Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 43 Þegar sjónum er beint að þeim þætti í þroska barna, sem nefndur hefur verið vitsmunaþroski eða greind, er augljóst, hvernig hug- myndir fræðimanna hafa breyst á síðastliðinni öld eftir því sem þekk- ing innan ýmissa fræðigreina hefur aukist. Franski sálfræðingurinn Binet, sem starfaði í París um og eftir aldamótin 1900 og er höfund- ur fyrsta greindarprófsins, skil- gi-eindi greindarhugtakið á þann hátt, að greind væri það sem próf hans mældi. Síðan þessi einfalda og frum- stæða skilgreining var sett fram hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hugmyndir fræðimanna um vits- munaþroska eða greind hafa þróast frá því að líta á greind sem óljósa, illa skilgreinda starfsemi mannshugans yfir í það, að líta á vitsmuni sem samsetta færni úr fjölmörgum þáttum. Sumir þess- ara þátta lúta að tungumálinu, t.d. máltjáningu, skilningi og rökhugs- un. Aðrir varða skynjun af ýmsu tagi, t.d. sjón- og heyrnarskynjun og minni. Nýjustu skilgreiningar á greind ná einnig til félagslegrar aðlögunar og hegðunarþátta, þ.e.a.s. þess hvernig einstaklingur aðlagast því samfélagi sem hann býr í. Leiðin frá fyrstu skilgrein- ingum á eðli vitsmunaþroska tO nýjustu hugmynda er því löng. Deilur um greind þjóðanna, hnignandi eða batnandi eftir atvik- um, sem rætur áttu að rekja til hugmyndafræði um kynbætur í Evrópu og í Ameríku á fyrri hluta og um miðbik tuttugustu aldar, heyra nú að mestu sögunni tO. Sem betur fer hefur áhugi manna á úr- eltri umræðu af því tagi farið ört minnkandi og er nú hverfandi. Það er hins vegar áhugavert að velta því fyrir sér, hvers vegna aðferðir til að meta þroska barna og ung- linga, bæði heildrænt og afmark- aða þætti hans, eru gagnlegar og í raun nauðsynleg forsenda vand- aðrar meðferðar. Aður en að því verður vikið er rétt að velta fyrir sér, á hvern hátt frávik í þroska og hegðun geta birst hjá börnum og unglingum. Frávik í þroska og hegðun Lengi hefur verið vitað, að þroskaframvinda barna er misjöfn og þroskafræðilegir erfiðleikar af ýmsu tagi bæði algengir og marg- víslegir. Um getur verið að ræða væg frávik, t.d. í málþroska, og einnig fatlanir, sem eru fremur fá- tíðar. Má þar t.d. nefna þroska- hömlun, einhverfu, hreyfihömlun, blindu og heyrnarleysi. Oft er talað um, að 3%-5% fæddra barna eigi við alvarlega fötlun af einhverju tagi að stríða. Sé miðað við, að u.þ.b. fjögur þúsund börn fæðist á íslandi á ári hverju, er fjöldi fatl- aðra barna í árgangi u.þ.b. 120- 200. Vægari frávik í þroska, sem leitt geta til erfíðleika í námi, eru mun algengari. Talið er, að a.m.k. 10% barna í hverjum árgangi þurfi stuðning af einhverju tagi vegna námserfiðleika. Orsakir námserfið- leika eru fjölmargar og þekking á þeim eykst stöðugt, bæði m.t.t. or- saka, einkenna og aðferða, sem lík- legar eru til að skila árangri í með- ferð og kennslu. Fyrir ekki svo löngu síðan var lesblinda samheiti yfir margvíslegar orsakir, sem leiða til erfiðleika við lestrarnám. Orsakir lestrarerfiðleika eru hins vegar sjaldnast sjónræns eðlis, eins og ætla má út frá lesblindu- hugtakinu. Um getur verið að ræða erfiðleika í heyrnarskynjun, minni, málskilningi o.fl. Sértækir erfið- leikar geta einnig komið fram í stærðfræði, skrift og fleiri náms- greinum. Enn sem fyrr má rekja framfarir í þekkingu á orsökum erfiðleika af þessu tagi til aukinnar þekkingar á starfsemi heilans. Tíðni og fjölbreytileiki frávika í hegðun hjá börnum eru einnig mikil. Slíkir erfíðleikar ganga und- ir mismunandi nafngiftum, talað er um geðræna erfiðleika barna, hegðunarerfiðleika og atferlistrufl- anir. Ekki er unnt að fara nánar út í forsendur mismunandi hugtaka- notkunar hér, en vakin athygli á því, að oft höfða þau til sama veru- leika. Þunglyndi barna hefur verið gef- inn vaxandi gaumur undanfarið og ætla má, að u.