Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 27 LISTIR Dræm aflabrögð Morgunblaðið/Ámi Sæberg Siguijón Jóhannsson leysir hið flókna verkefni að koma heilum togara fyrir á sviði, segir í dómnum. LEIKLIST Þjóðlcikhúsið LANDKRABBINN Höfundur: Ragnar Arnalds. Leik- stjóri: Brynja Benediktsdóttir. Leikarar: Erla Rut Harðardóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Gunnar Hansson, Jóhann Sigurðarson, Kjartan Guðjónsson, Olafur Darri Ólafsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Skúlason, Stefán Jónsson og Þórunn Lárus- dóttir. Leikmynd og búningar: Sig- urjón Jóhannsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Föstudagur 17. mars VARLA er hægt að segja að verðlaunaverk Ragnars Arnalds, Landkrabbinn, brjóti blað í ís- lenskri leikritun. Hér er um að ræða verk sem sver sig í ætt ís- lenskra raunsæisverka, fléttan er kunnugleg, atburðarás kemur ekki á óvart og verkið er hefðbundið að allri byggingu ef undanskilin er sú staðreynd að leikurinn gerist að mestu leyti út á reginhafi - um borð í íslenskum skuttogara. Verkið staðfestir einnig nokkrar kunnug- legar mýtur eða klisjur eins og þá að sjómenn séu harðjaxlar en menntamenn ekki og að þeir hinir síðarnefndu hafí gott af því að „komast á togara til að læra eitt- hvað um lífið og tilveruna, mannast og sjóast“ (sem er eiginlega það sama). Nú, oft eru svo sem fólgin sann- leikskom í mýtum og klisjum og vafalaust geta margir haft bæði gagn og gaman af því að kynnast lífínu á sjónum. En ljóst er að aðal- persóna þessa verks, landkrabbinn og málfræðingurinn Pétur, hefur lítið gaman af vemnni um borð og spurning er hversu mikið gagn hann hefur af sjóferðinni. Kannski helst það sem hann segir við móður sína í síma að kynnast málfari ís- lenskra sjómanna svo hann geti skrifað um það bók! Því þótt hann „sjóist" í þeirri merkingu að hann yfirvinnur sjóveikina, þá á ég bágt með að koma auga á varanleg gildi í því sem hann kynnist um borð. Þótt landkrabbinn sé í miðju þeirrar atburðarásar sem fram fer í verkinu eru að sjálfsögðu margar fleiri sögur fléttaðar saman við sögu hans, sögur af ástum, sorgum og örlögum hinna ýmsu skipverja. Ragnar Arnalds er orðinn allreynd- ur höfundur og fléttar haganlega saman mörgum sögum. Kjartan Guðjónsson fór með titil- hlutverkið, hlutverk landkrabbans Péturs og hélt hann mjög vel utan um persónuna frá upphafi til enda. Hann var landkrabbinn uppmálað- ur lengst framan af, fullur sjálfs- vorkunnar eftir stríðni og illkvittni félaganna um borð, en öðlaðist smám saman meiri trú á sjálfan sig. Jóhann Sigurðarson var ábúðar- mikill í hlutverki Barða skipstjóra og Pálmi Gestsson lék bróður hans, Tryggva stýrimann, af öryggi. Báð- ir voru þeir frábærir ofurölvi í byrj- un sýningar. Erla Rut Harðardóttir leikur stærsta kvenhlutverkið, Lóu háseta, sem einnig er sambýliskona Barða. Hlutverkið er, ásamt hlut- verki landkrabbans Péturs, það blæbrigðaríkasta í verkinu og sýndi Erla Rut góð tök á öllum blæbrigð- um þess. Þórunn Lárusdóttir leikur hér sitt fyrsta hlutverk á fjölum Þjóðleikhússins en hún er í hlut- verki Viktoríu söngkonu sem slæð- ist um borð, sofnar og rankar við sér út í ballarhafi. Hlutverkið býð- ur ekki upp á mikið en Þórunn fór vel með það og fékk einnig að njóta sín í söng og lúðrablæstri. Söngur hennar var öruggur og lífgaði upp á sýninguna, en lúðrablásturinn var meira utangátta, að mínu mati. Tónlist Atla Heimis vai’ fjörleg, tók mið af sjómannavölsum og féll vel að sýningunni. Auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir fara sex leikarar með smærri hlutverk í sýningunni. Gunnar Hansson var sannfærandi í hlutverki skipstjórasonarins (enda búinn að leika skapmikinn ungling í allan vetur); Ólafur Darri, Sigurður Skúlason og Stefán Jónsson áttu allir fina takta í hásetahlutverkun- um; Randver Þorláksson náði fin- um tökum á hinum drykkfellda, sorgmædda kokki og Guðrún Þ. Stephensen skapaði skemmtilega og fjörmikla týpu úr Guðfinnu, móður skipstjórans og stýrimanns- ins. Eins og ljóst má vera af þessari upptalningu er hér um frekar mannmargt leikrit að ræða og hóp- senur eru margar og gengur oft mikið á. Slíkar hópsenur virtust vera veikasti hlekkur sýningarinn- ar, en hvort þar er um að kenna samleiksvanda eða frumsýningar- skrekki er álitamál. Brynja Benediktsdóttir leikstýrir nú í Þjóðleikhúsinu eftir langt hlé og er það vel. Það hlýtur að hafa verið áskorun fyrir leikstjórann að sviðsetja verk sem gerist um borð í togara og lýsir heimi sem fáar kon- ur þekkja af eigin raun. En Brynja virðist hafa unnið af öryggi úr þeim efniviði sem henni var fenginn og margar snjallar lausnir blasa við á sviðinu. Þar kemur einnig til frá- bær vinna Sigurjóns