Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 1 3 Þingmenn vilja bæta fjarskipti ámið- hálendinu SEX þingmenn úr fjórum þing- flokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að dómsmálaráðherra skipi nefnd sem geri tillögur um aðgerðir til að auka öryggi þeirra sem ferðast um hálendi íslands að vetrarlagi. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu á fimmtudag er í greinar- gerð m.a. vísað til þess að stórar gloppur séu í dreifikerfi fjarskiptíi NMT og GSM og telja þingmennirn- ir að bæta megi fjarskiptin á há- lendinu þannig að þau nái til al- gengustu ferðamannastaða þar. Á meðfylgjandi myndum sem fengnar eru frá Símanum gefur að líta dreifikerfi GSM annars vegar og NMT hins vegar. Eins og sjá má nær NMT yfir mun stærra svæði en GSM en samkvæmt upplýsingum frá Símanum er dýrara að setja upp GSM-dreifikerfið en NMT. Þá skal vakin athygli á því að ekki næst samband þegar komið er í dali eða í hvarf frá næsta sendi. Fíkniefni á Fjólunni RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar á Akureyri heíúr haft í nógu að snúast en síðustu daga hafa komið upp tvö fíkniefnamál í bænum þar sem talsvert magn fíkinefna hefur verið gert upptækt. I vikunni voru sjö menn handteknir vegna fíkniefnamáls og í kjölfarið voru þrír þeirra úrskurðaðir í gæslu- varðhald. Fjórum mönnum var hins vegar sleppt að lokinni yfirheyrslu en samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins eru tveir mannanna vistmenn á Áfangaheimilinu Fjólunni á Akureyri sem Norðurlandsdeild SÁÁ rekur. Jafnframt að við húsleit á Fjólunni hafi fundist einhver fíkniefni. Engar upplýsingar fengust af mál- inu hjá rannsóknardeild lögreglunnar og forstöðumaður Fjólunnar vildi heldur ekki tjá sig um málið. ------t-H------- Tekinn með 15 grömm af hassi LÓGREGLAN á ísafirði handtók rúmlega þrítugan karlmann á fimmtudag sem grunaður var um að hafa fíkniefni undir höndum. Við leit á honum og í farteski hans fundust tæp 15 grömm af hassi. Maðurinn viðurkenndi að eiga efnið og að hafa keypt það í Reykjavík. Efnið ætlaði hann til eigin nota. Að lokinni yfirheyrslu hjá lögreglu var manninum sleppt úr haldi og telst málið að fullu upplýst og verður sent lögreglustjóra til meðferðar. Leyndur galli af völdum veggjatítlna HÆSTIRETTUR komst að þeirri niðurstöðu í dómi sínum á fimmtu- dag, að kaupandi timburhúss í Hafn- arfirði, sem veggjatítlur höfðu valdið stórfelldum skemmdum á, ætti rétt á afslætti af kaupverði hússins úr hendi seljanda. Var seljanda því gert að greiða kaupanda þrjár milljónir króna vegna leynds galla í húsinu. Húsið var flutt burt fyrir um tveimur árum og brennt undir eftir- liti yftrvalda en nýtt hús var reist á steinsteyptum kjallara þess. Héraðsdómur hafði áður dæmt seljanda til að greiða kaupanda 3,2 milljónir króna en Hæstiréttur lækkaði greiðsluna um 200 þúsund krónur m.a. vegna þess að í viðgerð á húsinu samkvæmt fyrirsögn dóm- kvaddra matsmanna hefði verið falin veruleg nýsmíði. GSM-svæðin í árslok 1999 Útbreiðslumörkin eru áætluð og miðuð við notkun 2W síma GSM svæði Landsímans í upphafi ársins 2000 Gerrit Schuil segir upp hjá Islensku óperunni GERRIT Sehuil hefur sagt upp starfi sínu hjá Islensku óperunni. Ástæður uppsagnarinnar útskýrir hann í greinargerð sem hér er birt óstytt: „Hér með segi ég upp hverri þeirri stöðu minni hjá íslensku óp- erunni sem ég hafði eða hafði ekki.