Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.03.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 31 NEYTENDUR Morgunblaðið/Sverrir Jóhannes Felixson, varaformaður Landssambands bakarameistara. sýnir franska sendiherranum á íslandi, Louis Bardoilet, hluta þess sem í boði verður á frönsku dögunum. A myndinni eru einnig Hörður Kristjáns- son, til vinstri, og Hjálmar Jónsson, sem báðir sitja í stjórn Landssambands bakarameistara. Franskir dagar í íslenskum bakaríum í gær, föstudag, hófust franskir dagar í 40 íslenskum bakaríum víðsvegar um landið en næsta hálfa mánuðinn munu lands- menn eiga þess kost að gæða sér á frönskum bökum, „baguet- te“ brauði og öðru góðgæti sem íslenskir bakarameistarar baka. Jóhannes Felixson, varafor- maður Landssambands bakara- meistara, segir að tilgangurinn með frönskum dögum sé að kynna landsmönnum brauð- og kökumenningu annarra landa og auka fjölbreytni. Hann segir að í október sl. hafi 38 íslenskir bak- arameistarar haldið til Frakk- lands í þeim tilgangi að kynna sér franska brauð- og köku- menningu en í Frakklandi eru starfrækt um 60.000 bakarí. „Það kom okkur dáli'tið á Morgunblaðið/Sverrir Alls fóru 38 íslenskir bakarar til Frakklands í haust í þeim til- gangi að kynna sér franska brauð- og kökumcnningu. óvart að sjá hvað bakaríin eru lítil í Frakklandi. Brauðin eru töluvert stærri þar en hér og ekki óalgengt að fólk sé að kaupa sér fjórðung úr brauði þar. Þá var úrvalið af sæta- brauði mjög mikið og íslenskir bakarameistarar hafa einmitt að undanförnu verið að æfa sig í bakstri hinna ýmsu bökutegunda sem eru ýmist með ávöxtum, kjötfyllingum eða grænmeti. Jóhannes segir að viðskipta- vinum verði boðið að smakka á ýmsu góðgæti meðan á frönsk- um dögum stendur. Þegar hann er spurður hvort stefnan sé að hafa fleiri kynn- ingar sem þessar á árinu, upp- lýsir hann að með haustinu verði kynning á skyndibitafæði í íslenskum bakarium. Verðskynjunarkönnim Gallup fyrir Landssíma fslands Töldu þjónustuna mun dýrari en hún er GALLUP hefur að undanfomu gert verðskynjunarkannanir fyrir Lands- síma Islands og niðurstöður sýna að fólk telur símaþjónustu almennt vera dýrari en hún er í raun og veru. „Niðurstaðan kom okkur nokkuð á óvart,“ segir Ólafur Þ. Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynn- ingarmála Landssíma Islands. „Við höfum fyrir vikið að undaníomu lagt okkur fram að kynna fyrir fólki verð á okkar þjónustu. Við emm með auglýsingar á strætisvagnaskýlum, í útvarpi, blöðum og sjónvarpi en þar tökum við dæmi af mínútuverði. Þetta er verð sem fá önnur símafyrirtæki geta boðið, einkum og sér í lagi á inn- anlandssamtölunum, en þar er verð mjög lágt í samanburði við nágranna- löndin. Með þessum auglýsingum vilj- um við fyrst og fremst stuðla að því að viðskiptavinir okkar hafi rétta mynd af því hvemig verðið er,“ segir Ólafur. Spurningar og svör „Á meðal þess sem spurt var um var hvað fólk teldi að fimm mínútna símtal um miðjan dag innan síns svæðis kostaði. Að meðaltali svaraði fólk 48 krónur en rétt verð er 11,12 krónur. Önnur spuming var um sams konar símtal en milli Reykjavíkur og Akureyrar og að meðaltali svaraði fólk að kostnaðurinn væri 51 króna í stað 11,12 króna. Þetta bendir til þess að sumir haldi enn að það sé dýrara að hringja milli landshluta en innan- bæjar en það er ekki raunin. I árslok 1997 breyttist þetta og núna er sama gjald um allt land. Þá vora spumingar um símtöl til útlanda og eins símakostnað vegna netnotkunar og sýndi könnunin