Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EINAR EGILSSON MARGRÉT GUÐLA UG BOGADÓTTIR + Einar Egilsson fæddist í Hafnar- firði 18. mars 1910. Hann lést á Landa- kotsspítala 28. mars 1999 og fór útför hans fram frá Lang- holtskirkju 7. apríl. í dag, 18. mars, eru 90 ár liðin frá fæðingu föður míns, Einars Eg- ilssonar. Það er einmitt eitt ár síðan hann virtist á góðum batavegi eftir 2ja mánaða sjúkrahús- legu og ákvað þá að skreppa heim til þess að halda upp á afmælið sitt með nánustu fjölskyldu. Móðir mín var hálfundrandi - það var ekki honum líkt að taka frumkvæðið í því að safna fjölskyldunni saman á þessum degi nema stórafmæli væri - og hún taldi rétt að minna hann á að það væri ár í að hann yrði níræður. Honum var það auðvitað vel ljóst en sagði fuila ástæðu til hátíðar nú því þetta yrði síðasti afmælisdagurinn hans. Þessi athugasemd kom mjög flatt upp á okkur því ef eitthvað einkenndi hann meir en nokkuð annað þá var það óþrjótandi bjartsýni og lífsvilji. Við treystum því að hann ætti a.m.k. eitt líf eftir miðað við hvemig hann hafði hvað eftir annað storkað dauðanum og risið tvíefldur upp aftur. „Þetta fer allt að lagast,“ var viðkvæðið hjá honum, sama hversu veikur hann var þá og þá stundina og hann hafði fram að þessu alltaf haft rétt fyrir sér. Þessi dagur fyrir ári síðan er okk- ur sem upplifðum hann með pabba óendanlega dýrmæt minning. Hann sat í stólnum sínum við gluggann, umkringdur eiginkonu, bömum, tengdabömum og bamabörnum, virtist sæll og ánægður þar sem hann horfði yfir hópinn en jafnframt var yfirbragðið alvarlegt og ígmndandi og ekki laust við trega ef grannt var skoðað. Hann hefur sennilega hugs- að með sér, maðurinn með óslökkv- andi lífsþorstann og athafnagleðina alla tíð, að líkaminn væri orðinn veik- byggður og óumflýjanlegt væri að eitt sinn skyldi hver deyja. Ég er þess jafnframt fullviss að hann hefur séð að nú væri komið að því að hann sameinaðist aftur heittelskuðum for- eldrum sínum og systkinum og hefur glaðst í hjarta sínu því trú hans var bjargföst. Rúmu ári áður hafði hann veikst mjög alvarlega og lá á Landspítalan- um um hríð einn á stofu. Einn daginn þegar ég og fjöiskylda mín komum til hans átti ég ekki von á öðm en að hann lægi rúmfastur ennþá töluvert mikið veikur, ég opnaði dymar og gægðist inn í rökkvaða stofuna. Þarna sat hann í hægindastól vafinn inn í teppi, með nokkra af afkomend- um sínum í kringum sig, alveg í ess- Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. wv/w.utfararstofa.elif.is/ inu sínu og sagði sögur af ævintýmm í fjarlæg- um löndum. Bömin sátu þama við fótskör mikils sagnameistara, himinbláu fallegu aug- un hans leiftrandi undir miklum og dökkum augabrúnum, mikil og karlmannleg röddin hljómaði um stofuna og með mögnuðum frá- sögnum í bland við leiftrandi kímni hreif hann áheyrendur með sér á vit ævintýranna. Hvort sem það vom frásagnir af æskuheimili hans í Hafnarfirði, ýmsu sem hann og Guð- mundur bróðir hans brölluðu saman, vinnu hans sem