Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 49 UMRÆÐAN Um dóminn í máli PricewaterhouseCoopers Endurskoðendafyr- irtækið Pricewater- houseCoopers ehf. og Gunnar Sigurðsson löggiltur endurskoð- andi, sem hjá því fyr- irtæki starfar, voru fyrr í vetur dæmdir sameiginlega til að greiða til Nathan & Olsen hf. skaðabætur vegna fjárdráttar gjaldkera N&O árum saman. Hæstiréttur kvað dóminn upp 9. desember sl. og komst að þeirri niðurstöðu að endurskoðandinn og fyrirtæki hans, sem annast höfðu og selt N&O endurskoðunar- og sér- fræðiþjónustu um árabil, ættu að hluta til sök á því að ekki komst fyrr upp um fjárdráttinn en raun bar vitni og þar með hefði tjón N&O orðið meira en þurft hefði að vera, ef öðruvísi hefði verið staðið að verki við endurskoðun reikninga félagsins. Dómurinn vakti verð- skuldaða athygli, ekki síst í við- skiptalífinu, enda hafði Héraðs- dómur Reykjavíkur áður sýknað endurskoðendur af bótakröfu N&O. Nú ber svo við að umrætt mál PricewaterhouseCoopers er „tekið upp að nýju“ á opinberum vett- vangi á afar óvenjulegan hátt, svo ekki sé meira sagt. Fram á ritvöll- inn geysist Stefán Svavarsson, lög- giltur endurskoðandi og dósent í Háskóla Islands, í fimm síðna grein í 2. tbl. Frjálsrar verslunar 2000. Hann lýsir því þar yfir að Hæsti- réttur hafi misskilið sumt og kosið að „líta framhjá öðru“ í dómi sín- um! Óhjákvæmilegt er að gera at- hugasemdir við dæmalausa umfjöll- un Stefáns og Frjálsrar verslunar. Megintilgangur greinarinnar er augljóslega sá að gera hlut endur- skoðendanna í þessu máli fegurri en efni standa til samkvæmt dómi Hæstaréttar. Að sama skapi er leynt og ljóst reynt að koma því inn hjá lesandanum að stjórn og stjómendur Nathan & Olsen hafi sloppið alltof vel, vegna „misskiln- ings“ Hæstaréttar. Hinir dæmdu í málinu, þ.e. end- urskoðendafyrirtækið Prieewater- houseCoopers og Gunnar Sigurðs- son endurskoðandi, eru HVERGI nefndir á nafn í greininni. Nafn fyrirtækisins Nathan & Olsen kem- ur hins vegar TÓLF sinnum fyrir í þessu tölublaði Frjálsrar verslun- ar! Þar af eru birtar ekki færri en þrjár ljósmyndir af firmamerki fé- lagsins, m.a. á forsíðu. Þannig er látið líta út sem þetta mál allt snúist um N&O en ekki vanrækslu og ábyrgð PricewaterhouseCoop- ers og endurskoðanda þess. Grein- arhöfundur reynir síðan að styrkja þessa ímyndarsköpun sína með því að veitast að stjórn N&O með held- ur ósmekklegum hætti. Efnistökin í greininni eru ámæl- isverð. Ekki er rétt farið með mik- ilvæg atriði málsins og á önnur er ekki minnst til að fá þá niðurstöðu sem stofnað er til með skrifunum. Greinarhöfundur lætur til dæmis eiga sig að nefna að hinn dæmdi endurskoðandi hafi áritað reikn- inga N&O athugasemdalaust öll fjögur árin sem stórfelldur fjár- dráttur átti sér stað í fyrirtækinu og staðfest að þeir væru endur- skoðaðii' „í samræmi við góðar endurskoðunarvenjur". I leiðbein- andi reglum um grundvallaratriði endurskoðunar á ársreikningum hlutafélaga er sagt að markmið endurskoðunar sé að kanna hvort „eignir" í efnahagsreikningi séu fyrir hendi og í eigu félags, færðar og metnar í samræmi við lög og góðar reikningsskilavenju. Þessi grundvallarregla „góðrar" endur- skoðunarvenju var brotin ár eftir ár í endurskoðunarvinnu á vegum PricewaterhouseCoop- ers hjá N&O og er meginforsenda skaða- bótadómsins títt- nefnda frá 9. desem- ber sl. Ótrúleg er eftirfar- andi fullyrðing eða öllu heldur útúrsnún- ingur greinarhöfund- ar: „hvergi er í lögum að finna fyrirmæli í þá veru að endurskoð- endur skuli fyrir- byggja og uppgötva fjársvik. Málið snýst ekki um það að endur- skoðendur eigi að „fyrirbyggja eða upp- götva“ fjársvik. Eitt meginhlutverk endurskoðenda að lögum er að upplýsa stjórn félags um hvaðeina sem veit að bókhaldi félagsins og meðferð fjármuna þess sem hann verður áskynja um að betur mætti fara þannig að stjóm félags geti brugðist við með réttum hætti. Greinarhöfundur getur þess hvergi Endurskoðun Kjarni málsins er auð- vitað sá, segir Jónas A. Aðalsteinsson, að Jónas A. Aðalsteinsson Hæstiréttur misskildi ekki nokkurn skapaðan hlut, endurskoðendafyr- irtækið og endur- skoðandi þess gerðu sig seka um vanrækslu í starfi. að undir rekstri málsins kom fram að endurskoðandinn varð þess ár- lega var, við gerð ársreiknings fé- lagsins, að gjaldkerinn lét honum ekki í té umbeðin gögn varðandi bókhald félagsins. Fram kom að endurskoðandinn lauk samt gerð ársreikninga félagsins og endur- skoðun þeirra athugasemdalaust öll árin án þess að gera stjórn, stjórnendum eða hluthöfum félags- ins grein fyrir þessari vitneskju sinni á aðalfundum þess. Þá fundi sat hann alla og gerði grein fyrir reikningum