Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 23 ERLENT Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson. Glófaxi VE drekkhlaðinn á leið af loðnumiðununi fyrir skömmu. Loðnuvertíðin í andarslitrunum VEÐUR hefur að mestu hamlað loðnuveiðum undanfarna daga og hætta skipin nú veiðunum eitt af öðru. Þannig eru stærstu skipin nú að búa sig undir kolmunnaveiðar. Mörg skipanna hafa þegar klárað kvóta sína en um 90 þúsund tonn eru þó enn eftir af heildarkvótanum. Agæt loðnuveiði var í Breiðafirði fyrr í vikunni en skipin hafa lítið getað athafnað sig þar síðustu daga vegna veðurs. Þau skip sem enn eru að veiðum voru á fimmtudag komin í Faxaflóa en fengu lítið að sögn Gunnars Gunnarssonar, skipstjóra á loðnuskipunu Svani RE, en skipið var í gær að landa í Reykjavík og er hætt veiðum á þessari vertíð. Ekk- ert loðnuskip var að veiðum í gær vegna veðurs. „Það er ekki mikið magn á ferðinni og líklega er loðnu- vertíðin í andarslitrunum, enda er stærstur hluti loðnunnar búinn að hrygna. Við gætum samt örugglega verið að einhverja daga til viðbótar ef við fengjum skaplegt veður,“ sagði Gunnar. Frá áramótum hafa borist tæp 760 þúsund tonn af loðnu að landi, þar af tæp 720 þúsund tonn af ís- lenskum skipum. Mest hefur borist til Hraðfrystihúss Eskifjarðar eða tæp 73 þúsund tonn, en rúm 63 þús- und tonn til Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað og um 62 þúsund tonn til SR-mjöls hf. á Seyðisfirði. Minni afli í febrúar FISKAFLI landsmanna síðastlið- inn febrúarmánuð var 377.796 tonn, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslans. Það er talsvert minni afli en í febrúarmánuði árið 1999 en hann var 405.807 tonn. Mestu munar um samdrátt loðnu- afla, en hann var 338.676 tonn síð- astliðinn febrúarmánuð á móti 361.884 tonnum í sama mánuði 1999. Fiskaflinn á fyrstu tveimur mánuðum ársins var hinsvegar ríf- lega 60 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra, vegna góðrar loðnuveiði í janúar sl. Botnfískaflinn dróst einnig sam- an frá febrúarmánuði 1999, fór úr 40.928 tonnum í 36.658 tonn. Af einstökum botnfisktegundum var mestur samdráttur í veiðum á karfa, 2.500 tonn, ýsu, 1.100 tonn og grálúðu, 1.000 tonn. Þorskaflinn jókst hins vegar um rúm 500 tonn og ufsaafli um tæp 250 tonn. Meiri afli á fyrstu tveimur mánuðunum Fiskaflinn í janúar og febrúar var nokkru meiri nú en á árinu Heildarafli íslenskra skipa úr íslenskri lögsögu 700 600 500 400 300 200 100 0 janúar-febrúar 1997-2000 þús. tonn 515’5.Annar afli 5®®’1 Loó Síld 525,3 na 263,0 B: SSBSSZ9 1997 1998 1999 2000 1999, eða 586.084 tonn á móti 525.263 tonnum, sem skýrist að langmestu leyti af auknum loðnu- afla í janúar. Alls veiddust á þessu tímabili rúm 426 þús. tonn árið 1999 en 493 þús. tonn á þessu ári. Botnfiskaflinn dróst hins vegar saman um rúm 4 þús. tonn. Skel- og krabbadýraafli heldur áfram að dragast saman. I janúar og febrúar veiddust alls 5.127 tonn sem er minna en helmingur þess sem veiddist á sama tímabili árið 1997. Metár í Grindavík Grindavík. Morgunblaðið. Á SÍÐASTA bæjarstjórnarfundi í Grindavík var gengið frá ráðningu hafnarstjóra sem er nýtt starf. Það voru 8 umsækjendur um stöðuna en það var Sverrir Vilbergsson sem var hlutskarpastur. Morgunblaðið hafði samband við Sverrir og óskaði honum til hamingju með nýja starf- ið. „Nýja starfið leggst vel í mig og ég byrja formlega 1. apríl. Þetta verður kannski ekki mikil breyting frá þeim störfum sem ég gegni nú í dag, allavega ekki til að byrja