kúskur átta ára gam- ali, námsár í Bretlandi og ferðin þangað sem hann fjármagnaði með því að leita til Ólafs Thors þar sem hann var við Haffjarðará að veiðum og fékk hann til að skrifa upp á víxil fyrir sig, bláókunnugan manninn, ár- in í Chile og Argentínu þar sem hann gerði út báta á túnfiskveiðar, hvernig ástin gagntók hann þegar hann hitti mömmu í fyrsta sinn á stríðsámnum hjá íslenska konsúlnum í Bandaríkj- unum, árin sem forstjóri fyrir gos- drykkjaverksmiðju í Mexíkó fyrir ut- an ýmsa síðari tíma atburði. Þannig stundir upplifði ég oft heima hjá hon- um og mömmu í Sólheimunum þar sem hann hóf mál sitt með: „Ég man alltaf...“ Ein magnaðasta frásögnin var af ferð hans árið 1942 frá Bret- landi til Bandaríkjanna með banda- ríska skipinu Wakefield, sem varð eldi að bráð, sennilega vegna hryðju- verks, og sökk skammt frá Halifax. Margir af 800 farþegum skipsins fór- ust en pabba og fleiram var bjargað um borð í tundurspilli sem sigldi með þátilNewYork. „Hann pabbi þinn er enginn venju- legur maður,“ sagði maðurinn minn eitt sinn við mig, „hann er einn af þessum heilsteyptu mönnum sem ég ber svo mikla virðingu fyrir. Þeir setja sér ákveðin markmið í æsku og hvika ekki frá þeim. Svo er hann svo mikið prúðmenni og sjentilmaður.“ Það vom orð að sönnu. Það sem við hin látum okkur dreyma um fram- kvæmdi hann. Það er rétt hægt að ímynda sér hvílíkt áræði hefur þurft til að ferðast alla leið til Suður-Amer- íku síðla árs 1936 eða til að henda sér út í ískaldan sjóinn að vetrarlagi til þess að bjarga litlum dreng frá dmkknun, eins og pabbi gerði í jan- úar sama ár. Pabbi var alla tíð glæsilegur mað- ur. Á yngri ámm var honum líkt við leikarann Cary Grant og víst var um það að hann missti aldrei sinn mikla sjarma. Hann var mikill skapmaður en um leið tilfinninganæmur og á vissan hátt viðkvæmur, óréttlæti hvers konar þoldi hann ekki og barð- ist með oddi og egg fyrir velferð fjöl- skyldunnar. Eg man hversu hreykin ég var þegar ég var stelpa í jólaboð- um stórfjölskyldunnar af hinni fal- legu söngrödd hans og hún var enn falleg síðustu árin. Hann var einstak- lega næmur á raddir og það var stundum keppikefli hjá okkur tveim- ur að reyna að átta okkur á hver syngi í „síðasta lagi fyrir fréttir". Yf- irleitt hafði hann vinninginn. Stjórn- mál vom mikið áhugamál hans og eins fréttir af veðri eins og fyrram sjómanni sæmdi. Það var aldrei nein lognmolla í kringum pabba og ég veit að sterkur persónuleiki hans mark- aði djúp spor hjá samferðamönnum hans. Hann var eldhugi allt til hinstu stundar. Ég sakna pabba míns meir en orð fá lýst en minningin um hann fyllir líf mitt hlýju og kærleika. María Louisa Einarsdóttir. Áralöng + Margrét Guðlaug Bogadóttir fædd- ist á Hólum í Fljótum Skagafirði 16. aprfl 1915. Hún lést í Heil- brigðisstofnun Siglu- fjarðar. 