Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Sáluhjálp nýríkra Það ersvo margt, mannanna bölið. í Kísildal í Kaliforníu, þarsem hjarta tölvu- og netvæðingar heimsins slœr, er helsta vandamálið allt ofmiklirpening- ar. Auðkýfingarnir eru að kikna undan ríkidæminu. Eftir Hönnu Katrínu Frið- riksson AUÐVITAÐ er búið að finna heiti á þennan hræðilegavanda, „suddenwealth i syndrome", eða skyndiauðgunarheilkenni og sam- kvæmt skilgreiningu felst vandi hinna ofurríku m.a. í því að sann- færa afkvæmin um, að margt sé mikilvægara í heimi hér en pening- ar. Sérstök stofnun í San Francisco býður upp á námskeið, þar sem farið er ofan í saumana á þeim möguleikum sem sjálfskapað eða erft ríkidæmi skapar, um leið og bent er á þær tilfinningalegu hættur, sem leynast við hvert fót- mál. Hið virta fjármálaþjónustu- íyritæki, Merrill Lynch, býður ifinunoc einnig UPP á w llfflUKr námskeið fyrir foreldra, þar sem brýnd er fyrirþeimsú vegsemd sem fylgir vanda moldríkra. Undur kapítalismans tryggja auðvitað að nánast engin takmörk eru á hve margir geta grætt á skelfingu þeirra sem ekki vita aura sinna tal. I Palo Alto í Kísildal er búið að hleypa af stokkunum fréttablaði, sem fjallar eingöngu um vesalings litlu bömin auð- kýfinganna. Foreldrum er sérstak- lega bent á, að þeir megi ekki hreykja sér af nýju snekkjunni, eða einkaflugvélinni, heldur tala við böm sín um hve þeir hafi verið lánsamir að komast til álna og hvað þeir hafi þurft að leggja mikið á sig til þess. Herskarar sálfræð- inga, félagsfræðinga og ráðgjafa af ýmsu tagi sannfæra auðkýfinga, gegn rausnarlegu gjaldi, um að þeir geti lifað góðærið af. Pað er ekki nóg með að aum- ingja ríkisbubbamir kveljist. Þeir sem em ágætlega stæðir, en ekki jafn óhemju auðugir og tölvuaðall- inn, líða stórkostlega. Læknar og lögfræðingar, sem áður vom virtir og vel stæðir, em ekki einu sinni hálfdrættingar á við milljarða- mæringana. Fram kom í einhverju dagblaðanna fyrir skömmu, að byijunarlaun lögfræðinga á virt- um stofum í San Francisco em um 7 miHjónir króna á ári og að 3 ámm liðnum hafa margir um 14 milljón króna árslaun. En auðvitað em það smámunir, ef Nonni nýríki í næsta húsi á 14 milljarða, af því að hugbúnaðurinn hans sló í gegn. Vesalings millistéttarbömin, sem fara aðeins einu sinni á ári með foreldrum sínum á sólar- strönd, vita ekkert í hvom fótinn þau eiga að stíga, enda líf þeirra hreint ömurlegt miðað við líf sumra skólasystkinanna. Og for- eldrar þeirra hengja haus, enda þýðir hin ótrúlega fjölgun millj- óna- og milljarðamæringa það að þeir hafa ekki lengur efni á að búa í allra fínustu hverfunum, þar sem fasteignaverð hefur rokið upp úr öllu valdi. Sumar þessara íjöl- skyldna leita aðstoðar hjá Barna- ogfjölskyldustofnuninni í Menlo Park í Kísildal, sem makar krók- inn á þessari tilvistarkreppu. Það er þó huggun harmi skattborgara gegn, að hið opinbera í Banda- ríkjunum leggur ekki í vana sinn að greiða sjúkrakostnað borgar- anna. Ef svipuð staða kæmi upp á íslandi myndi heilbrigðiskerfið lík- lega allt verða lagt undir að bjarga sálarheill þeirra, sem hefðu slysast til að eignast milljarða, til dæmis vegna aflaheimilda eða launaupp- bóta. En það má reyndar færa að því rök, að hið opinbera ætti að greiða kostnaðinn við að tryggja sálarheill í slíkum tilfellum, gróð- inn er jú allur tilkominn vegna að- gerða stjómvalda. En þetta var útúrdúr í umfjöllun um fólkið í Kalifomíu sem þarf sjálft að ráða fram úr þeim vanda að eiga milljarða í banka. Flestir grípa til þess ráðs að