al- mennt að skynjun fólks á verði á símaþjónustu væri frekar óraunhæf. Meirihluti taldi hins vegar aðspurður að rétta verðið væri sanngjamt," seg- ir Ólafur. Rósa Ingólfsdóttir er mjög hrifin af Karin Herzog súrefniskremunum og segir aö þau henti sér af- skaplega vel. „Þessi frábæru krem samræmast al- veg mínum lífsstíl en ég leitast við að nálgast upp- runann sem mest. Ég er með blandaða húð en er heldur betur búin að finna lausn á því með Vita-A- Kombi 2 og 3. Þau vinna vel á þurrki í húð og líka bólum. Eins er mjög gott að bera þau á húðina þegar maður er þreyttur, því þau eru endurnær- andi. Ég nota kremin alltaf undir farða og þá helst hann vel á allan daginn. Með fullri virðingu fyrir öðrum merkjum þá er ég á þeirri skoðun, að Karin Herzog vörurnar séu húðsnyrtivörur framtíðarinn- ar.“ Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Rósa Ingólfsdóttir ...ferskir vindar í umhirðu húðar Rósa Ingólfsdóttir er yfir sig hrifin Teknir saman gæðastaðlar fyrir íslenskt grænmeti Hafín er vinna við nýtt verkefni sem miðast að því að bæta gæði grænmetis á íslenskum markaði. Teknir verða saman gæðastaðlar fyrir íslenskt grænmeti og er áformað að hægt verði að prófa þá næsta sumar. Gæðastaðlarnir verða miðaðir við íslenskar að- stæður en evrópskir staðlar verða hafðir til hliðsjónar. Að verkefninu standa Nýkaup, Matvælarannsóknir Keldna- holti, Sölufélag garðyrkju- manna, ísaga, Samband garðyrkjubænda Bændasam- Finnur Arnason, fram- kvæmda- stjóri Ný- kaups, segir að í fyrra hafi komist á skrið mikil umræða um gæði grænmetis. „Við komumst að raun um að engir gæðastaðlar vora til fyrir íslenskt grænmeti. 1 kjölfarið höfðum við samband við Sölufélag garðyrkjumanna sem settu framhaldsvinnu í gang sem nú er komin í þennan farveg." Finnur segir að með þátttöku Nýkaups sé ætlunin að auka gæði grænmetis í verslununum og bæta geymsluskilyrði og auðvelda neytendum val á gæðavöra. Hann segir að Sölufé- lag garðyrkjumanna stefni að auknu gæðastarfi og flokkun grænmetis og ísaga vilji kanna möguleika á stýrðum loftskilyrð- um í geymslum og pökkun græn- metis í loftskiptar umbúðir. „Meðal framleiðenda á grænmeti er mikill áhugi á að ná sem bestum tökum á stýringu geymsluskilyrða og nýta þannig enn betur það forskot sem ná- lægð við markaðinn gefur. Styrk- ir frá Tæknisjóði Rannsóknar- ráðs, Framleiðnisjóði landbúnaðarins og fyrirtækjum sem taka þátt í verkefninu gera þessa vinnu mögulega. Teknfr verða sam- an gæða- staðlar fyr- ir íslenskt gi-ænmeti og er áformað að hægt verði að prófa þá næsta sum- ar. Gæða- staðlarnir verða miðað- ir við íslensk- ar aðstæður en evrópskfr staðlar verða hafðir til hliðsjónar. Víðtæk þátttaka í verkefninu allt frá framleiðslu til versl- unar gerir þessa vinnu mögulega. Gerðar verða mælingar á hita- stigi, rakastigi og lofttegundum allt frá því að framleiðandi sker upp grænmeti og þar til það berst neytendum. Með þessu móti koma í ljós þeir staðir á ferlinum sem helst valda gæðarýrnun." Finnur bendir á að gerðar verði tillögur að endurbótum á geymsluskilyrðum og að árangur verði metinn með endurmæling- um. „Bragðgæði og útlit græn- metisins verður metið við upp- skeru og síðan þegar það kemur á borð neytenda. Auk þessa verða gerðar prófanir á pökkun græn- metis og stýringu lofttegunda í geymslum í þeim tilgangi að lengja geymsluþol grænmetis." afsláttur af öllum gólfefnum Gúmmídregiil sem lilífir gólfinu fyrir óhreinindum 1.195 kr./m2 HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.