10. mars síð- astliðinn. Hún var sjöunda í röðinni af 10 börnum Boga Guðbrands Jóhann- essonar, f. 1878, d. 1965, bónda á Minni- Þverá í Fljótum og konu hans Kristrún- ar Hallgrímdóttur, f. 1878, d. 1968. Syst- kini: Hallgrímur, f. 1898, d. 1985, maki Kristrún Jónsdóttir, f. 1903, d. 1989; Jóhannes, f. 1901, d. 1995, maki Guðrún Ólafsdóttir, f. 1902, d. 1988; Guðrún Ólafía, f. 1905, d 1977 maki Peter Melsæter, f 1907; Sigurbjörn, f. 1906, d. 1983, maki Jóhanna Ragnheiður Antonsdóttir, f. 1913; Sigurlaug Jónína Ólöf, f. 1909, d. 1977, maki Sigurgeir Magnússon, f. 1896, d. 1978; Anna, f. 1912, d. 1972, maki Jón Kjartans- son, f. 1907, d. 1981; Ingibjörg, f. 1918, maki Helgi Pálsson, f. 1916, d. 1995; Ragnheiður, f. 1921, d. 1997, maki Svanberg Pálsson, f. 1919, d. 1968; Liney, f. 1922, maki Halldór Gestsson, f. 1917. Margrét ólst upp í Fljótunum, fór snemma að vinna fyrir sér, til Sigluíjarðar í vist og fískvinnu. Þar kynnist hún manni sínum Kára í dag verður jarðsungin frá Siglu- fjarðarkirkju Margrét Bogadóttir mágkona mín. Hún andaðist í Sjúkra- húsi Siglufjarðar aðfaranótt 10. mars sl. eftir stutta legu. Kærleiksríkur guð hafði kallað til sín eitt af bömum sínum. Þótt við vitum að lífinu fylgir dauði, þá eram við aldrei viðbúin komu hans. Fyrst setur mig hljóðan, síðan hrannast minningarnar að. Hún var fædd norður í Fljótum þar sem vetrarríki er hvað mest á byggðu bóli á Islandi, en sumarfegurð jafn- framt svo mikil að við er bmgðið og óvíða meiri. Foreldrar hennar sem lengst vora kenndir við Minni-Þverá vom Bogi Jóhannesson og kona hans Kristín Hallgrímsdóttir og var Mar- grét sjöunda af tíu bömum þeirra hjóna. Búskaparhættir vom í þá daga öðmvísi en nú gerist, og sjálfsagt þótti að börn aðstoðuðu við bústörfin svo fljótt sem auðið var. Það gerði og Margrét af eðlisgæddum dugnaði og samviskusemi sem henni var í blóð borinn. Ung að áram svaraði hún kalli samtíðar sinnar og flutti út í Siglu- fjörð, þar sem vinnufúsar hendur vom eftirsóttar. Á þessum áram og lengi eftir það var Siglufjörður mið- stöð stórbrotins athafnalífs innlendra sem erlendra síldarspekúlanta. Þangað söfnuðust á sumrin ungir sem aldnir víða af landinu til þess að taka þátt í sfldarævintýrinu sem skóp landinu farsæld og vinnusömu fólki tekjur til framfærslu og menntunar. Þar var lífið, þar var vinnan, hvergi annars staðar á landinu var þá eins blómlegt eða fýsilegt að setjast að. Enda var líka um leið ör fjölgun íbúa, mikil uppbygging og vaxandi menn- ingarlíf. I Siglufirði vom einnig svipuð áhrif frá náttúranni sem í fæðingarsveit- inni, þ.e. snjóþungt á vetram með æv- intýralega fegurð þegar tunglsljós lýsti upp fönnum hjúpaðar fjallahlíð- ar svo og einstök bh'ða hlýrra sumar- daga. Þama kynntust þau Kári heitinn bróðir minn og Margrét og bundust fljótt trúnaðarböndum. Þau giftu sig árið 1942. Til þess var tekið hversu hjónaband þeirra var innilega hlýtt og traust og öðmm til fyrirmyndar. Þau reistu sér íbúðarhús við Hólaveg á Siglufirði, þaðan sem fagurt útsýni var yfir bæinn og fjörðinn. Þar bjuggu þau alla tíð, hann þar til hann lést 20. mars 1990, og hún þar til sl. haust að hún flutti að Skálarhlíð, að- setri eldri