Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 57
Peningar og
stjórnmál
STJÓRNMÁL kosta
peninga. Mörgum
finnst þessi staðreynd
of augljós til að eyða á
hana orðum. Tvennt
veldur þó að aukin
tengsl fjármagns og
stjómmála skipta vax-
andi máli. Hið fyrra er
að við búum í lýðræðis-
rOd og vart er það í
anda lýðræðisins að
stjómmálaþátttaka og
möguleikar til að koma
sjónarmiðum sínum á
framfæri ráðist í sí-
auknum mæli af ríki-
dæmi eða greiðu að-
gengi i digra sjóði.
Síðari ástæðan er sú að reynslan sýn-
ir að peningar og stjórnmál em ekk-
ert sérstaklega góð blanda. Líkurnar
á „vafasömum" tengslum gefanda og
viðtakanda fjár, að ekki sé minnst á
hreina spillingu, era því miður miklar.
Hneykslismál kristilegra demókrata
í Þýskalandi era nýjasta dæmið í
langri röð slíkra mála. Það er því af
hreinni nauðsyn sem mörg ríki hafa
I sett lög um fjármál stjómmálaflokka
og fjármögnun kosningabaráttu.
Skýrari leikreglur
Það má rifja upp að fyrir síðustu
forsetakosningar máttu frambjóð-
endur sitja undir sífelldum spuming-
um um fjármál sín. Mörgum fannst
þessi áhugi á fjármálum frambjóð-
endanna fullmMl, en hann getur þó
varla talist óeðlilegur. Hann endur-
speglaði líka aðra staðreynd. Á þeim
sextán árum sem liðin vora frá því
síðast var kosið til forseta hafði kostn-
aður vegna kosningabaráttu aukist
gríðarlega. í stað einnar úrvarpsrás-
ar, einnar sjónvarpsrásar og nokk-
urra flokksblaða, hafði framboð á
fjölmiðlum margfaldast — og auglýs-
ingakostnaður eftir því.
Á Islandi, líkt og í öðrum vestræn-
um ríkjum, hefur kostnaður vegna
kosningabaráttu ein-
faldlega stóraukist á
síðustu árum. Flokkar
og frambjóðendur era
því í síauknum mæli
háðir fjáröflun til að
geta haldið velli í sam-
keppninni um hylli kjós-
enda. í vaxandi mæli er
fjárins aflað með því að
leita á náðir fyrirtækja.
Um leið skapast hætta á
hagsmunatengslum.
Þessi þróun, sem ís-
lendingar hafa varla
kynnst að ráði fyrr en á
seinni áram, kaílar ein
og sér á nýjar og skýr-
ari leikreglur. Þangað
til þær sjá dagsins ljós mun neðan-
jarðarhagkerfi stjórnmálanna halda
áfram að grafa undan trausti fólks á
stjórnmálunum.
Lykilatriði í lýðræðiskerfi eins og
Kostnaður
Ég tel best að Alþingi
feli sérfræðinefnd að
gera úttekt á þessum
málum hér á landi,
þróun mála erlendis,
segir Össur Skarphéð-
insson, og gera síðan til-
lögur til úrbóta.
við búum við er að fólk geti treyst
helstu stofnunum samfélagsins.
Skýrar reglur um fjármál stjómmála-
flokka og fjármögnun kosningabar-
áttu eru því ákaflega mMvægar til
að auka dvínandi traust almennings á
stjórnmálum og gera leikreglur
stjórnmálanna opnari og lýðræðis-
legri. Þetta er óhjákvæmilegt ef
Össur
Skarphéðinsson
stjómmálamenn ætla til frambúðar
að halda trausti almennings.
Málefnaleg úttekt
Framhjá því verður hins vegar
ekki litið að stjómmálamenn eiga hér
mikilla persónulegra hagsmuna að
gæta. Best væri því að málið yrði um
sinn tekið úr höndum þeirra og sett í
hendumar á sérfræðingum sem yrði
falið það hlutverk að móta tillögur að
reglum í þessum efnum. Sjálfur teldi
ég best að Alþingi fæli sérfræðinefnd
að gera úttekt á þessum málum hér á
landi, þróun mála erlendis (t.d. í lög-
gjöf), og gera síðan tillögur til úrbóta.
Það færi vel á því að nefndin væri t.d.
skipuð einum fulltrúa sem tilnefndur
væri af félagsvísindadeild Háskóla ís-
lands, lagadeild tilnefndi einn, Sið-
fræðistofnun einn og viðskipta- og
hagfræðideild eða Viðskiptaháskól-
inn einn. Vitaskuld er þó hægt að
hugsa sér margar aðrar aðferðir til að
manna slíka nefnd. MMvægast væri
þó að hún fengi frjálsar hendur til að
gera þær rannsóknir og spyrja þeirra
spuminga sem hún telur að nauðsyn-
legar séu til að vinna verkið svo vel sé.
Er eðliiegt að ríkið veiti fé til
stjórnmálastarfsemi? Og ef svo er:
Hversu mikið fé? Hversu háar upp-
hæðir mega einstakiingar og fyrir-
tæki gefa til einstakra frambjóðenda
og stjómmálaflokka? Hver á upplýs-
ingaskylda stjómmálaflokka að vera?
Er rétt að banna sjónvarpsauglýsing-
ar til að draga úr kostnaði við kosn-
ingabaráttu og auka með því jafnræði
með flokkum og frambjóðendum?