Jóhannssonar leikmyndahönnuðar sem leysir hið flókna verkefni, að koma heilum togara fyrir á sviði Þjóðleikhússins, með stakri prýði. Leikmyndin er hönnuð af útsjónarsemi og án efa áralangri þekkingu á því hvað er hægt að endurskapa og hvað ekki á leiksviði. Margir hefðu eflaust kosið að fara mun stílfærðari leið að úr- lausn þessa verkefnis, en Sigurjón er trúr raunsæisanda verksins og á sviðinu rísa hinar ýmsu vistarverur togarans, allt frá káetu háseta og matsal skipverja til stýrishúss og þilfars skipsins. Sigurjón hannar einnig búninga og heldur sig þar líka við eftirlikingu raunveruleik- ans. Eg gæti vel trúað að margir geti haft gaman af þessari leiksýningu. Leikrit um sjómannslífið eru ekki á hverju strái og áhugavert í sjálfu sér að sjá hvernig til tekst að koma því til skila á leiksviði. Þá höfða raunsæisverk af því tagi sem hér um ræðir oft til breiðs hóps áhorf- enda á öllum aldri. En í ljósi þess að hér er um að ræða leikrit sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni Þjóðleikhússins í tilefni af hálfrar aldar afmæli þess, hefði ég kosið að sjá verk þar sem tekist væri á ný- stárlegri hátt á við sjálft listformið og tungumálið en hér er gert. Soffía Auður Birgisdóttir Rúnar Sverrisson vinnur að uppsctningu sýningar sinnar í Straumi. Málverk í Straumi Kristnihátíðarnefnd veitir verðlaun fyrir lög við sálm Aðgengilegt, auðlært og með alþýðlegu yfírbragði Morgunblaðið/Arni Sæberg Oliver Kentish, dr. Sigurbjörn Einarsson og Veigar Margeirsson. ÁRNI Rúnar Sverrissson opnar málverkasýningu í dag, laugardag, kl. 15, f Listamiðstöðinni Straumi v/ Reylq'anesbraut. Árni hefur unn- ið á vinnustofu í Straumi sl. fimm mánuði og ætlar að ljúka veru sinni þar með málverkasýningu. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Árni dvaldi á vinnustofu í Palermo á Sikiley í fjóra mánuði á siðastliðnu ári. Sýningin stendur til 26. mars og er opin alla daga frá kl. 11-18. VEIGAR Margeirsson var hlut- skarpastur í samkeppni um lag við nýjan sálm eftir dr. Sigurbjörn Ein- arsson biskup sem kristnihátíðar- nefnd efndi til. Úrslit samkeppninn- ar voru kynnt á Kjarvalsstöðum í gær. Tvenn verðlaun voru veitt, fyrstu verðlaun hlaut Veigar, sem sendi inn lag undir dulnefninu Háfleygur. I niðurstöðu dómnefndar segir: „Lagið er aðgengilegt, auðlært og líklegt til að syngjast vel í almenn- um söng. Það hefur alþýðlegt yfir- bragð og er í tóntegund sem á sér langa hefð í kirkjusöng (dórísk tón- tegund). Frágangur lagsins er fag- mannlega unninn.“ Önnur verðlaun fékk tónskáld með dulnefninu Scriptor MM en hans rétta nafn er Oliver Kentish. Um lag hans segir í niðurstöðu dómnefndar: „Lagið tengist ís- lenskri tvísöngshefð á formlegan hátt, útsetningin er fagmannleg og tilbúin til notkunar í helgihaldi.“ Schola cantorum flutti bæði vinn- ingslögin undir stjórn Harðar Ás- kelssonar við athöfnina á Kjarvals- stöðum. 49 tillögur bárust Á fundi listanefndar kristnihátíð- arnefndar í nóvember sl. var sam- þykkt að efna til samkeppni um lag við sálm dr. Sigurbjörns Einarsson- ar, Á mótum tugalda, með undirtitL inum Hugsað til afmælisárs. I dómnefnd voru skipaðir þeir Hörður Áskelsson tónlistarstjóri, sem jafn- framt var formaður nefndarinnar, og Jón Stefánsson kórstjóri, báðir fulltrúar kristnihátíðarnefndar, og Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld, fulltrúi Tónskáldafélags íslands. Trúnaðarmaður nefndarinnar var Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri kristnihátíðarnefndar. Alls bárust 49 tillögur, sem allar voru gildar. Við val á verðlaunalögum hafði dómnefndin m.a. í huga að sálminn á að flytja við hátíðarmessu á Þing- völlum í sumar og ætlast er til að sem flestir geti tekið þátt, að lagið falli vel að hrynjandi textans, að lag- ið eigi rætur í íslenskri og/eða al- þjóðlegri sálmahefð, og að lagið sé líklegt til að hvetja til notkunar sálmsins í kirkjusöng á nýrri öld. „Texti Sigurbjörns er mjög falleg- ur,“ sagði Veigar í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann kvaðst hafa haft þrennt í huga þegar hann samdi lagið; „að það væri melódískt og auðlært, í tiltölulega þjóðlegum stíl og með svolítið kirkjulegum blæ.“ Veigar er trompetleikari, mennt- aður í útsetningum og tónsmíðum og starfar nú í Los Angeles, þar sem hann semur teiknimyndatónlist. Hann hefur í tvígang hlotið tón- smíðaverðlaun hjá Down Beat Magazine, auk þess sem hann hefur unnið til verðlauna í USA Song Writing Competition og John Lenn- on Song Writing Contest. Hann er að vonum ánægður með að hafa bor- ið sigur úr býtum í tónverkasam- keppni kristnihátíðarnefndar. „Maður þráir alltaf að fá viðurkenn- ingu að heiman," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.