“ Þetta er efni stysta og dapurlegasta bréfs sem ég hef nokkurn tíma skrifað. Eg lít á það sem skyldu mína að skýra fyrir unnendum tónlistar og óperuflutnings á íslandi hvers vegna ég varð að stíga þetta skref. Snemma árs 1999 var staða „óp- erustjóra" íslensku óperunnar auglýst laus til umsóknar. í auglýs- ingunni voru tíundaðar þær kröfur sem umsækjandi þyrfti að uppfylla og sótti ég um starfið þar sem ég uppfyllti þær allar. Sú skynsamlega ákvörðun var tekin að deila starfinu á milli fram- kvæmdastjóra og listræns stjórn- anda. Samkomulag náðist um að ég tæki við starfi listræns stjórnanda og aðalhljómsveitar- stjóra, og þannig var skýrt frá málinu í fjölmiðlum í byrjun maí. Hinn 1. júlí tók ég til starfa og á fyrstu vikunum voru gerðar áætlanir um allt það sem flutt hefur verið á fjölum fslensku óper- unnar til þessa dags. Framkvæmdastjórinn hóf störf hinn 1. októ- ber. ítrekað fór ég fram á það við stjórn ís- lensku óperunnar að gengið yrði frá ráðn- ingarsamningi við mig, en upphaf- lega höfðu verið lögð fyrir mig drög að samningi sem höfðu að geyma ýmis atriði sem ég gat ekki fallist á. ítarlegra útskýringa og umræðna var þörf til þess að gera stjórninni ljóst í hverju starf listræns stjórn- anda er almennt falið. Skilningur á því virtist þó vera fyrir hendi að umræðum loknum, og lét ég þar við sitja. Eftir nálega níu mán- aða starf við íslensku óperuna hafði ég enn ekki fengið neinn samn- ing. Á sama tíma átti sú furðulega áherslu- breyting sér stað að starfsheitið „óperu- stjóri“ var veitt fram- kvæmdastjóranum að kröfu hans. Þegar sýningum á óperu Benjamins Britt- en, „The Rape of Lucretia" lauk, þótti mér fyllilega tímabært að ganga úr skugga um hver staða mín við óper- una væri. Tímunum saman voru málin rædd og reynt að komast að samkomulagi. Niðurstaðan er í stuttu máli þessi: Síðasta orðið í öll- um ákvörðunum hefur fram- kvæmdastjórinn sem hefur verið veittur titillinn „óperustjóri". Jafn- framt er hlutverk listræns stjórn- anda skorið niður við trog, þannig að honum er eingöngu ætlað að vera listrænn ráðunautur með leyfi til að koma með tillögur og uppástungur. I slíku hlutverki væri nafn mitt bundið sérhverju tónlistarstarfi ís- lensku óperunnar burtséð frá því hvort það samræmdist metnaði mínum og sjálfsvirðingu sem tón- listarmanni. Á því hlutverki hef ég engan. áhuga þar sem það er af- skræming á starfi listræns stjórn- anda og mér ekki samboðið. Það er sorglegt að verða vitni að því að meirihluti stjórnar íslensku óperunnar telur ráðlegt að fela allar lokaákvarðanir manni sem vissu- lega býr yfir mörgum góðum kost- um en hefur hvorki menntun á sviði tónlistar né faglega þekkingu á söng, óperu eða leikhúsi. Niður- stöðu meirihlutans get ég aðeins túlkað sem vantraust á mér og starfi mínu og á ég því ekki annarra kosta völ en að kveðja Islensku óperuna." Ég var ráðinn til að stjórna þessu fyrirtæki „ÉG harma þessa niðurstöðu ,“ sagði Bjami Daníelsson óperustjóri í samtali við Morgunblað- ið í gær. Aðspurður hvort málið hefði átt sér langan að- draganda sagðist Bjami búast við að nokkur óvissa hefði ríkt um ábyrgð og verkaskiptingu frá upphafi. „Það dróst að gera ráðningarsamning við Gerrit Schuil og þegar farið var að vinna í því máli kom þetta í ljós.