Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 VIKll MORGUNBLAÐIÐ S . i - - Vísindavefur Háskóla Islands Hvenær kviknaði llf á jörðinni? Vísindi Nú hafa Vísindavefnum, vis- _______________________________ indavefur.hi.is, borist um 1000 spurningar og svör eru oróin um 200 talsins af fjölmörgum fræöasviöum. Frá og með síðustu hetgi hafa gestir getað skoðað spurningar og svör flokkuð eftir fræðasviðum. Vegna fjölda spurninga og svara var orðin brýn þörf á slíku. Þá eru kostir veftækninnar nýttir í vax- www.opinnhaskoli2000.hi.is andi mæli, til dæmis með tenglum milli svara um skyld efni, með tenglum í annað efni á verald- arvefnum, þar á meðal margmiðlunarefni, og með myndefni til skýringar og ánægju í svörunum sjálfum. Hér fara á eftir tvö svör sem hafa birst nýiega á Vísindavefnum. Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? SVAR: Leifar örvera hafa fundist með vissu í jarðlögum sem eru um 3100 milljón ára gömul og mjög sterkar líkur eru á því að þær megi líka greina í 3450 milljón ára göml- um jarðlögum. Þessi gömlu jarðlög eru í Ástralíu og Suður-Afríku. Menn hafa reyndar fundið enn eldri en ekki alveg örugg merki um líf í um 3800 milljón ára gömlum jarð- lögum frá Isua á Grænlandi. Það má því segja að mjög sterkar líkur séu á því að líf hafí verið á jörðinni fyrir um 3500 milljónum ára en ef til vill hafi það verið komið til sögunnar nokkur hundruð milljón árum fyrr. Aldur jarðarinnar er talinn vera um 4500 milljónir ára. Hvernig kviknaði lífið á jörðinni? Þetta er enn mikil ráðgáta. Reyndar er hugsanlegt að líf jarð- arinnar hafi ekki kviknað hér heldur hafi það borist til jarðarinnar utan úr geimnum. Til dæmis er hugsan- legt að það hafi borist hingað með loftsteinum frá reikistjörnunni Mars. Miklu ólíklegra er að það hafi borist frá öðru sólkerfí þótt ekki sé hægt að útiloka það með öllu. En það er sama hvort lífið hefur hafist á jörðinni eða annars staðar; - það þarf að skýra hvernig það hefur fyrst myndast. í náttúrunni er ekki til neitt millistig milli lífs og dauðs efnis. Blanda þeirra líf- rænu efnasambanda sem finnast í lífverum er steindauð. Lífverur, jafnvel smæstu bakter- íur, eru mjög flóknar að bygg- ingu. Allar lífverur hafa erfða- efni sem gert er úr kjamsýr- unni DNA. Erfðaefnið flytur á milli kynslóða boð um gerð prótína (próteina) en prótín (nánar tiltekið ensím) hvata flest þau efnahvörf sem fram fara í lifandi frumu. Jafn- vel smæstu bakteríur þurfa á miklu erfðaefni og mörg hundruð ólíkum prótínum að halda. Líf þeirra er ekki einfalt! Margir telja nú líklegt að lífið hafi kviknað við heita hveri í sjó eða í heitu umhverfi undir yftrborði jarð- ar. Þar hafa verið efni eins og vetn- issúlfíð og járnsúlfíð og er hugsan- legt að efnahvörf þeirra hafi gefið næga orku til myndunar lífrænna sameinda af ýmsu tagi. Það er hins vegar mikil ráðgáta hvernig erfða- efni hefur fyrst myndast. Fyrsta erfðaefnið hefur ef til vill verið kjarnsýran RNA sem er mjög lík DNA en er mun óstöðugri. RNA er enn erfða- efni vissra veira (en veirur teljast yfirleitt ekki til lífvera). Sýnt hefur verið fram á að RNA getur hvatað viss efnahvörf líkt og ensím. Það hefur því bæði getað gegnt hlutverki erfðaefnis og lífhvata, ef til vill með hjálp ósér- hæfðra prótína. Þessar RNA-lífver- ur hljóta að hafa verið einfaldar í sniðum, en á næsta stigi hafa þróast aðferðir til þess að túlka erfðaboð þannig að gen erfðaefnisins ákvarði gerð sérhæfðra prótínsameinda, ensíma. Loks hefur DNA tekið við af RNA sem erfðaefni. Þá var komið það skipulag lífsstarfseminnar sem einkennir lífverur enn þann dag í dag. Þessu marki hefur að öllum lík- indum verið náð fyrir 3500 milljón- um ára eða jafnvel fyrr. Það eru fyrstu skref lífmyndunar sem allra erfiðast er að skilja og þar er stór eyða í þekkingu okkar. Það er langt frá því augljóst að líf þróist úr „súpu“ lífrænna efna jafnvel þótt þúsundir milljóna ára séu til stefnu. Við vitum því ekki hversu líklegt það er að líf myndist við aðstæður eins og voru á jörðinni í árdaga. Því síður getum við fullyrt neitt um lík- ur þess að líf líkt okkar lífi fmnist annars staðar í alheimi. Guðmundur Eggertsson Sjá einnig svör við öðrum spurn- ingum á Vísindavefnum um upphaf lífs eftir sama höfund: „Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upphaf lífsins?" og „Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur, og þar á meðal hinn viti- borni maður, hafi þróast úr dauðum jarðefnum án þess að nokkur sköp- unarmáttur hafi verið þar að verki?