Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Áætlanir tsjetsjneskra skæruliða um skæruhernað í fjöllunum brugðust Saka wahhabista um svik og samninga við Rússa Ikhazurovo, Moskvu. AP. HARÐIR bardagar stóðu í gær um bæinn Alkhazurovo í Suður- Tsjetsjníu en skæruliðar segja að svokallaðir wahhabistar, bókstafs- trúaðir múslímar, hafi svikið þá og eyðilagt áætlanir um skæruhernað gegn Rússum í fjöllunum. Skæruliðar Tsjetsjena veita Rúss- um enn harða mótspymu þrátt fyrir að hafa misst marga menn fallna og særða. Þeir, sem enn berjast, eru þó margir illa haldnir af kali og hungri og nú saka þeir wahhabistana um svik. Hafi þeir átt að búa út stöðvar í fjöllunum þaðan sem áfram yrði bar- ist gegn Rússum en þess í stað hafí þeir lagt á flótta. Er Grosní féll í hendur Rússum í febrúar flýðu skæruliðar til fjallanna í suðri og þá áttu wahhabistarnir að verja flóttann. Það gerðu þeir ekki, heldur flýðu eins og fyrr segir, og voru skæruliðar því oft berskjaldaðir fyrir árásum rússneskra herþotna á flóttanum. „Wahhabistarnir sviku okkur,“ sagði skæruliði að nafni Saikhan. „Þeir áttu að búa út stöðvar með vist- um og vopnum fyrir skæruhernaðinn en þegar við komumst upp í fjöllin al- veg örmagna var þar ekki brauðbita að fá.“ Annar skæruliði, Zubair, sagði að sinn flokkur hefði náð fjöllunum og hitt þar fyiir nokkra wahhabista á dráttarvél. „Við báðum þá að flytja særða félaga okkar en þeir neituðu. Þeir eiga ekki skilið að vera kallaðir menn, hvað þá fylgjendur spámann- sins. Þeir skilja eftir særða menn og grafa ekki þá dauðu.“ Skæruliðarnir kváðust ekki vita hvers vegna wahhabistarnir hefðu brugðist en suma grunar að þeir hafi samið á laun við Rússa til að komast hjá átökum. Illa þokkaðir mannræningjar Flestir Tsjetsjenar tilheyra hinni hófsömu sufi-grein íslams en wahhabistar, sem eru t.d. í meiri- hluta í Saudi-Arabíu, eru kunnir fyrir umburðarleysi í trúmálum og neyða þeir oft aðra múslíma til að fara að sínum siðum út í ystu æsar. Refsing- ar eru grimmilegar og allir verða að leggjast á bæn fimm sinnum á dag. I nágrannaríkjum Tsjetsjníu hafa margir ótta og skömm á wahhabist- um og líka vegna þess, að í allri fá- tæktinni á þessum slóðum vaða þeir í peningum. Það eru fyrst og fremst þeir sem hafa staðið fyrir fjölda- mörgum mannránum í Tsjetsjníu og fengið mikið lausnargjald fyrir. Vilja drepa wahhabistana Einn foringi skæruliða, Adlan, sagði, að þegar hans flokkur hefði ætlað að leita skjóls í fjallaþorpinu Itum-Kale, hefðu wahhabistarnir, sem þar voru fyrir, flúið burt. Skömmu síðar lögðu íússneskir fall- hlífarhermenn undir sig nálæga hæð og Adlan og hans menn urðu að berj- ast einir fyrir lífmu. „Við sórum þess eið að drepa wahhabistana þegai' Rússamir væru farnir,“ sagði Adlan. Þegar skæruliðar komust að því að wahhabistarnir höfðu svikið þá og ekkert var að hafa í fjöllunum, reyndu þeir að komast aftur í gegn- um víglínu Rússa og ná þorpunum á sléttunum. Þeir segja hins vegar að Arbi Barajev, einn foringi wahhab- ista, hafi farið úr fjöllunum með 600 menn og keypt sér frið við Rússa. Aðrir skæruliðar hafi orðið að beij- ast til að sleppa burt. „Lík félaga okkar liggja enn í fjöll- unum,“ sagði Zubair. AP Bærinn Komsomolskoje í S-Tsjestjníu er að mestu í rústum eftir sprengjuhríð Rússa í tæpar tvær vikur. Kohl aftur áþingi HELMUT