Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Glæpamenn eru fágaðri en áður TVEIR sérfræðingar frá Bandarísku alríkislögreglunni (FBI) eru staddir á hér á landi í þeim tilgangi að þjálfa íslenska rannsóknarlögreglumenn í atferlisgreiningu afbrotamanna og í rannsóknum og notkun á DNA-sönn- unargögnum. Sérfræðingarnar, þeir dr. Barry Brown og dr. William Hagmaier, munu hitta íslensku rann- sóknarlögreglumennina á námstefnu Félags íslenskra rannsóknarlög- reglumanna í Borgarnesi í dag. „Þetta er lítill heimur og það er mjög mikilvægt að menn í okkar fagi deili með sér þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað,“ sagði Hagmaier, sérfræðingur í atferlisgreiningu, á blaðamannafundi, sem haldinn var vegna komu sérfræðinganna í gær- dag. „Því betur sem við þekkjum af- brotamennina þeim mun betur get- um við verndað hinn almenna borgara.“ Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagðist vonast til þess að þessi samvinna á sviði lögreglumála ætti eftir að auka hæfni og ekki síst víkka sjóndeildarhring íslenskra lög- regluliðsins. Hún þakkaði Barböru Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, fyrir að hafa milligöngu um að koma á lögreglusamvinnu á milli ríkjanna. Tók viðtöl við Ted Bundy Hagmaier, sem hefur 22 ára reynslu hjá FBI, hefur tekið þátt í ótal sakamálarannsóknum á sínum ferli, m.a. tekið viðtöl við Ted Bundy, einn illræmdasta fjöldamorðingja í sögu Bandaríkjanna. Hagmaier sagði að þótt ísland væri lítið land miðað við Bandaríkin ætti lögreglan hér við mörg þau sömu vandamál að glíma og lögreglan í hans heimalandi. Hagmaier sagði að glæpamenn í dag væru fágaðri en áður og að glæpasérfræðingar hefðu sérstak- lega orðið varir við mikia breytingu í þessa veru á síðustu 4 til 5 árum. Hann sagði að menn tengdu þessa þróun almennt við þá upplýsinga- byltingu sem Netið hefði valdið. Nú gætu glæpamenn sótt sér upplýsing- Morgunblaðið/Jim Smart í dag munu tveir sérfræðingar frá Bandarísku alríkislögreglunni (FBI) halda fyrirlestra á námsstefnu Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Frá vinstri: Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Sólveig Péturs- dóttir dómsmálaráðherra, Barbara J. Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna, og dr. William Hagmaier atferlis- sálfræðingur hjá FBI. ar um næstum hvað sem væri á Net- inu, t.d. hvemig búa ætti til sprengju. DNA-rannsóknir hafa ger- breytt rannsóknum sakamála „Glæpamenn nú eru gjarnan skrefi á undan lögreglumönnum.“ Aðspurður hvort glæpir í dag væru orðnir hrottafengnari en áður sagði Hagmaier að líklega væri það svo. „Ég er hins vegar hættur að kippa mér upp við hrottafengna glæpi enda búin að vera i þessu lengi og sjá flest.“ Að sögn Hagmaiers hafa rann- sóknir á erfðaefnum, svokallaðar DNA- rannsóknir, gerbreytt rann- sóknarstarfi lögreglumanna í Banda- ríkjunum, en niðurstöður DNA- rannsókna eru svo nákvæmar að auð- velt er að sjá hvort tiltekið lífsýni er ættað frá hinum grunaða. Hagmaier sagði að ef maður fremdi glæp í Bandaríkjunum væru erfðaefni hans sett í ákveðinn DNA-gagnabanka. Þar væru þau borin saman við erfða- efni sem fundist hefðu í öðrum óleystum sakamálum og þannig væri búið að leysa mörg mál. Éinnig sagði hann að gagnabankinn nýttist við rannsóknir á nýjum sakamálum. Sólveig sagði notkun DNA-rann- sókna í sakamálum á íslandi væri í stöðugri þróun og að reynsla banda- rísku sérfræðinganna kæmi sér vafa- laust vel fyrir íslensku lögregluna. Hún sagði að nefnd á vegum dóms- málaráðuneytisins, sem hefði það hlutverk að vinna að undirbúningi reglna um DNA-rannsóknir, myndi skila tillögum í lok mánaðarins og þá kæmi m.a. í ljós hvort grundvöllur væri fyrir því að búa til sérstakan DNA-gagnabanka á íslandi. Ný gjörgæsla tekin i notkun á Landspítalanum í Fossvogi Morgunblaðið/Sverrir Gjörgæsludeild Landspitalans í Fossvogi hefur verið bætt og stækkuð og er tækjakostur þar af fullkomnustu gerð. Geysisgos hjá klúbbnum Geysi Opið hús og tónleikar Gjörgæslu- rúmum fjölgar NÝ gjörgæsla var tekin í notkun á Landspítalanum í Fossvogi í gær, en með henni er öll aðstaða fyrir sjúkl- inga og starfsfólk bætt til muna. Gjörgæslan er að hluta til á sama stað og áður, á 6. hæð, en stækkar verulega með viðbótarrými í nýbyggingu og fjölgar gjörgæslu- rúmum því úr 9 í 11. Gjörgæslan var tekin í notkun að viðstöddum fjölda gesta og flutti heilbrigðisráðherra