borgara. Sumarliðasyni, f. 16. júní 1916, d. 20 mars 1990, verkamanni á Siglufírði og giftu þau sig á haustmánuðum 1942. Eignuðust þau þrjú börn en fyrir hjónaband eignaðist hún Theódór Þráin Bogason, f. 16. júní 1935, kona hans er Birna Berg, f. 8. sept- ember 1938, þeirra börn eru Elfn Berg, f. 12. nóvember 1957, d. 28 ágúst 1958, Mar- grét Berg, f. 20 febr- úar 1960, hennar maður er Harald- ur Hersir Stefánsson, f. 18. maí 1960, þeirra börn em Andri Berg og Birna Berg. Bjöm Berg, f. 8. aprfl 1963, kona hans er Karen El- ísabet Bryde, f. 14. janúar 1965, þeirra böm eru Iris Berg og Björn Berg. Þráinn Berg, f. 6. ágúst 1966, kona hans er Björg Leifsdóttir, f. 26. október 1968, þeirra börn eru Leifur, Davíð Örn og Rakel Berg; Sigurlína Káradóttir, f. 7. mars 1942, hennar maður er Hreinn Júl- fusson, f. 21. nóvember 1941, þeirra börn em Ingvar Kristinn, f. 28 september 1961, kona hans er Hanna Þóra Benektsdóttir, f. 28. október 1960, þeirra böm era Guð- ríður Anna, Hreinn Júlfus og Þór- hallur Dúi. Kári Freyr, f. 30. júní 1963, hans kona er Helga Guðrún Sverrisdóttir, f. 14. febrúar 1965, Margrét var einstök sómakona, góðum gáfum gædd og afar skýr í hugsun, geðgóð og skemmtileg. Ávallt tók hún mér opnum örmum og á unglingsáram mínum uppástóð ég að ég myndi flytja til þeirra á Hóla- veginn og búa þar hjá þeim. Margrét var sterkur persónuleiki, vinaföst og ósérhlífin. Ararn saman vann hún ut- an heimilis sem innan og þótti dugn- aðarforkur, gekk hún þó ekki heil til skógar. Margrét og Kári eignuðust þijú böm: Sigurlínu, Höskuld og Hjördísi, en soninn Theodór Bogason átti hún áður. Allt er þetta hið ágætasta dugn- aðar- og sómafólk sem ásamt lífsföra- nautum sínum hefir getið af sér böm og bamaböm, fríðan ættarboga þar sem nú rfldr tregafullur söknuður. Jarðlífi hennai- er lokið, eftir standa ljúfar minningar um vandaða sæmdai-konu. Framundan bíða henn- ar fagrar lendur guðsríkisins. Um leið og hér skal þakkað fyrir áratuga samfylgd og rika vináttu votta ég ástvinum hennar öllum dýpstu samúð mína, dætra minna og fjölskyldna þehra. Góðan guð biðjum við að blessa minningu Margrétar og varðveita hana í eilífðinni. Hreinn Sumarliðason. Þá er hún Magga frænka mín far- in. Það má segja að hún hafi marga hildi háð við manninn með ljáinn og alltaf haft betur, þar til nú. Af ótrú- legri seiglu hefur hún rifið sig upp úr hverri hremmingunni af annarri á undanfömum áram. Magga er átt- unda af tíu systkinum, sem upp kom- ust, til að kveðja þennan heim. Magga var alin upp við að vinna hörð- um höndum fyrir daglegu brauði og það gerði hún meðan heilsan entist, saltaði síld og vann í frystihúsinu þegar vinnu var að fá. Tæplega þrettán ára kom ég á heimili Möggu og Kára og var hjá þeim í fjóra vetur meðan ég var í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, en þótti víst þaulsætnari við sögubækur en námsbækur, hvemig sem Kári reyndi að fela þær fyrmefndu fyrir mér. Það þætti öragglega fullsetið í dag húsnæðið sem þau bjuggu