Þetta era einungis dæmi um þær
spurningar sem fróðlegt væri að fá
málefnalega umræðu um.
Þegar nefnd af þessu tagi lyki
störfum sínum skapast loks grand-
völlur fyrir almennri og upplýstri um-
ræðu um þessi mál. Lokaákvörðun
um skipan þessara mála verður auð-
vitað tekin á alþingi. En með því að
tryggja málefnalegan og óháðan und-
irbúning málsins, verða vonandi ekki
aðeins teknar betri og upplýstari
ákvarðanir um leikreglur stjómmál-
anna, heldur einnig ákvarðanir sem
njóta trausts almennings í landinu.
Spumingin er: hafa stjómmála-
flokkamir kjark og viija til að taka á
málinu með þessum hætti?
Höfundur er alþingismaður.
Fórnir Reykja-
nesbrautarinnar
„ÉG HEYRÐI ösk-
ur og síðan man ég
ekki meir þangað til
ég vaknaði úti í móa
með mikinn verk í
bakinu og leið eins og
fæturnir á mér væra
ekki til.“ Svo lýsir ung
kona, eitt af fjölmörg-
um fórnarlömbum
Reykjanesbrautarinn-
ar, líðan sinni eftir að
hún lenti í umferðar-
slysi á þessum hættu-
lega vegi árið 1986, þá
liðlega tvítug. Öku-
maður bílsins missti
stjórn á honum í hálku
og lenti framan á öðr-
um bíl sem kom úr gagnstæðri átt.
Unga konan lamaðist og situr í
hjólastól. Tólf árum síðar, nánast
upp á dag, varð annað umferðar-
slys á Reykjanesbrautinni sem
varð til þess að líf annars ung-
mennis breyttist á svipstundu í
harmleik. 22 ára maður missti
stjórn á bíl sínum í hálku fyrir
rúmlega ári með þeim afleiðingum
að hann er heilaskaddaður, mjög
hreyfihamlaður og spastískur.
Þetta eru aðeins tvö sorgleg dæmi
um þær miklu fórnir sem þessum
hættulega vegi hafa verið færðar á
undanförnum árum. Þau eru þó á
engan hátt frábrugðin fjölmörgum
öðrum hörmulegum umferðarslys-
um sem þarna hafa átt sér stað en
eru hér tekin sem dæmi um ógnina
sem felst í því að aka um þennan
veg. í áranna rás hef ég, eins og
svo margir aðir, ekið
Reykjanesbrautina og
í hvert sinn beðið þess
í upphafi ferðar að
komast heil á áfanga-
stað ásamt farþegum
mínum. Sjálf reyni ég
að nota allar þær að-
ferðir sem í mínu valdi
standa til þess að
minnka líkurnar á því
að verða þátttakandi í
stríðinu á vígvelli um-
ferðarinnar, m.a. með
því að aka á leyfileg-
um hraða með bflbelt-
ið spennt. En hið
sama gerðu einnig svo
margir aðrir vegfar-
endur Reykjanesbrautarinnar sem
nú eru fallnir í valinn eða verða að
heyja lífsbaráttuna í hjólastólnum
eða við þaðan af verri aðstæður.
Þeir vissu ekki, frekar en við öll
sem þarna eigum leið um, hvað
ökumaðurinn er að hugsa sem situr
undir stýri á bílnum sem kemur á
móti. Og þar erum við komin að
kjarna málsins. Við getum seint
komið í veg fyrir öll umferðarslys
en við getum minnkað líkurnar
með því að skapa þær aðstæður
sem hjálpa til í þeirri viðleitni.
Upplýst Reykjanesbrautin dugar
ekki ein og sér þegar aðeins hárs-
breidd skilur á milli vélknúinna
tækja sem mætast á miklum hraða
við ýmsar aðstæður - á nóttu sem
degi - sumri sem vetri. Þess vegna
ber okkur skylda til að gera betur
en lýsa upp Reykjanesbrautina;
Umferðin
Reykjanesbraut þarf
að tvöfalda, segír
Ragnheiður Davíðs-
dóttir, þannig að tvær
akreinar séu í hvora
akstursstefnu.
hana þarf að tvöfalda þannig að
tvær akreinar séu í hvora aksturs-
stefnu. Það er ekki aðeins krafa
okkar, sem berjumst fyrir bættri
umferðarmenningu, heldur ekki
síður og miklu frekar er það ský-
laus krafa þeirra hundraða ein-
staklinga sem slasast hafa á
Reykjanesbrautinni í gegnum tíð-
ina og aðstandenda þeirra.
Höfundur er forvama- og öryggis-
málafulltrúi Vátryggingafélags ís-
lands hf.
ÞÚ GETUR jagHB|
SPARAÐ J.®:'
ÞÚSUNDIR
Gleraugnaverslunin
SJÓNARHÓLL
HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ
Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi
(Aukahlutapakki )
Handfrjáls búnaóur
Bílhleðslutæki
Leðurtaska
Þetta þrennt á aðeins
1.980 kr.
N
■■ QJ
___*0
cs
((Chatbox) er handhægt
lítið lyklaborð sem
hægt er að tengja við
nýrri gerðir Ericsson
GSM síma.
Þetta er nýr búnaður
sem auðveldar þeim lífið
sem eru iðnir við að
skrifa SMS skilaboð.
Tilboðsverð aóeins
2.480 kr.
FÆST í VERSLUNUM SÍMANS
SÍMINNGSM
FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA
afci