með, en það kemur í minn hlut að móta þetta starf að mestu leyti. Ég hef verið viðloðandi bryggjuna ansi lengi, fór fyrst á sjó 15 ára eftir að hafa haft bryggjuna sem leikvöll. Ég byrja síðan sem vigtarmaður 1987 og sem vaktstjóri 1995,“ sagði Sverrir. Þá sagði Sverrir frá því að nú þegar væri orðið metár í loðnulöndun og vonaðast hann til að alls yrði meira en 50.000 tonn- um landað áður en vertíð lyki. „Ég man eftir ári þar sem ársaflinn var 46 þúsund tonn og við erum þegar komnir í 48.350 tonn á þessari vertíð. Þeir voru hérna í byrjun siðustu viku beint út af höfninni en annars hefur vertíðin hjá öðrum bátum verið misjöfn, fínt á línunni undanfarið en netin verið ansi rysjótt,“ sagði Sverrir. Sverrir Vilbergsson Tólf sviptir veiðileyfí FISKISTOFA svipti 12 báta veiði- leyfi í síðastliðnum febrúarmánuði. Flestir voru sviptir leyfinu vegna vanskila á frumritum aíladagbókar- eyðublaða. Fjóiir bátar voru sviptir veiðileyfi vegna afla umfram heimildir og gild- ir svipting þar til aflamarksstaða þeirra hefur verið lagffærð. Þetta voru Sveinn Sveinsson BA 325, en hann fékk leyfið að nýju hinn 21. febrúar, Kristján ÓF 51, Adólf Sig- urjónsson VE 182 og Brekey BA 236. Eftirtaldir bátar voru sviptir veiði- leyfi í tvær vikur vegna vanskila á frumriti afladagbókareyðublaða: Haukur GK 25, Svavar Steinn GK 206, Guðmundur Péturs ÍS 45, Guð- bergur Sig. GK 317, Mávur BA 311 og Sævaldur VE 360. Sæljós ÁR 11 var svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni í þrjár vikur frá og með 29. febrúar til og með 20. marz, vegna þess að bátnum hafði verið haldið til fimm veiðiferða án þess að hafa nægilegar aflaheimildir. Með úrskurði sjávaiútvegsráðuneyt- isins var sviptingartími styttur í tvær vikur. Loks var Berghildur SK 137 svipt veiðileyfi í tvær vikur frá og með fyrsta mai-z þar sem afli skipsins, sem landað var 16. nóvember síðast- liðinn var ekki vigtaður á hafnarvog þegar við löndun aflans, svo sem skylt er samkvæmt lögum. --------------- Yottað í Astralíu VOTTUNARSAMTÖKIN Marine Stewardship Council hafa loks vott- að að veiðar á tveimur fisktegundum uppfylli skilyrði um sjálfbærar veið- ar. Um er að ræða sérstaka humar- tegund í Ástralíu, sem er mikilvæg- asta einstaka fisktegundin þar. Hann stendur undir um 20% heildar- verðmætis útfluttra sjávarafurða. Þá hefur svokölluð Thames-síld í Bret- landi einnig fengið vottun. Ný ríkisstjórn tekin við í Noregi Aðallega skipuð Evrópu- sinnum Ósló. AP, AFP. RÍKISSTJÓRN Verkamanna- flokksins undir forystu Jens Stolt- enbergs tók við völdunum í Noregi í gær. Söfnuðust nokkur hundruð manns saman til að fagna hinum nýja forsætisráðherra, þeim yngsta í sögu Noregs, en hópur umhverfisverndarsinna mótmælti valdatökunni. Ríkisstjórn Kjells Magnes Bondeviks sagði af sér í síðustu viku vegna ágreinings um smíði gasorkuvera en stjórnin var andvíg henni af umhverfisástæðum. Verkamannaflokkurinn og Hægri- flokkurinn báru hins vegar stjórn- ina ofurliði á þingi og samþykktu að slaka nokkuð á hinni ströngu umhverfislöggjöf í Noregi. Gasorkuverin eru mikið hitamál og einnig innan Verkamanna- flokksins. Endurspeglast það í skoðanakönnun, sem birt var í gær, en samkvæmt henni hefur fylgi við Verkamannaflokkinn minnkað um 4,7 prósentustig og er nú 30,2% en aukist við Kristilega þjóðarflokkinn, flokk Bondeviks, um 6,7% og er 17,1%. Stoltenberg er eins og fyrr segir yngstur allra fyrirrennara sinna á forsætisráðherrastóli í Noregi, 41 árs, og meðalaldur ráðherranna 18, 10 karla