“ Af hverju er lífrænt ræktað grænmeti hollara en annað og hvers vegna er það svona dýrt? SVAR: Aðalástæða þess að líf- rænt ræktaðar vörur eru taldar hollari en aðrar er sú að þær inni- halda minna af varnarefnum, en notkun þeirra er bönnuð í lífrænni ræktun. Menn eru þó ekki á einu máli varðandi hollustu lífrænt rækt- aðra matvæla og telja sumir að líf- rænt ræktað hráefni innihaldi mikið magn af gerlum sem gætu verið skaðvaldar. Það er aðallega út frá umhverfissjónarmiðum sem menn aðhyllast lífræna ræktun. Minni notkun eiturefna og tilbúinna efna leiðir til umhverfisvænni ræktunar. Varðandi næringarefnainnihald í líf- rænt ræktuðu grænmeti og græn- meti sem ræktað er á hefðbundinn hátt ber rannsóknum ekki saman. Sumar rannsóknir benda til að magn lífsnauðsynlegra næringar- efna sé meira í lífrænt ræktuðu og stundum snýst þetta við. Það er því ekki hægt að segja sem svo að líf- rænt ræktað grænmeti innihaldi meira af lífsnauðsynlegum næring- arefnum en annað grænmeti. Nær- ingarefnainnihald í grænmeti er að jafnaði mjög breytilegt. Nokkrar rannsóknir hafa bent til þess að meira sé af sykrum í lífrænt rækt- uðu grænmeti og er þá lengri vaxt- artími talinn hugsanleg ástæða. Nýlega var gerð úttekt á lífrænt ræktuðu grænmeti á íslandi og kom það mjög vel út hvað varðar útlit og bragð, en ekki var teljandi munur á næringarefnainnihaldi í lífrænt ræktuðu grænmeti og venjulegu grænmeti. í nýlegri erlendri yfirlitsgrein eru gæði lífrænt ræktaðs og hefðbund- ins grænmetis borin saman. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að venjulega sé talsvert minna nítrat í lífrænt ræktuðu grænmeti en því hefðbundna. Nítrat er efni sem hef- ur sýnt sig geta valdið magakrabba- meini. Nítrat í lífrænt ræktuðum ís- lenskum kartöflum og tómötum var ekki áberandi frábrugðið því sem mældist fyrir hefðbundið grænmeti. Aftur á móti var greinilega minna nítrat í lífrænt ræktuðum gúrkum en þeim hefðbundnu. Lífrænt ræktað grænmeti er að jafnaði dýrara en annað grænmeti vegna þess að við ræktunina eru ekki notuð eiturefni og ræktunin krefst því meiri vinnu, til dæmis við að reyta arfa. Vaxtarhraðinn er síð- an ef til vill minni, sem leiðir til þess að framleiðslan er minni á tímaein- ingu, sem orsakar hærra verð. Ingibjörg Gunnarsdóttir Hemingway og Vopnin kvödd Þess var víða minnst í júlímánuði á nýliðnu ári að 100 ár voru liðin frá fæðingu bandaríska rithöfundarins Ernests Hemingways og lífshlaupi hans gerð góð skil. Bergljót Ingdlfsdóttir fjallar hér um baksvið skáldsögunnar Vopnin kvödd. HEMINGWAY var 18 ára og nýliði í blaða- mennsku þegar hann gerðist sjálfboðaliði í hernum undir lok fyrri heims- styrjaldarinnar. Hann var sendur til Ítalíu og ók þar sjúkrabíl Rauða krossins. Sá starfi þótti honum ekki nógu áhættusamur og fékk sig færðan nær víglínunni. Þar fékk hann skot í fótinn og var lagður inn á hersjúkrahús í Míl- anó. Reynsla Hemingways í stríðinu er efniviður bókar hans Vopnin kvödd (A Farewell to Arms) sem kom út árið 1929. Bókin vakti mikla athygli á höfundinum og honum var spáð mikilli veglengni á ritvellinum. Árið 1941 gaf Mál og menning bókina út í íslenskri þýðingu Hall- dórs Laxness. Þeir eru vísast margir sem lesið hafa þessa bók á frummálinu, í íslensku útgáfunni eða séð kvikmyndir gerðar eftir sögunni. Fyrsta kvikmyndin gerð eftir Vopnin kvödd er frá árinu 1932 með þeim Helen Heyes og Gary Cooper í hlutverkum