félagsins. Hann fylgdi þessari vitneskju sinni heldur ekki eftir með frekari athugunum eða á annan hátt. Greinarhöfundur getur þess hvergi að endurskoðandinn sendi stjórn N&O bréf á hverju ári til innfærslu í endurskoðunarbók um að hann hefði kannað sérstaklega innra eftirlit fyrirtækisins og rétta meðferð eigna þess og að niður- staða hans væri sú að hvort tveggja væri í góðu lagi. í þeim bréfum var aldrei gerð athugasemd um störf bókara og gjaldkera fyrir- tækisins en undir rekstri málsins kom fram að sami háttur var á þeim málum hjá N&O og Pricewat- erhouseCoopers sjálfum. Hluthafar félagsins, stjórn og stjórnendur treystu því að sú hin árlega úttekt endurskoðendanna væri rétt. Hæstiréttur hefur talað í þessu máli um verklag og ábyrgð lög- giltra endurskoðenda. Við þann dóm verða menn að una, einnig endurskoðendur. Skrif Stefáns Svavarssonar sem löggilts endur- skoðanda benda hins vegar til þess að einhverjir í röðum endurskoð- enda ætli ekki að sætta sig við Hæstaréttardóminn og telji sig geta rétt sinn hlut með því að „áfrýja“ til dómsstigs götunnar og heitu pottanna. Eg dreg reyndar í efa að umfjöllun Frjálsrar verslun- ar sé í umboði Pricewaterhouse- Coopers eða endurskoðandans en ef svo er muni þeir einnig tapa málinu á því dómsstigi. Kjarni málsins er auðvitað sá að Hæstiréttur misskildi ekki nokk- urn skapaðan hlut, endurskoðenda- fyrirtækið og endurskoðandi þess gerðu sig seka um vanrækslu í starfi, sú vanræksla leiddi til þess að tjón Nathan & Olsen varð meira en þurft hefði að vera hefðu endur- skoðendurnir staðið öðruvísi að verki, svo sem segir orðrétt í dóm- inum. Af hálfu Nathan & Olsen hf. lauk málinu með dómi Hæstaréttar íslands. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og fomiaður stjórnar Nathan & Ol- sen hf. Bændafundir til kynningar d nýjum sauðfjdrsamningi Landbúnaðarrdðuneytlð og Bændasamtök íslands boða til funda til kynningar d nýjum sauðfjdrsamningi d eftirtöldum stöðum: Staður Dagsetn. Tími Frummælendur Þverholt 3, Mostellsbæ 22. mars kl. 20.30 Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri BÍ Hótel Borgarnes 21. mars kl. 21.00 Sveinbjörn Eyjólfsson, aðstoðarm. ráðherra^ Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri BÍ Breiðablik, Snæfellsnesi 21. mars kl. 21.00 Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu Dalabúð, Búðardal 20. mars kl. 21.00 Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri BÍ Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu Vogaland, Króksfjarðarnesi 21. mars kl. 13.30 Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu Rabba-bar, Patreksfirði 27. mars kl. 13.00 Sveinbjörn Eyjólfsson, aðstoðarm. ráðherra_ Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri BÍ Hótel ísafjörður 27. mars kl. 13.00 Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri Ari Teitsson formaður Bl. Sævangur, Strandasýslu 23. mars kl. 14.00 Sveinbjörn Eyjólfsson, aðstoðarm. ráðherra Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu Ásbyrgi í Miðfirði 20. mars Kl. 13.00 Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri BÍ Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu Félagsheimilið Blönduósi 21. mars kl. 21.00 Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra Ari Teitsson, formaður BÍ Miðgarður í Skagafirði 21. mars kl. 13.30 Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra Ari Teitsson, formaður BÍ Fosshótel KEA, Akureyri 20. mars kl. 20.30 Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra Ari Teitsson, formaður BÍ Ýdalir, S.-Þing. 20. mars kl. 13.30 Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra Ari Teitsson, formaður BÍ Fjallalamb, Kópaskeri 19. mars kl. 17.00 Sveinbjörn Eyjólfsson, aðstoðarm. ráðherra Ari Teitsson, formaður BÍ Mikligarður, Vopnafirði 20. mars kl. 13.30 Sveinbjörn Eyjólfsson, aðstoðarm. ráðherra Aðalsteinn Jónsson, Klausturseli, form. LS Golfskálinn, Ekkjufelli, Fellum 20. mars kl. 20.30 Sveinbjörn Eyjólfsson, aðstoðarm. ráðherra Aðalsteinn Jónsson, Klausturseli, form. LS Hrollaugsstaðir, Suðursveit. 24. mars kl. 13.30 Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra Ari Teitsson, formaður BÍ Hótel Kirkjubæjarklaustur 23. mars kl. 20.30 Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra Ari Teitsson, formaður BÍ Félagsheimilið Hvoll, Hvolsvelli 22. mars kl. 20.30 Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra Ari Teitsson, formaður BÍ Hótel Selfoss, Selfossi 23. mars kl. 13.30 Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra Ari Teitsson, formaður BÍ Landbúnaðarráðuneytið - Bændasamtök Islands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.