Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 55
 MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 55 UMRÆÐAN umst fyrst, eftir næstum níu ára bréfaskipti, fyrir þremur árum. Það var á Karólínsku stofnuninni föstudaginn 21sta marz 1997. Þegar við loksins hittumst tók- umst við í hendur og ljómuðum. En bara örskotsstund. Hann tók til máls: „Eg hef þrjár spurningar. Eitt. Wittgenstein segir í dagbók sinni frá 1929...“. Hann vildi vita hvað mér þætti um dagbókarfærslu heimspekingsins. Ég ætla ekki að rekja hana hér. Af hinum spurning- unum tveimur varðaði önnur bandaríska málfræðinga sem hafa sumir hverjir reifað mjög umdeil- anlegar efasemdir um þróunar- kenninguna. Georg fékk mér doðr- ant að lesa um þetta efni, ljómandi bók heimspekingsins Daniels Dennett um Darwinskenninguna. Eftir að við höfðum skemmt okkur góða stund yfir spurningunum þremur kom Eva inn á skrifstofu manns síns og spurði umsvifalaust: „Hverju slepptuð þið úr Niflunga- hríngnum í Reykjavík 1994?“ Ein leiðin til að ljá hverju andartaki inntak er að stilla sig um kurt- eisishjal eins og „Hvernig var ferð- in frá Kaupmannahöfn?" og „Hvernig fer um þig í íbúðinni?" og „Finnst þér ekki kalt í Stokk- hólmi?“ Þegar Niflungahrínginn bar á góma nefndu þau Lars Lönnrot, prófessor í íslenzkum bókmenntum í Gautaborg. Hann skrifaði á sínum tíma um íslenzka Hringinn í Svenska Dagbladet. Ég sagðist þá hafa kynnzt Lars í Reykjavík 1994 og okkur hefði komið saman eins og húsi í ljósum logum. Þetta er enskt orðtak - „to get on like a house on fire“ - sem þau hjónin reyndust ekki hafa heyrt áður. Þeim þótti það gott. Síðan rök- ræddum við af kappi í næstum tvo tíma, ýmist um málfræði, heim- speki, líffræði eða óperur Wagners. Þá keyrði Georg mig heim. Það var hríð í Stokkhólmi og færðin slæm. Þegar ég var kominn út úr bílnum heima hjá mér spurði hann mig í kveðjuskyni: „Vorum við ekki eins og hús í ljósum logum?“ Enska orðtakið er að ég veit bezt aðeins haft um gott samkomulag tveggja eða fleiri manna. En ég er ekki viss um að Eva og Georg Klein þurfi endilega annarra við til að vera eins og hús í ljósum logum. Svo virðast logarnir vera óslökkv- andi. Höfundur er prófessor. Einvígið á akbrautinni SKELFILEG þró- un í umferðinni á Is- landi á sér langan að- draganda í samdrætti á umferðarlöggæslu, bæði hér á höfuðborg- arsvæðinu og úti á landi, samfara mikilli aukningu ökutækja, hraðskreiðari og bet- ur búnum bílum með ákveðnum og tillits- lausum ökumönnum í alltof mörgum tilfell- um. Fólk hefur þver- brotið reglur, ekki virt reglur um fram- úrakstur, hætt að gefa stefnumerki, engan gaum gefið yfirborðsmerkingum og sumt af þessu kostar ekki neitt. - Rangar áherslur á undanförnum árum endurspegla ástandið, sem lýsir sér í miklum fjölda árekstra, umferðarslysa og banaslysa í um- ferðinni. Umferðaröryggisáætlun- in, sem fv. dómsmálaráðherra hleypti af stað til ársins 2001 hefur reynst haldlítil og jafnvel skapað meira öngþveiti í umferðarmálum en lausnir. En hvers vegna? Samfara auknum bifreiðafjölda og vegagjöldum, tiltölulega lítið bættu vegakerfi sem þingið ber ábyrgð á, meiri hraða og aukinni spennu var dregið úr umferðar- löggæslu, sérstaklega hér á höfuð- borgarsvæðinu og með því að leggja niður þjóðvegalögregluna, sem var gerð út frá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík og þjón- aði miklu hlutverki í að viðhalda öryggi á þjóðvegunum. Með þessu átti að spara peninga fyrir þjóðfé- lagið, en sá sparnaður hefur dregið dilk á eftir sér. Ef til vill hafa verið þarna á ferð misvitrir ráðgjafar, sem reynast afar dýrir á fóðrum þegar til lengdar lætur. Umferðarráð Umferðarráð hlaut nýjan for- mann nokkru fyrir aldamót, hann leiðir starfsemina sem hefur aukist að vöxtum og peningaveltu. Um- ferðarráð hefur umsjón með öku- kennslu, rekur ökunámsdeild, út- varpsstöð og er ráðgefandi um umferðarmál. Létt spjall í útvarp kemur ekki í stað virkra lögreglu- aðgerða og ráðið er í fríi um helg- Gylfí Guðjónsson ar. - Laugardaginn 