið í neyslukönnuninni hverju sinni yrði ekki eins stórt og áður, en hins vegar ættu tíðari kann- anir að leiða til þess að allar breyting- ar á neysluvenjum landsmanna skil- uðu sér fyrr inn í vísitöluna. Hallgrímur sagði að Hagstofan hefði einnig sett í forgang vinnu við svokallað PPP-verkefni, en því er ætlað að reikna út hlutfallslegt verð- lag í mismunandi löndum. Þetta er gert með því að búa til vöra- og þjón- ustukörfur þannig að hægt sé að bera verðlag saman á milli landa með eðli- legum hætti. Þetta væri flókin vinna, en þama ættu að fást mikilvægar upplýsingar sem gæfu aðra mynd af þjóðarframleiðslutölum en hægt væri að fá með einfóldum gengisleið- réttingum. Hallgrímur sagði að hugmyndir sem settar hefðu verið fram um heildsöluvísitölu væra dálítið óljósar að því leyti að ekki væri skýrt hvort menn ættu við vísitölu sem mælir heildsöluverð eða vísitölu sem mælir framleiðendaverð. Hann sagði að Hagstofan hefði í gegnum tíðina velt nokkuð fyrir sér hvort hægt væri að taka upp heildsöluvísitölu, en ekki viljað veita þessu verkefni forgang. Hagstofan hefði takmarkaða fjár- muni til ráðstöfunar og gerð heild- söluvísitölu væri dýrt verkefni. Til að sinna útreikningum á vísitölu heild- söluverðs og innlendrar framleiðslu þyrfti að ráða a.m.k. tvo starfsmenn til að sinna þessari vinnu. Hallgrímur sagði að þar að auki hefði ýmislegt orðið til að draga úr áhuga Hagstofunnar á því að taka upp þessa vísitölu. Fyrir það fyrsta væra ekki til góðar alþjóðlegar við- miðunarreglur um útreikninga á heildsöluvísitölu. Nágrannaþjóðir okkar gerðu þetta með nokkuð mis- munandi aðferðum. í öðra lagi hefðu orðið breytingar á markaðinum hér á landi sem gerði það að verkum að það væri minna marktækt núna en áður að reikna út þessa vísitölu. Fyrirtæk- in skiptust ekki jafn skýrt í smásölu og heildsölu og þau gerðu áður. Færst hefði í vöxt að fyrirtæki sæju sjálf um innflutning, heildsölu og smásölu. Þetta gerði það að verkum að erfitt væri að reikna hið svokallaða heildsöluverð. Að auki hefði sam- keppni á neysluvöramarkaði aukist mikið á seinni áram, sem hefði leitt til þess að „listaverð" frá heildsala segði í mörgum tilfellum ekki alla söguna þar sem algengt væri að fyrirtæki semdu um alls kyns afslætti frá lista- verði. Til að nálgast upplýsingarnar yrði Hagstofan því að snúa sér til kaupenda og það væri ekki víst að auðvelt yrði að fá þær frá smásölum. Hallgrímur sagði að Hagstofan hefði áhuga á að farið yrði að reikna vísitölu framleiðendaverðs. Þetta væri vísitala sem mældi verðbreyt- ingar á innlendri framleiðslu. Þessi vísitala myndi gefa mikilvægar upp- lýsingar sem einnig myndu nýtast vel Þjóðhagsstofnun við þjóðhagsreikn- inga. Fleiri með maga- kveisu en venjulega INFLÚENSAN sem herjað hefur á landsmenn undanfarnar vikur er nú í rénun og eru ekki teikn á lofti um nýjan inflúensu- faraldur. Hins vegar hefur borið á fleiri magakveisutilfellum en venju- lega hjá fullorðnu fólki jafnt sem bömum. Þórður Ólafsson yfirlæknir hjá Læknavaktinni í Reykjavík telur þó ofmælt að tala um magakveisufaraldur og segir að síðastliðnar 3-4 vikur hafi mátt merkja fleiri maga- kveisutilfelli en venjulega. Að sögn Þórðar fylgir maga- kveisunni ekki mikill hiti, en einkenni hennar lýsa sér í ónot- um í kviði, uppþembu og upp- köstum í byijun en síðar niður- gangi. Kveisan gengur vanalega yfir á 3-4 dögum en getur varað í viku hjá sumum. Sjúklingum er ráðlagt að breyta mataræði sínu og neyta fljótandi fæðu í byrjun veikindanna og sfðar léttrar fæðu. Mjólkurafurðum er best að sleppa í 2-3 daga og mjólk heldur lengur. Samkeppnisráð hafnar kröfu heimilislækna SAMKEPPNISRÁÐ hefur hafnað kröfum sem Félag íslenskra heimilis- lækna setti fram á hendur Trygg- ingastofnun, en félagið taldi að stofn- unin hefði brotið samkeppnislög með því að hafna því að gera sambærilega samninga við heimilislækna og hún hefur gert við lækna í öðram sér- greinum. Félag íslenskra heimilislækna sagði í kæra sinni að heimilislæknar væra sérfræðingar með sama hætti og aðrir sérfræðilæknar. Eðlilegt væri að Tryggingastofnun gerði samning við þá um kaup á þjónustu þeirra líkt og stofnunin hefði gert við aðra sérfræðinga. Jafnframt taldi fé- lagið að samningur TR og Læknafé- lags íslands fæli í sér aðgangshindr- anir fyrir nýja heimilislækna. Samkeppnisráð hafnaði þessum kröfum og taldi að grundvallarmun- ur væri á