og átta kvenna, er 43,3 ár. Annað, sem einkennir stjórnina, er, að allir nema einn ráðherranna vilja aðild Noregs að Evrópusam- bandinu. Stjórn Bondeviks var hins vegar fyrst og fremst skipuð Evrópuandstæðingum. Ekki er búist við, að nýja stjórnin hreyfi mikið við Evrópumálunum að sinni. Stjórn Stoltenbergs hefur 65 menn af 165 á þingi og er því minnihlutastjórn eins og ríkis- stjórnir í Noregi hafa lengi verið. Þar er óheimilt að rjúfa þing nema á fjögurra ára fresti. Verður nýtt þing kosið í september að ári. Stjórnarandstaðan sagði um nýju stjórnina, að hún virtist vel skipuð og kvaðst mundu takast á við hana með málefnalegum hætti. Ráðherralistinn Ráðherralisti nýju stjórnarinnar er þessi: Jens Stoltenberg forsætisráð- herra; Thorbjörn Jagland utanrík- isráðherra; Björn Tore Godal varn- armálaráðherra; Grete Knudsen viðskipta- og iðnaðarráðherra; Jörgen Kosmo atvinnumálaráð- herra; Karl Eirik Schjött-Pedersen fjármálaráðherra; Sylvia Brustad sveitarstjórnarráðherra; Tore Tönne heilbrigðisráðherra; Ellen Horn menningarmálaráðherra; Guri Ingebretsen félagsmálaráð- herra; Terje Noe Gustavsen sam- gönguráðherra; Otto Gregussen sjávarútvegsráðherra; Anne Krist- in Sydnes samstarfs- og þróunar- ráðherra; Siri Bjerke umhverfis- ráðherra; Bjarne Haakon Hanssen landþúnaðarráðherra; Hanne Harl- em dómsmálaráðherra; Karita Bekkemellem Orheim fjölskyldu- ráðherra; Olav Akselsen olíu- og orkumálaráðherra og Trond Giske menntamálaráðherra. Hin nýja ríkisstjórn Noregs fyrir utan Konungshöllina í Ósló í gær. Leiðtogar deiluaðila á N-Irlandi Clinton hvetur til samninga Washington. AP, AFP. BILL Clinton B andaríkj aforseti hvatti í gær ákaft til þess að stjórn- málaleiðtogar sambandssinna og kaþólskra á Norður-írlandi endur- reistu samsteypustjórnina sem leyst var frá störfum vegna innbyrðis ágreinings fyrir skömmu. Forsetinn talaði á um þúsund manna kvöld- verði í tilefni dags heilags Patreks í Hvíta húsinu. Þeir David Trimble, leiðtogi helsta flokks sambandssinna og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, voru meðal gesta. Forsetinn sagðist vera hreykinn af því að hafa lagt hönd á plóginn í friðarferlinu. Hann minnti á að „nú mælast vopnahlé í árum, ekki vik- um“. Peter Mandelson, ráðherra N- Irlandsmálefna í bresku stjórninni, sagðist á blaðamannafundi vera orð- inn óþolinmóður. Hann væri samt fremur bjartsýnn á að deiluaðilar myndu aftur ná saman. Ráðherrann leysti stjórnina upp í febrúar vegna þess að Írski lýðveldisherinn, IRA, neitaði að koma til móts við sam- bandssinna og afhenda vopn sín en afhendingin er sögð mikilvægt tákn um að IRA vilji raunverulega frið. „Hættið að nefna hvor annan ónefnum. Hættið að skiptast á ásök- unum um sekt,“ sagði Mandelson. Bertie Ahern, forsætisráðherra ír- lands, sagði að menn yrðu að leggja hart að sér ef takast ætti fyrir páska að uppfylla ákvæði samningsins sem kenndur er við föstudaginn langa 1998. Bandarískir embættismenn vöruðu við því að gera sér vonir um að samkoman í Washington myndi valda því að skyndilega næðust sætt- ir. Gert var ráð fyrir að Mandelson myndi ræða við utanríkisráðherra írlands, Brian Cowen, í Washington. Breska stjórnin hefur m.a. ákveð- ið að fækka í herliðinu á N-írlandi, að sögn vegna þess að friðvænlegra sé orðið í héraðinu. Stjórnmálaskýi-- endur segja að með aðgerðinni sé verið að fara að tillögu írsku stjórn- arinnar sem telji að fækkunin muni auðvelda IRA að slaka til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.