Kohl, fyrrverandi kanzl- ari Þýzkalands, tók í gær sæti á þingi á ný, eftir að hafa haldið sig fjarri þingstörfum undanfarna mánuði vegna leynireikninga- hneykslisins svokallaða. Hér reynir Angela Merkel, framkvæmdastjóri Kristilegra demókrata (CDU), að heilsa Kohl, sem er að árita bók. Hann virtist ekki taka eftir útréttri hönd Merkel, sem fastlega er nú reiknað með að verði kjörin næsti formaður flokksins á flokksþingi í apríl. Þess var minnzt í þýzka þinginu í gær, að 10 ár voru liðin frá fyrstu fijálsu kosningunum í Austur- Þýzkalandi. Með þeim var mörkuð brautin til sameiningar Þýzkalands, mesta afreks Kohls sem kanzlara. Sérskipuð sendinefnd Evropuráðsins fór í vettvangsheimsókn til stríðshrjáðrar Tsjetsjníu LÁRA Margrét Ragnarsdóttir, al- þingismaður og formaður sendi- nefndar Islands á Evrópuráðsþing- inu, heimsótti Tsjetsjníu sem fulltrúi í sérskipaðri sendinefnd Evrópuráðsins í síðustu viku til að skoða þar aðstæður. Var tilgangur ferðarinnar aðallega sá að afla upp- lýsinga svo ráðið geti ákveðið til hvaða aðgerða beri að grípa vegna stríðsreksturs Rússa. Að sögn Láru Margrétar ríkir reiði meðal fórnarlamba stríðsins og segir hún augljóst að stríðið bitni mest á almennum borgurum. I viðræðum við rússneska ráða- menn í Moskvu fyrir Tsjetsjníuför- ina voru sendinefndinni kynnt sjón- armið Rússa um leið og nefndin gagnrýndi Rússa fyrir mannrétt- indabrot í Tsjetsjníu, sem þeir líta á sem hluta Rússlands. „Þeir bentu okkur ítrekað á að í raun væri þarna um breytt form hryðjuverka að ræða. Þarna væru hryðjuverk unnin af vel vopnuðum og skipulögðum her,“ sagði Lára Margrét. Rússar segðu að um stríð giltu engar reglur, en þeir teldu sig þó hafa komið til móts við kröfur Evrópuráðsins, m.a. með því að skipa Viktor Kalamanov mannrétt- indafulltrúa stjómarinnar. Það kom í hlut Kalamanovs að fylgja sendinefndinni til Tsjetsjníu, ásamt fulltrúum dúmunnar og blaðamönnum. En Lára Margrét sagði Rússa hafa talið það miklum erfiðleikum bundið að verða við kröfu sendinefndarinnar um að heimsækja Grosní. ' Markviss eyðilegging Grosní „Það var ekki fyrr en við komum á Grosní-svæðið að við sáum hvílík- ar hörmungar höfðu átt sér stað,“ segir Lára Margrét og kveður eyðilegginguna hafa aukist jafnt og þétt eftir því sem nær dró Grosní. „Þetta segir okkur að það var um markvissa eyðileggingu að ræða til Eyðilegging blasir við og reiði ríkir meðal almennings Sendinefnd frá Evrópuráðinu var í Tsjet- sjníu í síðustu viku til að kanna þar aðstæð- ur. Meðal fulltrúa var Lára Margrét Ragn- arsdóttir alþingismaður og ræddi Anna Sigríður Einarsdóttir við hana um ferðina. að ryðja veginn inn í borgina," segir hún og bætir við, „miðborg Grosní er nú gjöreyðilögð því þar er allt sundurs- prengt og þögnin þar var algjör.“ En talið er að á milli 6.000 og 18.000 manns dvelji enn í Grosní af þeim 400.000 sem byggðu borgina áður. Eitt úthverfa Grosní var fyrsti viðkomustaður sendinefndarinnar, en út- hverfin eru nokkru heil- legri én miðborgin. „Ein rússnesk kona sem ég ræddi við bar þess aug- ljós merki í gegnum hvað hún hefði gengið," sagði Lára Mar- grét og minntist tveggja grátandi tsjetsjneskra kvenna sem sögðust hvorug hafa fengið neina aðstoð frá því Rússar komu. „Það má þó telja Rússum til hróss að þeir hafa opnað neyðarskýli í Gros- ní, en hverjir sækja þangað veit