Morgunblaðið - 18.03.2000, Page 2

Morgunblaðið - 18.03.2000, Page 2
2 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stormur víða um land í gærkvöld og nótt Oveðurshryðjur sagðar óvenjulegar STORMUR var um allt vestanvert landið í gærkvöld með 20-25 metra vindhraða á sekúndu og rigningu eða slyddu. Samkvæmt upplýsing- um Veðurstofunnar var búist við að vindhraði næði hámarki upp úr miðnætti en spáð var mjög hvössu veðri eða stormi víða um land í nótt og fram eftir degi. Eyjólfur Þorbjörnsson, veður- fræðingur á Veðurstofu íslands, segir aðspurður að óveðurskaflarn- ir sem gengið hafa yfir á landinu að undanförnu séu frekar óvenjulegir á þessum árstíma. Það sem ein- kenni þessar sviptingar í veðrinu að undanförnu séu djúpar lægðir og snarpar veðurbreytingar úr suð- vestri til norðurs með miklum vind- um. Búist var við að áttin yrði suð- vestanstæðari þegar liði á nóttina með snörpum storméljum í nótt og fram eftir degi. Draga mun smám saman úr vindi þegar líður á kvöld- ið samkvæmt spá Veðurstofunnar. Snörp stormél taka við af rigningu og hlýindum Veðrinu í gær og nótt fylgdu mjög sterkar vindhviður og fór vindhraði yfir 30 metra á sekúndu á nokkrum stöðum seint í gærkvöldi. Eyjólfur sagði að spáð væri áfram kólnandi veðri fram í næstu viku. Á morgun er spáð suðvestanátt, 10- 15 m/s. og snjókomu sunnan og vestan til og að hiti verði kringum frostmark. Á mánudag er gert ráð fyrir élja- veðri og 1-6 stiga frosti. Milli kl. hálffimm og fimm í fyrri- nótt gekk á með þrumuveðri og eld- ingum á höfuðborgarsvæðinu. Eld- ingum laust niður í tvo ljósastaura í Rauðagerði í Reykjavík og í Hafn- arfirði rétt fyrir klukkan fimm. Nokkuð var um að fólk hringdi í Veðurstofuna og lögreglu vegna þrumuveðursins og eldinganna. Þrumur og eldingar í annað sinn á einni viku Eyjólfur Þorbjörnsson segir þetta þrumuveður ekki mjög óvenjulegt. „Það læðast oft inn eld- ingar og þrumuveður í þessum út- synningi á veturnar, sérstaklega um sunnan- og vestanvert landið,“ segir hann. Eyjólfur minnti á að fyrir um viku hefði eldingu slegið niður á Keflavíkurflugvelli sem olli því að fjarskipti féllu niður. Stjorn Blaðamannafélagsins Vill kanna skilyrði til endurupptöku STJÓRN Blaðamannafélags íslands samþykkti á fundi í gær að fela lög- manni sínum að kanna hvort skilyrði séu til endurupptöku dómsmáls sem eigendur Gallerís Borgar höfðuðu gegn blaðamanni og ritstjóra Press- unnar. Um áramótin 1990 til 1991 birti vikublaðið Pressan greinar þar sem því var haldið fram að fólsuð málverk væru í umferð hér á landi. Tiltók blaðið nokkur verk þar sem vafi lék á um uppruna en voru merkt þjóð- þekktum málurum á borð við Sigurð Guðmundsson, Ásgrím Jónsson, Kristínu Jónsdóttur og Kjarval. Höfðaði Gallerí Borg meiðyrðamál gegn blaðamönnunum tveimur og voru þeir sakfelldir í héraði árið 1992 og fyrir Hæstarétti þremur árum síðar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í gær að þótt félagið væri ekki aðili málsins, hefði mikil umræða í þjóðfélaginu að undanförnu orðið til þess að stjórnin fór þessa leið. Sagði Hjálmar, að þegar greinargerð lögmanns félags- ins lægi fyrir yrði tekin afstaða til framhalds málsins. Ólafur Ingi Jónsson forvörður, sem mjög hefur komið við sögu við rannsókn á uppruna málverka að undanförnu, sagðist í gær fagna frumkvæði stjórnar Blaðamannafé- lagsins. „Ég hef hvatt til þess að þetta yrði gert,“ sagði hann. „Þegar blaðamennirnir voru sakfelldir var ekki tekin afstaða til sakargifta þeirra, heldur einblínt á hagsmuni fyrirtækisins. Það leikur mikill vafi á uppruna þessara málsverka sem þama var um rætt,“ sagði Ólafur Ingi. Morgunblaðið/Björn Gíslason Tengivagninn fór á hliðina TENGIVAGN fauk út af þjóðvegin- um nærri Þelamörk síðdegis í gær, en hann var aftan í flutningabíl sem var á suðurleið. Hvasst var á þess- um slóðum í gær. Vagninn er mikið skemmdur ef ekki ónýtur. Bæði hlið vagnsins og þak brotnuðu með þeim afleiðingum að brak úr honum og farmurinn lá úti um víðan völl. Framsal á veiðiheimildum frá 1984 80% kvótans hafa skipt um hendur EINUNGIS19% þeirra aflaheimilda sem úthlutað var þegar kvótakerfinu var komið á árið 1984 eru í höndum þeirra sem stunduðu útgerð á viðmið- unarárunum sem úthlutunin byggð- ist á. Stærstur hluti, eða 81% þeirra veiðiheimilda sem úthlutað var árið 1984, hefur því skipt um hendur. Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur kannað hversu stór hluti veiðiheimilda hefur skipt um hendur við íramsal, við eignabreyt- ingar á fyrirtækjum og vegna að- gerða stjórnvalda sem auka veiðirétt smábáta. Könnunin nær til þess tíma sem liðinn er síðan botnfiskveiðar í íslenskri fiskveiðilögsögu voru tak- markaðar með kyóta árið 1984. I könnun LIU kemur íram að 69,5% aflaheimilda (þorskígilda) hafa skipt um hendur vegna eignabreyt- inga, þ.e. vegna sölu á aflaheimildum og eignarhlutum í fyrirtækjum frá árinu 1984. Þá kemur fram að smá- bátum hafi í upphafi verið reiknuð 3% af þorskafla en þeir hafi hins veg- ar fengið til sín 27% af þorskafla- heimildum vegna aðgerða stjóm- valda; aukningin samsvari tilfærslu á 11,7% aflaheimilda til smábáta þegar litið sé til allra heimilda. Villandi umræða í fréttatilkynningu frá LÍÚ segir að könnunin hafi verið gerð vegna villandi umræðu í samfélaginu um að þeir sem stundi útgerð í dag geri það í krafti úthlutaðra aflaheimilda fyrir 16 árum eða árið 1984. í könnuninni var borið saman hverjir fengu úthlut- að rétti til veiða í upphafi og hverjii' hafa þennan rétt nú. „Nýlega hefur verið staðfest opin- berlega að framleiðniaukning í ís- lenskum fiskveiðum hefur verið þre- falt meiri en í öðrum atvinnugreinum undanfarin ár. Þetta er fyrst og fremst tilkomið fyrir áhrif fiskveiði- stjórnunarkerfisins," segir í fréttatil- kynningunni. Rússneskur sérfræðingur ræðir stnórnmál Fjallar um þróun utanríkismála VYACHESLAV A. Nikonov, forseti Polity-stofnunarinnar í Moskvu, heldur erindi um stjómmálaástandið í Rússlandi, væntanlegar forseta- kosningar og þróun utanríkismála á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs í Sunnusal Hótels Sögu á hádegi í dag. Nikonov er dóttursonur Vyacheslavs Molotovs, sem um langt skeið var ut- anríkisráðherra Jósefs Stalíns Sov- étleiðtoga 1939 til 1949 og aftur í þrjú ár eftir dauða Stalíns 1953, og heitir í höfuðið á afa sínum. Nikonov er einn af kunnustu stjórnmálasérfræðingum Rússa og hefur mikla reynslu í rússneskum stjórnmálum. Hann er með doktors- gráðu í sögu frá Ríkisháskólanum í Moskvu frá árinu 1989 og lauk síðar annarri doktorsgráðu frá sama skóla. Hann var ræðuritari hjá mið- stjórn sovéska kommúnistaflokksins 1988 til 1991 og hóf þá störf við emb- ætti forseta Rússlands. Hann var þingmaður í Dúmunni frá 1994 til 1996 og m.a. formaður undirnefndar þingsins í öryggis- og varnarmálum. Nikonov hefur verið forseti Polity- stofnunarinnar í sjö ár og skrifað fræðibækur og fjölda greina í fjöl- miðla. Fjórar orkuveitur á Suðurlandi og Reykjanesi Kanna stofnun sameigin- legs raforkufyrirtækis HITAVEITA Suðurnesja, Selfoss- veitur, Bæjarveitur Vestmannaeyja og Rafveita Hafnarfjarðar hafa nú til skoðunar möguleika á að sameinast um stofnun eins raforkufyrirtækis. Að sögn Ásbjörns 0. Blöndal, veitustjóra Selfossveitna, er undir- búningsvinna enn á frumstigi en hann segir að því stefnt að ákvörðun um hvort af stofnun fyrirtækisins verður verði tekin fyrir árslok. Hugmyndir þessar og staða undir- búningsvinnunnar voru kynntar á aðalfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga á Kirkjubæjarklaustri ígær. „Það er verið að vinna að ákveð- inni hugmynd í ljósi þess að boðað hefur verið að á næstu tveimur til þremur árum verði innleidd sam- keppni í framleiðslu og sölu á raf- orku,“ segir Ásbjöm. „I stað þess að umrædd fyrirtæki efli sitt starf á eigin vegum fyrir komandi sam- keppni er nú verið að skoða hug- myndir um að taka höndum saman, jafnvel með þátttöku fleiri."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.