12. febr. sl. urðu mörg óhöpp á Vesturlands- vegi norðan við Mos- fellsbæ, eftir hríðar- veður. Vegurinn var lokaður í Kollafirði og Ríkisútvarpið greindi frá því. Enginn ábyrg- ur aðili virtist fylgjast með þessu, en lög- regla frá Reykjavík kom á staðinn og lok- aði veginum eftir að ég hafði komið ábend- ingum til Ríkisút- varpsins um ástandið. - Helgina eftir fóru fram mestu mann- flutningar á íslandi síðan í Eyja- gosi 1973, en nú gaus Hekla. For- stjóri Almannavarna ríkisins kom fram í sjónvarpi og kvaðst vona að fólkið yrði jafngott og Hekla. Ekk- ert heyrðist frá Umferðarráði, þegar fólk sat þúsundum saman fast á Suðurlandsvegi um Þrengsli, þrátt fyrir viðvaranir Veðurstofu. Þetta er tómarúm á örlagastund- um. Lækkaður hefur verið æfinga- akstur í 16 ára aldur, en í þess stað hefði mátt hækka ökuprófsaldur í 18 ár í áföngum, til samræmis við Evrópu. Ekki er að sjá að æfinga- aksturinn skili sér, en hann hefur staðið í fjögur ár og engar niður- stöður birtar. Innra eftirlit Um- ferðarráðs er ekki sem skyldi, við bókleg próf eru lögð fram notuð prófgögn sem rugla nemendur og margar spurningar orka tvímælis. Nú hefur dómsmálaráðherra stað- fest nýja námskrá fyrir almenn ökuréttindi, sem Umferðarráð hef- ur tekið saman og er það fram- faraspor, en þar fennir fljótt í förin ef ekki koma víðtækari ráðstafanir. Embætti ríkislögreglustjóra í huga margra var embætti rík- islögreglustjóra stofnað til þess að samræma og stefnumóta lög- regluna í landinu, vera stuðnings- aðili og bakhjarl lögregluliða um landið. Nú þegar ber á þenslu í fjármálum og mannafla og að em- bættið dragi til sín reynda lög- reglumenn frá öðrum lögregluem- bættum og jafnvel keppi um Umferðin Fólk þarf einhvern sem vill og hefur styrk, segir Gylfí Guðjónsson, til að halda verndarhendi yfír því í umferðinni. verkefnin, en þetta hefur ekki góð áhrif. Embættið hefur á sinni hendi allar lögreglubifreiðar lands- ins og leigir þær út á þvflíkri leigu að önnur embætti eru í vandræð- um að fjármagna eftirlit sitt. Því má segja að samkeppni sé komin um fjármagn á lögreglumarkaðn- um og þar vinnur sá sterki. Ríkislögreglustjóri hefur gefið út fyrirskipanir að allir lögreglu- menn klæðist einkennisbúningum, jafnvel menn sem starfa að skrif- stofustörfum hjá embættinu sjálfu. Rannsóknarlögreglumenn í Reykjavík hljóta sömu örlög og er það óskiljanlegt, þeir vinna við- kvæm störf sem þola ekki auglýs- ingu og hún á ekki við. Hins vegar hefur embættið sent lögreglumenn út um land með óeinkennda bfla, tekið myndir af hraðabrotum og sent gögnin inn á héraðslögreglu- stöð til vinnslu, í stað þess að vinna málið sjálfir. Þeir sem fá síð- an sektirnar sendar heim, hafa aldrei séð lögreglu á ferð sinni og eru undrandi yfir málsmeðferðinni. Það er furðuleg afstaða að nauð- synlegra sé að sýna skrifstofu- menn einkennisklædda hvern fyrir öðrum en lögreglumenn meðal al- mennings á þjóðvegunum. Nýlega var sýndur í sjónvarpi þátturinn Nýjasta tækni og vísindi. Þar var greint frá rannsóknum á gervilög- reglumönnum og sýndur vegalög- reglumaður í einkenndri bifreið sem var án tækja innanborðs. Bif- reiðin stóð á varðsvæði sínu og sýndu rannsóknir að slysum fækk- aði um 50%. Niðurstöður Byggja þarf upp með sérhæfðum lögreglumönnum umferðardeildina í Reykjavík, en meðan tennurnar voru dregnar úr henni voru nýjar smíðaðar upp í Umferðarráð og íleiri, á sama tíma hafa orðið stjórnlausir árekstrar og slys. Nýja útrásarstöð fyrir lögregluna þarf að byggja uppi við Arbæjar- hverfí, þar sem auðveld útgöngu- leið er til allra átta fyrir umferðar- lögreglu og almenna lögreglu. Koma þarf upp fjarskiptakerfi við bifreiðar landsins þannig að rjúfa megi útsendingu og senda inn að- vörun. Vegalögreglan færi út frá umferðardeildinni í Reykjavík um sunnanvert landið og frá lögreglu- embættum um norðanvert landið, en þar er komin góð reynsla af * samstarfi embætta frá Hólmavík að Húsavík um vegaeftirlit. Lög- regluembættin um landið eru of fá- menn og verða að fá meira svig- rúm. Nokkur hundruð milljóna til löggæslu í umferðinni skila sér til baka. Ef eitthvað nálægt þessu gengur eftir mun umferðarslysum fækka verulega á næstu árum og borgarar landsins halda fastar ut- an um umferðarreglur. