Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stormur víða um land í gærkvöld og nótt Oveðurshryðjur sagðar óvenjulegar STORMUR var um allt vestanvert landið í gærkvöld með 20-25 metra vindhraða á sekúndu og rigningu eða slyddu. Samkvæmt upplýsing- um Veðurstofunnar var búist við að vindhraði næði hámarki upp úr miðnætti en spáð var mjög hvössu veðri eða stormi víða um land í nótt og fram eftir degi. Eyjólfur Þorbjörnsson, veður- fræðingur á Veðurstofu íslands, segir aðspurður að óveðurskaflarn- ir sem gengið hafa yfir á landinu að undanförnu séu frekar óvenjulegir á þessum árstíma. Það sem ein- kenni þessar sviptingar í veðrinu að undanförnu séu djúpar lægðir og snarpar veðurbreytingar úr suð- vestri til norðurs með miklum vind- um. Búist var við að áttin yrði suð- vestanstæðari þegar liði á nóttina með snörpum storméljum í nótt og fram eftir degi. Draga mun smám saman úr vindi þegar líður á kvöld- ið samkvæmt spá Veðurstofunnar. Snörp stormél taka við af rigningu og hlýindum Veðrinu í gær og nótt fylgdu mjög sterkar vindhviður og fór vindhraði yfir 30 metra á sekúndu á nokkrum stöðum seint í gærkvöldi. Eyjólfur sagði að spáð væri áfram kólnandi veðri fram í næstu viku. Á morgun er spáð suðvestanátt, 10- 15 m/s. og snjókomu sunnan og vestan til og að hiti verði kringum frostmark. Á mánudag er gert ráð fyrir élja- veðri og 1-6 stiga frosti. Milli kl. hálffimm og fimm í fyrri- nótt gekk á með þrumuveðri og eld- ingum á höfuðborgarsvæðinu. Eld- ingum laust niður í tvo ljósastaura í Rauðagerði í Reykjavík og í Hafn- arfirði rétt fyrir klukkan fimm. Nokkuð var um að fólk hringdi í Veðurstofuna og lögreglu vegna þrumuveðursins og eldinganna. Þrumur og eldingar í annað sinn á einni viku Eyjólfur Þorbjörnsson segir þetta þrumuveður ekki mjög óvenjulegt. „Það læðast oft inn eld- ingar og þrumuveður í þessum út- synningi á veturnar, sérstaklega um sunnan- og vestanvert landið,“ segir hann. Eyjólfur minnti á að fyrir um viku hefði eldingu slegið niður á Keflavíkurflugvelli sem olli því að fjarskipti féllu niður. Stjorn Blaðamannafélagsins Vill kanna skilyrði til endurupptöku STJÓRN Blaðamannafélags íslands samþykkti á fundi í gær að fela lög- manni sínum að kanna hvort skilyrði séu til endurupptöku dómsmáls sem eigendur Gallerís Borgar höfðuðu gegn blaðamanni og ritstjóra Press- unnar. Um áramótin 1990 til 1991 birti vikublaðið Pressan greinar þar sem því var haldið fram að fólsuð málverk væru í umferð hér á landi. Tiltók blaðið nokkur verk þar sem vafi lék á um uppruna en voru merkt þjóð- þekktum málurum á borð við Sigurð Guðmundsson, Ásgrím Jónsson, Kristínu Jónsdóttur og Kjarval. Höfðaði Gallerí Borg meiðyrðamál gegn blaðamönnunum tveimur og voru þeir sakfelldir í héraði árið 1992 og fyrir Hæstarétti þremur árum síðar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í gær að þótt félagið væri ekki aðili málsins, hefði mikil umræða í þjóðfélaginu að undanförnu orðið til þess að stjórnin fór þessa leið. Sagði Hjálmar, að þegar greinargerð lögmanns félags- ins lægi fyrir yrði tekin afstaða til framhalds málsins. Ólafur Ingi Jónsson forvörður, sem mjög hefur komið við sögu við rannsókn á uppruna málverka að undanförnu, sagðist í gær fagna frumkvæði stjórnar Blaðamannafé- lagsins. „Ég hef hvatt til þess að þetta yrði gert,“ sagði hann. „Þegar blaðamennirnir voru sakfelldir var ekki tekin afstaða til sakargifta þeirra, heldur einblínt á hagsmuni fyrirtækisins. Það leikur mikill vafi á uppruna þessara málsverka sem þama var um rætt,“ sagði Ólafur Ingi. Morgunblaðið/Björn Gíslason Tengivagninn fór á hliðina TENGIVAGN fauk út af þjóðvegin- um nærri Þelamörk síðdegis í gær, en hann var aftan í flutningabíl sem var á suðurleið. Hvasst var á þess- um slóðum í gær. Vagninn er mikið skemmdur ef ekki ónýtur. Bæði hlið vagnsins og þak brotnuðu með þeim afleiðingum að brak úr honum og farmurinn lá úti um víðan völl. Framsal á veiðiheimildum frá 1984 80% kvótans hafa skipt um hendur EINUNGIS19% þeirra aflaheimilda sem úthlutað var þegar kvótakerfinu var komið á árið 1984 eru í höndum þeirra sem stunduðu útgerð á viðmið- unarárunum sem úthlutunin byggð- ist á. Stærstur hluti, eða 81% þeirra veiðiheimilda sem úthlutað var árið 1984, hefur því skipt um hendur. Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur kannað hversu stór hluti veiðiheimilda hefur skipt um hendur við íramsal, við eignabreyt- ingar á fyrirtækjum og vegna að- gerða stjórnvalda sem auka veiðirétt smábáta. Könnunin nær til þess tíma sem liðinn er síðan botnfiskveiðar í íslenskri fiskveiðilögsögu voru tak- markaðar með kyóta árið 1984. I könnun LIU kemur íram að 69,5% aflaheimilda (þorskígilda) hafa skipt um hendur vegna eignabreyt- inga, þ.e. vegna sölu á aflaheimildum og eignarhlutum í fyrirtækjum frá árinu 1984. Þá kemur fram að smá- bátum hafi í upphafi verið reiknuð 3% af þorskafla en þeir hafi hins veg- ar fengið til sín 27% af þorskafla- heimildum vegna aðgerða stjóm- valda; aukningin samsvari tilfærslu á 11,7% aflaheimilda til smábáta þegar litið sé til allra heimilda. Villandi umræða í fréttatilkynningu frá LÍÚ segir að könnunin hafi verið gerð vegna villandi umræðu í samfélaginu um að þeir sem stundi útgerð í dag geri það í krafti úthlutaðra aflaheimilda fyrir 16 árum eða árið 1984. í könnuninni var borið saman hverjir fengu úthlut- að rétti til veiða í upphafi og hverjii' hafa þennan rétt nú. „Nýlega hefur verið staðfest opin- berlega að framleiðniaukning í ís- lenskum fiskveiðum hefur verið þre- falt meiri en í öðrum atvinnugreinum undanfarin ár. Þetta er fyrst og fremst tilkomið fyrir áhrif fiskveiði- stjórnunarkerfisins," segir í fréttatil- kynningunni. Rússneskur sérfræðingur ræðir stnórnmál Fjallar um þróun utanríkismála VYACHESLAV A. Nikonov, forseti Polity-stofnunarinnar í Moskvu, heldur erindi um stjómmálaástandið í Rússlandi, væntanlegar forseta- kosningar og þróun utanríkismála á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs í Sunnusal Hótels Sögu á hádegi í dag. Nikonov er dóttursonur Vyacheslavs Molotovs, sem um langt skeið var ut- anríkisráðherra Jósefs Stalíns Sov- étleiðtoga 1939 til 1949 og aftur í þrjú ár eftir dauða Stalíns 1953, og heitir í höfuðið á afa sínum. Nikonov er einn af kunnustu stjórnmálasérfræðingum Rússa og hefur mikla reynslu í rússneskum stjórnmálum. Hann er með doktors- gráðu í sögu frá Ríkisháskólanum í Moskvu frá árinu 1989 og lauk síðar annarri doktorsgráðu frá sama skóla. Hann var ræðuritari hjá mið- stjórn sovéska kommúnistaflokksins 1988 til 1991 og hóf þá störf við emb- ætti forseta Rússlands. Hann var þingmaður í Dúmunni frá 1994 til 1996 og m.a. formaður undirnefndar þingsins í öryggis- og varnarmálum. Nikonov hefur verið forseti Polity- stofnunarinnar í sjö ár og skrifað fræðibækur og fjölda greina í fjöl- miðla. Fjórar orkuveitur á Suðurlandi og Reykjanesi Kanna stofnun sameigin- legs raforkufyrirtækis HITAVEITA Suðurnesja, Selfoss- veitur, Bæjarveitur Vestmannaeyja og Rafveita Hafnarfjarðar hafa nú til skoðunar möguleika á að sameinast um stofnun eins raforkufyrirtækis. Að sögn Ásbjörns 0. Blöndal, veitustjóra Selfossveitna, er undir- búningsvinna enn á frumstigi en hann segir að því stefnt að ákvörðun um hvort af stofnun fyrirtækisins verður verði tekin fyrir árslok. Hugmyndir þessar og staða undir- búningsvinnunnar voru kynntar á aðalfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga á Kirkjubæjarklaustri ígær. „Það er verið að vinna að ákveð- inni hugmynd í ljósi þess að boðað hefur verið að á næstu tveimur til þremur árum verði innleidd sam- keppni í framleiðslu og sölu á raf- orku,“ segir Ásbjöm. „I stað þess að umrædd fyrirtæki efli sitt starf á eigin vegum fyrir komandi sam- keppni er nú verið að skoða hug- myndir um að taka höndum saman, jafnvel með þátttöku fleiri."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.