Morgunblaðið - 11.02.2000, Side 30

Morgunblaðið - 11.02.2000, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ vitud ér enn eda hvat? Háskólaþing Háskólabíói, laugardaginn 12. febrúar, kl. 10-16.30 Dagskrá 10:00 Salur2 Fundarstjóri: Steinunn Halldórsdóttir, adstodarmadurrektors Tækniskóla íslands, seturþingid. Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík flytur tónlistaratridi. Björn Bjarnason, menntamálarádherra: Hvers vegna háskólaþing? Jón Torfi Jónasson, prófessor vid Háskóla íslands: Framtídháskóla á íslandi í Ijósi sögunnar. Alan Wagner, 0ECD Directorate for Education, Employment, Labourand Social Affairs: Convergence and Competition: Trends and Developments in Tertiary Education among OECD Countries. 13:00 Salur 2. Fyrir hverja eru háskólar? Stjórnandi: Porsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. Kristján Kristjánsson, prófessorvid Háskólann á Akureyri: Hugmyndin ad háskóla. Sigrídur Dúna Kristmundsdóttir, dósent vid Háskóla íslands: Tvö kyn, tvö menntakerfí? Ingi Rúnar Edvardsson, dósent vid Háskólann á Akureyri: Adgangurad ædri menntun óhádstétt, búsetu og aldri. 13:00 Salur3. Eru háskólarítakt vidtímann? Stjómandi: Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla íslands. Gudfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík: Rekstrarform háskóla í framtídinni. RunólfurÁgústsson, rektorSamvinnuháskólans á Bifröst: Frá akademíu til upplýsingasamfélags. Gudmundur Hálfdánarson, dósent vid Háskóla islands: Alþjódavæding háskóla og framtídíslenskrarþjódmenningar. Magnús Bernhardsson, prófessor vid Hofstra University: Samanburdurá kennsluháttum vid íslenskan og erlendan háskóla. 13:00 Salur4. Hvererþýáingháskólafyrirsamfélagid? Stjórnandi: Magnús Jónsson, rektor Landbúnadarháskólans á Hvanneyri. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla islands: Hlutverk listaakademíunnar í íslensku samfélagi og framtídarsýn. Jón Atli Benediktsson, prófessor vid Háskóla íslands: Háskólarannsóknir og þýding þeirra fyrir samfélagid. Kári Stefánsson, forstjóri fslenskrar erfdagreiningar: Hvará adleita þekkingar, nýta hana ogláta hana sídan gleymast? 15:30 Salur2. Pallbordsumrædur- Er þörf á opinberri háskólastefnu? Spyrjendur: Steinunn Halldórsdóttir, adstodarmadurrektors Tækniskóla islands ogSigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamadur. Þátttakendur: Björn Bjarnason, menntamálarádherra, Bjarni Ármannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulffsins, Gudfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfdagreiningar, Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, Berglind Grétarsdóttir, nemandi í Kennaraháskóla íslands. 16:30 Þingslit Háskóla-, rannsókna- og vísindastofnanir verda med kynningar í anddyri Háskólabíós. Þingid er öllum opid - adgangur ókeypis. t M BÍKTAMÁLMÁÐtmEVTID Opinberar framkvæmdir í Japan meiri en í öllum hinum G-7-rrkjunum samanlagt Reuters Börn á leikskóla í Tókýó, höfuðborg Japans. Verður skuldabyrðum ríkisins varpað á herðar þeirra? Sprengja sem valdið getur nýrri efnahagskreppu Tdkýó. AFP. SKRIFRÆÐISSKRÍMSLI, sem þarf enn síður að standa reiknings- skil gerða sinn en var í Sovétríkjun- um á sínum tíma, hefur kaffært Jap- an í steinsteypu, tímasprengju, sem sprungið getur með alvarlegum af- leiðingum, ekki aðeins fyrir Japan, heldur íyrir allt efnahagslífið í heim- inum. Kemur þetta fram í skýrslu japanskra sérfræðinga, sem kynnt var fyrir nokkrum dögum. í skýrslunni segir að ástandið í japönskum ríkisfjármálum sé því að kenna að ekkert lýðræðislegt eftirlit sé með opinberum framkvæmdum í landinu en áætlað er að opinberar skuldir almennt verði komnar í 657.000 milljarða ísl. kr. árið 2005. Samsvarin hagsmunaklíka Er skýrslan var kynnt sögðu þeir Takayoshi Igarashi, prófessor við