Morgunblaðið - 11.02.2000, Page 34

Morgunblaðið - 11.02.2000, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nemendur í Garðaskóla sýna olíumálverk NEMENDUR í 10. bekk Garða- skóla sýna málverk í sýningarað- stöðu Sparisjóðsins Garðatorgi 1, Garðabæ. Sýningin hefst laugar- daginn 12. febrúar klukkan 14 og stendur til 3. mars. Nemendurnir, sem eru allir í myndlistarvali, hafa málað lands; lagsmyndir með olíu á striga. í vetur hafa þessir nemendur unnið með hin ýmsu efni. Má þar nefna þurrkrítarpastelmyndir, leirmótun eftir hlut að eigin vali, vatnslita- málun o.fl. Dómnefnd, skipuð fulltrúa frá bæjarstjórn Garðabæjar, Spari- sjóðnum og einum listamanni, mun velja listaverk sýningarinnar. Námskeið o g fyrirlestrar LHI FYRIRLESTUR verður mánudag- inn 14. febrúar kl. 12.30 1 stofu 024 í Listaháskóla íslands í Laugarnesi. Hildur og Unnar kynna A-5 en það er hópur listnema og nýútskrifaðra myndlistarmanna sem stofnaður var í ársbyrjun 1999. Þau munu einnig fjalla um fyrirlestrarviku sem A-5 hópurinn stóð fyrir í Stokkhólmi í nóvember 1999. Haraldur Jónsson myndlistar- maður mun segja frá eigin verkum og sýna skyggnur. Fyrirlestur hans verður haldinn í Listaháskóla ís- lands, Skipholti 1, miðvikudaginn 15. febrúar kl. 12.30 í stofu 113. Námskeið Pólýgrafía. Polýgrafía er flatþrykksaðferð eins og steinþrykk og er unnin á gegnsæjar plastplötur. Aðferðin býður upp á marga tæknilega mögu- leika til útfærslu hugmynda, eins og að teikna og mála, notkun ljósritun- arvéla og leysiprentara, prentun í lit- um o.fl. Pólýgraíía er tæknilega ein- föld og ódýr og þess vegna er hún til dæmis kjörin til kennslu í skólum. Kennari er Ríkharður Valtingojer myndlistarmaður. Kennt verður i Listaháskóla íslands, stofu 305, Skipholti 1. Inngangur A. Kennslu- tími fimmtudag 24. febrúar. kl. 18-22 og helgina 26. og 27. febrúar kl. 10- 16, alls 20 kennslustundir. Þátttöku- gjald er 13.000 krónur, efni innifalið. Athugið að námskeiðstíma og -lengd hefur verið breytt frá auglýsingu. Myndgerð - efni - áhöld - litir. Kynning á ýmsum efnum og áhöldum í myndgerð. Fjallað um litameðferð, pappírsnotkun og ein- faldar grafikaðferðir. Unnið verður með blek, vatnsliti, akrýl- og pastel- liti, lakk, vax o.fl. Kennari Sigurborg Stefánsdóttir myndlistarmaður. Kennt verður í húsnæði Listahá- skóla íslands í Skipholti 1. Kennslu- tími þriðjudaga og fimmtudaga 22. febrúar til 2. mars kl. 18-22, alls 20 stundir. Þátttökugjald 15.000 krón- ur. Lagskipt málverk. Fjallað verður um lagskiptingu málverks frá fyrsta undirlit til síð- asta litalags og sérstaklega unnið með gegnsæi. Aðaláhersla lögð á notkun olíulita en einnig á möguleika vatns- og akrýllita ásamt meðferð á lakki og vaxi. Kennari er Guðmund- ur Armann Sigurjónsson mynd- listarmaður. Kennt verður í Listahá- skóla íslands, Skipholti 1. Kennslutími miðvikudagur 23. febr- úar, föstudagur 25. febrúar ki. 18-22 og helgin 26. og 27. febrúar kl. 10-14, alls 20 stundir. Þátttökugjald 14.000 krónur, efni innifalið. Geta börn verið Á NÝLIÐNU ári kom Þorpið, ljóða- bók Jóns úr Vör, út í nýrri útgáfu með myndlýsingum eftir Kjartan Guðjónsson listmálara. Þetta er flmmta útgáfa Þorpsins en fyrsta útgáfan