í með þremur bömum sínum, þó að ekki bættist við aukabarn, þar sem ekki var búið að innrétta neðri hæðina á Hólaveginum þá, en það var aldrei talað um þrengsli. Magga og Kári vora mér eins og einu af sínum böm- um meðan ég var hjá þeim og á ég þeirra böm eru Sverrir Bergvin, Sigurlína og Sævar Örn. Hrafn- hildur, f. 30. aprfl 1972, hennar maður er Si'mon Símonarson, f. 10. aprfl 1968, þeirra böm era Birkir Ingi og Hilmar Snær. Hjördís, f. 13. júní 1947, hennar maður er Stefán Björnssson, f. 22. júní 1947, þeirra böm era Björn Sumarliði, f. 15. mars 1968, hans kona er Ólöf Gísladóttir, f. 4 ágúst 1969, þeirra börn eru Stefán Ingi og Rakel Dís. Elín Berg, f. 27. ágúst 1974. Höskuldur Rafn, f. 12. maí 1950, dóttir hans með Víólu Pálsdóttur er Guðrún Sonja Krist- insdóttir, f. 17 febrúar 1969, henn- ar maður er Baldur Benónýsson, f. 12. janúar 1964, þeirra börn eru Arna Björk, Kristinn, Margrét Yr og Bjarki. Fyrri kona Guðrún Steinunn Jónasdóttir (skildu) þeirra sonur er Kári, f. 26. septem- ber 1973, í sambúð með Díönu Lind Monzon, f. 21. október 1980. Seinni kona er Sigurleif Guðfínnsdóttir, f. 18. nóvember 1956, þeirra börn em Ármann, f. 20. október 1977, í sambúð með Rakel Guðmundsdótt- ur, f. 3 júlí 1979 og Jónas, f. 13. mars 1988. Margrét bjó í nær 50 ár að Hóla- vegi 38. Hún starfaði við fiskvinnu meðan heilsan leyfði. Hún flutti á si'ðasta ári að Skálarhh'ð, heimili aldraðra. Utför Margrétar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þeim mikið að þakka. Þau vora sam- rýnd hjón og samtaka í umhyggju sinni fyrir fjölskyldunni. Lína dóttir þeirra átti fyrsta barnið sitt, Ingvar, á Hólaveginum og ég man hvað við Hjödda og Lína grétum af hlátri þeg- ar Magga var að gera sér tæpitungu við hann. Magga var glaðsinna og hafði gaman af að dansa, syngja, spjalla og gera að gamni sínu og síð- ast en ekki síst að spila, en af því gerðu þær systur mikið. Henni þótti líka gaman að vera boðið í bfltúr eða ferðalag. Magga þurfti oft suður að finna læknana sína, en ekki kunni hún við sig á höfuðborgarsvæðinu til lengdar, smærri staðir áttu betur við hana. Eftir að Magga flutti í Skála- hlíð vora allar systumar, sem eftir lifðu, þar samankomnar og höfðu mikinn félagsskap hver af annarri. Það er því mikill söknuður hjá hinum tveimur, sem alltaf horfa á systkina- hópinn þynnast. Vissulega var frænka mín orðin öldrað kona og heilsa hennar hefur verið þannig undanfarið að andlát hennar átti ekki að koma á óvart, en maður var svo vanur því að hún sprytti upp aftur eftir hverja spítaladvöl. Hún sagði alltaf í seinni tíð þegar hún fór á sjúkrahúsið: „Ég verð ekki lengi.“ Það var hún ekki heldur núna. Ég veit að það er fjölskyldu hennar huggun í sorginni að hún þurfti ekki að þjást lengi. Ég og fjölskylda mín kveðjum Möggu frænku með kærri þökk fyrir allt fyrr og síðar. Bömum hennar og fjölskyldum þeirra, systram og öðr- um aðstandendum vottum við inni- lega samúð. Kristmn. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.