starfskjöram þeirra lækna sem önnuðust almenna heilsugæslu og annarra sérfræðinga. Ekki væri hægt að líta svo á að heilsugæslu- læknar eða sjálfstætt starfandi heim- ilislæknar, sem starfa á svipuðum forsendum og heimilislæknar, störf- uðu á sama samkeppnismarkaði og sérfræðingar í öðram greinum lækn- isfræðinnar. Þar af leiðandi væri ekki hægt að fallast á að heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið væri að mis- nota markaðsráðandi stöðu sína í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. Samkeppnisráð hafnaði einnig kröfum Félags heimilislækna varð-- andi samninginn við Læknafélagið. Atvinnurekandi, í þessu tilfelli hið opinbera, yrði að geta metið og ráðið því sjálft hversu marga starfsmenn eða launþega hann hefði á launaskrá hjá sér. Áð atvinnurekandi mæti fyr- ir sig hvort þörf væri á aukinni þjón- ustu eða ekki gæti ekki verið sam- keppnishamlandi ef notast væri við hlutlægar forsendur við það mat. Niðurstaða samkeppnisráðs var því að ekki væri þörf á að aðhafast frekar í þessu máli. Sigurbjöm Magnússon, sem sæti á í samkeppnisráði, lét bóka við af- greiðslu ráðsins að hann teldi að skU- greina verði heilbrigðisþjónustu sem atvinnustarfsemi í víðtækri merk- ingu. Samningur TR og Læknafé- lagsins sé fallinn til þess að takmarka samkeppni og sé því andstæður sam- keppnislögum. Morgunblaðið/Pórhallur Þorsteinsson Framhlaup Dyngjujökuls Egilsstöðum. Morgunblaðið. Dyngjujökull hefur hlaupið fram um 1-1,5 kílómetra frá því í september í fyrra. Enn er lítilsháttar hreyfing í honum. Jökullinn er nú kominn á sama stað og hann var eftir hlaupið 1977. Lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur um samdrátt í starfsemi geðdeildar Ekki hægt að skerða slysa- og bráðaþjónustu spítalans JÓHANNES Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavík- ur, segir að stjórnendur spítalans hafi talið útilokað að hægt væri að draga saman í slysa- og bráðaþjón- ustu spítalans. Niðurstaða þeirra hafi því orðið sú að leggja til 100 milljóna króna samdrátt í starfsemi geðdeildar. Talsverð umræða hefur skapast um samdrátt í starfsemi geðdeildar Sjúkahúss Reykjavíkur. Jóhannes var beðinn um að skýra hvaða for- sendur hefðu ráðið ferðinni þegar stjórnendur spítalans gerðu tillögu um 100 milljóna króna niðurskurð á starfsemi deildarinnar. Jóhannes sagði að stjórnendum SHR hefði verið gert ljóst að þeim bæri að reka starfsemi spítalans innan ramma fjárlaga. Það bæri að skoða tillögurnar í því ljósi. „Við treystum okkur ekki til að setja flatan niðurskurð á öll svið sjúkrahússins. Sú aðferð er full- reynd. Við höfum haldið því fram að frá faglegu sjónarhorni byggist þessi spítali að veralegu leyti í kringum slysa- og bráðamóttöku. Það er kjarninni í starfseminni. Við finnum enga leið til að spara meira en gert hefur verið í rekstri slysa- og bráðadeildar og deilda sem styðja hana, þ.e. lyflækninga- og skurðlækningadeilda. Það má því segja að við höfum beitt ákveðinni útilokunaraðferð í þessari vinnu. Því er ekki að neita að geðdeildin hefur ekki alveg sama sess í þessari slysa- og bráðaþjónustu og sumar aðrar deildir. í gegnum slysadeild- ina kemur vissulega mikið af fólki sem þarf á þjónustu geðdeildar að halda. Það er hins vegar ekki mjög mikið um að sjúkdómstilfellin séu þess eðlis að það sé ekki hægt að flytja fólk á milli spítala. Það var mat okkar að þó að þessi þjónusta væri dregin veralega sam- an á SHR væra ákveðnir möguleik- ar að taka við þessari starfsemi á Landspítala án þess að þjónustan yrði skert verulega. Það dettur ekki nokkrum manni í hug að það komi ekki niður á einhverjum þegar dreg- ið er saman í einni sérgrein um 100 milljónir. Við verðum þó að hafa í huga að það fara allt að 1,5 milljarð- ar króna til geðdeilda þessara tveggja spítala,“ sagði Jóhannes. Jóhannes sagði að á þessu stigi væri ekki áformað annað en að draga saman starfsemi geðdeildar SHR um þessar 100 milljónir króna. Hann sagðist ekki eiga von á að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð nema að fram kæmu veigamikil rök fyrir því að hætta verði við þetta eða bein fyrirmæli úr heilbrigðisráðu- neytinu. Stjórnendur spítalans stefndu að því að þessi ákvörðun kæmi til fram- kvæmda sem fyrst því ef hún frest- aðist yrði að grípa til annarra og harðari aðgerða sem bitnuðu á ann- arri starfsemi spítalans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.