Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 76
ZJ» Hefur þitt fyrirtæki efni á aö eyða tíma starfsfólksins í biö? Það er dýrt að láta starfsfólkið biða! Tölvukerfi sem virkar Netþjónar og tölvur COMPACL MORGUNBLAÐIÐ, KRINGL UNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Grunnur samkomulags SA og RSI handsalaður í gærkvöld Kjarasamningur sem gildir fram í febrúar 2004 GRUNNUR að kjarasamningi milli Samtaka at- vinnulífsins og Rafiðnaðarsambandsins var handsalaður í húsakynnum sáttasemjara í gær- kvöld. Stefnt er að undirritun samningsins á mið- vikudag og mun hann gilda fram í febrúar árið 2004 eða í tæp fjögur ár. Pað er eitthvert allra lengsta samningstímabil sem um getur á almenna vinnumarkaðnum hér á landi. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, sagðist í gærkvöldi vera mjög ánægður með þann samning sem væri í deiglunni. „Með þessu náum við fram helstu baráttumálum okkar og með það hlýt ég að vera ánægður. Enn er eftir að útfæra ákveðin atriði og ganga endanlega frá samningstexta," sagði hann. Guðmundur sagði erfitt á þessu stigi að nefna hver hækkun launa yrði í prósentum talið á samn- ingstímanum; slíkt þyrftu hagdeildir samnings- aðila að reikna út nákvæmlega næstu daga. M.a. væri slíkt misjafnt eftir því hvar menn væru bú- settir á landinu. Ein aðalkrafa RSÍ í viðræðum við SA snerist einmitt um hvernig skila mætti einhverju af launa- skriði undanfarinna ára til rafiðnaðarmanna á landsbyggðinni. „Kannanir okkar sýndu allt að 25% mun á launum félagsmanna á suðvesturhorn- inu og á landsbyggðinni og við teljum okkur hafa náð áfanga í baráttunni gegn slíku misrétti," sagði Guðmundur ennfremur. Líkur samningi Flóabandalagsins Heimildir Morgunblaðsins herma að væntan- legur samningur muni í ýmsum meginatriðum verða líkur þeim sem Flóabandalagið gerði við SA á dögunum, aðeins sé þannig áherslumunur á ákvæðum um veikindarétt og hækkun framlags vinnuveitenda í séreignalífeyrissjóði launþega. Ekki verði um jafn mikla hækkun lægstu launa að ræða en á móti komi að lægstu laun rafiðnaðar- manna hafi ekki verið jafn lág og í tilviki Flóa- bandalagsins. Samkomulag um lágmarkslaun í stórfram- kvæmdum mun einnig í sjónmáli, en það felur í sér að erlendum fyrirtækjum verði gert skylt að greiða starfsmönnum sínum íslensk markaðslaun við stórframkvæmdir - geti með öðrum orðum ekki skákað í skjóli undirboða og lágra launa. Aðilar hittast aftur eftir helgi Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, staðfesti í gærkvöldi að vel hefði gengið í viðræðunum og ekki væri óraunhæft að reikna með samningi um miðja næstu viku. Hann sagði þó að enn ættu at- vinnurekendur eftir að fara yfir nokkur mikilvæg atriði og kanna hvort þau gengju upp. Hann vildi ekki fara út í einstök atriði væntanlegs samnings, sagði aðeins að umræðan í gær hefði snúið að ýms- um atriðum sem héngju saman og launaliðurinn væri eitt þeirra. Samningsaðilar hittast næst á þriðjudag. Þá munu þeir bera saman bækur sínar og meta end- anlega framlag hvor annars. Að öllu óbreyttu verður svo skrifað undir nk. miðvikudag. im Nýtt íslenskt flugfélag MD-flugfélagið nefnist nýtt flugfélag í eigu nokkurra ís- lendinga sem annast mun far- þegaflug fyrir ferðaskrifstof- ur í Svíþjóð og víðar erlendis. Framkvæmdastjóri félagsins er Ingimar H. Ingimarsson, sem rak MK-flugfélagið, sem einkum sinnti fraktflugi en hefur nú verið lagt niður. MD-flugfélagið hefur tekið á leigu þrjár MD-þotur sem SAS átti og munu flugmenn SAS fljúga vélunum. Eigandi vélanna er fyrirtæki Gunnars Björgvinssonar í Liechten- stein. Farþegaflug hefjist í apríl Gert er ráð fyrir að far- þegaflugið geti hafist í byrjun næsta mánaðar, einkum fyrir ferðaskrifstofur í Svíþjóð, en verkefni eru einnig í uppsigl- ingu víðar. Ekki er þó ætlun- in að stunda flug frá Islandi. Aðaleigandi MD-flugfélags- ins er Ingimar H. Ingimars- son en meðal annarra hlut- hafa eru Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri íslands- flugs, og Gunnar Þorvalds- son, stjórnarformaður þess. Morgunblaðið/Golli Harður árekstur á Hellisheiði HARÐUR árekstur varð