“ í yfirlýsingu frá Gerrit Schuil segir að starf listræns stjómanda hafi „verið skorið niður við trog þannig að honum er eingöngu ætlað að vera listrænn ráðunautur með leyfi til að koma með tillögur og uppástungur." „Aiiðvitað snýst þetta líka um prinsippafstöðu um hvemig eigi að reka óperahús. Hvort hinn listræni stjórnandi eða rekstrarstjóri eigi að haí'a úrslitaatkvæði. Mér finnst þó réttara að skoða þetta frá því sjónarmiði hvort stefnumörkun og áætlanagerð séu ein heild eða hvort listræn stefnumörkun og áætlanagerð séu sérstakur ein- angraður þáttur. Ég hef litið svo á að rekstur og starfsemi þessa húss væra óaðskiljanleg tvennd sem yrði að sjá sem eina heild og reka í ljósi þess í hvaða umhverfi stofnunin er og listræn ákvarð- anataka yrði að vera hluti af heildarstefnumörk- un.“ Hafa listænar ákvarðanir nokkurt vægi ef þeim fylgir ekki fjármálalegt ákvörðunarvald líka? „Það er ekki óeðllilegt að draga slíka ályktun. En þessu ákvörðunarvaldi er misjafnlega fyrir- komið eftir því hvert er litið. Á Norðurlöndunum er misjafnt hvort þeir sem gegna stöðu ópera- s Agreiningur um verka- skiptingu „ÞAÐ hefur verið ljóst um nokkurt skeið að ekki rfkti einhugur um verkaskiptingu list- ræns stjórnanda og óperustjóra og þrátt fyrir að bæði stjórnin og sljórnendurnir hafi ítrek- að reynt að ná samkomulagi um þetta þá hefur það ekki tekist,“ segir Guðrún Pétursdóttir, formaður sljómar Islensku óperunnar, um uppsögn Gerrits Schuils. „Stjórn íslensku óperunnar þykir mjög mið- ur að mál skuli hafa þróast með þessum hætti,“ segir Guðrún, „og bæði stjórn og starfsmenn íslensku ópemnnar þakka Gerrit frábær störf f þágu Óperunnar og óska honum heilla í framtíðinni." stjóra fara með hvoratveggja; rekstrarstjóm og listræna stjóm. Ég var ráðinn til að gera heildar- áætlanir um starfsemi hússins og bera ábyrgð á rekstri þess. Sem þýðir einfaldlega að ég var ráð- inn til að stjóma þessu fyrirtæki. Sá sem er ráð- inn til að stjóma hann gerir það.“ Snýst ekki ágreiningurinn um nákvæmlega þetta? Að þið hafið ekki verið sammála um hvor ykkar væri ráðinn til að stjóma? „Það er ein leið til að líta á málið. Eða hvort listrænar ákvarðanir eiga að vera einangraðar og sjálfstæðar eða hluti af heildarstefnumörkun um rekstur og starfsemi. Síðan fylgir þessu óvissa um hvar landamæri hinnar listrænu stjómunar og rekstrarlegu stjórnunar liggja." Getur þetta hvílt nema á einum herðum? „Það má segja það. Ég er ráðinn á þeim for- sendum að það sé einn skipstjóri á skipinu og á því hefur aldrei leikið neinn vafi. Ég var ráðinn upp á þau býti, “ segir Bjarni Daníelsson, ópera- stjóri Islensku óperannar. Aðspurður hvort hann myndi nú taka að sér listræna stjórn óperannar kvað Bjami nei við því. „Ég mun ekki gera það. Það verður rætt hvernig eigi að standa að listrænni stefnumótun í framtíðinni. Það má segja að við þessi leiðinlegu tímamót skapist jákvæðir möguleikar sem er sjálfsagt að skoða og fá eins mikið út úr og hægt er.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.