ég ekki,“ sagði Lára Margrét. Skýlið væri nýtilkomið og því ekki hægt að fá tölulegar upplýs- ingar um hverjir sækja þangað. Tsjernokosovo fangabúðirnar, sem áður tilheyrðu Tsjetsjenum, voru þá sóttar heim, en þær hafa verið gagnrýndar mikið undanfarið vegna meintra mannréttindabrota. Lára Margrét segir mörgum hafa verið haldið þar lengi án formlegrar ákæru, m.a. vegna ófullkominna Lára Margrét Ragnarsdóttir skilríkja. Nefndin hafi þó ekki orðið vör við illa meðferð fanga. „Það hafði verið tekið vel til áður en við komum,“ segir hún og bendir á sem dæmi að fangabúðirnar voru nýmálaðar. Engir fangar sem þau ræddu við hefðu kvartað. Maður nokkur hefði þó byrjað að segja nefndinni frá því sem hann hefði heyrt um pyndingar á öðrum, en að fangavörður hefði bent honum á að ekki væri leyfilegt að vísa til ann- arra en sjálfs sín. „Ég hefði gjarnan viljað að við hefðum haft meiri tíma til að kanna aðstæður betur en þann tíma var ekki að fá,“ segir Lára Margrét og kveður öryggisástæður hafa ráðið þar miklu. Alraenningur reiður stríðinu í Íngúsetíu heimsótti sendi- nefndin síðan tvennar fangabúðir og segir Lára Margrét fólk þar hafa verið mjög ákaft að segja sögu sína. „Við fengum að heyra reynslu- sögu þessa fólks, meðal annars lýs- ingai- á því hvernig Rússar hefðu farið inn í þorp í Tsjetsjníu leitað skæruliða og kveikt í húsum og hvernig Tsjetsjenar hefðu í öðrum tilvikum notað fólk sem byssufóður. Flestir töluðu þó um aðgerðir Rússa og fæstir vildi gangast við að tengjast tsjetsjesnskum uppreisn- armönnum," sagði Lára Margrét. „Það sem alls staðar kom fram var að venjulegt fólk þjáist mest allra í þessu stríði. Ein kona spurði: Af hverju eru engir leiðtogar upp- reisnarmanna drepnir af hverju eru bara borgarar drepnir? Þannig að það var greinilega einnig að finna gagnrýni á tsjetsjneska uppi'eisn- armenn. Og hjá almenningi er að finna reiði út í stríðið og stríðandi aðila,“ sagði Lára Margrét og bætti við að það væri þó augljóst að sumir væru betur að sér en aðrir. Á blaðamannafundi sem sendi- nefnd Evrópuráðsins hélt í Moskvu eftir heimsóknina lýsti hún yfir að óskiljanlegt væri hvernig borg á borð við Grosní gæti verið eyðilögð á svo kerfisbundinn hátt. Frekari vinna bíður nefndarinnar sem fund- ar svo dagana 3.-7. apríl um það sem fyrir augu bar í Tsjetsjníu og í framhaldi verður lögð fram tillaga um til hvaða aðgerða skuli gripið. „Eitt af því sem við höfum spurt okkur um er hverjir séu talsmenn Tsjetsjena?" sagði Lára Margrét og kvað nefndina hvetja til póli- tískra samræðna milli Rússa og Tsjetsjena. „Umræður verða ein- hvers staðar að fara fram en það sem vegur þó þyngst núna er að stöðva bardaga í Tsjetsjníu og að koma mannúðarhjálp inn í landið.“ Lára Margrét sagði Evrópuráðið þá einnig hafa hug á að ræða frekar við Rússa. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þegar Rússar gengu í Evrópuráðið geng- ust þeir undir ákveðna sáttmála og reglur. Evrópuráðið gengur út á mannréttindi og þegar reglur um mannréttindi hafa verið samþykkt- ar verða menn að hlýða þeim. í janúar voru uppi háværar radd- ir um að svipta Rússa atkvæðisrétti í Evrópuráðinu og þótt það hafi þá verið naumlega fellt þá er fordæmi að finna í viðbrögðum Evrópuráðs- ins gegn grísku herforingjastjórn- inni 1969.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.