Morgunblaðið - 18.03.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 18.03.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 59 Bein útsending frá úrslitaeinvígi Atskákmóts Islands í da g FRÉTTIR Sænsku hjónin Eva og Georg Klein í fyrirlestraferð Almennur fyrirlestur um krabbamein SKAK S k j á r e i n n ATSKÁKMÓT ÍSLANDS 10. - 18. mars 2000 STÓRMEISTARARNIR Helgi Ól- afsson og Jóhann Hjartarson munu tefla til úrslita um titilinn Atskák- meistari Islands í dag, laugardaginn 18. mars. Einvígið verður sýnt í beinni útsendingu á sjónvarpsstöð- inni Skjár einn. Útsendingar Skjás eins eru óruglaðar, þannig að allir skákáhugamenn ættu að geta fylgst með útsendingunni sem stendur frá klukkan 13-15:30. Helgi Ólafsson hefur tvisvar sinn- um orðið íslandsmeistari í atskák, árin 1996 og 1997. Þetta er hins veg- ar einn af fáum titlum sem Jóhann Hjartarson á enn eftir að bæta í safnið. Hann tefldi þó einnig úrslita- einvígið í fyrra, en varð þá að sjá af titlinum í hendur Helga Ass Grétars- sonar. Það er því ekki að efa, að ein- vígið verður spennandi. Jóhann hef- ur að sjálfsögðu fullan áhuga á að bæta titlinum í glæsilega afrekaskrá sína, en Helgi gæti hins vegar jafnað met Þrastar Þórhallssonar með því að sigra í einvíginu og verða þannig Islandsmeistari í atskák í þriðja sinn. Því miður er allt of lítið um skák í sjónvarpi og allir skákáhugamenn fagna því þessu framtaki Skjás eins. Það er hins vegar umhugsunarefni, að önnur sjónvarpsstöð vildi taka milljónir króna fyrir útsendinguna þegar leitað var til hennar. í ljósi þess flóðs af misgóðu íþróttaefni sem sjónvarpsstöðvarnar greiða offjár fyrir að sýna skýtur það skökku við að fjárfletta eigi Skáksambandið fyr- ir að sýna frá íþrótt sem við Islend- ingar höfum líklega náð bestum árangri í á alþjóðlegum vettvangi. Engin stórmeistara- jafntefli, takk! Þann 10. mars síðastliðinn lauk of- urmótinu í Linares með sigri þeirra Vladimir Kramniks og Garry Kasp- arov. Þeir hlutu hvor um sig 6 vinn- inga af 10 mögulegum, en aðrir keppendur voru jafnir í þriðja til sjötta og neðsta sæti með 4’/2 vinn- ing. Mótshaldaranum á Linares, Rent- ero að nafni, er ákaflega illa við að samin séu baráttulaus jafntefli eða að þau séu yfirleitt samin. Ef kepp- endur gera sig seka um að semja lit- laus jafntefli fá þeh' jafnan harðort ávítunarbréf í hendurnar og eru jafnvel sektaðir fyrir framferðið! Þrátt fyrir þetta aðhald var hlutfall jafntefla í ár hátt, eða í kringum 80 af hundraði. Langflest þeirra voru þó litbrigðarík sem hefur án efa róað hið heita skap mótshaldarans. Merkilegasta jafnteflisskákin var á milli sigurvegaranna tveggja í átt- undu umferð. Þriðji stigahæsti skák- maður heims pressaði þar þann stigahæsta sem þurfti á allri sinni út- sjónarsemi að halda. Hvítt: Vladimir Kramnik Svart: Gary Kasparov l.Rf3 Rf6 2.c4 c5 3.g3 d5 4.d4 dxc4 5.Da4+ Bd7!? Hér virðist 5...Rc6 nærtækara. Kasparov ku hafa notað mikinn tíma á fyrstu leikina sem ber merki um að hvítum hafi tekist að koma honum á óvart, en slíkt þekkist varla þegar hann á í hlut. 6.Dxc4 Bc6!? 7.dxc5 Bd5 8.Da4+ Bc6 9.Dc4 Bd5 10.Dc2 e6 ll.Bg2 Be4 12.Dc4 Bd5 13.Dh4! Hafnar þráleik enda hefur hvítur ögn þægilegri stöðu. 13...Bxc5 14.Rc3 Bc6 15.0-0 Be7? Ónauðsynlegt var að ákveða strax stöðu biskupsins. 15...Rbd7 hefði verið skynsamlegra og eftir til að mynda 16.Bg5 h6 17.Hadl Db6 18.Bxf6 Rxf6 19.Ra4 Db4 er staðan í jafnvægi. 16.Hdl Da5 17.Bd2 Rbd7 18.g4! Snjall leikm- sem hefur tvö megin- markmið. í fyrsta lagi að berjast af krafti fyrir miðborðinu með hótun- inni g4-g5 og að rýma góðan reit fyr- ir drottninguna á g3. 