Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 36

Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 36
36 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Risastórir maurar með geislabyssur LEIKIR Rare gaf nýlega út leikinn Jet Force Gemini. Leikurinn er skot- leikur í þrívídd fyrir Nintendo 64 og ætlað að verða stærsti skotleik- ur sem gefmn hefur verið út fyrir tölvuna. SAGAN hefst á geimskipi þeirra Juno, Vela og hundsins Lupo nálægt heimaplánetu Juno. Risastórir maurar hafa ráðist á skipið og eru í þann mund að ráðast á plánetuna. Juno, Vela og Lupo ná naumlega að komast í flóttaflaugar skipsins en lenda á þrem mismunandi stöðum. Spilendur verða að koma hverjum fyrir sig á sama staðinn á plánet- unni, einum í einu. Borð leiksins eru mjög stór og einu staðirnir þar sem spilendurnir geta verið í friði er í þorpum lítilla bangsa sem reyna að hjálpa þeim eftir fremsta megni. Bangsarnir meina vel en eru ótrúlega þreytandi til lengdar og það er ekki hægt að skjóta þá, einn af stærri göllum leiksins. Óvinir leiksins eru risastórir maurar, eins og áður er getið, með geislabyssur. Þeir eru vel skipulagð- ir og ráðast á leikendur úr felum eða í hópum. Maurarnir eru mismun- andi hátt settir í hernum og sést það á lit þeirra. Stjórn leiksins er óþægi- leg og frekar asnaleg. Myndavélin fer oft í tómt rugl svo afar þreytandi getur verið að lenda í aðstöðu þar sem óvinirnir eru bæði fyrir aftan og framan spilandann. Þótt ótrúleg- ur metnaður hafi verið lagður í hönnun leiksins klikkar hann á ótrú- legustu hlutum. Til dæmis er ekki hægt að labba upp margar af tröpp- um leiksins heldur verður að hoppa upp þær eina tröppu í einu. Grafík leiksins er afar vel gerð og þá sérstaklega óvinirnir. Stundum hægir tölvan þó töluvert á sér ef mikið er í gangi á skjánum á sama tíma. Hljóð leiksins er frábært og stór plús við leikinn. Ef vel er hlust- að heyrast oft endurhljóðblönduð lög eins og Star Wars-lagið og lagið úr myndinni Alien og fleiri. Jet Force Gemini er enn eitt dæmið um klassískan Nintendo 64 leik, lítur út ótrúlega vel áður en hann kemur út en stenst svo ekki væntingar fólksins sem kaupir hann. Miðlungsleikur sem gæti þó batnað í lokaútgáfunni. Ingvi Matthías Árnason Leikjatölva Microsoft SÖGUR af X-boxinu, leikjatölvu Microsoft, hafa farið fjöllum hærra undanfarna mánuði þrátt fyrir að fyrirtækið hafi hvorki viljað neita né játa því að slík tölva væri í smíðum. Á leikja- hönnuðaráðstefnu vestur í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum ljóstraði Willam Gates III. si'ðan upp um tölvuna vænt- anlegu, skýrði frá innvolsi og bað leikjasmiði og útgefendur vinsamlegast um að láta hendur standa fram úr ermum í smíði leikja fyrir fyrirbærið. Ekki er langt síðan það var mál manna að dagar pésans sem leikjatölvu væru taldir, ekki síst í ljósi þess hve leikjatölvur hefðu tekið afgerandi stökk framúr þeim í afli og grafískri getu. Þar var fyrst til Dreamcast-tölva Sega og si'ðan Playstation II, sem kom út í Japan fyrir stuttu og er öflug- asta leikjatölva heims um þessar mundir. Þegar við bættist að Nintendo er með í smíðum enn öflugri tölvu sem kemur á markað fyrir áramót er varla nema von að mörgum finnist PC-samhæfðar tölvur heldur hallærislegar leikjatölvur. Að sögn Gates verður í X- boxinu Intel Pentium III ör- gjörvi, en ekki er ljóst hvaða hraði verður á honum. Sem stendur spá menn því að hann verði 600 MHz, en ef áætlanir standast um að fyrstu tölvurnar komi á markað á næsta ári gæti hraðinn eins verið vel yfir 1 GHz. Grafíkina sér nVidia Ge- Force örgjörvasett um, stýri- kerfið verður Windows 2000 kjarni með DirectX 