á Hellis- heiði um klukkan 18.30 í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi skullu jeppi og fólksbfll saman með þeim afleiðingum að farþegi í fólks- bflnum slasaðist alvarlega og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Ekki fengust upplýsingar frá sjúkra- húsinu um líðan mannsins en hann er um þrítugt. Tildrög slyssins voru þau að öku- maður jeppans missti stjórn á hon- um í miklum krapa á veginum og lenti á öfugum vegarhelmingi með fyrrgreindum afleiðingum. KEA selur 20% hlut sinn í Hiísasmiðjunni KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur selt hlut sinn í Húsasmiðjunni og er kaupandinn íslandsbanki F&M. Ei- ríkur S. Jóhannsson, kaupfélags- stjóri, segir viðskiptin vera mjög hagstæð fyrir KEA og ástæða söl- unnar sé fyrst og fremst sú að fyrir- tækið sé að innleysa fjármagn. Hann vill ekki gefa upp söluverðið en segir að söluhagnaðurinn af hlutnum hafi verið verulegur. Tilkynnt verði á að- alfundi félagsins hver hann hafi orð- ið. í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi kom fram að kaupverðið hefði numið einum milljarði króna. Guðmundur Tómasson, fram- kvæmdastjóri íslandsbanka F&M, segir bankann ekki líta á kaupin sem langtímafjárfestingu og að væntan- lega muni skýrast á næstu dögum hvað gert verði við hlutinn. Unnið í rysjóttri tíð ÞÓTT tfðin hafi verið rysjótt und- anfarið láta menn það ekki aftra sér frá vinnu. Þessi maður vann hörðum höndum við olfuleiðslu á ol- íubryggjunni í Orfirisey þegar ljós- myndari átti leið hjá og lét veður- haminn ekki á sig fá. Samtök atvinnulífsins gagnrýna forsvarsmenn VMSI Fjarri lagi að kröfur takmarkist við 15 þúsund kr. hækkun á ári SAMTÖK atvinnulífsins (SA) gagn- rýna forsvarsmenn Verkamanna- sambands íslands (VMSÍ) fyrir að MITSUBISHI MITSUBISHI - demantar í umferO HEKLA -íforystuánýrriöld! tala opinberlega eins og launakröfur þeirra takmarkist við 15 þúsund krónur á mánuði. Segja SA að það sé þó fjarri lagi. Á fréttasíðu SA á Netinu er greint frá gangi viðræðnanna við VMSÍ og þar kemur þetta fram. Tekið er dæmi af kröfum vegna starfsfólks í mjölbræðslum: „Þar er krafa um sérstaka hækkun („leiðréttingu") metin á 9 þúsund ki-ónur á mánuði og krafa um álag á staðna vakt metin á 11 þúsund krónur. Að viðbættum 15 þúsund krónunum eru það því 35 þúsund á mánuði sem krafist er á 98 þúsund króna grunnlaun, eða tæp 36% hækkun á fyrsta ári. Þá eru ótaldar ýmsar kröfur, t.d. um leng- ingu orlofs og hækkaðs framlags í líf- eyrissjóð, en bara þessar tvær kröf- ur hækka kostnaðinn um tæp 9% til viðbótar," segir á síðunni. Undarlegt að félögin miðli ekki ítarlegri upplýsingum Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, sagði í gær, að þetta sýni að kröfur VMSI snúist um annað og meira en 15 þúsund króna hækkun á ári: „Sumir forsvarsmenn sam- bandsins, t.d. Aðalsteinn Baldursson [form. Verkalýðsfélagsins Baldurs á Húsavík og formaður fiskvinnslu- deildar VMSÍ] hafa látið í það skína. Það er undarlegt að félögin miðli ekki ítarlegri upplýsingum til félags- manna sinna sem nú greiða margir hverjir atkvæði um verkfall." Hann segir að aðeins sé tekið dæmi um fólk í mjölverksmiðjum. „Þar er vinna að vísu oft mikil, en sé litið á meðalmánaðarlaun í þeirri grein sést að kröfumar nú myndu þýða hækkun mánaðarlauna um 80 þúsund krónur, fremur en hækkun launa upp í 80 þúsund krónur." Ágætlega hefur miðað í viðræðum SA og VMSÍ undanfarna daga, en á þriðjudag hittust samninganefndir þeirra í fyrsta sinn eftir að hlé varð á viðræðunum hjá sáttasemjara. Sam- komulag náðist um að ræða í bili allt annað en launaliðinn og segir Ari að viðræðurnar hafi gengið mjög vel undanfarna daga. „Ég hef sagt það áður og ítreka það enn, að miðað við þann góða gang sem er í viðræðunum nú, hefði ég talið betra að menn kæmu af alefli að samningaborðinu í stað þess að steypa málum í einhvern átakafar- veg,“ bætti Ari við og vísaði til þess að atkvæðagreiðsla um boðun verk- falls stendur yfir innan landsbyggð- arfélaga VMSI. Verði hún samþykkt skellur á verkfall um mánaðamótin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.