Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 11.02.2000, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens - Við eigum að teikna andlit hvors annars. Nú, snúðu hðfðinu. Ég get bara teiknað hliðarmynd. Ég er að reina að ná fram svip- brigðum þess sem horfir vongúður til framtíðar Það er f lagi. Ég ætla bara að teikna eyrað á þér. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reylgavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Eru ljósin í lagi hjá þér? Frá ungum ökumönnum íökuskóla Sjóvár-Almennra í Keflavík og HvolsveUi í nóvember: VIÐ erum tveir hópar sem sóttum umferðarskóla Sjóvár-Almennra fyrir unga ökumenn í nóvember. Við veltum fyrir okkur mikilvægum þætti er snertir öryggi okkar í um- ferðinni. Ljósabúnaður bifreiða Við teljum að eitt af lykilatriðum í umferðinni er að sjást og sjá aðra. Til að það náist, þurfum við að hafa eftirfarandi í huga: Við verðum að hafa öll ljós kveikt og vera viss um að þau séu í lagi. Við teljum mikilvægt að þið athugið reglulega ljósin, t.d. með því að nota stórar rúður sem spegil. Ekkert er eins þreytandi og illa stillt framljós á bíl. Látið yfirfara stillinguna, það dregur ekki bara úr óþægindum fyr- ir aðra, heldur lýsa ljósin betur á veginn íyrir framan. Munið að þrífa ljósin reglulega og þegar snjór er, þarf að muna að skafa líka af ljósun- um. Ljós á eftirvögnum, s.s. kerrum, þurfa einnig að vera í lagi. Þegar við ökum með háu ljósin þurfum við að muna að lækka ljósin þegar við mætum bílum. Ekki hafa háu ljósin á þegar við erum nærri bíl fyrir framan því ökumaður fremri bílsins verður fyrir mikilli truflun af háa ljósgeislanum. Stefnuljósin eru mikilvægt tæki sem allir ættu að læra að nota, og nota „rétt“. Það merkir að gefa stefnuljós alltaf og tímanlega áður en beygt er. Og ekki gleyma þeim á eftir notkun. Margir bílar eru komnir með auka bremsuljós í afturrúðu, og eykur það öryggi þeirra sem á eftir koma, því meiri líkur eru á að þeir sjái þegar við hemlum. Hægt er að fá slík ljós í bílabúðum og sumum bensínstöðv- um fyrir lítið verð. Við hvetjum til slíkrar fjárfestingar ef ekki eru auka bremsuljós fyrir. Að lokum hvetjum við ykkur til að aka eins og þið viljið að aðrir aki. Ak- ið eins og þið eigið bílinn en ekki veg- inn. Með kveðju frá ungum ökumönn- um í ökuskóla Sjóvár-Almennra í Keflavík og Hvolsvelli í nóvember. EINAR GUÐMUNDSSON, forvamafulltrúi Sjóvár-Almennra. Eru Ijdsin hjá þér kveikt og eru þau í lagi? Hvað með stefnuljósin? • • Ofgar Frá Loga Óttarssyni: ÖFGAR og ofstæki eru fyrirbæri af sama meiði og fara oft saman. Það þarf ekki að útlista í löngu máli hvað það hefur kostað mannkynið í gegn- um aldimar. Væri nú ekki upplagt að við öll tækjum til í okkar eigin ranni og hentum öfgunum og útrýmdum ofstækinu. Væri það ekki tilvalin gjöf til okkar allra á 1000 ára kristnitöku- afmæli. Islendingar bmgðust ókvæða við þegar hvalbátunum var sökkt hér um árið og náttúmvemd- arsamtök settu Islendingum afar- kosti. Þá urðu Islendingar allt í einu samhent þjóð. Þjóð sem vildi ekki láta kúga sig, vildi ekki láta öfga- og ofstækismenn segja sér fyrir verk- um. En hvað er nú að gerast hér? Er hér að koma upp álíka apparat og Greenpeace? Kannski eram við kom- in svo langt frá rótunum, uppranan- um, að við höfum týnt okkur sjálfum og fyrir hvað við viljum standa. ís- lendingar era að stærstum hluta vel menntuð og upplýst þjóð en þrátt fyrir það virðist vera ofur auðvelt að koma öfgaflokkum að á íslandi. Hvað veldur, er fólk hætt að nenna að skoða hlutina ofan í kjölinn? Finnst fólki betra að láta aðra ákveða fyrir sig hvað er rétt og hvað er rangt? Það virðist fylgja velmeg- uninni að lýðskrumarar og ofstækis- menn geti náð til fólks, þó engin skynsamleg rök hnígi þar að. Hvað ályktuðu ungir hægri menn á Norð- urlandi eystra? Var það ekki eins og köld vatnsgusa framan í okkur öll? Era kannski stórir hópar í stærsta flokki landsins sem era sama sinnis? Ég vona ekki. Nýjustu skoðana- kannanir sýna svo ekki verður um villst að öfgaflokkar era í tísku. Vilt þú, lesandi góður, að öfgahópur eins og Greenpeace ákveði hvað verður gert á lóðinni þinni, sem þú taldir þína eign? Vilt þú láta forræði yfir lífi og limum í hendurnar á svoleiðis fólki, fólki sem er í eðli og raun öfga- og ofstækismenn? LOGIÓTTARSSON Garðsá, Eyjafjarðarsveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.