Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN X > :> Af leiðum leiðara I LEIÐARA Morg- unblaðsins 5. mars, sem ég hvet allt launafólk til að kynna sér vandlega, sér ritstjórn blaðsins ástæðu til að gefa yfir- standandi átökum á vinnumarkaði nokkum gaum. Kemur það ekki mjög á óvart, en stund- um hefur verið sagt að þegar á reyni slái hjarta blaðsins í takt við hverjir fæði það. Það er „ánægjulegt" að lesa það í svo mikil- svirtum fjölmiðli, sem Morgunblaðið er þrátt fyrir allt, að í þvílíku góðæri sem nú ríkir geti atvinnurekendur og verka- lýðsfélög tekið sér rúman tíma til að ná samkomulagi. Það hefur kannski farið fram hjá háttvirtum leiðarahöf- undi að kjarabætur hafa ekki komið til félagsmanna Verkamannasam- bandsins frá því 1. janúar 1999, þegar hækkun um 3,65% varð á taxtakaupi þeirra. Það hefur kannski einnig farið fram hjá leiðarahöfundi að verðbólga hefur mælst 4 til 6% á þessum tíma. Sá stóri hópur sem vinnur á taxta- kaupinu hefur því verið að tapa kaup- mætti þennan tíma, eða í rúmlega eitt ár. Leiðarahöfundi finnst trúlega að eitt ár til viðbótar muni ekki skipta þetta fólk miklu máli, enda slær hjarta hans trúlega þungum slætti með einhverjum öðrum frekar. Hann á hugsanlega hlutabréf sem hafa skil- að drjúgum hagnaði, sem launa- hækkun hjá verkafólki gæti reynst skeinuhætt. Hagur atvinnulífsins Undanfarið hafa fyrirtæki og bankar verið að birta afkomutölur sínar sem sýna hagnað upp á hundr- uð milljóna til milljarða króna. Þetta er samfara mikilli hækkun eiginfjár- stöðu þeirra og er í sjálfu sér gleði- legt að hagnaður í atvinnulífinu skuli vera svo sýnilegur. Samfara þessu hafa tekjur ríkissjóðs stóraukist og munu fyrirsjáanlega gera það enn- frekar á næstu árum. Þar hafa því skapast skilyrði til að mæta kröfum um lagfæringar á almannatrygginga- kerfinu. Þessi góða afkoma hlýtur að skapa möguleika til verulegra lagfæringa á kjörum þeirra láglaunahópa í þjóðfé- laginu sem lífsnauðsyn er að bæta kjörhjá. Kröfugerðarógnin Verkamannasambandið hefur sett fram kröfur um að leiðrétting verði gerð á láglaunatöxtunum og engum dylst að skilyrðin eru fyiir hendi. AJl- ar tilraunir atvinnurekenda og ann- arra til að bjóða niður eðlilegar kröf- ur um þessa leiðréttingu verða að skoðast ótrúverðugar í ljósi afkomu- talna atvinnulífsms. Sú barátta sem nú er háð til að ná fram leiðréttingu á kjörum almenns verkafólks og þeirra sem lifa verða á lífeyrisbótum er ekki auðveld. Pen- ingaöfl þjóðfélagsins, sem verkalýðs- hreyfingin er tengd í gegnum lífeyr- issjóðina, vita sem er að hækkun launa er líkleg til að rýra hagnað fyr- irtækjanna og valda þar með lækkun á hluta- bréfamarkaði og minni arði af fjárfestingum þar. Þeir aðilar, sem venjulega hafa skipað sig til að hafa vit fyrir launamönnum þegar þeir gera kröfur tO sambærilegra lífskjara og sjálftökuliðið skammtar sér, fara nú hamförum til að sýna verkalýðshreyfingunni, lesist almennt verka- fólk, fram á hvílík ósvinna það sé að fara fram á að grunnmánað- arlaun þess hækki í 90 til 100 þúsund krónur á mánuði. Blessaðir ráðgjafamir Ráðgjafar eru nú á hverju strái til að ráðleggja sjötíuþúsund króna fólk- Vinnumarkaður Það hefur kannski faríð fram hjá háttvirtum leið- arahöfundi, segír Snær Karlsson, að kjarabætur hafa ekki komið til fé- lagsmanna Verkamanna- sambandsins frá því 1. janúar 1999. inu að fara fram með meiri hófsemi. Annars muni verðbólgan fara af stað og það tapi meiru en því ávinnist með kröfum sínum. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að þessir góðu ráð- gjafar eru með á bilinu þrjú til fimm hundruð þúsund krónur í laun á mán- uði og sumir auðvitað slöttungi meira þó að ekki komi tO sérstakur ábati. Það er sérkennilegt að þessir bless- uðu ráðgjafar virðast alls ekki gera ráð fyrir því að landinu sé stjórnað. Að hér sitji ríkisstjóm og löggjafar- þing sem hafa öll þau tæki sem þarf til að koma í veg fyrir að sjálfsögð leiðrétting á kjörum láglaunataxta- fólksins valdi einhverjum straum- hvörfum til hins verra í þjóðfélaginu. Batnandi blaði er best að lifa Ánægjulegt væri, ef hægt verður að lesa það í leiðara Morgunblaðsins einhvem næstu daga, að það krefjist þess að þeir aðilar, sem nú sitja við samningaborðið, taki mið af þessu. Að þeir taki með ábyrgum hætti á því að þær sanngjömu leiðréttingar sem felast í kröfum félaga Verkamanna- sambandsins nái fram að ganga. Þá væri trúlegra að Morgunblaðið gæti með réttu kallað sig blað allra lands- manna. Það sýndi þá jafnframt að leiðarinn frá 5. mars væri yfirsjón, en ekki úthugsuð móðgun við það fólk, sem nú er að berjast fyrir því að bæta kjör sín. Höfundur er félagsmaúur íEflingu - stéttarfélagi og starfsmaður Verka- mannasambands íslands. Snær Karlsson rSushi borðbúnaður Bakkar kr. 1.500. Diskar frá kr. 525 Hnífar frá kr. 2.900. Japansprjónar kr. 395 paríð. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 3614 I Að samnýta þekkingu o g Qármagn í forvarnastarfi FÁIR eru lengur í vafa um að þeim pen- ingum sé vel varið sem fara í að fyrirbyggja sjúkdóma eða draga úr skaða af völdum þeirra. Á íslandi hefur for- vamastarf verið á mörgum höndum sem unnið hafa ómetanlegt brautryðj endastarf. Þróunin víðast um hinn vestræna heim hefur þó orðið sú að leitast er við að samnýta það fjármagn og þekkingu sem fer í forvamir. Nýjar stofnanir hafa vaxið fram í þessum til- gangi, þar sem hið dreifða forvarna- starf hefur verið sameinað undir einn hatt. Þessar stofnanir ganga undir ýmsum nöfnum eins og „Lýð- heilsustofnun" eða „Miðstöð í samfé- lagslækningum", en burt séð frá nafngiftinni er starfsemi þessara stofnana mjög svipuð. Kostir og gallar Kostirnir við slíkar stofnanir era margir, m.a. að auðvelt er að samn- ýta ýmsa skrifstofuvinnu, póstþjón- ustu, símaskiptiborð, tölvuþjónustu og síðast en ekki síst sérþekkingu er lýtur að þróun og árangursmati forvarnastarfs. Erfitt er að benda á galla en þó má nefna að sumir hafa bent á að hver þáttur forvarna hef- ur sín sérstöku vandamál að glíma við þar sem sérþekking starfsfólks- ins er forsenda vel heppnaðs starfs. Það er því mikilvægt að einingarnar haldi sjálfstæði sínu. Hins vegar er mjög margt sameiginlegt í öllu for- varnastarfi þar sem hægt er að samnýta þekkingu og eins geta menn lært hver af öðrum. Einnig er mikilvægt að starfið á akrinum sé skipulagt á þann hátt að fræðsla á einu sviði forvarna skemmi ekki fyrir fræðslu á öðru sviði t.d. að fræðslu- verkefni um mismun- andi efni fyrir sama markhóp rekist ekki á í tíma og rúmi. Að lok- um verður að tryggja að starfsemi „Lýð- heilsustofnana" kæfi ekki viðleitni frjálsra félagasamtaka til að vinna að nýjungum í forvarnastarfi, heldur styðji við bakið á slíkri viðleitni að uppfylltum vissum skilyrðum og aðstoði við þróun og árangursmat. Forvarnafaraldsfræði Sérfræðingar á sviði forvama- faraldsfræði hafa m.a. það hlutverk að gera reglubundnar rannsóknir til að fylgjast með þörfinni fyrir for- Forvarnir Eðli forvarnastarfs er, segir Ásgeir R. Helga- son, að vera í sífelldri þróun miðað við breytt- ar aðstæður. Því er for- varnafaraldsfrasði einn mikilvægasti þátturinn í vel heppnuðu for- varnastarfí. varnaaðgerðir, taka þátt í þróun for- varnaverkefna og sjá um árangurs- mat. Þetta felur m.a. í sér þá kröfu að markmið forvarnastarfs séu skil- greind með þeim hætti að hægt sé að meta árangurinn. Einnig að árang- ursmatið leiði til breytinga þannig að ávalt sé leitað leiða sem skili sem bestum árangri fyrir hverja krónu sem lögð er í starfið. Á „Lýðheilsu- stofnunum" vinna sérfræðingar á sviði forvarnafaraldsfræði með for- vamarfólki t.d. fræðslufulltrúum, læknum, tannlæknum, hjúkrunar- fræðingum og sálfræðingum að und- irbúningi forvarnaverkefna og gera tillögur til úrbóta. Eðli forvarna- starfs er að vera í sífeldri þróun mið- að við breyttar aðstæður. Því er for- vamafaraldsfræði einn mikilvægasti þátturinn í vel heppnuðu forvarna- starfi. Að stjórnmálamenn geri kröfur Það er að verða viðtekin skoðun úti í hinum stóra heimi að eftirlit beri að hafa með því að það fjármagn sem skattborgarar leggja í forvarnastarf skili tilætluðum árangri. Stjóm- málamenn sem kosnir era af skatt- borguram hljóta að gera þá kröfu til þeirra sem vinna að forvörnum að þeir sýni fram á að peningunum sé vel varið. Það er eðlilegt að gera ráð fyrir að u.