m.a. erindi í til- efni dagsins og í lok athafnarinnar blessaði prestur sjúkrahússins gjör- gæsluna að nýju. I fréttatilkynningu frá Landspíta- lanum segir að gjörgæslan sé að miklu leyti hönnuð samkvæmt hug- myndum starfsfólks og að hún sé af fullkomnunustu gerð hvað varði alla aðstöðu og tækjakost. Gott rými sé við hvert rúm og tækjasúlur með fullkomnum búnaði til að fylgjast stöðugt með líkamlegu ástandi sjúklingsins. Þá kemur fram að hægt sé að fylgjast með tækjunum við hvert rúm, en einnig í sérstöku eftirlitsherbergi, þar sem sömu upp- lýsingar komi fram á einum stað. Gjörgæsludeildin í Fossvoginum tók til starfa árið 1970 og því verður hún 30 ára á þessu ári. Á þessum 30 árum hefur hún þjónað um 14 þús- und sjúklingum, en um 5% allra sjúklinga sjúkrahússins koma á gjörgæsluna og lætur nærri að 20% þeirra séu þar eftir slys. Um 75 starfsmenn, læknar, hjúkrunar- fræðingar, sjúkraliðar, ritarar o.fl. starfa á gjörgæsludeildinni. Rafiðnaðar- sambandið Samið við Islenska út- varpsfélagið GENGIÐ var frá nýjum kjara- samningi milli Rafiðnaðar- sambandsins og íslenska út- varpsfélagsins í gær. Gildir samningurinn til 28. febrúai' 2003. Samkvæmt upplýsingum Rafiðnaðarsambandsins felur samningurinn í sér almennar breytingar, leiðréttingar á launakerfi til samræmis við launaþróun og tæplega 13% launahækkun á samningstím- anum. Samningurinn verður borinn upp nk. þriðjudag. KLÚBBURINN Geysir stendur fyrir Geysisgosi nú um helgina. Opið hús verður í nýju húsnæði klúbbsins við Ægisgötu 7 milli klukkan 12 og 18 í dag og á morg- un, sunnudag, verða svo haldnir styrktartónleikar fyrir klúbbinn í Langholtskirkju. Anna Valdemarsdóttir, fram- kvæmdastjóri klúbbsins, segir að með Geysisgosi sé ætlunin að vekja athygli á klúbbnum og því sem hann stendur fyrir svo að sem flestir sem þurfi á honum að halda viti hvar hann er að finna. Hún segir klúbbinn vettvang fyrir fólk sem eigi við geðræn vandamál að stríða og eitt af meginmarkmiðum hans sé starfsmiðlun út á al- mennan vinnumarkað. Klúbburinn nái bæði til fólks sem hafi verið í einhverskonar meðferð og eins til þeirra sem hafa dottið út úr skóla eða vinnu og vilji ná sér á strik. Fólk gangi í klúbbinn af frjálsum vilja og bendir hún á að hann sé ekki meðferðarstofnun heldur við- SVEITARSTJÓRINN í Vestur- byggð og skólastjóri Örlygshafnar- skóla munu eiga fund í dag þar sem rætt verður hvað hægt sé að gera fyrir böm vitavarðanna og veðurat- hugunarfólksins í Breiðavík í Vestur- byggð sem hafa ekki komist í skólann í samanlagt 5 vikur frá áramótum vegna ófærðar eins og kom fram í Morgunblaðinu á miðvikudaginn. Jón Gunnar Stefánsson, sveitar- stjóri Vesturbyggðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri erfitt landsvæði og veturinn nú hefði verið óvenju harður. „Það er ekki auðhlaupið yfir heiðar hér frá degi til dags,“ sagði Jón Gunnar. „Kannski er ekki nóg að gert þama. Kannski þurfa menn að bót við það sem sé í boði innan geðheilbrigðiskerfisins. Fjöldi einsöngvara ásamt leik- urum úr Englum alheimsins Anna segir að gengið hafi mjög vel að gera upp húsnæðið við Æg- isgötu og að klúbbfélagar hafi lagst á eitt við að mála, skrúbba, pússa og bóna. Hún segir þau afar ánægð með húsið og ítrekar að allir séu velkomnir í heimsókn í dag. Arnesingakórinn stendur svo fyrir styrktartónleikunum á sunnudag en auk hans koma fram Karlakór Reykjavíkur, kór Nýja tónlistarskólans, einsöngvararnir Inga Backman, Bergþór Pálsson, Signý Sæmundsdóttir og Egill Ól- afsson. Meðleikarar þeirra eru Jónas Ingimundarson og Jónas Þórir. Auk þess mun Einar Már Guðmundsson rithöfundur lesa upp og aðalleikararnir í kvik- myndinni Englar alheimsins kynna dagskrána. taka til skoðunar að gera betur og þá fyrr en seinna svo þetta þurfi ekki að vera með þessum hætti til lang- frama.“ Jón Gunnar sagði að stefnt væri að því að halda fund með skólastjóra Ör- lygshafnarskóla í næstu viku til þess að ræða vanda bamanna í Breiðavík. „Ætli það verði ekki reynt að finna einhverjar leiðir til að moka þetta oftar, en það er mjög dýrt, einn mokstur yfir fjallveginn kostar svona 200 þúsund. Við verðum að koma okkur upp einhverjum nýjum vinnureglum og þurfum að hafa samband við Vega- gerðina varðandi þau mál. Þá er mjög brýnt að þetta verði gert á sem hagkvæmastan hátt.“ Vesturbyggð Vegurinn til Breiða- víkur mokaður oftar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.