Morgunblaðið - 11.02.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 11.02.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR11. FEBRÚAR 2000 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Snjómokstur á flugvél 17 flóttamenn komu hingað til lands í fyrra SNJÓRINN leggst yfir þar sem hon- um sýnist og rétt eins og Umferðar- ráð minnir ökumenn á að skafa rúð- ur og ljós á bflum sínum þarf einnig að vinna svipuð verk á flugvélum. Þar eru fletir stórir og þvi veitir ekki af að hafa myndarlega snjó- sköfu og sóp til verksins eins og þessi maður beitir á myndinni, sem tekin er á Reykjavíkurflugvelli. FLÓTTAMÖNNUM sem komið hafa hingað til lands og beðið um hæli hefur fjölgað mikið á síðustu tveimur árum og hefur fjöldinn þre- til fjórfaldast á nokkurra ára bili samkvæmt upplýsingum Rauða kross íslands. Þannig komu 17 flóttamenn hingað til lands í fyrra, 19 komu árið 1998,7 komu árið 1997, 4 árið 1996, 3 árið 1995 og enginn kom árið 1994. Þarna er eingöngu um þá að ræða sem koma hingað til lands á eigin vegum og ekki á vegum stjórnvalda eða flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, að sögn Hólm- fríðar Gísladóttur sem hefur með málefni flóttamanna að gera hjá Rauða krossinum. Hún sagði að allur gangur væri á því hvaða málsmeðferð einstök mál fengju. Þannig hefði, af þeim sau- tján flóttamönnum sem hefðu komið hingað í fyrra, einum verið synjuð landganga og sex flóttamenn frá Úkraníu hefðu nýlega fengið neitun frá Útlendingaeftirlitinu, en þeirri neitun hefði verið áfrýjað til dóms- málaráðuneytisins. Af þeim tíu sem þá væru eftir biðu sjö ennþá eftir svari, tveir hefðu fengið tímabundið dvalarleyfi og einn, Francis Bukasa, sautján ára piltur frá Zaire, hefði nú nýlega fengið hæli sem pólitískur flótta- maður. Þá hefðu tveir til viðbótar farið af landi brott áður en til hælis- meðferðar hefði komið. Á árinu 1998 komu 19 flóttamenn hingað til lands. Af þeim fengu 14 dvalarleyfi, 2 fengju skilyrt dvalar- leyfi og þrír fóru áður en málsmeð- ferð var lokið. Bukasa er fyrsti einstaklingurinn sem fær stöðuna pólitískur flótta- maður á Islandi. Björn Friðfinns- son, ráðuneytisstjóri í dómsmála- ráðuneytinu, segir að það sé ákveðin aðgerð að veita mönnum formlega stöðuna pólitískir flóttamenn og hingað til hafi verið farin sú leið að veita viðkomandi dvalarleyfi af mannúðarástæðum frekar en að úrskurða menn pólitíska flóttamenn. Þegar menn hafi dvalarleyfi geti þeir fengið atvinnuleyfi og þegar fram í sæki ef menn ílengist hér geti þeir síðan sótt um ríkisborgararétt óski þeir eftir því. Úrskurðaðir af Flótta- mannahjálp SÞ sem pólitískir flóttamenn Þeir hópar pólitískra flóttamanna sem hingað hafa komið á undanförn- um árum og áratugum eru undan- skildir í ofangreindum tölum, en þeir eru úrskurðaðir pólitískir flóttamenn af Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Hólmfríður sagði að við tækjum ekki við fólki í slíkum tilvikum nema það hefði fengið þá stöðu af flóttamannahjálp SÞ. Bukasa væri sá fyrsti sem væri úrskurðaðir sem slíkur af íslenskum yfirvöldum. Veiting dvalarleyfis hefði verið reglan hingað til. Það væri tíma- bundið í eitt ár og fengist þá fram- lengt svo framarlega sem ekkert hefði komið upp á. Eftir þrjú ár fengi fólk síðan opið atvinnuleyfi og eftir sjö ár gæti það síðan sótt um ríkisborgararétt ákvæði það að ílendast hér á landi. FÁÐU 7 SÆTA HYUNDAI STAREX LÁNAÐAN í SÓLARHRING VERÐ KR. Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1280 BEINSKIPTUR 4x4 Á Hyundai Starex er allt Inni í myndinni. Snúanlegu miðsætin og íæranlegi afturbekkurinn gera það kleift að aðlaga bilinn einstaklega vel að hverri ferð fyrir sig. Viö vitum að Starex hefur svo marga kosti að enginn nær að kynnast honum nógu vel (stuttum reynsluakstri. Pess vegna bjóðum við þér að fá bílinn lánaðan lengur. Má ekki kynna fyrir þér Hyundai Starex - lengur. HYunoni meira afollu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.