18.. .h6 19.Dg3 Da6 20.h4 Dc4 21.Bf4 Db4 22.a3 Dxb2 23.Rd4 g5! Ekki er mér ljóst hvers vegna svartur var að flana með drottning- una marga leiki og enda svo í stór- hættu á b2. Af þeim ástæðum varð hann að grípa til róttækra aðgerða til að verða sér úti um mótspil sem og textaleikurinn gerir. Eftir hið ein- falda 23...Bxg2 vinnur hvítur drottn- inguna með 24.Hdbl 24.Rxc6! Hvítur gat ekki þegið peðsfómina þar sem eftir 24.hxg5 hxg5 25.Bxg5 Bxg2 26.Hdbl Be4 stendur svartur með pálmann í höndunum. Með textaleiknum hefur hvítur afar hættuleg færi og í framhaldinu þarf svartur að tefla af mikilli hugvits- semi. 24.. ..gxf4 25.Dd3 bxc6 26.Bxc6 0-0 27.Bxa8 Re5 28.Dd4 Hxa8 29.Dxe5 Hc8 30.Hacl Frábær björgunarleikur. Svarta drottningin nær í framhaldinu að valda það miklum usla í nágrenni hvíta kóngsins að jafntefli verður óumflýjanleg. 31.Rxd5 Dxe5 32.Rxe7+ Kg7 33.Hxc8 Dxe2 34.Hg8+ Kf6 35.Hd7 Del+ 36.Kg2 De4+ 37.Kh2 Dc2! 38.Kg2 De4+ 39.Kh2 Dc2 40.g5+ hxg5 41.Hxg5 Dxf2+ og jafntefli var samið, enda sleppur hvítur ekki úr þráskákinni. Amber skákmótið hafið Níunda Amber-skákmótið í Móna- kó fer fram 16.-28. mars. Eins og venjulega eru tefldar atskákir og blindskákir. Þátttakendur eru: Jer- oen Piket, Ljubomir Ljubojevic, Predrag Nikolic, Joel Lautier, Viswanathan Anand, Anatoly Karp- ov, Vassily Ivanchuk, Loek Van Wely, Veselin Topalov, Vladimir Kramnik, Boris Gelfand og Alexei Shirov. Einni umferð er lokið á mót- inu og er Kramnik efstur með 2 vinn- Enski boltinn á Netinu ^mbl.is ALLTAf= e/TTH\SA£> NÝTl og nýju líffræðina inga, en hann sigraði Piket í báðum skákunum. Björn Jónsson sigrar hjá TG Marsmánaðarmót Taflfélags Garðabæjai’ var haldið á mánudag- inn. Björn Jónsson sigraði á mótinu, Jóhann H. Ragnarsson varð annar, Leifur I. Vilmundarson þriðji og Kjartan Thor Wikfeldt lenti í fjórða sæti. Hraðskákmót Hellis 2000 Hraðskákmót Hellis verður haldið mánudaginn 20. mars og hefst kl. 20. Teflt er í Hellisheimilinu Þöngla- bakka 1. Tefldar verða 7 umferðir tvöföld umferð eftir Monrad-kerfi. Heildarverðlaun eru kr. 10.000 sem skiptast þannig að sigurvega- rinn fær 5.000 kr. Ónnur verðlaun ei-u kr. 3.000 og þriðju verðlaun eru kr. 2.000. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn, en kr. 500 fyrir aðra. Unglingar greiða kr. 200 og kr. 300 séu þeir ekki félagsmenn. Mótið er öllum opið. Da_ði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson KRABBAMEIN og nýja líffræðin nefnist almennur fyrirlestur sem Georg Klein flytur í Odda, stofu 101, kl. 14, á morgun, sunnudag, í boði rektors Háskóla Islands. Sænsku hjónin Eva og Georg Klein dvelja á Islandi næstu daga í boði ýmissa að- ila og halda nokkra fyrirlestra. Að loknum fyrirlestrinum á sunnudag verða umræður um líf- fræði og líftækni og taka þátt í þeim auk fyrirlesarans þau Þorsteinn Vil- hjálmsson, Vilhjálmur Árnason, Guðmundur Pétursson, Guðmundur Eggertsson, Guðrún Agnarsdóttir og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir. Mánudaginn 20. mars heimsækja Klein-hjónin rannsóknastofur Há- skóla Islands og Krabbameinsfé- lagsins og kl. 16 flytur Georg Klein fyrirlestur í sal Ki’abbameinsfélags- ins í Skógarhlíð um þróun krabba- mejns. Á miðvikudag verður farið í heim- sókn til íslenskrar erfðagreiningar og kl. 14 þann dag flytur Eva Klein fyrirlestur í húsi Krabbameinsfé- lagsins. Fimmtudaginn 23. mars heim- sækja þau Tilraunastöð Háskóla ís- lands að Keldum og þar flytur Georg Klein fyrirlestur kl. 12.30 og heim- sókninni lýkur á föstudag hjá Urði, Verðandi, Skuld og með fyrirlestri í stofu 101 í Odda kl. 16 á föstudag. Þar fer fram samræða Georgs Klein og Þorsteins Gylfasonar um vísindi, skáldskap og siðferði og er hún opin almenningi. Eva og Georg Klein hafa bæði ver- ið prófessorar í krabbameinsfræðum við Karólínsku stofnunina í Stokk- hólmi, hann frá 1957 til 1993 og hún frá 1979 til 1993. Eftir að þau létu af embættum sínum fyrir aldurs sakir hafa þau haldið áfram rannsókna- störfum á stofnuninni. Hann hefur birt meira en 1000 greinar um fræði sín, og hún um 450. Nefna má að samtals hafa fjórir íslenzkir vísinda- menn lokið doktorsprófi undir hand- leiðslu þeirra hjóna. * L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.