gefa vænar fjárhæðir til líknarmála. Fyrst í stað var þetta einfalt, tuttugu milljónir til krabbameinsrann- sókna, tíu til alnæmisrannsókna og tylft til baráttunnar gegn villi- mannslegum veiðarfærum í íjar- lægum höfum. En svo kom í ljós að þetta fólk á mikiu rneiri peninga en svo að það geti gefið til sömu góð- gerðarsamtakanna og al- menningur. Þar fyrir utan hefur það oft rúman tíma, búið að selja hugbúnaðarfyrirtækið og hefur ekkert annað fyrir stafni en liggja á ströndinni og hugsa um hvemig best sé að gefa til líknarmála. Núna er helsta tískan að stofna eigin sjóði og sitja svo og útdeila gæðunum eins og Guð almáttugur. Kannski það hjálpi til að draga úr samviskubitinu yfir því að hafa ekkert fyrir stafni, en eiga samt miklu meiri peninga en hægt er að eyða á einni ævi. Og svo undarleg- ur getur hugsanagangurinn orðið, að í tímaritaviðtölum hreykir hver 22 ára milljarðamæringurinn á fætur öðrum sér yfir því, að börnin hans muni ekki fá krónu, þegar þau vaxi úr grasi. Þau verði að læra að þræla fyrir peningunum eins og foreldramir. Vissulega fá krakkagreyin allt sem hugurinn gimist, heilu sirkusamir em leigð- ir til að skemmta í afmælisveislum, smáar rafknúnar útgáfur af BMW og Mercedes Benz flytja þau frá heimili að hesthúsi á meðan þau mala í farsímann, en þegar þau verða 18 ára þá er nú eins gott að þau fari að leggja eitthvað á sig. Með þessu móti era milljarðamær- ingamir kannski að gera það sem allir foreldrar vilja ólmir gera: Veita börnum sínum það sem þeir fóru sjálfir á mis við. I þessu tilfelli blankheit á fullorðinsáram. Virt dagblað í Kalifomíu eyddi dijúgu plássi í það á dögunum, að fjalla um mann, sem hafði orðið moldríkur á einni nóttu, þegar hugbúnaðarfyrirtækið sem hann starfaði hjá fór á hlutabréfamark- að. Tilefni umfjöllunarinnar var, að maðurinn hafði ákveðið að gefa öll- um vinum sínum, gömlum sam- starfsmönnum og ættingjum nær og fjær hlutdeild í gróðanum, með því að senda þeim hlutabréf í fyrir- tækinu. Hann hvatti þetta fólk til að nota peningana skynsamlega, helst til að tryggja að bömin þeirra nytu æðri menntunar. Með því að gera það sem þótti sjálfsagt hér áður fyrr; hugsa um sig og sína, þótti hann skrítinn. Eðlilegra hefði verið, ef hann hefði sett á laggimar sjóð til vemdar sæ- skjaldbökum og bætt andlega heilsu sína með því að gera dóttur sína arflausa. Barnaþroski - Orsakir námserfíðleika eru fjölmargar og þekking á þeim eykst stöðugt, bæði m.t.t. orsaka, einkenna og aðferða, skrifar dr. Tryggvi Sigurðsson, yfirsálfræðingur á Greiningarstöð ríkisins, hér í fyrri grein sinni um þroska- og hegðunarerfíðleik. Morgunblaðið/Golli Eitt af mikilvægustu viðfangsefnum sáiarfræði er þroskaferill barna, eðli hans og einkenni. Þroski og hegðun barna í skóla • Væg frávik í þroska, sem leitt geta til erfiðleika í námi, eru algeng. • Börn með sértæka námserfiðleika fá oft ekki nægan stuðning í skóla. s Morgunblaðinu hafa á undan- förnum vikum birst greinar (Helga Sigurjónsdótt- ir, Mbl. 29.1., 5.2., 11.2.), þar sem m.a. er dregið í efa gildi greiningar og jafnvel meðferðar á þroska- og hegðunarvanda- málum barna. Skrif- um undirritaðs er ætl- að að mynda mótvægi við þau sjónarmið, sem þar hefur verið haldið fram, með það markmið í huga, að lesendur geti myndað sér upplýsta skoðun á mikilvægu málefni. Þroski barna og unglinga Eitt af mikilvægustu viðfangs- efnum vísindalegrar sálarfræði hefur frá upphafi verið þroskaferill bama, eðli hans og einkenni. Aðrar fræðigreinar hafa einnig fjallað um þetta