Hosei-háskóla, og Akio Ogawa, fyrr- verandi blaðamaður, að opinberu framkvæmdirnar hefðu fyrst og fremst verið drifnar áfram að sam- svarinni hagsmunaklíku skriffinna, þingmanna Frjálslynda lýðræðis- flokksins og sumra atvinnurekenda, einkum í byggingariðnaðinum. „Hvað opinberu framkvæmdirnar varðar, voru Sovétríkin miklu lýð- ræðislegri en Japan,“ sagði Ogawa. Upphæðirnar, sem um ræðir, eru vægast sagt yfirgengilegar enda er árlegur kostnaður við opinberar framkvæmdir í Japan meiri en í öll- um hinum G-7-ríkjunum samanlagt, Bandaríkjunum, Pýskalandi, Bret- landi, Frakklandi, Italíu og Kanada. Hann er rúmlega 34.000 milljarðar kr. á ári, fimm sinnum meiri en gert er ráð fyrir í japönsku fjárlögunum. Hitt allt er fjármagnað með ríkisá- byrgðum. Gagnslaus mannvirki Opinberu framkvæmdirnar, sem unnar eru samkvæmt 10 ára áætlun, skýrslu upp á margar þúsundir blaðsíðna, eru aldrei bornar undir þjóðþingið og afleiðingin er þessi: Brýr, sem engin not eru fyrir; hrað- brautir hvert sem litið er (fjórum sinnum meiri en í Bretlandi miðað við nýtanlegt land); þúsund stórar og fullkomnar hafnir; næstum 100 stórar flughafnir og stíflur til að koma í veg fyrir flóð, sem aðeins finnast dæmi um í gömlum annálum. Eftir fimm ár verða ríkisskuldirnar í Japan orðnar tvöföld þjóðarfram- leiðslan. Ogawa sagði, að afleiðingamar gætu orðið óskaplegar, stórkostleg vaxtahækkun, gengishrun og hrun á verðbréfamarkaði. í raun blasti að- eins tvennt við: Miklar skattahækk- anir eða óðaverðbólga. „Sannleikurinn er sá, að Japan er tifandi tímasprengja, sem valdið getur efnahagskreppu um allan heim.“ Almenningur að rumska? Höfundar skýrslunnar segja að hætta sé á að lífeyrissjóðirnir og það sem fólk hefur lagt fyrir til elliára- nna, brenni upp í skuldabálinu. í þeirri skelfilegu mynd sé þó kannski hjálpræðið að finna. „Jafnvel hér í þessu landi sofandi sauða er fólk farið að rumska,“ sagði Ogawa. Var hann þá m.a. að vísa til þess, að nýlega var efnt til allsherj- aratkvæðagreiðslu í Tokushima þar sem hafnað var tillögum um mikla stíflu í Yoshino-fljóti og í borginni Kobe var samþykkt að krefjast þess af ríkisstjórninni og hraðbrautafyr- irtækjunum, að dregið yrði úr mengun í bænum Amagasaki. Sérfræðingarnir og höfundar skýrslunnar leggja til að opinberar framkvæmdir verði skornar niður og það, sem sparist við það notað til að grynnka á skuldunum og bæta velferðarkerfið sem sé „áratugum á eftir því sem gerist í Evrópu“. I fangelsi fyrir pund og únsur London. Morgunbladið. Kaupmaður í Essex á nú á hættu að verða stefnt fyrir dómstól vegna þess að hann vill halda í brezku mælieiningamar pund og únsur. David Stephens, sem rekur verzlun í Leigh-on-Sea í Essex, yrði þá fyrsti kaupmaðurinn sem kærður yrði fyrir að vigta kjöt í pundum og únsum, en ekki kíló- grömmum og grömmum, sem áttu að taka við um áramótin samkvæmt Evrópulöggjöf. David Stephens hefur sagt í fjölmiðlum, að hann muni ekki leggja pundin og únsurnar af; þetta sé réttlætis- og sjálfstæðis- mál og hann sé tilbúinn til þess að fara í fangelsi vegna þessa. Hann segir mikla óánægju meðal kaupmanna og viðskiptamanna þeirra með það að mega ekki nota ensku mælieiningarnar áfram. Stórþjófnaður í Nígeríu? Lagos. AFP. SANI Abacha, hershöfðingi og fyrr- verandi herstjóri í Nígeríu, stal 313 milljörðum ísl. króna af opinberu fé á þeim tíma, hálfu fimmta ári, sem hann var við völd. Olusegun Obasanjo, forseti Níger- íu, skýrði frá þessu í gær en Abacha var við völd frá nóvember 1993 til júní 1998. Sagði Obasanjo, að Abacha-fjölskyldan hefði látið flytja 168 milljarða kr. beint úr ríkissjóði inn á reikninga sína erlendis en yfir hitt hefði hún komist með íolskum verksamningum og með því að heimta ríflegar mútur af erlendum fyrirtækjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.