leit dagsins ljós haustið 1946. Skáldið orti kvæðin sem mynda ljóðaflokkinn í Svíþjóð vet- urinn 1945-46. Um Þorpið segir Jón úr Vör í eftirmála annarrar út- gáfu frá árinu 1956: „Bók þessi íjallar um uppvaxtarár mín og æsku, lífið og lífsbaráttuna í þorp- inu, vegavinnusumur fjarri átthögum, um venslafólk mitt og aðra sem voru mér á ein- hvem hátt nákomnir. Mágur minn, sem nú er látinn, gaf mér efnið í sum sjómennskuljóðin frá stríðsárunum. Alls staðar er farið frjálslega með staðreyndir, enda þótt hvergi sé í aðalat- riðum hvikað frá hinu rétta.“ Frumortar ljóða- bækur Jóns úr Vör em alls tólf talsins og ljóð hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál: „Þorpið er án nokkurs vafa aðalbókin mín og hennar hefur víða verið getið, að minnsta kosti á Norðurlöndum og kannski víðar,“ segir Jón í stuttu spjalli um nýju útgáfuna. „Þessi bók er samin á mestu hamingjudögum í lífi mínu, þegar ég var nýgiftur, búinn að vera ritstjóri Útvarpstíðinda um skeið og farinn til Stokkhólms. Þar dvöldum við hjónin í eitt og hálft ár en ég hafði verið þar áður á al- þjóðlegum skóla á vegum Þjóða- bandalagsins. Tengdafaðir Sigurð- ar Þórarinssonar jarðfræðings var skólasfjóri skólans og með honum ferðaðist ég um Norðurlöndin og við numum ekki staðar fyrr en í Sviss. í því merka landi dvaldist ég um stund og skoðaði mig um. Dyr stóðu mér opnar því ég hafði í far- teskinu blaðamannapassa frá Þjóðabandalaginu, en frá þessu ferðalagi hef ég oft áður sagt, bæði í rituðu máli og í útvarpi." I fallegu ljóði í Þorpinu varpar þú fram þeirri spurningu hvort börn geti verið fátæk þegar sólin skín á glugga og vorið er í nánd. Þær voru barnmargar íjölskyld- urnar í sjávarþorpunum forðum daga? „Faðir minn, Jón Indriðason, var sjómannssonur á Patreksfirði. Indriði afi minn fór náttúrulega í hafið eins og þá var títt. En pabbi lærði skósmiðar og eignaðist fjór- tán börn. Við vorum tólf sem kom- umst á legg og ég var eina bamið sem ekki ólst upp hjá foreldrum mínum. Mér var komið til frænd- systkina sem bjuggu saman og voru af sömu ætt og Árelíus Níelsson. Ættfeður þeirra höfðu eignast át- ján börn. Þau giftu sig síðar með konungsleyfi vegna skyldleika síns, fóstri minn og fóstra, og eignuðust böm. Þá var ég orðinn tíu ára gam- all. Fóstri minn var gáfaður maður og talaði mikið á fundum í verka- lýðsfélaginu. Hann var ekki mikill pólitíkus, fyrst og fremst verka- lýðssinni. Hann hét Þórður Guðbj- artsson og fóstra mín hét Ólína Jónsdóttir. Móðir hennar og faðir hans voru systkini. Það var kjarna- fólk sem út af þessu fólki kom. Ljóðin í Þorpinu era lýsing á upp- vaxtaráram múium og Iífínu íþorp- inu á Patreksfírði. Þórður var rímnamaður, kvað rímur og þrætti fyrir það að hafa nokkum tímann ort vísu. Flestir fslendingar fæðast með brageyra og þennan hljóm, að láta standa í hljóðstaf. Ég átti auð- velt með að beita rími og geri það enn, ég hef ort heilmikið af tæki- færisvísum. Þó er ég einn þeirra sem hófu að yrkja órímað eins og kallað er. Það var nauðsynleg bylt- ing á þeim tíma. En það merkir þó ekki að við þurfum að kasta því sem við eigum þótt við fáum eitthvað nýtt. Rfmið á vafalaust eftir að koma aftur. Ég vona að við höldum eilíflega áfram að endurnýja ljóðið svo það haldi áfram að dafna.