hjúkrunar- konunnar og liðsforingjans. Önnur mynd er frá árinu 1956 með Jenni- fer Jones og Rock Hudson í fyrr- nefndum hlutverkum. Nýjasta myndin er frá árinu 1996 með Söndru Bullock og Cris O’Donnell í aðalhlutverkum. Sú mynd endar á annan hátt en bókin og heiti hennar er í ást og stríði (In Love and War). Myndin var sýnd í sjónvarpinu, á Stöð 2, fyrir nokkru. í umsögn sem birtist í dagblaði, eftir þá sýningu, var myndin útþynntur Hemingway að mati gagnrýnanda. Breska hjúkrunarkonan Það er ekki að efa að lýsingar Hemingways á stríðinu í Vopnin kvödd eru byggðar á eigin reynslu. En öðru máli gegnir með ástarsög- una, sem þar er fléttuð inn í, þar sem ungur maður og átta árum eldri kona fella hugi saman. Var það raunveruleiki eða aðeins drau- mórar ungs manns í einsemdinni? Á sjúkrahúsinu, þar sem Hemin- gway var lagður inn, voru breskar hjúkrunarkonur við störf, og á meðal þeirra var Agnes von Kur- owsky, 27 ára að aldri. Hún var sögð bráðfalleg, grönn, bláeygð með rauðbrúnt hár og höfðu allir hermennirnir orðið hrifnir af henni. Það var einmitt Agnes sem tók á móti Hemingway þegar hann kom til sjúkrahússins. Hún tók piltinn undir sinn verndarvæng, hjúkraði honum og dvaldi títt við sjúkrabeð hans. Það fannst sumum ekki við- eigandi og þegar hárspennur hennar fundust undir kodda hans vakti það nokkurt umtal. I bréfunum sem Hemingway sendi heim til sín, frá sjúkrahús- inu, sagði hann að honum liði eins og hann væri í himnaríki og Agnes hjúkrunarkona væri sannkallaður engill. Agnes var send til starfa í Flór- ens áður en Hemingway útskrifað- ist af sjúkrahúsinu. Hann skrifaði henni bréf á hverjum degi, stund- um tvö á dag. Hemingway komst til heilsu og var sendur heim til Bandaríkjanna. Þar hélt hann áfram að skrifa Agnesi og gerði sér vonir um að hún myndi giftast honum. En Agnes kynntist forríkum greifa frá Napólí, Domenico Carr- accilo, og trúlofaðist honum. Hún skrifaði Hemingway I mars árið 1919 og tjáði honum að hún myndi bráðlega ganga í hjónaband. Hún sagði að henni þætti vænt um hann - en frekar eins og móðir en kær- asta -, enda væri hann hálfgerður krakki. Hvernig sem sambandi þeirra var háttað varð Hemingway fyrir miklu áfalli og menn vildu kenna því um misheppnuð sambönd hans við konur síðar á lífsleiðinni, þ.á m. við fjórar eiginkonur sínar. Þær vissu allar um ástarsorgina sem hann hafði orðið fyrir sem ungur maður. Sjálfur sagðist Hemingway aðeins hafa elskað eina konu, Agn- esi von Kurowsky. Hemingway svipti sig lífi árið 1961, við hlið hans látins lágu bréf- in frá Agnesi sem hann hafði varð- veitt. Þá voru liðin meira en 40 ár frá því að leiðir þeirra skildi. Chris O’Donnell og Sandra Bull- ock fara með aðalhlutverk í nýj- ustu kvikmyndinni sem gerð var eftir sögunni Vopnin kvödd. En það er af Agnesi að segja að ítalski greifinn hætti við að kvæn- ast henni vegna mótbára móður hans sem taldi stúlkuna dæmigert ævintýrakvendi. Að styrjöldinni lokinni var Agn- es við hjúkrunarstörf í Rúmeníu og á Haítí. Hún kynntist banda- rískum manni á Kúbu, þau gengu í hjónaband en það stóð stutt. Síðar giftist hún öðrum Bandaríkja- manni, Bill Stanfield, það hjóna- band entist á meðan bæði lifðu. Þau voru barnlaus. Þegar Agnes var á efri árum spurð, í blaðaviðtali, um samband sitt við Hemingway gerði hún lítið úr því og eyddi talinu. Ágnes lést árið 1984, níræð að Agnes von Kurowsky hjúkrun- arkona. aldri, og var jarðsett í Arlington- hermannagrafreitnum í Washing- ton. „Týnd dagbók“ og bréf Þegar Hemingway lá á sjúkra- húsinu í Mílanó var 18 ára gamall Bandaríkjamaður, Henry Villard, í næstu stofu þjáður af malaríu. Hann varð síðar hátt settur í utan- ríkisþjónustu Bandaríkjanna. Vin- fengi var með honum og Agnesi og Bill Stanfield. Þegar Agnes lést var eiginmanni hennar mikið í mun að hún yrði jarðsett í Arlington-kirkjugarðin- um. Hann leitaði ásjár Henrys Villards sem gekk hart fram til að svo mætti verða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.