þ.b. 2% barna eigi við erfiðleika af því tagi að stríða. Nú á síðustu árum hefur þekking á hegðunarerfiðleikum barna, sem nefndir eru ofvirkni og athyglis- brestur, aukist til muna. Um er að ræða ástand, sem getur haft afdrif- aríkar afleiðingar fyrir barnið og fjölskyldu þess. Ætla má að 3-5% barna eigi við ofvirkni og athyglis- brest að stríða. Orsakir ofvirkm og athyglisbrests má rekja til ójafn- vægis á boðefnum í heila. Reynt hefur verið að halda því fram, að orsakir ofvirkni og athygl- isbrests megi rekja til ofnæmis, óþols af einhverju tagi eða jafnvel skorts á vítamínum. Slíkar vanga- veltur styðjast ekki við niðurstöður vísindalegra'' rannsókna. Gildi í þessari grein verður sjónum beint að þroskaferli barna, einkum þeim fjölinörgu erfíð- leikum í þroska og hegðun sem fram geta komið hjá börnum og unglingum og til- gangi með markvissri athug- un á slíkum erfíðleikum. Síð- ar verður fjailað um það, á hvern hátt lagt er mat á þroska og hegðun með hlut- lægum aðferðum sálfræðinn- ar og tengslum á milli grein- ingar og meðferðar. Að lokum verður fjallað um þjónustu við börn, sein eiga við þroska- eða hegðunar- vandamál að stríða, einkum innan skóla- og heilbrigðis- kerfísins. Ekki er um að ræða fræðilega umfjöllun með beinum tilvitnunum í heim- ildir, heldur upplýsingar Þyggðar á kenningum um þroska bama, vísindalegri þekkingu á sálfræðilegum mælitækjum og starfí undir- ritaðs undanfarna áratugi með böm sem eiga við þroska- og hegðunarerfíð- leika af ýmsu tagi að stríða. lyfjagjafar, sem getur haft afger- andi áhrif til hins betra á líðan barnsins, er jafnframt oft dregin í efa. Það er að sjálfsögðu afar mikil- vægt að beita ekki lyfjameðferð nema hún skipti miklu máli fyrir líðan barnsins og velferð í nútíð og framtíð. Jafnframt er mikilvægt að eftirlit með lyfjagjöf sé gott og sálfræðilegri meðferð beitt sam- hliða til að auka líkur á árangri meðferðarinnar. Geðrænir erfiðleikar barna og unglingageta átt sér margvíslegar orsakir. I sumum tilvikum er fyrst og fremst um að ræða líffræðilegar orsakir, _eins og í dæminu hér að framan. I öðrum tilvikum má rekja vanlíðan af ýmsu tagi hjá börnum til umhverfisaðstæðna. Þetta á t.d. oft við, þegar um er að ræða hræðslu og kvíða. Líkamleg ein- kenni má oft rekja til tilfinninga- legra þátta, einkum þegar börn eiga í hlut. Rétt er einnig að vekja athygli á því, að þroskavandamál, bæði þau sem eru væg og alvarleg, auka líkur á félags- og tilfinninga- legum erfiðleikum hjá börnum. Þetta á t.d. við um börn með sér- tæka námserfiðleika, sem vegnar illa í skóla og fá oft ekki þann stuðning, sem nauðsynlegur er. Tilgangur greiningar frávika Sú spurning vaknar óhjákvæmi- lega, m.a. eftir lestur greina sem birst hafa í Morgunblaðinu undan- farið, hvers vegna nauðsynlegt er að greina frávik í þroska og hegðun hjá börnum. Einnig hvaða próf- tæki eru best fallin til slíkrar greiningar? Vönduð greining, sem fram- kvæmd er í samræmi við alþjóð- lega viðurkennd vinnubrögð, leiðir til þekkingar á því, hvernig þroska- og hegðunarerfiðleikar birtast og er jafnframt mikilvægt innlegg í greiningu á orsökum vandans. Greining veitir einnig mikilvægar upplýsingar um líklega þróun erf- iðleika af ýmsu tagi, t.d. framför, stöðnun eða afturför í þroska. Síð- ast en ekki síst hefur greining beina skírskotun til meðferðar. Með gildum rökum má halda því fram, að án vandaðrar greiningar sé líklegt, að þær aðgerðir, sem gripið er til, séu illa grundaðar fræðilega, óvandaðar og skili því ekki tilætluðum árangri. Þar breytir engu, hvort sá aðili, sem veitir meðferðina, hvort sem hún er kennslufræðileg eða annars eðl- is, ber hag barnsins fyrir brjósti. Sömu rök gilda, þegar um er að ræða geðræna erfiðleika barna og unglinga. Að þessu verður nánar vikið í næstu grein. Höfundur er doktor frá Parísar- háskóla ogyfírsálfræðingur, Grein- ingar- og ráðgjafarstöð rikisins. Íti&NÝTJ) nti Handmáluð brúðhjónaglös Ný sending af antik-húsgögnum Opið kl. 10-18 mánud. til föstud., laugardag frá kl. 10-14. Ármúla 7 LAUGARDAG 0PIÐ: 10-16 SloHuvogfi 11 * Stmi 568 5588 Jói Fel 1,óa fcl Kleppsvegur 152 franslair um helgina llmandi Croissants, Podánes og Baguettes trauö angandi ostar og forvitnileg kynning á Trönsku rauðvini. Komdu í ilmandi franska sælkerastemmningukjá Jóa Fel um helgina. Ferskfiskdagar í Frakklandi! 29.- 31. mars 2000 Lokafrestur skráningar er til mánudagsins 20. mars á slóðinni www.utn.stjr.is/vur VUR • Rauðarárstíg 25 • 150 Reykjavlk • S(mi 560 9930 • Bréfsfmi 562 4878 • vur@utn.stjr.is • www.utn.stjr.is/vur VUR HNOTSKÓGUR / EFLIR VUR 301-00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.