efni, t.d. heimspeki, uppeldis- og kennslufræði og læknisfræði. Fjölmargar kenningar um þroska bama hafa komið fram á þessari öld, misjafnlega markverðar og líf- seigar. Þessar kenningar fjalla um mismunandi þroskaþætti hjá börn- um, t.d. vitsmuna-, félags- og til- finningaþroska. Sem dæmi um þekktar kenningar í barnasálfræði má nefna hugmyndir svissneska sálfræðingsins Jean Piaget. Kenn- ingar hans em nú að mestu úreltar en leiddu til umfangsmikils rann- sóknarstarfs, sem aukið hefur þekkingu á þroska- ferli barna, bæði eðli- legum og afbrigðileg- um. Umræða um vægi erfða og umhverfis á þroska og hegðun hef- ur verið fyrirferðar- mikil innan sálfræð- innar á undanfömum áratugum. Ekki verð- ur farið út í þá sálma hér en athygli vakin á því, að eftir því sem þekking á starfsemi miðtaugakerfisins hefur aukist hafa tengsl milli heilastarf- semi og færni af ýmsu tagi hjá börnum orðið ljósari. Stöð- ugt em að uppgötvast fleiri líf- fræðilegir orsakavaldar þroska- og hegðunarvandamála af ýmsu tagi hjá börnum. Áður var t.d. oft talið, að þroskaskerðingu án þekktra or- saka mætti rekja til umhverfis- áhrifa. Slíkar hugmyndir eru mjög á undanhaldi nú á tímum. Fjölmörg þekkt dæmi um breyt- ingar á viðhorfum fræðimanna til orsaka þroska- og hegðunarerfið- leika má nefna máli þessu til stuðn- ings. Bandaríski barnalæknirinn Kanner hélt því t.d. fram um miðja síðustu öld, að barnaeinhverfa or- sakaðist fyrst og fremst af erfið- leikum í tilfinningalegum sam- skiptum mæðra og barna. Aðeins fáum áratugum síðar eru slík sjón- armið úrelt með öllu. Framfarir innan læknisfræði og tengdra greina hafa leitt af sér aðferðir til greiningar á líffræðilegum orsök- um þroska- og hegðunarerfiðleika Tryggvi Sigurðsson af ýmsu tagi. Sálfræðilegar mats- aðferðir skipta þarna einnig miklu máli, eins og vikið verður að síðar. Með því að leggja áherslu á breyttar hugmyndir fræðimanna í ljósi aukinnar þekkingar á líffræði þroska og hegðunar er þó ekki ver- ið að gera lítið úr mikilvægi áhrifa umhverfis á þroska og hegðun barna. Það er ótvírætt og óumdeilt. Segja má, að markverðustu framfarir í vísindalegri þekkingu á þroskaferli barna á síðustu tveim- ur áratugum megi rekja til teng- ingar fræðilegrar þekkingar innan hefðbundinnar þroskasálfræði við nýjustu uppgötvanir innan læknis- fræðinnar. Þar er einkum um að ræða stóraukna þekkingu á starf- semi heilans. Þekking á því, á hvern hátt og í hve miklum mæli er unnt að hafa áhrif á þroskaframvindu bama, hefur einnig tekið stórstígum framförum. Um og upp úr miðbiki síðustu aldar var t.d. ríkjandi bjartsýni um að útrýma mætti þroskavandamálum barna með skipulögðum aðgerðum. Þetta hef- ur að sjálfsögðu ekki staðist. Eftir því sem þekking manna innan fræðigreinar, sem nefnd hefur ver- ið snemmtæk íhlutun („early inter- vention“), hefur aukist hefur einn- ig orðið ljósara hvers árangurs má vænta af kennslu, þjálfun og öðrum þeim aðgerðum, sem miðast að því að hafa áhrif á þroska barna. Hvað er greind? Einn af þeim þáttum í þroska barna og unglinga, sem mest hefur verið deilt um meðal leikra og lærðra á undanförnum áratugum, er hugtakið greind eða vitsmuna- þroski, eðli hans og einkenni. Þess- ar deilur eru enn lifandi, t.d. hér á síðum Morgunblaðsins. Er það vel, en þau sjónarmið sem fram hafa komið byggja ekki á nýjustu hug- myndum um vitsmunaþroska barna og fræðilegri þekkingu. Því er ástæða til að taka þennan þátt sérstaklega út og skoða hann lítil- lega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.