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra, tekur við slæmu búi. Hún er eini þingmaðurinn sem hef- ur lýst yfir áhyggjum að undan- förnu vegna alvarlegrar stöðu og boðar til ráðstefnu varðandi um- ferðarmál og er það fagnaðarefni. a Fólk þarf einhvern sem vill og hef- ur styrk til að halda verndarhendi yfir því í umferðinni. Höfundur er ökukennari og fyrrver- andi lögreglumaður. uppbygging og rekstur á raf- magnsknúinni járnbraut á leiðinni Reykjavík - Reykjanesbær myndi skila ágætum arði. Samkvæmt út- tekt iðnrekstrarfræðingsins Stein- gríms Ólafssonar er járnbraut því raunverulegur valkostur í sam- göngumálum, þvert á það sem áður hefur verið haldið fram. Reynist þetta rétt markar það þáttaskil í þróun þeirrar umræðu sem nú fer Járnbraut Með tilkomu járn- brautarinnar, segir Hrannar Björn Arnars- son, breytast mikilvæg- ar forsendur í umræð- unni um flutning Reykj avíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni. fram um framtíðarskipan sam- göngumála á suðvesturhorninu. Kostir járnbrautar Rekstur á þessari rafmagns- knúnu járnbraut hefur ýmsa góða kosti umfram það að vera hag- kvæmur. Þar má fyrst telja að með tilkomu hennar yrði stórt skref stigið í þá átt að draga úr notkun innflutts mengandi eldsneytis og nýta í staðinn innlenda umhverfis- væna orkugjafa. Þá myndi tilkoma járnbrautarinnar draga stórlega úr því mikla álagi sem fyrirsjáanlegt er á umferðarmannvirki svæðisins og þannig færa mikinn ávinning í formi færri slysa, minna eigna- tjóns, sparnaði í uppbyggingu og viðhaldi umferðarmannvirkja og greiðari umferð. Síðast en ekki síst breytast með tilkomu járnbrautar- innar mikilvægar forsendur í um- ræðunni um mögulegan flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatns- mýrinni. Hingað til hafa helstu rök þeirra sem andmælt hafa flutningi vallar- ins verið þau að bygging nýs flug- vallar væri of dýr og að flutningur innanlandsflugsins til Keflavíkur væri ekki mögulegur vegna fjar- lægðar frá höfuðborgarsvæðinu. Samhvæmt skýrslunni tæki það járnbrautina innan við 30 mínútur að ferðast frá Reykjavík til Kefla- víkur og þyrfti fargjaldið ekki að verða hærra en 650 krónur. Slíkt ferðalag efast ég um að stoppi nokkurn mann og því þyrftu for- sendur fyrir rekstri innanlands- flugs lítið að breytast við flutning þess til Keflavíkur ef járnbrautin yrði að veruleika. Flugvöllurinn burt úr Vatns- mýrinni? Með járnbrautinni vakna því nýjar vonir. Annarsvegar um að framundan sé nýr og umhverfis- vænn valkostur í samgöngumálum og hinsvegar um að almenn sátt geti orðið um brotthvarf flugvallar- ins úr Vatnsmýrinni, þannig að hægt verði að nýta það dýrmæta landsvæði undir blómlega byggð í hjarta borgarinnar. Möguleikar járnbrautarinnar verða því skoðað- ir af fyllstu alvöru í þeirri upp- byggingu almenningssamgangna sem framundan er á vegum Reykjavíkurborgar. í þeirri vinnu verður ríkisvaldið að leggja sitt af mörkum, ekki síst í ljósi þess takmarkaða fjármagns sem það ætlar sér að óbreyttu að leggja fram til uppbyggingar á umferðar- mannvirkjum höfuðborgarsvæðis- Höfundur er borgarfulltrúi. Gleraugnaverslunin Sjónarhóll www.sjonarholl.is ótrnctetlboð Silkibolirnir fást í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854. Boðað er til hluthafafundar í Búnaðarbanka íslands hf. mánudaginn 27. mars kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn í matsal bankans, Hafnarstræti 5, 4. hæð. Dagskrá: 1. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á eigin hlutum í bankanum, sbr. 55. gr. hlutafélagalaga. 2. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á fundinum skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti, eigi síðar en sjö dögum fyrir hluthafafund. ® BÚNAÐARBANKIÍSLANDS HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.