8.0, minni 64 MB, liljóð 64 radda, fjögurra hraða DVD-drif, 8 GB harður diskur, fjögur tengi á vélinni, innbyggt 10/100 Ethernet- nettengi og úttak fyrir VGA- skjá, flatan kristalsskjá, sjón- varp eða háskerpusjónvarp. GeForce-örgjörvinn sem notað- ur verður kallast NV15, keyrir á 300 MHz og skilar 300.000.000 þríliyrningum á sekúndu. Samkvæmt þessum tölum tek- ur vélin nýja Playstaytion II í nefið í flestu og ekki bara Playstation, heldur líka Dolphin- tölvu Nintendo, sem kemur út fyrir jól ef að líkum lætur og verður þó öflugri en Playstation II. Að sögn Microsoft-manna er vélin nýja meira en tvöfalt hraðvirkari en Playstation II, en sumir hafa gengið svo langt að segja að hún verði að minnsta kosti þrefalt hraðvirkari, aukin- heldur sem hún verður fimm til tíu sinnum hraðvirkari en hröð- ustu pésar dagsins í dag. Margir hafa orðið til að lýsa vantrú sinni á að Microsoft tak- ist að skila vélinni á svo skömm- um tíma, enda er mikil vinna framundan í að tálga utan af W2K kjarnanum allan óþarfa til að hann henti í leikjatölvu og Microsoft er frægt fyrir að standa ekki við útgáfuáætlanir. Aðrir benda á að losnað hafi um mikinn mannskap þegar Micro- soft loksins kom Windows 2000 frá sér og því muni ekki skorta hendur til verksins. Ymislegt fleira þarf að gera en að fitu- skerða kjarnann, því fella þarf DirectX 8 að öllu saman, skrifa rekla og svo má telja. Allt verð- ur þetta að vera komið af þró- unarstigi þegar í lok þessa árs eða byrjun þess næsta, ef mönn- um á að auðnast að semja leiki fyrir tölvuna fyrir jólin 2001. Leikjaframleiðendur hafa tek- ið tölvunni vel og allir helstu lýst því yfir að þeir muni fram- leiða leiki fyrir hana, til að mynda Activision, Acclaim, Info- grames, Midway, Konami og Sierra. Þannig eru forritarar Activision þegar byrjaðir á X- box gerð Tony Hawk’s Pro Skater, sem á að nýta tölvuna nýju til fulls. Sagan hermir að frumgerð Alvöru heimilis- tölva fyrir fjöl- skylduna.Vélin er með stórum hörðum diski og miklu innra minni og getur því tekist á við alla vinnslu. Beint á netið á topp hraða. I I 3U COMPUTERS SIEMENS iniokia Fujitsu mús Fujitsu lyklaborð 16 bita hljóðkort Fujitsu hátalarar 466MHz Intel Celeron 17" skiár 64MB innra minni 8,4GB harður diskur 3,5" disklingadrif 40x geisladrif 8MB skjákort Vinsælasti GSM-sími allra tíma. Traustur sími sem býður upp á allt sem þarf. __ • Þyngd 170 grömm. ( _ nlAtimí -»llt aA 77n kkt f Merking tryggja gæðin - BT tryggir verðið. Þú gerir vart betri kaup í myndbandstæki. 56KV90 mótald USB tengi Öflugur hugbúnaðarpakki • Biðtlmi allt að 270 klst • Taltími allt að 5 klst. • 250 númer í símaskrá. • SMS skilaboð, númerabirtir og / kíukka. / , • 30 símhringingar. / í • 3 innbyggoir / leikir. /~a TAL12 er mánaða Mf GSM áskrift greidd /W/ með kreditkorti Ijjjr eðaVeltukorti. TALkort kostar 1.999.- oger Mv-jl greittfyrirþað aukalega. Kt Nú hafa Tölvusiminn og BT hafið samstarfs og munuCULUCORTfrá Tólvusimanum fylgja öllum tölvum i mars. 30 mlnútna Heimsókn tölvuhjálp í starfsmanns sima Tölvusímans .MENS Barnalæsing ” Háhraða spólun Tveggja hausa tæki LongPlay spilun Fjarstýring Virkar sem afsláttarkort Aðgerðir á skjá ofl. ofl. USB er framtíðin. Engin straumsnúra. Einn þunnur USB kapall sem ber bæði jrafstrauminn og gögnm „ M mynd|esari milli töivu og • 600 x 1200 raunuppl. 36 bita litadýpt USB tengi fylgir ' Hugbúnaður: PhotoSuite / PhotoDeluxe ( TextBridge \ (JOO-------------------- BT Hafnarfirði - S: 550-4020 BT Kringlunni - S: 550-4499 • BT Reykjanesbæ - 5: 421-4040 • BT Akureyri - 5: 461-5500 BT Skeifunni - 5: 550-4444

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.