“ Kjartan Guðjónsson hefur áður gert myndlýsingar við Þorpið, með- al annars í þriðju útgáfu þess frá fátæk? árinu 1979 og þeirri fjórðu frá ár- inu 1988, en myndlýsingamar nú era nýjar og unnar gagngert fyrir þessa útgáfu. „Við Jón erum búnir að vera að bralla þetta saman í ein átta ár og allt í einu kom lag,“ segir Kjartan. „Við vissum ekki af hveiju. Við sóttum um styrk til Menningar- sjóðs, og fengum hann, en þurftum ekki að nota hann svo við skiluðum honum aftur með þökk fyrir lánið. I þessari útgáfu er á ferðinni dálítil nýjung í myndlýsingum kvæðanna. Ég tengi myndina betur við text- ann, þarna er hvað inn- an um annað, ljóð og texti, og ég er ánægður með að hafa brotið upp þessa stífu hefð sem rík- ir í myndlýsingum ljóða. Sjálfur er ég ekki mikill ljóðamaður og skil Ijóð yfirleitt ekki en þessi ljóð skil ég. Þetta er síð- asta bók Jóns, hann gef- ur ekki út fleiri bækur! En í sambandi við skiln- ing minn á ljóðunum, kann það að ráða mestu að ég var svo heppinn að vera í alveg samskonar þorpi og Jón er að yrkja um, á Þingeyri við Dýra- ijörð. Og mér fannst ég þekkja þetta alveg og lífið sem þá var lifað, saltfiskinn! Ég sökkti mér þó ekki niður í ljóð- in fyrr en árið 1979, fyr- ir útgáfuna þá, því eins og áður seg- ir skil ég yfírleitt ekki ljóð. Það vantar í mig brageyrað held ég! En umfjöllunarefni ljóðanna kallast á við mína reynslu þegar mér var komið þama fyrir í sveit á Þing- eyri. Þetta er margra ára vinna og það tók langan tíma að fullgera þetta verk. Ég teiknaði þrisvar sinnum fleiri myndir en ég notaði og á þetta allt í skissubókum. Þær eru allar gerðar með penna. Ég beiti línuteikningu, enda er ég mik- ill aðdáandi hinnar taugaveikluðu og titrandi línu. Gísli Hauksson var hönnuður bókarinnar og kom fram með margar tillögur og allar til bóta. Ég vil þakka honum það. Getabömveriðfátæk? Þú hefur kannski beðið vorsins fyrir innan lítinn glugga og uppgötvað einn morgun ofurlitla grænku í gluggatóft. Getabömveriðfátæk? Éghefséðsólíauga varpa geislum á fólan vanga, - vorið. (Ljóð úr Þorpinu) Myndlýsing eftir Kjartan Guðjónsson. á Aflar vómr frú \as*»i eru i núuútuvamuin uiuhúruiut sem htfitt trademluvtnna. NATURAL COSMETICS 98% Aloe Vera Super Gel. Jason tryggir náttúruleg gœði! • er sérstaklega kælandi og græðandi • eftir bruna og önnur meiðsli • inniheldur Spirulina ineð náttúrulegu collageni • dregur úr kiáða í þurri og spmnginni húð • er fitulaust • er gott á viðkvæma húð barna • er í náttúruvænum umbúðuni • er sérstaklega gott eftir rakstur Fæst í sérverslunum og apótekum um land allt. Þriggja metra hár skúlp- túr flakkar EGYPSKUR básúnuleikari leikur hér í tilefni af komu skúlptúrs þýska listamannsins Florians Borkenhag- ens til Kaíró. Skúlptúrinn, sem er um þrír metr- ar á hæð, er hluti af verkefni sem gerir ráð fyrir að skúlptúrinn flakki um heiminn um heiminn. Hann hefúr verið látinn ferðast heimshomanna á milli siðan í desember 1998 og hefur m.a. verið sýndur víðsvegar í Evrópu og Bandaríkjunum þaðan sem hann var fluttur í gegnum Panamaskurðinn til Kyrrahafsstrandarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.