þ.b. 20% af áætluðu fé til forvama séu eymamerkt árangurs- mati og þróunarstarfi. Sé þessi hluti forvamastarfsins vanræktur er sú hætta fyrir hendi að þær milljónir sem velviljaðir stjórnmálamenn leggja í forvarnir renni beint í sjóinn. Sjómmálamenn verða því að gera þá kröfu að það fé sem varið er til for- vama sé háð virku árangursmati og gera ráð fyrir því viðbótarfjármagni sem þarf til að tryggja þeirri starf- semi rekstrargrandvöll. íslendingar era því miður nokkuð á eftir öðram sambærilegum þjóðum að þessu leyti. Nú er mál að bretta upp erm- arnar og rífa þetta upp. í því eram við að minsta kosti heimsmeistarar þegar viljinn er fyrir hendi. Höfundur er doktor í læknavísindum og starfar við forvarnir og lífsgæða- rannsóknir i Stokkhólmi. Ásgeir R Helgason Lyfjatæknir, hvað er það? Lyfjatæknar era menntaðir til að sinna sérhæfðum störfum í apótekum, einnig höf- um við haslað okkur völl víðar s.s. hjá lyfja- nefnd, Lyfjaeftirliti, lyfjaheildsölum, við lyfjaframleiðslu, hjá Tryggingastofnun og víðar þar sem lyf og lyfjamál era til umfjöll- unar. í apótekunum er veitt sérhæfð og pers- ónuleg þjónusta, sem meðfram byggist á störfum lyfjatækna. Þar bjóðast bestu fá- anlegar upplýsingar um lyf og ýms- ar aðrar vörur sem varðar heilsuna, veittar af ábyrgu og fagmenntuðu fólki. í apótekinu eru eins og allir vita afgreidd lyf út á lyfseðla sem mikil- vægt er að séu rétt afgreiddir tæknilega þ.e. hvað varðar lyf, styrkleika þess, skömmtun og fleira, ennfremur er áríðandi að við- skiptavinir geti treyst því að trún- EKKI BERA ÖLL AUKAKÍLÓIN! Hef hjálpað fjölda fólks með frábærum árangri. Hvað með þig? _____Uppl. í sima 698 3600,_ aður ríki um málefni þeirra. Lyfjatæknar eins og aðrar heilbrigðisstéttir viðhalda menntun sinni og kunna þess vegna góð skil á vörum apót- eksins hvort sem um er að ræða verkjalyf, vítamín, hjúkrunarvör- ur, barnavörar og hvaðeina sem heilsu, hjúkran og umönnun varðar. Fleiri störf eru í höndum lyfjatækna í apótekinu svo sem vinna í reseptúr, tölvu- vinnsla, tiltekt lyfja á lyfseðla, samlestur og afhending til viðskiptavina, mikilvægt er að vinn- an sé byggð á fagmennsku og unnin af öryggi og lipurð. Á síðustu áram hefur þjónusta apóteka aukist við aldraða og sjúk- linga sem era í heimahúsum eða á hjúkranarheimilum, með tiltekt á lyfjum í skammtaöskjur, oftast fyrir viku í einu. í sjúkrahúsapótekunum mynda lyfjatæknar vinnuhóp með lyfja- fræðingum þar sem framleiddar era Gleraugnaverslunin Sjónarhóll www.sjonarholl.is Lyf ✓ I apótekunum, segir Aðalbjörg Karlsdóttir, er veitt sérhæfð og persónuleg þjónusta, sem meðfram byggíst á störfum lyfjatækna. næringarblöndur til gjafa í æð handa fyrirburam og mikið veikum sjúklingum, einnig lyfjablöndur til notkunar í krabbameinsmeðferð, það er mjög sérhæfð vinna sem krefst mikillar nákvæmni. Þar hefur einnig síðustu árin orðið mikil aukn- ing í skömmtunarvinnu fyrir inniliggjandi sjúklinga, og er þar líka um samvinnuverkefni lyfja- tækna og lyfjafræðinga að ræða. Það ætti að vera metnaður hvers lyfsala að hafa við afgreiðslu hjá sér ekki bara „lífsglatt og hresst“ fólk heldur líka fólk sem sinnir viðskipta- vinum af kunnáttu og metnaði. Hjálpfýsi, lipurð og fagmennska eru kjörorð lyfjatækna. Höfundur er lyljatæknir hji Trygg- ingastofnun ríkisins, sjúkratrygg- ingasviði, lyfjadeild. Aðalbjörg Karlsdóttir F J Ö R Ð U R - miðbœ Hafmrjjardar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.